Alþýðublaðið - 18.06.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.06.1941, Blaðsíða 4
MiÐVtKUÐAGUR 18. JÚNI 1M1. BMVIKUBAGUR W\ < ! . — ' Næturlæknir er Daníel Fjeld- sted, Laugaveg 79, sími 3272. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarpssagan: „Kristín Laf- ransdóttir", eftir S. Undset. 21,00 Einleikur á píanó (Frits Weisshappel): Sónata í Es- dúr eftir Haydn. 21,15 Erindi: Fátækraframfærsl- an 1939 (Jónas Guðmunds- son eftirlitsmaður sveitar- stjórnarmála). 21,40 „Séð og heyrt.“ 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. 50 ára stúdentar komu saman hér í bænum í gær. Voriö 1891 voru samtals 16 stúd- entar útskrifaðir. Af þeim eru 8 á lífi og fimm þeirra staddir hér í bænum, þeir síra Friðrik Hall- grímsson dómprófastur, Guðmund- ur Sveinbjörnsson fyrrum skrif- stofustjóri, dr. Helgi Péturss, Karl Nikulásson og síra Sveinn Guð- mundsson. Utan Reykjavíkur eru: Síra Jes Gíslason í Vestmannaeyj- um, sr. Vigfús Þórðarson, Eydöl- um, og síra Pétur Hjálmarsson í Kanada. Kvenréttindafélag íslands minnist 19. júní með kaffikvöldi í Thorvaldsensstræti 6 kl. 9 e. h. þann dag. Dagskrá: Ávarp, ræður: Konan og lýðræðið: Laufey Valdi- marsdóttir, Aðalbjörg Sigurðar- dóttir, söngur með guitarundir- spili: Guðrún Sveinsdóttir, upp- lestur: Ingibjörg Benediktsdóttir. Bifreiðasamakstur varð í gær á mótum Njarðar- götu og Hringbrautar. Rákust á ensk og íslenzk bifreið. Töluverð- ar skemmdir urðu. Þá rákust á tvær íslenzkar bifreiðar í gær- kveldi. Skemmdir urðu litlar. Hæstaréttarprófraun. Sigurgeir Sigurjónsson, héraðs- dómsmálaflutningsmaður, hefir lokið prófraun við hæstarétt og flutti hann fjórða og síðasta próf- mál sitt í gær. Axel Dahlmann, héraðslæknir á Hesteyri andað- ist í fyrradag (16. júní) af slys- förum. Hafði dottið niður stiga í húsi sínu, var meðvitundarlaus, er að var komið og dó skömmu síðar. 500 stúdentar. Pálmi Hannesson, rektor hefir nú útskrifað yfir 500 stúdenta frá Menntaskólanum. Var ein af stúlkunum, sem útskrifuðust í gær, Guðný Ámundadóttir sú 500. og færði rektor henni blómvönd í til- efni þess. Sðngfðr Sarlakörs- iss „fieysir“ KARLAKÓRINN „Geysir“ hélt samsöng í Gamla Bíó í gær kl. 3 fyrir troðfullu húsi við ágætar undirtektir. í gærkveldi fór „Geysir“ til Þingvalla í boði Reykjavíkur- bæjar og S.Í.K. í fyrrakvöld söng „Geysir“ í Hafnarfirði við ágætar undirtektir. Annað kvöld heldur ,,Geysir“ miðnæturkonsert í Gamla Bíó og loks mun hann halda útikon- sert einhvern tíma í vikunni. Næstkomandi sunnudag leggur hann af stað heimleiðis. iftt blað. NÝTT VIKUBLAÐ, sem nefnist Þjóðólfur, hóf göngu sína í gær. Birti það fallega stefnuskrá á fyrstu síðu þar sem meðal annars er lýst yfir því, að það ætli að beita sér fyrir auknu siðgæði bæði í opinberu lífi og einkalífi (skemmtanalífi sagði útvarpið í staðinn fyrir einka- lífi, þegar það skýrði frá blað- inu í gær). Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri er sagður aðalmaðurinn á bak við þetta blað. CæraeHMð AlþýðiáOeXm ÞINGSLIT Frh. af 1. síðu. yfir a'ö þinginu væri slitið og bað þiugmjenn að minnast fóst- urjarðarinnar með því að standa upp. Risu þingmeun þá úr sætum siwum og hrópuðu ferfalt húrra fyrir fósturjörðinni. ÍÞRóTTIRNAR I GÆR Frh. af 1. síðu. Lajigstökk: 1. Oliver Steinn (Á), 6,50 m- 2. Sigurður Finns- son (KR), 6,38 m. 3. Jóhann Bern- hard (KR), 6,34 m. 4. Georg L. Sveinsson (KR) 6,25 m. 5000 m hlaiup: 1. Jón Jónsson (KV) 16 mín. 40,6 sek. 2. Har- aldur Þórðarson (Á) á 16:46,0. 