Alþýðublaðið - 11.10.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.10.1941, Blaðsíða 4
LAUGARÐAGUR 11. OKT. 1941. AIÞYÐDBLAÐIÐ LAUGARDAGUR Næturlæknir er Daníel Fjeld- sted, Laugaveg 79, sími: 3272. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Hljómplötur: Píanólög (Gie- seking). 20.40 Upplestur: „Vondir dagar“, smásaga eftir P. Hartmann Haraldur Björnsson leikari). 21.00 Hljómplötur: Lagaflokkur eftir Richard Tauber). 21.25 Útvarpshljómsveitin: Gömul danslög. SUNNUDAGUR. Helgidagslæknir er Ólafur Þ. Þorsteinsson, Eiríksgötu 19, sími: 2255. Næturlæknir er Eyþór Gunnars- son, Laugaveg 98, sími: 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunarapóteki. ÚTVARPIÐ: 11.00 Messa í dómkirkjunni. Setn- ing almenns kirkjufundar (Prédik- un: séra Árni Sigurðsson fríkirkju- prestur. — Fyrir altari: Bjarni Jóns son vígslubiskup og Friðrik J. Rafnar vígslubiskup). 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Setning al- menns kirkjufundar. Ræða: Gísli Sveinsson sýslumaður, form. kirkjunefndar. — Sálmasöngur (Dómkirkjukórinn. Stj.: Páll ís- ólfsson). — Útvarpað úr Dómkirkj unni. 15.30—16.30 Miðdegistónleik ar (plötur): Haust og vetrarlög. 19.30 Hljómplötur: Frönsk svíta og sónata fyrir flautu og píanó Félag islenskra Hljóðffæralelkara Dansleikur í Oddfellowhúsinu sunnudag 12. þ.m. Dansað bæði uppi og niðri Aðgöngumiðar [seldír í Oddfellow milli kl. 4—6 og við innganginn. Aðeins fyrir íslendinga. TÓNLISTARFÉLAGIÐ OG LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR NITOUCHE Sýning kl. 2,30 í morgnn. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Ath. Frá kl. 4 til 5 verður ekki svarað í síma. eftir Bach. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Hljómplötur: Létt sönglög. 20.30 Upplestur: „Kleó- patra“ eftir Walter Görlitz (Knút- ur Arngrímsson kennari). 21.00 Einleikur á píanó (ungfrú Helga Laxness): Tónverk eftir Bach: a) s Partita í c-moll. b) Fantasia í c- I moll. 21.25 Hljómplötur: Rapsódía eftir Rachmaninoff, um stef eftir Paganini. 21.50 Fréttir. 22.00 Dans- lög. 23.00 Dagskrárlok MESSUR: í dómkirkjunni á morgun kl. 11 síra Árni Sigurðsson. Engin síð- degismessa. Fríkirkjan í Reykjavík. Messa fellur niður vegna hins almenna kirkjufundar, sem hefst á morgun. Laugarnesskóli. 1. barnaguðs- þjónustan á haustinu á morgun kl. 1 f. h. Engin síðdegismessa. Frjálslyndi söfnuðurinn. Messa í fríkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 5.30. Síra Jón Auðuns. Lágafellskirkja. Messað á morg- un sunnud. 12. okt. kl. 12.30, síra Hálfdán Helgason. Messa í Keflavík á morgun kl. 5. Síra Eiríkur Brynjólfsson. IGAMLA BIÓI Æfintýri Hncklebeyrr Finn eftir skáldsögu MARK TWAIN. Aðalhlutverkin: Mickey Roontey. Sýnd kl. 7 og 9. Áframhaldssýning kl. 3.30.6.30 Þðngulbansar með Gðg og Gokke. B NÝJA BIÓ B Eiginmaniii ofaukið! (Too many Husbands) Amerísk skemmtimynd með Jean Arthur Melvyn Douglas og Fred P'lacMurry Sýnd klukkan 5, 7 og 9. *(Lækkað verð kl. 5) Þökkum sýnda samúð þeirra, sem heiðrað hafa Operettan Nitouche verður sýnd á morgun kl. 2.30. Sala aðgöngumiða hefst kl. 4 í dag. Skátar. Drengir. stúlkur, Ljósálfar, Ylf- ingar og R. S. Mætið öll á Vega- mótastíg 2 á morgun sunnudag kl. 9.30 f. h. Jóhanna Guðmundsdóttir Traðarkotssundi 3 á 71 árs af- mæli mánudaginn 13 okt. Walterskeppnin. Úrslitakappleikurinn í Walters- keppninni fer fram á morgun. — Keppa þá K.R. og Valur og er þetta síðasti kappleikur ársins. HjÓnaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band af lögmanni ungfrú Sigríður Pálsdóttir Skólavörðustíg 8 og Benedikt Árnason endurskoðandi. mmmngu Skipshafnar Linnveióarans Jarlsins Óskar Halldórsson og börn Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem á margvís legan hátt sýndu okkur óglevmanlega vinsemd í tilefni af silfurbrúðkaupinu. Sérstaklega þökkum við Góðtemplurum fyrir höfðing- legar gjafir og samsæti. ‘ Þoranna R. Simonardóttir. Þorsteinn J. Sigurðsson. Útbreiðið Alpýðnbleðið. 