Tíminn - 24.11.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.11.1963, Blaðsíða 7
I I Útgefc.ndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framk'væmdastjóri: Tómas Amason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstoíur i Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrii stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrlfstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. 1 lausasölu kr. 4.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f — Sókn gegn landbúnaði ÞAU TÍÐINDI gerðust á Alþingi síðastliðinn mið- vikudag, að einn af ráðherrunum, Gylfi Þ. Gíslason, birti af hálfu ríkisstjórnarinnar steftiuyfirlýsingu í land- búnaðarmálum, sem hlýtur að teljast sögulegur atburður. Þar var boðað mjög eindregið, að fóiki, sem ynni viö landbúnaðinn þyrfti að fækka og ráðið til þess væri að draga stórlega úr styrkjum til landbúnaðarins Gylfi Þ. Gíslason lét ekki við það eitt sitja að birta þessa yfirlýsingu af hálfu stjórnarinnar. Hann reyndi að færa rök fyrir henni. Rök hans voru emhverjar furðuleg- ustu talnablekkingar, sem hér þekkjast dæmi um. Gylfa þóttist sanna, að landbúnaðurinn væri miklu verr rekinn hér en í nágrannalöndunum með því m. a. að bera saman hvað bændur fengju meira fyrir mjólkuraf- urðir hér en þar. í þessum samanburði var því hins veg ar sleppt, að bændur í nágrannalöndunum fá yfirleit* miklu meiri beina styrki og fyrirgreiðslu en bændur hér og þurfa vegna þessarar aðstoðar ekki eins hátt verö fyrir afurðir og bændur hér. Sá einn samanburður er vitanlega réttur í þessum efnum, að það sé borið saman. hvað neytendur þurfa að borga fyrir vöruna að fra dregnum öllum niðurgreiðs'lum og ríkisstyrkjum Sé slíkur samanburður gerður, kemur aih annað í ljós en Gylfi vill vera láta. Slíkan samanburð hafði hann ekkí gert, en lét sér í staðinn sæma að byggja þá fulljrrðingu á hinum villandi talnasamanburði sínum að íslenzkur larid búnaður væri alls ekki samkeppnishæfur við erlendan landbúnað og bezt myndi borga sig fyrir þjóðina að flytja inn landbúnaðarvörur. Það væri aðeins rétt af hugsjóna legum ástæðum að halda hér við einhverju sýnishorni af landbúnaði. Allt tal ráðherrans um þetta sýndi mjög svipaða afstöðu til landbúnaðarins og kemur stundum fram hjá verstu fjandmönnum íslenzks iðnaðar, þegar þeir eru að mála mýnd hans sem ógiæsilegasta í sam anburði við ýmsan iðnað erlendis. Af hálfu íslenzkra bænda mun það hins vegar síður en svo talið óæskilegt að gerð verði úttekt á stöðv íslenzks landbúnaðar í samanburði við erlendan land búnað, og síðan dregnar af því eðUiegar ályktanir um framtíðarstefnuna í íslenzkum landbúhaði Á seinasta aðalfundi Stéttarsambands bænda var það einmitt sam þykkt, að slík athugun skyldi gerð og hafa Stéttarsam band bænda og Búnaðarfélag íslands nýlega gengið frá skipun sex manna nefndar til að vinna að slíkum saman burði. Áður en þær niðurstöður liggja fyrir, ættu ríkis stjórnin og aðrir að spara sér allar fullyrðingar um, að óraunhæft sé að stunda hér landbúnað og að íslenzkir bændur standi öðrum langt að baki Það mun þvert á móti sannast að íslenzkur landbúnaður hefur tekið undra verðum framförum seinustu áratug.na. og að innflutn ingur á landbúnaðarvörum í stórum stíl væri ekki neyt endum til hags, heidur þeim og þjófiarheildinrsi til tjóns Það, sem þarf því að gera, er að styrkia landbúnaðinÞ til aukinnar framleiðni en ekki að draga úr aðstoðinni við hann. Sú er líka stefnan í nágrannaíöndum okkar þ» sem landbúnaður nýtur