Tíminn - 24.11.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.11.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER En myndi hún hefjast? Nokkr- um augnablikum síðar, óánægður með svar Cianos, komst Foring- inn í mótsögn við sjálfan sig. ítalski ráðherrann svaraði Hitler fullum hálsi, eins og hann hafði heitið sjálfum sér að gera. Sam- kvæmt minnisgreinum Þjóðverja af fundinumí lýsti hann, „furðu Ítalíu yfir því, hversu alvarlegt ástandið væri, og ekki hafði verið" búizt við.“ Hann kvartaði yfir því, að Þjóðverjar hefðu ekki látið bandamenn sína fylgjast með mál- unum. „Þvert á móti“, sagði hann, „hafði utanríkisráðherra Ríkisins fullyrt (í Mílanó og Berlín í maí- mánuði), að Danzig-málið yrði leyst, þegar tími væri til kominn.“ Þegar Ciano hélt áfram og lýsti því yfir, að átökin við Pólland myndu breiðast út og verða að! Evrópustyrjöld, greip gestgjafi hans fram í fyrir honum og sagði, að hann hefði á röngu að standa. „Ég er persónulega,“ sagði Hitler, „þess fullviss, að hin vest- rænu lýðræðisríki munu, þegar til kastanna kemur, hliðra sér hjá al- mennri styrjöld.“ Ciano svaraði þessu (stendur enn fremur í þýzku skjölunum) „að hann vonaði, að það, sem foringinn segði nú, myndi reynast rétt, en hann tryði því ekki.“ Þá gerði ítalski utanríkis- ráðherrann tmjög nákvæmlega grein fyrir veikleikum Ítalíu, og eftir þessa hörmungasögu, eins og segir í þýzku skýrslunni, hlýtur Hitler að lokum að hafa gert sér Ijóst, að ítalía myndi verða hon- um til lítillar hjálpar í styrjöld- inni, sem stóð fyrir dyrum. Ein af ástæðunum, sem Mussolini lagði fram, sagði Ciano, sem sönnun þess, að hann óskaði eftir að stríð- inu yrði frestað, var, að hann „lagði á það mikla áherzlu, að haldin yrði í Ítalíu, eins og ráð- gert hafði verið, Heimssýningin 1942“ — þessi yfirlýsing hlýtur að hafa komið foringjanum furðu- lega fyrir sjónir, eins og hann var niður sokkinn í hernaðarkort og útreikninga. Hann hlýtur að hafa orðið jafn undrandi, þegar Ciano lagði af barnaskap sínum fram texta á tilkynningu, sem hann hvatti til að birt yrði, þar sem því var lýst yfir, að fundur Öxul- ráðherranna hefði „enn einu sinni staðfest friðsanilegar ætlanir stjórna þeirra“ og trúar þeirra á það, að friður gæti haldizt „með því að fram færu eðlilegar stjórn- málalegar viðræður". Ciano út- skýrði, að Mussolini hefði í huga friðarráðstefnu æðstu manna Evr- ópuþjóðanna, en vegna „vantrúar foringjans" myndi hann láta sér nægja venjulegar diplómatiskar viðræður. Hitler vísaði ekki algerlega á bug fyrsta daginn hugmyndinni um ráðstefnu, en minnti Ciano á, að „ekki væri lengur hægt að halda Rússum fyrir utan fundi stórveldanna í frámtíðinni." Þetta var í fyrsta skipti, sem minnzt var á Sovétríkin, en ekki í það síð- asta. Að lokum, þegar Ciano reyndi að fá gestgjafa sinn til þess að segja eitthvað ákveðið eins og t.d. um árásardaginn á Pólland, þá svaraði Hitler, að vegna haustrigninganna, sem myndu gera brynvarðarsveitir hans og véladeildir gagnslausar í landi, þar sem lítið var um steypta vegi, yrði „uppgjörið við Pólland að vera komið á einn eða annan hátt í lok ágústmánaðar.“ Loks hafði Ciano fengið dag- setninguna. Eða að minnsta kosti síðasta mögulega tímann, því augnabliki síðar var Hitler 'farinn að æsa sig út af því, að ef Pól- verjar héldu áfram áreitninni, væri hann staðráðinn í „að ráðast á Pólland innan fjörutíu og átta klukkustunda.“ „Því, bætti hann við, „verður að búast við einhverj- um aðgerðum gegn Póllandi á hverju augnabliki.