78 VICKI BAUM SUMAR VIÐ VATNIÐ — Nei, ekki alltaf. Við skiftumst á um að vera hjá þér, svaraði Puck og strauk vott hár hans frá svita- röku enninu. — Er hætt að rigna? spurði Hell og fyllti lungun af loftinu, sem var mettað tjöruilmi frá nýbikuðum bátnum við vatnið, sjávarlykt og furuskógarilmi, sem barst til hans inn um opinn gluggann. — Já, sagði Puck og brosti. Stundarkorn stóð hún við höfðalag Hells og fléttaði hárlokka hans með fingrunum. Hún virtist horfa út í fjarska og það var festa í augnaráði hennar. -— Komdu, Tiger, nú verðum við að fara, sagði hún. Og Tiger vaknaði strax, ,teygði úr sér n'okkrum sinnum og fór út úr herberginu á eftir henni, án þess að líta á Hell. En Hell lá kyr með þjáningu sína og óljósan grun um ótta, sem hann gat ekki gert sér grein fyrir, í hverju lægi. Stór fluga flaug inn um gluggann og suðaði. Hell horfði á hana sveima um herbergið, en loks fór hún aftur út. í saraa bili voru dyrnar opnaðar. — Puck, þú ætlar að segj,a mér hvað gengur að mér, tautaði Hell ofurlítið órólegur. Og May svaraði: — Það er ekkert að þér. Þú ert að verða heilbrigður. Já, það var May, sem svaraði! Þarna stóð hún á miðju gólfi í sjúkrastofunni, há og grönn og bros andi. Hún hafði líka hvíta svuntu, en svuntan var henni of stutt. Og hjartað sló ákaft í brjósti Hells, eins og það ætlaði að sprengja rifin. — Hvernig stendur á þessu? spurði hann. Meira gat hann ekki sagt. — Hvernig stendur á þessu? Það er allt mjög einfalt og eðlilegt. Baronsdóttirin hringdi til mín ( ; ■ ■. ' ' og sagði mér, að þeir ætluðu að taka af þér hand- legginn, og svo flýtti ég mér hingað. Það var ágætis ökuferð, skaltu vita: 340 km. á sjö og hálfum klukku- tíma. Og þó var yfir eintóm fjöll að fara og ein- lægir krókar. Þú varst ekki vaknaður af svæfing unni þegar ég kom. — Hvað er að heyra þetta? sagði Hell og rétti út hendurnar í áttina til hennar. Hann rétti út báðar hendur. Að vísu var annar handleggurinn vafinn upp að öxl og fram á fingurgóma, og hann fann til, þegar hann rétti úr handleggnum. En handleggur- inn var þarna kyr enn þá. — Og komstu strax? þú flýttir þér til mín? Þú hefðir máske viljað eiga mig, þó að ég væri orðinn aumingi? spurði hann utan við sig af gleði. — Ég býst við því, en ég vil þig heldur í heilu lagi, sagði May þurlega. — Við förum brúðkaupsferðina til Waikiki, taut- aði Hell. Honum fannst hann snúast í hring án afláts. — Mín vegna getum við alveg eins ferðast til tunglsins, svaraði May. — Það verður líka ódýr- ara. — Já, en nú er ég orðinn ríkur, sagði Hell. Honum hafði skyndilega dottið nýtt í hug. — Ert þú orðinn ríkur? Ætlarðu að segja mér, að herra Mayer hafi látið til sín heyra? — Já, hann hefir skrifað mér, sagði Hell, og nú var hann viss í sinni sök. May var þögul stundarkorn. — Mér þykir nærri því fyrir því, sagði hún loks. — Þú ert svo saklaus og yndislegur piltur. En þegar þú færð peninga og verksmiðju og þessháttar — verðurðu alveg eins og allir hinir. Heldurðu það ekki? Hell þagnaði. Hann var á báðum áttum. Hann var ofurlítið máttfarinn eftir geðshræringarnar og gleð ina, sem hafði griþið hann. Og ofurlítill höfgi seig á hann. Honum fanst hann leggja af stað út úr sjúkrahúsinu, sveima burtu, unz hann kom að stórri vinduhurð; Því næst fór hann gegn um vélasal. Stundarkorn sat hann í stórum aldingarði og borð- aði ribsber ásamt Puck. En rétt á eftir sat hann í stórum hægindastól. Og hann var orðinn voldugur og feitur. — Nú förum við ekki aftur til Tulpen- lands, sagði hann við feita Hell í hægindastólnum. — En maður má ekki fá ýstru. Ég verð að halda áfram að æfa mig. — Ertu með óráði? — Hvað áttu við með orðinu Tulpenland? spurði May ofurlítið skelkuð. En Hell skimaði kringum sig rannsakandi augum. Hann sakn- aði einhvers, og honum var það ekki Ijóst sjálfum, að það var Puck. — Að hverju ertu að leita? Vantar þig nokkuð? spurði May. Hell leit á hana. Hann var hamingjusamur. Það hafði vaknað hjá honum einhver kynleg tilfinning. Hann var svangur. Ég er svangur, hugsaði hann. En hann minntist ekki á það við May. Sá, sem þekkir hungur í alvöru, talar ekki um það. Menn verða fyrst að vita, hversu þýðingarmikið það er að vera mettur. En úti á vatninu skríður bátur, og við árarnar situr May og syngur eins og negrar syngja. Og hái tindurinn, Eisernen Zahn, varpar skugga yfir hana. Hann stendur vörð um vatnið, ög fyrir handan, í Tulpenlandi, eru átta birkihríslur, sem bíða eftir henni. Þær standa í röð í miðri smárabreiðu. Þær eru eins og systur. Um þetta allt syngur Puck. Hún er alvarleg, en ekki mjög sorgbitin. Það er ró og jafn- vægi yfir söng hennar, en enginn hlustar á hana. Umhverfis bátinn sveima smásilungar, sem stöku sinnum koma upp á yfirborðið, til þess að ná í síð- ustu mýflugurnar. ENDIR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.