Alþýðublaðið - 09.07.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.07.1941, Blaðsíða 2
MIÐVIKUD. 9. JÚLl 1941. Ræða forsætisráðherrans. (Frh. af 1. síðu.) öryggi vesturhvels jarðar, og ein af þeim ráðstöfunum væri að aðstoða við hervernd íslands meðan stórveldastyrjöldin var- ir. Forseti Bandaríkjanna væri því fús til að senda hingað til lands þegar í stað hersveitir frá Bandaríkjunum til þess að auka vernd íslands og síðar takast á hendur þessa hervernd í stað hinna brezku hersveita, sem nú dvelja hér á landi. — Hins vegar mundi forsetinn ekki telja sér þetta fært, nema til- mæli kæmu til hans frá ís- lenzku ríkisstjórninni. Brezki sendiherrann kvað ríkisstjórn sína hafa falið sér að ræða þetta mál við forsætisráðherra ís- lands og leggja á það hina rík- ustu áherzlu, að íslenzka ríkis- stjórnin bæri fram áður nefnd tilmæli við forseta Bandaríkj- anna, og að mál þetta væri svo aðkallandi, að svar væri nauð- synlegt allra næstu daga. Hversvegna alltagi var elki kallað aanaa áðar Ég kem síðar að því, hvernig ríkisstjórnin svaraði þessari málaleitun og hvaða rök hún telur liggja til þess svars, er hún veitti, en það, sem ég tel mér af hálfu ríkisstjórnarinn- ar skyldast að gera fyrst af öllu grein fyrir hér, frammi fyrir hinu háa Alþingi, er, hvers vegna það var ekki þegar kvatt saman til funda til þess að ræða þetta mál, áður en nokkur svör væru veitt. Ég veit, að þið, háttvirtu alþingis- menn, getið sett ykkur í þau spor okkar ráðherranna, að okkur var ekki Ijúft að verða að taka ákvörðun í þessu mjög mikilsverða máli, án þess að kalla Alþingi saman til funda og óska eftir, að það léti í ljós vilja sinn um, hvað gera skyldi. Ég átti því á ný samtal við sendiherrann um naúðsyn þess, að kalla Alþingi saman til funda, en hann taldi það úti- lokað og færði til þess rök, er ég tel sterk og ég kem brátt að. Enn áttum við fjórir ráðherr- arnir samtal við sendiherrann 'um þetta atriði, og var svar hans á sama veg. — Ég held, að þetta verði bezt skýrt með því að taka orðrétt upp kafla úr samtali brezka sendiherrans við mig 24. f. m. Samtalið af- henti sendiherrann mér jafn- framt skriflega. Þessi kafli er þannig: „. . . . Ég býst ekki við, að mér verði gefið svar í dag, en ég bið yður um að gera svo vel að láta mig fá að vita um á- kvörðun yðar eins fljótt og mögulegt er.....Það er mjög mikilvægt, að eins lítill tími og mögulegt er fari til spillis. .... Það er mjög ábyrgðarmik- il ákvörðun, sem þér verðið að taka í þessu máli, og þér munuð að sjálfsögðu óska þess að ráðg- ast við hina ráðherrana í ríkis- stjórninni, en eins verð ég að krefjast, og það er, að hvorki þér né starfsbræður yðar gefi út neina opinbera yfirlýsingu um þessa orðsendingu mína og láti hana ekki berast út fyrir veggi ráðherraherbergisins. A- stæðan fyrir þessu er auðskilin. Ef almenningur fengi vitneskju um þetta, eða málið yrði rætt opinberlega, er nærri víst, að fregnir um það mundu berast til Þýzkalands, og mundi það nærri því áreiðanlega hafa í för með sér, að óvinirnir réð- ust á landið og á ameríska her- liðið meðan það væri enn úti á sjó. Þér getið engan veginn ósk- að þess, að slíkt komi fyrir, og get ég sagt yður, að ég hefi ekki nefnt þetta mál á nafn við neinn, nema nánustu starfs- menn mína, og það aðeins við tvo þeirra.“ Ég vona, að hið háa alþingi geti verið ríkisstjórninni sam- mála um það, að þótt sú ábyrgð væri mikil, sem hún tók á sig með því að svara málaleitun sendiherrans, án þess að ráð- færa sig við alþingi, hefði sú ábyrgð verið stórum meiri, og ég þori að segja þyngri en svo, að ríkisstjórnin gæti tekið hana á sínar herðar, að kalla alþingi saman til funda til þess að ræða þetta mál, eins og á stóð. Þess vegna, og eingöngu vegna þess, valdi ríkisstjórnin þá leið, sem ein var fær og ykkur er kunn, að svara án þess að ræða málið 'á alþingi. En alþingi var kvatt saman jaf’nskjótt og fært þótti vegna hættunnar. Það er eftirtektarvert