“ Þessi yfirlýs- ing endaði viðræður þessa dags, nema hvað Hitler bætti við lof- orði um að velta fyrir sér tillögum ítala. Eftir að hafa hugsað um þær í tuttugu og fjórar klukkustundir sagði hann Ciano næsta dag, að betra væri, ef engin yfirlýsing yrði gefin út um viðræðurnar. Vegna hins slærna veðurs, sem bú- izt var við um haustið. — var það mjög þýðingarmik- ið, í fyrsta lagi (sagði hann), að innan eins skamms tíma og unnt væri, léti Pólland koma fram, hver ætlunin væri, og í öðru lagi, að Þýzkaland myndi ekki þola nokkra áreitni héðan í frá. Þegar Ciano spurði, „hvað stutt- ur tíminn gæti orðið stytztur-1 svaraði Hitler. „í ágústlok í síðasta lagi.“ Á meðan það myndi aðeins taka hálfan mánuð, sagði hann, að sigra Pólland, myndi „úrslita-út- rýmingin'1 þarfnast tveggja til fjög- urra vikan til viðbótar — athyglis- verð tímaspá, eins og í ljós kom. Að lokum fór Hitler lofsamleg- um orðum um Mussolini eins og hann var vanur, en Ciano hlýtur að hafa fullvissað hann um, að hann gæti ekki reitt sig á hann lengur. Hann taldi sig persónulega heppinn, sagði hann, „að lifa á þeim tíma, þegar auk hans-sjálfs var annar stjórnmálamaður, sem minnzt yrði sem mikils og ein- stæðs manns í sögunni. Það var uppspretta mikillar persónulegrar hamingju, að hann gæti verið vin- ur þessa manns. Þegar stundin rynni upp fyrir sameiginlegan bar- ,daga þeirra, myndi hann alltaf verða við hlið Mussolinis, hvað j sem gerðist." Hversu hrifinn sem hinn reigings legi Mussolini hefur orðið við þessi orð, þá varð tengdasonur hans það ekki. „Ég snéri til Róma- borgar,“ skrifaði hann í dagbók sína 13. ágúst eftir annan fundinn með Hitler, „fullur fyrirlitningar á Þjóðverjum, leiðtogum hans og aðferðunum, sem þeir beittu. Þeir hafa svikið okkur og logið að okk- ur. Nú eru þeir að draga okkur inn í ævintýrið, sem við höfum ekki óskað eftir og sem gæti hætt stjórninni og landinu öllu.“ 1 'y-<T^gsggíaiB3tHI— 232 En a þessari stundu var Ítalía það. síðasta, sem Hitler var að hugsa um. Hann var með allan hugann við Rússa. í lok fundar- ins með Ciano 12. ágúst var for- ingjanum afhent „skeyti frá Moskvu" eins og stóð í skýrslu Þjóðverjanna Samtalið var rofið í nokkrar mínútur, á meðan Hitler og Ribbentrop lásu það. Að því loknu skýrðu þeir Ciano frá inni- haldi þess. „Rússarnir“, sagði Hitler, „hafa samþykkt, að þýzkir samninga- menn verði sendir til Moskvu." Samningur nazista og Sovétríkjanna „Skeytið frá Moskvu", sem Hitl- er las fyrir Ciano í Obersalzberg síðdegis 12. ágúst, virðist hafa verið af nokkuð grunsamlegum uppruna eins og „viss skeyti", sem minnzt hefur verið á áður, í þess- ari sögu. Ekkert slíkt skéyti frá rússnesku höfuðborginni, hefur fundizt í þýzku skjalasöfnunum. Schulenberg sendi skeyti til Ber- línar frá Moskvu 12. ágúst, en þar stóð einungis að fransk-enska hernaðarsendinefndin hefði kom- ið og skipzt hefði verið á vinsam- legum skálaræðum við komu hennar. Samt var einhver fótur fyrir „skeytinu“, sem Hitler og Ribben- trop reyndu svo greinilega að hafa áhrif á Ciano með. Hinn 12. ágúst var sent skeyti yfir fjarrit- ann frá Wilhelmstrasse til Ober- salzberg þar sem skýrt var frá niðurstöðum heimsóknar rúss- neska sendiráðsfulltrúans til Schnurre í Berlín þennan sama dag. Astakhov skýrði starfsmanni utanríkisráðuneytisins frá því, að Molotov væri nú reiðubúinn að ræða þær spurningar, sem Þjóð- ASTIR LÆKNISINS ELIZABETH SEIFERT 21 