sívaxandi opinberrar aðstoðar. Ríkisstjórnin sér hins vegar ekk; þessar staðreyndí heldur stjórnast af talnablekkinguir Gylfa. Þess vegn boðar hún, að þrengt skuli að landbunaðinum, opinbe aðstoð við hann skert og fólki, sem að honum vinnu' fækkað. Það er ljóst af þessu, að stórsókn gegn landbúr aði er í vændum af hálfu ríkisstjórnarinnar. Það er þvi höfuðnauosyn, að ekki aðeins bændur. heldur allir beir sem skilja þýðingu landbúnaðarins ivrir þ.jóðarbú og menningu íslendinga, snúist hér til varnar. T f M I N N, sunnudaginn 24. nóvember 1963. | Grein úr „EGONOMIST11: ..........— Kosningahorfurnar í Bretlandi Erfið aðstaða Frjáislynda flokksins miili stóru flokkanna. Hinn 7. þ.m. fóru fram auka kosningar í tveimur kjördæm- um í Brctlandi. f öðru kjör- dæminu, Luton, vann Verka- mannaflokkuirinn þingsætið af íhaldsflokknum, en í hinu kjördæminu, þar sem forsæt- isráðherrann var í framboði, hélt íhaldsflokkurinn velli. í eftirfarandi grein, sem nýlega birtist í Economist, er nokkuð rætt um þessi úrslit, er blaðið telur ekki aðeins ískyggíleg fyrir íhaldsflokkinn, heldur einnig Frjálslynda flokkinn: í aukakosningunum í Kinross nam tap íhaldsflokksins til Verkamannaflokksins um 4% %. í Luton nam tapið tæplega 9%%. Færu nú fram almennar þing- kosningar og kjósendur hvers kjördæmis brygðust við á sama Íhátt og kjósendur skozka sveita kjördæmisins, — sem þó voru státnir af að hafa forsætisráð- herra í kjöri, — myndi Verka- mannaflokkurinn ná 40 þing- manna meiri hluta í fulltrúa- deildinni. Færi svo aftur á móti í almennum kosningum, að til- færslan frá kosningunum 1959 yrði hin sama og í Luton, myndi Verkamannaflokkurinn fá 200 þingsæta meirihluta En þetta væru að vísu ólikleg úrslit. 1959 var sérstakt að- Sstreymi að íhaldsflokknum í Lu- ton. Úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna síðast liðið vor þóttu sýna, að afturhvarf til Verka mannaflokksins væri þar meira að þessu sinni en almennt ger- ist. Og óvænt framboð Frjáls- lynda flokksins var alvarlegt á- fall fyrir íhaldsflokkinn. EÐLILEGAST virðist að á- líta, að Verkamannaflokkurinn hlyti um 100 þingsæta meiri- hluta, ef nú færu fram almenn- ar þingkosningar í Bretlandi- íhaldsmenn geta þó með réttu * haldið því fram, að fylgi þeirra hafi hjarnað nokkuð við ajitur frá þeirri lægð, sem virtist ríkjandi á síðast liðnu vori. Fylgi þeirra í Luton reyndist til dæmis 8%% minna en fylgi Verkamannaflokksins fyrra þriðjudag, en í sveitarstjórnar- kosningunum í maí í vor hlutu þeir rúmlega 13% minna fylgi en Verkamannaflokkurinn. En íhaldsflokkurinn hefir hvergi nærri náð sér svo á strik aftur, að fylgi hans meðal þjóð- arinnar allrar sé sambærilegt við fylgi Verkamannaflokks- ins. Og flokkurinn virðist ætla að verða næsta seinn til að sýna slíka fylgisaukningu í þetta sinn, eins og fram kemur af línuritinu, sem hér birtist. ÓLÍKLEGT er, að Frjálslyndi flokkurinn sé ánægður með úr- slit aukakosninganna í fyrri viku. Frambjóðandi hans > Kinross, herra Millar, varð að vísu annar í röðinni, en áranaur hans varð nú lakari en þegar hann var þarna síðast í kjöri. árið 1950. í Luton hlaut fram- bjóðandi Frjál'slynda flokksins svo lítið fylgi, að hann glataði tryggingarfé sínu. Um skeið leit út fyrir mjög mikla aukningu á fylgi Frjáls- lynda flokksins frá því í kosn- ingunum 1959. Þetta var um bað leyti. sem fylgið hrundi af íhaldsflokknum, en kjósendum mun hafa virzt dálítið óvið- kunnanlegt að ganga beint yfir til Verkamannaflokksins. Nú lítur aftur á móti út fyrir, að kjósendur líti ekki lengur slík um augum á liðveizlu við Verkamannaflokkinn MEÐAN fylgisaðfallið var mest á fjörum Frjálsl.