3. Indriði Jónssotn (KR) á 16:50,2. KúIuvaTp: 1. Gunnar Huseby (KR) 14,22 m. 2. Sigurður Finns- son (KR) 13,17 m. 3- Jens Magn- ússon (Á) 12,41 m. 4. Jóel Kr. Sigurðsson (1R) 11,80 m. 1000 m boðhlsiup: Fyrst varð sveit KR á 2 mín. 8,3 sek. Önn- ur sveit Árinanns á 2:10,2, þri'ðja sveit 1R á 2:11,5 og fjórða sveit Víkings á 2:14,9- BARDAGARNIR í AFRÍKU Frh. af 1. síðu. er meiri háttar sókn að hefjast af hálfu Breta. Herstjórn Breta í Kairo er mjög þögul um fyr- irætlanir sínar. Sóknin á sunnu daginn virðist þó hafa komið Þjóðverjum og ítölum algerlega á óvart, en þeir hafa síðan dregið að sér liðsstyrk frá víg- stöðvunum við Tobrouk, sem er vestar á Libyuströndinni. En Tobrouk er, eins og kunnugt er, enn á valdi Breta, þótt hún sé umkringd á allar hliðar land- megin. Báðir aðilar telja sig þegar hafa eyöilagt fjölda skriðdreka og flugvéla fyrir hinum. Fregnir frá Sýrlandi herma, að hei*sveitir Bneta nálgist nú hægt GA.KLA BU> ( (The Saint Takes Over.) Ameríksk leynilögreglu- mynd, gerð samkvæmt skáldsögu eftir Leslie Charteris. Aðalhlutverkin leika: Gfeorge Sanders og Wendy Barrie. Sýnd kl. 7 og 9. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. I WiM mm Spennandi og viðburðarík ameríksk kvikmynd frá Universal Pietures. Aðalhlutverkin leika: Claire Trevor eg George Raft. Aukamynd: Ensk íþrótta- kvikmynd. Börn yngri en 1S ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 «g 9. Þökkum auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför Þorleifs Guðmundssonar frá Háeyri. Hannesína Sigurðardóttir og börn. renaur eða stúlka óskast til að bera Alþýðublaðið til kaupenda. og hægt aðalhafnarborg iandsins, Beirut, og hafi í gærkveldi ekki átt nema 18 km- vegaiengd ó- farna til hennar. Hálfhringurinn um Damaskus áð sunn.an þrengist ©i'nsnig stöð- uigt, iog hafa hersveitir Breta og frjálsra Frakka þar nú náð á vald s'iít hæðum, sem hægt er að skjóta frá á alla vegi, sem liggja t'il borgarinnar. Qiitlioiu stefM seiiar NORSKI NAZISTAFLOKKUR- INN hefix nú, eftir kommú- nistískri fyrirmýnd, hafizt handa. uim að stofna selliur eða smáfé- lög innan morsiku verkaIýðsfétag- anna í þeirri von að geta náð þeim á sút vald innan frá- Stefnt er að því, að þegar þess- air sellUir era o'rðnar nógu stórtar,. þá sitji félaigar þeirra fyrir vinnu og peim sem utan við standa er- ráðlagt áð tryggja sér framhald- ajndi vinnu með því að 'ganga sem fyrst í sellurnar. Og þalð er þegar farið að bera á þvi, að nofsku nazist- arnir fá stærri matarskammt, en þeir, sem standa utian við naz- istafl'Okkinn. (I. T. F.) 137 THEOPORE DREÍSER JENNIE GERHARDT Líkfylgdin var nú komin inn að altarinu, og kistan var látin niður. Hvítt klæði með tákni þjáninganna, svörtum krossi, var breitt yfir kistuna og stóru kertin voru látin við hliðina á kistunni. Áköll og svör voru sungin, vígðu vatni var stökkt á kistuna, kveikt var á reykelsiskerunum og þeim var sveiflað fram og aftur. Jennie þótti mikið koma til athafn- arinnar, en ekkert litaskraut eða viðhöfn gat eytt sorginni úr huga hennar. Henni fundust ljósin fögur og söngvarnir fallegir. Hún grét hljóðum gráti. Og hún sá, að frú Kane grét krampakenndum gráti. Þegar athöfninni var lokið var stigið í vagnana og líkið var flutt á járnbrautarstöðina. Allt ókunna fólkið fór, og þegar loks var orðið þögult, stóð hún á fætur. Hún ætlaði líka að fara til járnbrautar- stöðvarinnar, því að hún vonaði, að hún gæti fengið að sjá kistuna, þegar henni væri lyft inn í lestina. Það varð að bera hana út á stöðvarpallinn, eins