En ekkert markvert gerðist. Hann byrjaði samræðurnar með bolla- leggingum um það, hvort fegurð og gáfur néldust í hendur, eða hvort því mundi öfugt farið. — Ég gcri ráð fyrir, að þér hafið konur í huga, sagði hún. Hann játaði, að svo væri. — Almenningsálitið er mjög það sama, hvað gáfaða karlmenn snertir, sagði Page Arning. Hún hafði pantað miðdegisverð sinn, án þess að þurfa að velta því fyrir sér, hvað hún helzt kysi, og nú var hún byrjuð að borða hann með sama ákveðna svipnum. — Almenningur hugsar sér gáfaðan mann með hátt enni, fölleitan, með gleraugu og frernur óaðlaðandi fyrir konur. Hún leit rannsakandi á Phil. — Mundi ég koma til álita? spurði hann vongóður. Hún, hristi höfuðið, honum til ánægju'. Hún hélt áfram, um leið og hún vatt sér spaghetti kunnáttulega upp á gat'falinn sinn: — Þetta al- menningsálit byggist vitanlega að eins á fáfræði. Mig minnir, að það væri við háskólann í Columbia, sem gerðar voru ranhsóknir í þessu sambandi. Hópar voru vald- ir, sem í voru bæði karlar og kon ur. í öðrum hópnum voru þau, sem reynzt höfðu með gáfnavísi- töluna 135 og þar yfir, í hinum hópnutn ,neð 90—110. Síðan var þetta fólk leitt fyrir dómara, sem ekki vissu, hvaða hópi hver til- heyrði, og skyldu þeir dæma út- lit þeirra. Niðurstaðan varð sú, að þau, sem höíðu hærri gáfnavísi- tölu, voru að meðaltali dæmd fríð ari en þaa, sem hinum hópnum tilheyrðu. Ef mig misminnir ekki, þá var svipuð tilraun gerð við annan hátskóla, og gaf hún sömu niðurstöðu. Þar með var málið útrætt, og Phil varð að leita að nýju um- ræðuefni við þessa ungu, yndis- legu og gáfuðu konu. Það var hægara sagt en gert. Hann spurði hana, hvernig starf ið gengi. Húr svaraði, að það gengi vel. Hann var enn að vand- ræðast — hann gat ekki fengið sig til að spyrja hana, hvaða bæk- ur hún hefði lesið nýlega — þegar hávaðasamur hópur fólks ruddist inn í salinn, og þar á meðal var Min Brady. Hún sá ekki Phil, en við það að sjá hana, datt honum í hug að spyrja Page Arning, hvort hún hefði nokkurn tíma komið til Idaho. — Því skyldi ég hafa komið þangað? spurði hún forvitnislega. Hann reyndi að finna ástæðu til þess. — Landslagið er fagurt þar. — Ég hef verið í Cal Tech og Los Alamos. — Hvar cigið þér heima? spurðí hann. — Hér í St. Louis. — Óluzt þér upp hér? — Ó, upí, en ég á heima, þar sem ég vinn. Honum gekk ekki betur með það næsta, sem hann fitjaði upp á, svo að hann gafst upp á frek- ari tilraunum til samræðna, og hún virtist kunna þögn hans fullt eins vel. Hún snæddi miðdegisverð sinn með sýnu meiri áhuga en hún sýndi t.ali hans. Hann virti hana forvitnislega fyrir sér. Hún var klædd dökk- bláum kjól, sem féll vel að fögr- um líkama hennar. Gyllt hálsmen dró athyglina að hvítum hálsi hennar, og fínlegir eyrnalokkar gægðust fram á milli hárlokkanna. Slíkur klæðnaður virtist bera vitni um smekkvísi konunnar, sem hann bar og að hún væri hreykin af fegurð sinni. En þessi kona sýndi þess engin merki, að fegurð hennar væri meðvituð, og hann varð ekki var hins iminnsta áhuga hjá henni fyr- ir karlmannlegu aðdráttarafli hans. Hún hefði alveg eins getað verið framleidd í einum af þess- um banset.tu tilraunadunkum, sem umkringdu hana í daglegu starfi. Hann fylgdi henni aftur til rann sóknarstofunnar, opnaði glerdyrn- ar fyrir henni og sneri síðan aftur til bílsins, handviss um, að henni geðjaðist illa að sér. Áður en i'yrsta vikan var á enda, hafði Phil flutt til annars gisti- húss, sem var nær Boone. íbúð