eins og ég sagði áðan, að það var 7 dögum eftir að alþingi var slitið, að þetta vandamál bar að höndum, og alla næstu daga og oft fram á nætur sat ríkis- stjórnin á stöðugum fundum til þess að ræða þessi mál. Sömu dagana og kosningabaráttan átti að ,standa allra hæst, og sama daginn og kosningar áttu að fara fram, ef þeim hefði ekki verið frestað, varð ríkis- stjórnin að ráða fram úr þessu vandamáli. Þó að ríkisstjórnin tæki ein þá ákvörðun, sem tekin var, og beri ábyrgð á henni, óskaði hún þess við hæstvirtan ríkisstjóra, að hann, vegna þess, hve sér- stakt og mikilvægt það mál- efni er, sem ræða varð og taka ákvörðun um, stjórnaði þeim fundum, sem haldnir voru til að ræða málið. Taldi hæstvirt- ur ríkisstjóri það eðlilegt, að sú málsmeðferð yrði við höfð eins og á stóð — og varð því fúslega við þeim tilmælum. Eftir að tilmæli sendiherrans höfðu verið rædd svo ýtarlega sem föng voru á, tók ríkis- stjórnin ákvörðun og svaraði í aðalatriðum, og eftir nokkra viðræðufundi ríkisstjórnarinn- ar og brezka sendiherrans varð orðsendingin til forseta Banda- ríkjanna á þann veg, sem skýrt hefir verið frá 1 útvarpi og blöðum. Vil ég þá leyfa mér að lesa orðsendinguna upp orðrétta í íslenzkri þýðingu, eftir að sú þýðing sem og aðrar þýðingar, er ég síðar les, hafa verið born- ar mjög nákvæmlega samoan við hina ensku texta.“ ' (Því næst las forsætisráðh. upp orðsendinguna til forseta Bandaríkja Ameríku, sem birt var hér í blaðinu í gaer, og’hélt síðan áfram): iamkomulai vlð Breta. „En jafnframt átti ég samtal við Sendiherra Bretaveldis um þau atriði málsins, er við koma sambúð og viðskiptum íslendr inga og hins brezka veldis og afhenti honum samtímis þar um skriflega orðsendingu til brezku ríkisstiórnarinnar. Sú orðsending er þannig, einnig í nákvæmri íslenzkri þýðingu: „íslenzka ríkisstjórnin vill fyrir hönd íslands setja fram eftirfarandi skilmála að því er snertir Bretland: (1) Bretland skuldbindur sig til að viðurkenna algert frelsi og fulíveldi íslands og að sjá til þess, að ekki verði gengið á rétt þ'ess í friðarsamningunum né á nokkurn annan hátt að ó- friðnum loknum. (2) Bretland skuldbindur sig til að hverfa burtu héðan af landinu með allan herafla sinn jafnskjótt og flutningi Banda-. ríkjaliðsins er svo langt komið, að hernaðarlegur styrkur þess er nægilegur til þess að verja landið, enda verði vörnum landsins þannig hagað á meðan á skiptunum stendur, að þær verði aldrei minni en þær eru nú. (3) Að því er snertir verzlun- ar- og viðskiptasamhand Bret- lands og íslands, þá þiggur rík- isstjórn íslands þakksamlega það boð brezku ríkisstjórnar- innar, að hún muni ekki draga úr, heldur fremur auka stuðn- ing sinn við viðskipti Islands, jafnframt því sem hún muni styðja hagsmuni þess að öðru leyíi. fslenzka ríkisstjórnin vill um leið vekja athygli á því, að hinár breyttu aðstæður hljóti óhjákvæmilega að l'eiða til end- urskoðunar á brezk-íslenzka viðskiptasamningnum og að hrevtt verði ýmsum skuldbind- ingum af íslands hálfu samkv. þessum samningi, einkum greinunum um eftirlit með inn- flutningi og gjaldeyri. (4) Það eru ákveðin tilmæli íslenzku ríkisstjórnarinnar, að ríkisstjórn Bretlands láti undir eins lausa og sendi heim til ís- lands alla þá íslenzka ríkis- borgara, sem eru í haldi í Bret- landi, teknir hafa verið hönd- um og fluttir þangað. (5) í öðru tilliti er það álitið sjálfsagt, að Bretland breyti ekki að neinu leyti yfirlýsingu þeirri um frelsi og fullveldi ís- lands, sem það hefir þegar gef- ið, og að bæði ríkin haldi á- fram að skiptast á diplomatisk- um sendimönnum, enda álítur , íslenzka ríkisstjórnin það b'ezt, | að þeir sendimenn, sem nú eru, I verði látnir vera áfram að svo stöddu. Endanleg svör við þessum ! orðsendingum móttók ríkis- stjórnin hinn 1. júlí síðast- liðinn. Leyfi ég mér að lesa hér upp íslenzka texta orðsend- ingar forseta Bandaríkjanna til forsætisráðíherra íslands. (Las forsætisráðherra því næst upp orðsendinguna, sem birtist hér í blaðinu í gær, og hélt því næst áfram): Svör s'endiherra Breta við orðsendingunni til brezku rík- isstjórnarinnar voru, að brezka ríkisstjórnin féllist á hana í öll- um atriðum, og hefi ég fengið þau svör istaðfest með bréfi, sem þannig er í íslenzkri þýð- ingu: „8. júlí 1941. Herra forsætisráðherra! Þegar ég ræddi við yður þann 24.