Tíminn - 09.10.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.10.1963, Blaðsíða 9
r Yfir fjörutíu þúsund manns af íslenzkum ættum býr í W innipeg J. Louis Couillard, sendiherra Kanada á íslandi og í Noregi, kom hingað frá Ottawa fyrir helg ina á leið sinni til Osló, þeirra erinda að tilkynna stiórnarvöld- um landanna, að hann mundi á næstunni láta af embætti, þar eð ríkisstjórn hans ætlaði hon- um nýtt starf, framkvæmdastjóra starf Hagráðs Kanada (Economic Council of Canada), sem nýlega hefur verið formlega stofnað. Ræddi sendiherrann við frétta- menn Reykjavíkurblaðanna í til- efni þessa. Þessi nýja ríkisstofnun Kanada hefur verið í undirhúningi frá því í tíð fyrri ríkisstjómar Kanada, en núverandi ríkisstjóm gekk endanlega frá stofnun ráðs ins. Verður það skipað tuttugu og fimm fulltrúum atvinnuvega, iðngreina og stéttarfélaga víðs veg ar að úr landinu með formanni í höfuðborg landsins, en tveir framkvæmdastjórar verða ráðnir, og annar þeirra er J. Louis Couill ard. Stofnunin verður með tíman um æði margþætt, sem að líkum lætur, þar eð henni er ætlað, í stómm dráttum, að fjalla um flesta þætti efnahagslífs í landinu, er stundir líða fram, kanna at- vinnumál, framleiðslu og við- skipti eftir því sem tök eru á, og vera rikisstjórninni til ráðu- neytis um hagræðingu og lausn vandamála, sem við er að glíma varðandi atvinnulíf landsins, til að koma þeim málum í sem heil- brigðast horf. Verður höfð hlið- sjón af sams konar ráðum, sem önnur ríki á vesturlöndum hafa komið á laggirnar. Segja má, að einn höfuðtilgangur þessa hag- ráðs Kanada muni verða að vinna að samræmingu í atvinnu- og við skiptalxfinu, auka framleiðsluna, útrýma atvinnuleysinu. Því er ráðið skipað fulltrúum úr sem flestum greinum vinnuveitenda og vinnuþega, að reynt verður eftir megni að samræma sjónar- mið þeirra til hagræðis fyrir þjóð arheildina og til að setja niður deilúr með samkomulagi áður en stórtjón hlýzt af fyrir allt efna- hagslífið. Kvað sendiherrann að ómögulegt væri að útlista störf ráðsins í einstökum atriðum, það ætti áreiðanlega fyrir höndum að mótast af reynslunni og ekki kom ið í fast form á næstunni og ár- angur af störfum þess kemur fyrst í ljós, þegar til lengdar lætur. Couillard hefur verið í kana- disku utanríkisþjónustunni £ tvo áratugi, verið fulltrúi lands síns á milliríkjaráðstefnum í Sviss, Frakklandi, Bandaríkjunum og Venezuela, en sendiherra varð hann á íslandi og Noregi í byrj- un síðasta árs, með búsetu í Osló. Hann kom fyrst hingað til lands í febrúar í fyrra, þá til að afhenda forseta fslands trúnaðar bréf sitt, en síðan kom hann hingað aftur um haustið og dvald ist hér á aðra viku og ferðaðist nokkuð um landið. Hann sagði GUNNAR BERGMANN þó, að tfðari ferðir væru mflli sendiherraskrifstofu shrnar úti og hér en þetta gæfi til kynna, því að sendifulltrúar og viðsfcipta- ráðunautar væru alltaf annað veif ið í ferðum milli borganna. Aðspurður kvaðst Coufllard hafa lagt stund á tvenns konar háskólamenntun, fyrst í húman- iskum fræðum (bókmenntum og listum), síðan I hagfræði, og num ið bæði við enskan og franskan háskóla £ landi s£nu. Eins og nafn hans bendir til, er hann þó fransk ur að ætterni, landnám forfeðra hans í Kanada er jafngamalt elztu borg landsins, Quebec, þeir kómu þangað frá Frakklandi á fyrsta áratugi seytjándu aldar, og franska var móðurmál hans öll uppvaxtarárin. Er ég spurði hann, hvort honum væri kunnugt um menn af fslenzkum ættum, er gegndu starfi £ kanadisku utan- rfkisþjónustunni, kvaðst hann ekki vita til þess. Hitt væri hon um fullkunnugt um, að f mið- og vesturlandinu sköruðu menn af fsl'enzkum ættum fram úr á mörg um sviðum, í vísindum, listum og stjórnmálum, og hann teldi trú- legt, að í hinu nýja starfi sínu ætti hann eftir að hafa samvinnu við einhverja þeirra, það væri t.d. haft fyrir satt, að