hans var lítil, aðeins ein stofa og baðherbergi, sem einnig var hægt að nota sem eldhús. Þar var suðuplata, ísskápur og jafnvel straujárn og strauborð. Hann svaf á svefnsófa i stofunni, og þar var líka arinn, sem lífgaði upp og ylj- aði notalega á köldum kvöldum. Gistihúsið rá um hreingerningu á íbúðinni og leigði honum afnot af bílskúr. Hann var ánægður með staðinn, þó að ekki væri hægt að kalla leiguna lága. Hann eyddi ekki miklum tíma í íbúð sinni, og hann hafði þegar búið þar í meira en mánuð, þeg- ar hann eitt rigningarkvöld rakst hastarlega á Page Arning í for- stofunni- Hún kom utan úr rign- ingunni, i-ennvot, og regnhettan slútti yfir andlitið. — Hvað í heiminum eruð þér að gera hér? spurði hann, um leið og hann greip um hana til að verja hana faili. Hún vatt sér undan og brosti ekki einu <ónni þegar hann baðst afsökunar á árekstrinum. * — Það væri nær að ég spyrði yður, hvað þér væruð að gera hér, sagði hún þurrlega. — En ef þér endilega viljið fá að vita það, þá bý ég hérna á gisti- húsinu. Glaðlegt bros lýsti upp andlit hans. — Er það satt? En hvað það var gaman. — Hvers vegna? — Jú, eg bý hér einnig. Og mér finnst reglulega notalegt að vita af yður : návist minni. Hann var farin að \enjast þurrlegu við móti hennar og ákvað að láta það ekki á sig íá. — Herra Stoles læknir! Hún tók snögglega ofan regnhettuna og reigði höfuðið til þess að sjá hann betur. Eg hef leitazt við að veya alúðleg við yður. Alúðleg! imgsaði Phil og norfði rannsakandi é hana í vöngum hennar höfðu myndazt rauðir díl- ar. — Eg ei nrædd um, að ykkur ''-esturríkjal.'úum hætti til að vilja taka alla hönriina, sé ykkur rétt- ur litlifingurinn En ég verð að segja, að mér bykir leitt, ef þer hafið skilið L amkomu mína vi?$ yður annað og meira en’ — Alúð! minnti Phil hana á með hæðnishreim Hann var sjálfui tekinn að roðua í vöngum Konan var bandvitlaus! — Já, aiúð! endurtók Page Arn ing. Eg er ekki hið minnsta hrif in af því, nvernig þér eltið mig á röndum. Eg lit á það sem ófyrir aefanlega frekju Glampinn augunum og roðim í vöngunum jafnvel þótt hann stafaði af reiði— var einmitt það sem þessi kona þurfti til þess að fölur yndisleiki hennar snerist í æs andi fegurð — Hey, hey sagði Phil mjuk- lega. — Takið það rólega! —1 Þér segið mér ekki fynr verkum. Hann hló rtríðnislega. — Það uettur víst engum í hug, að hann geti, mín ógæta Hún hafði kailað hann Vestur- ríkjabúa með augljósri fyrirlitn ingu á framkomu hans, og hann skyldi þá leika það hlutverk, sem hún hafði búið honum. — Ef þár viljið afsaka, þá er ég á hraðri ferð Roðinn var horf inn úr vöngum hennar, en augun stutu gneisturn — Eg vii tyrir alla muni ekki refja yður tengur en það tekur að skýra út fynr yður, að ég hafði ekki hina minnstu hugmynd um, að þér eydduð mestum yðar tíma •t rannsóknarstcfunni. Að ég hafi flutt hingað tij þess eins að vera í 'ámunda við vSur er fjarstásða. Hann gaf gremju sinni lausan tauminn - Mér skilst að hér á gistihúsinu bui á þriðja hundrað manns. og u. p. b. helmingur þess tjölda er starfandi á Boone, eftir því sem dyravörðurinn fræddi mig um Héðan - l stutt til sjúkrahúss- ins. og þett.H gistihús er eins gott og hvað annað og betra en mörg önnui Eg b\st við, að þar með seu upptaldar áttæðurnar fyrir því, að þér og ég og aðrir gestir hér völdum þennan stað ungfrú Arn íng. Ef til viU hefði Page Arning beðizt afsöiurai eftir þessa ofaní 9 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.