*) júní um það, að Banda- ríki .Ameríku .tækju .að .sér varnir íslands, svöruðuð þér mér því, að samþykki íslenzku ríkisstjórnarinnar væri háð 'eftirfarandi skilmálum að því er snertir Bretland: (Hér fara á eftir sömu skil- yrðin, orðrétt, og sett voru fram í orðsendingu forsætisráðherra til brezka sendiherrans og birt eru hér að framan). Þá hélt forsætisráðherra á- fram: „Ég hefi þegar skýrt yður munnlega frá, samkvæmt fyrir- lagi ríkisstjórnar minnar, að hún samþykkir þessa skilmála, og mér er ánægja að staðfesta þetta bréf hér með.“ Sjðnarmtð rikisstjórnar- iim. Ég hefi nú, háttvirtir al- þingismenn, gert ykkur ná- kvæma grein fyrir aðdraganda þessa máls, hvers vegna ekki var unnt að kalla Alþingi sam- an til funda, hvernig máli þessu lauk með samkomulagi um að Bandaríkin takist á hendur með tilteknum skilyrð- um hervernd Islands meðan stórveldastyrjöldin varir, og að *) Hér verð ég að geta þess, að þessi samtöl fóru fram 27. og 28. júní. Bretar gangast jafnframt undir viss skilyrði gagnvart íslandi í sambandi við þetta mál. Ég er nú kominn að þeim kafla greinargerðar minnar, þar sem ég af hálfu ríkisstjórnar- innar mun færa fram nokkur rök fyrir því ,hvers vegna hún taldi það rétt, að gera það, sem hún hefir gert og var öll al- gerlega á einu máli um. Sá kostur, sem við íslending- ar mundum helzt hafa kosið og kjósum okkur til handa, hefir verið og er að fá að lifa í okk- ar landi óáreittir af hernaðar- aðgerðum annarra þjóða. Þetta höfum við lengi vonað, að mætti takist, og þennan kost teljum við svo miklu .betri en alla aðra, að við hann þola eng- in öhnur úrræði neinn sáman- burð. En við höfum orðið þess var- ir, þannig, að ekki verður um það villzt, að Island er hern- aðarlega svo mikilvægt, að þessar heitustu óskir okkar eru óframkvæmanlegar. Þessa staðreynd verðum við að sjá og skilja. Vegna þess hvað ísland er þýðingarmikið í þeim ófriði, sem nú geysar, er það auglióst, að hernaðarleg afskipti af land inu verða ekki umflúin, — að herveldi: taki sér hér fót- festu og hafi landið undir sinni vernd. Þetta gildir ekki aðeins Island. Það hefir komið í ljós á óyggjandi hátt,' að smárjki sem hafa hernaðarlega þýð- ingu, og það eins þótt þau hafi tiltölulega sterkar hervarnir, geta ekki, eða réttara sagt fá ekki að vera án herverndar einhvers stórveldis í þessari styrjöld. Þessi afleiðing núverandi styrjaldar nær einnig tíl okk- ar, — hjá hernaðarlegri vernd einhvers stórveldis verður, af þeim ástæðum, sem nú voru greindar, ekki komizt. Af ummælum sendiherra Breta er auðsætt, að brezka ríkisstjórnin telur svo aðkall- andi þörf fyrir brezku hersveit- irnar annars staðar en hér á landi, að hún hefði talið óhjá- kvæmilegt að flytja þær að meira eða minná leyti héðan og veikja með því varnir sínar á íslandi. Með því telur íslenzka ríkisstjórnin, að hættan á hern aðarlegum átökum á íslandi og kringum það hefði aukizt veru- lega. Veik vörn virðist bjóða hættunni heim. En með því að ekki virðist verða komizt hjá hervernd fyrir þetta land, ligg- ur í augum uppi, að því sterk- ari sem þær varnir eru, því minni megi telja líkur til þess, að til hernaðarátaka komi í landinu eða kringum það, og þess vegna sé sterk hervernd sá bezti kostur, sém við íslend- ingar eigum um að velja, ,svo sem málum er nú háttað. ísland er eyland í Atlants- hafi, það ej- eins og það nú er orðað, á áhrifasvæði þeirra Frh. á 3. síðu. I DA8 eru síðustu Vorvðð að kaupa miða og endurnýja. Á morgun verður dregið f 5. flokki. W* HAPPDRÆTTIÐ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.