-flokks- ins, var ekki nema eðlilegt að forustumenn hans ræddu um möguleika á að vinna milli 5 og 12 þingsæti af íhaldsflokkn um í næstu, almennu þingkosn- um. En ef svo er, sem útlit er fyrir, að fylgisaðfallið sé mjög í rénun, ættu forustumenn Frjálslynda flokksins að minn- ast þess, að fjögur af þeim 7 þingsætum, sem flokkurinn á nú, eru næsta völt (Hudders- field, Bolton, Orpington og Norður-Devon) Þessi orð eru alls ekki sögð til þess að hnýta í Frjálslynda flokkinn. En flokkurinn virð ist þurfa á því að halda að leggja á ráðin um ný baráttu mál Hið eftirtektarverðasta við stefnu Frjálsleynda flokks ins að undanförnu var á- kveðin og eindregin forusta þeirra um að hvetja til þátttöku Breta í hinum sameiginlega markaði. Þetta stefnuimál er nú á hilluna lagt að svo stöddu, fyrir tilstuðlan de Gaulle hers- höfðingja. FRJÁLSLYNDIR hafa kom- ið fram með ýmis mismunandi vel viðeigandi og skynsamleg stefnumál, en flest eru þau við það miðuð að þræða meðal- veginn milli Verkamannaflokks ins og íhaldsflokksins. En þetta er vandkvæðum bundið. Bilið milli hófsamlegs, nútíma Verka- mannaflokks og varlega fram- sækins íhaldsflokks er svo mjótt, að torvelt er að þoka venjulegum Rotary-klúbb þar í gegn, hvað þá þriðja megin- stjórnmáláflokki Breta. Vonir Frjálslynda flokksins sýnast við, það tengdar, að hon- um takist að koma á framfæri nýjum, sérstæðum hugsjónum, hvorki yzt til vinstri né yzt til hægri, heldur fyrst og fremst frjálslyndum. Beinast liggur við að gerast sá flokkurinn, sem á- kveðnastur er í andstöðu sinri gegn hlífð við fallandi iðn- greinar, fylgjandi tollalækkun- um á iðnaðarvörum og innflutn- ingi ódýrra va.a, að meðtöldum ódýrum matvörum. ÞETTA er stefna, sem myndi stuðla að eflingu efnahagslífs- ins og ynni gegn einokunarað- gerðum, jafnt af hálfu verka- lýðsfélags sem annarra. Ef kaupgjaldskröfur einstakra verkalýðsfélaga eða sambanda virðast ætla að ógna gfundvelli skynsamlegrar efnahagsstefnu og eflingu efnahagslífsins um eið, ættu Frjálslyndir að ráð- ast umsvifalaust gegn þeim, áð- ur en stjórnin þyrði að gera það. Þegar hringar framleið- enda koma fram með samræmd- ar verðhækkanir, ættu Frjáls- Lyndir einnig að ráðast gegn þeim, Því hefir verið haldið fram til þessa, að slíh stefna ylli minnk- uðu fylgi meðal þeirra, sem hlut eiga að máli. En nú virðist horfa svo. að Hin auðvelda mið- flokksaðstaða Frjálslynda flokksins sé úr sögunni. Flokk- urinn kann að þurfa á því að halda að verða sem oftast og mest umræðuefni meðal al- mennings, ef hann á ekki að eiga á hættu að visna, jafnvel þó að það kosti, að honum verði hallmælt meira en áður. l»t yeor after Línuritið sýnir fylgi íhaldsflokkslns meSal almennings í Bretlandi, samkvæmt skoSanakönnunum Gallup- stofnunarinnar. Tölurnar framan vlð línuritið (30—40) sýna, hve hár hundraðshluti aðspurðra segist ætla að kjósa íhaldsflokkinn. — Punktalínan sýnir fylgl flokksins samkvæmt könnunum milli kosninganna 1955 og 1959. Svarta linan sýnir aftur útkomuna úr skoðanakönnunum eftir kosningarnar 1959. — í báðum tllfellum sýnist fylgl flokkslns fara verulega minnkandi að kosningum afstöðnum. Síðarl hluta kjörtíma- bilsins 1955—1960 jókst bó fylgið mjög ört, eins og punktalínan sýnir, en samsvarandi aukningar verður ekki enn vart á þessu kjörtimabili. I 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.