og kistuna hennar Vestu litlu. Hún fékk sér vagn, og skömmu seinna gekk hún inn í biðsal stöðvarinnar. Fyrst varð henni reikað fram með rimlunum, sem girtu fyrir brautarteinana, svo að fólk flykktist ekki þangað. Hún leit inn í biðsalinn til þess að vita, hvernig þar hefði verið búið um. Loks kom hún auga á hóp nánustu ættingja, sem biðu þar — frú Kane, Róbert, frú Midgely, Louise, Amy, Imo- ,gene og hin öll. Hún gat þekkt flest. þeirra, þótt hún hefði ekki séð þau fyrr. Það var hugboðið, sem hvíslaði þessu að henni. Enginn syrgjendanna hafði munað eftir því, að það var helgidagur þennan dag. Þáð var því margt um manninn á járnbrautarstöðinni og mikið masað. Fólk var að fara hópum saman út í sveit að skemmta sér. Við járnbrautarstöðina stóðu margir vagnar. Járnbrautarþjónar hropuðu ákvörðunarstað hverrar lestar skömmu áður en hún lagði af stað. Með ör- væntingarsárindum heyrði Jennie hrópaða ákvörð- unarstaði lestarinnar, sem hún og Lester höfðu svo oft ferðast með og hún átti endurminningar um hvern stað: Detroit, Toledo, Cleveland, Buffalo og New York. Svo heyrðust önnur nöfn: Fort Wayne, Columbus, Pittsburg, Philadelphia, og loks: Indiana- polis, Louisville, Columbus, Cincinnati o. s. frv. Nú var stundin komin. Oft hafði Jennie gengið að járngrindunum til þess að vita, hvort hún gæti komið, þó ekki væri nema snöggvast, auga á kistuna, sem hinn látni ástvinur hennar hvíidi í, eða stóra kassann, sem kistan hafði verið látin í. Nú sá hún þá koma með kistuna. Flutningaverkamenn ýttu á undan sér vagni að stöðvarpallinum. Á þessum vagni var kistan með hinum jarðnesku leifum Lesters. Flutningaverka- mennirnir höfðu enga hugmynd um þær þjáningar, sem Jennie leið. Þeir höfðu ekki hugmynd um, að það var auðurinn, sem hafði stíað sundur þessum tveim manneskjum, svartklæddu stúlkunni utan við grindurnar og honum, sem hvíldi nú látinn í kist- 1 unni. Hafði það ekki alltaf verið þannig, að auður- I inn mátti sín mest í heiminum, hann var sterkasta § valdið. Og hún hafði alltaf farið halloka fyrir þessu: valdi. Hún hafði alltaf orðið að láta undan, vonir hennar og óskir höfðu aldrei fengið að rætast. Frá. því hún mundi fyrst eftir sér hafði hún alltaf rekizt. á þennan múrvegg auðsins, sem alls staðar stemmdi stigu hennar. Og hvað hafði hún þá getað gert ann- að en að vera þögull áhorfandi? Lester hafði trúa& á valdið. Hún horfði út um grindurnar og aftur heyrði hún hrópað: Indianapolis, Louisville, Co~ lumbus, Cincinnati o. s. frv. Svo sá hún langa lest,. I farþegavagna, flutningavagna, borðsal, þar sem hún. sá hvíta dúka og silfurborðbúnað og svo sá hún þægilega svefnvagna. Stór eimvagn dró þetta á eftir sér. Þegar einn flutningsvagninn kom að vagninum, sem kistan stóð á, stakk brautarþjónn höfðinu út um vagndyrnar og kallaði: — Halló, Jaclc, komdu hingað og réttu mér hjálp- arhönd. Það er lík hér. En Jennie* heyrði þetta ekki. Hún sá aðeins stóra kassann utan um kistuna, og hún vissi, að bráðum myndi hann hverfa. Hún hugs- aði ekki um annað en að bráðum yrði kistan borin inn í vagninn, vagninn hyrfi úr augsýn og þá yrðí öllu lokið. Hún hugsaði ekki um annað en það, að bráðum myndi þessi lest fara af stað, og þá væri öllu lokið. Dyrnar opnuðust og farþegarnir streymdu út. Þar var Róbert og Amy og Louise og Midgely — öll hlupu þau til farþegavagnanna. Þau höfðu kvatt vini sína og kunningja. Það var ekki nauðsynlegt að endurtaka það. Þrír brautarþjónar báru stóra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.