í Winnipeg byggi yfir fjörutfu þús. manns af fslenzkum ættum. Gjarna kvaðst Goullard hafa viljað gegna lengur sendiherrastarfi hér, hin stuttu kynni hans af landi og þjóð hafi verið sér til ánægju. Að lokum óskum við honum góðs gengis í hinu nýja starfi. I Sænsk leikhús stvrkt til að flvtia innlend leikrít GB-Reykjavík, 5. okt. Guðlaugur Rósinkranz þjóðleik- hússtjóri sagði fréttamönnum í gær, undan og ofan af því helzta, er gerð ist á Norræna leikhúsaþinginu f Kaupmannahöfn á dögunum, þar sem hann mætti af hálfu íslands og Jón Sigurbjörnsson sem formaður Fél'ags fslenzkra leikara. Annars voru þarna mættir marg- falt fleiri fulltrúar frá hinum Norð- urlöndunum, sem öll eru aðilar að sambandinu (Nordisk Teater Union), flestaflir leikstjórar á Norðurlönd- um (þó ekki hinn nýi þjóðleikhús- stjóri Svia, Ingmar Bergman, enda lætur hann aldrei sjá sig á slíkum þingum og ráðstefnum). Einnig voru þarna saman komnir leikstjórar, leflc arar, leiktjaldamálarar, leikritahöf- undar, leikdómarar, o.fl. Þingið var háð f Kristjánsborgarhöll og stóð í þrjá daga. Samþykkt voru ný lög fyrir sam- bandið (Nordisk Teater Union), — dönsku fulltrúarnir gerðu grein fyrir r.ýju leikhúslöggjöfinni f Danmörku; síðan var tekið á dagskrá merkilegt roál, leikskólar og endurskipulagn- ing þeirra. Svíar ríða á vaðið með að aðskilja leikskólana frá leikhús- unum og reka í þess stað leikskóla sem sjálfstæða stofnun, sem þar sem námið taki þrjú ár og skólinn starfi tíu mánuði ársins. Er áætlað- ur rekstrarkostnaður slíks skóla þrjár og hálf milljón sænskra kr. á ári. Urðu miklar umræður um þetta og sýndist sitt hverjum, fannst mörgum eftirsjá að því að slíta leik skólana úr sambandi við leikhúsin. Þá var rætt um samband og gagn- kvæm áhrif leikhúsa, leikdómara og leikhúsgesta, en það var svo sem vitað máh að erfitt myndi að komast að fastri niðurstöðu í þvf máli. Loks var tekið til umræðu sjónvarpið og áhrif þess á starf leikhúsa, og voru fiestir þeirrar skoðunar, að sjón- varpsæðið væri að mestu um garð gengið og teldist varla lengur skað legt fyrir aðsókn að leikhúsum, en nokkuð háði það starfi þeirra, að sjónvarpið tæki frá þeim leikara með því að yfirbjóða í kaupi. Þá sagði þjóðleikhússtjóri frá því, sem stjórnarvöld hér mættu taka til athugunar og eftirbreytni, að Svlar legðu fram árlega 100 þús. sænskar krónur í styrk til leikhúsa tfl að standa undir kostnaði við flutning nýrra leikrita eftir sænska höfunda í því skyni að örva höfunda til leflc- ritunar. Setning Barna- skóla Akraness GB-Akranesi, 5. okt. Barnaskól'i Akraness var settur þriðjudaginn 1. okt. Kennarar eru 20 auk skól'astjórans Njáls Guð- mundssonar, en sumir starfa einnig að nokkru leyti við gagnfræðaskól- ann. Nemendur eru 640 f 25 bekkjar tíeildum, þar ef 120 í 7 ára deildum. Þrengsli eru mjög tilfinnanleg í skólahúsinu, en verið er að byggja við skólann, og gert er ráð fyrir að teknar verði brátt í notkun 6 almennar kennslustofur og tvær sér- námskennslustofur. Gagnfræðaskól'inn var settur 2. okt. Þar eru nemendur 240 í 12 bekkjardeildum, þar af 94 í I. bekk. Kennarar eru 12 auk skólastjórans, Ólafs Hauks Árnasonar, en þar af starfa sumir að nokkru við bama- skólann. Iðnskólinn var settur 5. okt. L og II. deild starfa til áramóta, og eru nemendur þar um 40. III. og IV. defld starfa svo þrjá mánuði eftir ára- mót, og er gert ráð fyrir, að nem- endatala verði þá svipuð. Nemendur eru víðs vegar að af landinu. Kenn arar eru tveir auk skólastjórans, Sverris Sverrissonar. Tónlistarskóli Akraness var settur 3. okt. Er þetta 8. starfsár skólans. Aðalnámsgreinar eru píanó, orgel, fiðla og blokkflauta. Nemendur eru á milli 30—40. Við skólann starfa 2 kennarar auk skólastjórans Hauks Guðlaugssonar. T ( M I N N, mlðvikudaglnn 9. október 1963. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.