Alþýðublaðið - 26.01.1943, Síða 5

Alþýðublaðið - 26.01.1943, Síða 5
Þriðjudagur 26. janúar 1943, ALrK#ÐUBLAÐIÐ 3 Skipalest á Atlantshafi. Hér bir-tist mynd af einni -af hinum mö-r-gu ísikipalestum Bandamanna sem dagiega sig-la um At-lantsihiafið og eiga oft í vök að verjiast fyrir árásum hi-nna þýzbu kafbá-ta sem stöðugt sitja fyrir þeim. lykillinn að Afríku. BREZKIJ og amerísku her- sveitirnar í Tunis gera sér það ljóst, að landið er allt öðru vísi nú en það var, þegar frönsku fótgönguliðarnir og hestliðarnir stigu þar á land árið 1880. Þeir höfðu farið yfir landamæri Algier, til þess að brjóta á bak aftur veldi Krou- mirkynflokkanna, sem gerðu harðar árásir á nágranna sína. Höfðingjanum í Tunis var ger- samlega um megn að brjóta á bak aftur veldi höfðingjanna í fjallalöndunum. Hann hafði fengið peninga að láni hjá Frökkum, Bretum og ítölum og gat ekki greitt vexti af lán- inu, hvað þá lánið sjálft. Ríki hans var fullkomið einræðis- ríki. Yfirmaður frönsku stjórnar- innar var þá hinn frægi stjórn- málamaður, Jules Ferry. Hann leit svo_ á sem nú væri tími til þess kominn að friða þetta land, því að árásir Kroumir- anna voru orðnar bæði tíðar og skæðar. Eftir stutta viðureign gáfust Berbar upp og sáttmáli við höfðingja þeirra var undir- ritaður, en hann varð að láta gott heita, að ríki hans væri gert að frönsku verndarríki. Hins vegar fékk hann að halda titlinum „eihvaldi og eigandi ríkisins Tunis.“ Fyrsti setuliðshershöfðingiim var Paul Cambon, sem seinna varð sendiherra franska lýð- veldisins við hirð Englandskon ungs og dvaldist í tuttugu og tvö ár í London. Hann átti mik- inn þátt í því að koma á Sam- úðarbandalaginu. Cambon end urskipulagi gersamlega stjórn einvaldans í Tunis og lét franska embættismenn fá þar trúnaðarstöður. Endurskipu- lagning fjármála ríkisins heppn aðist svo vel og hagur þess tók svo skjótum framförum, að innan fáeinna ára gat setuliðs- hershöfðinginn greitt aftur lán- in og byrjaði á að greiða Itöl- um, sem höfðu gengið hart eft- ir láninu. Upp frá því voru af- greidd tekjuhallalaus fjárlög og svo var jafnvel meðan fyrri heimsstyrjöldin stóð. Þar eð ríkið var einungis verndarríki 'og einvaldur ríkis- ins var jafnframt talinn eig- andi þess, hefir það aldrei Tunis rT'i UNIS er nú eina land- ± ið í Norður-Afríku, sem möndulvéldin hafa nokkra fótfestu í. En það er hernaðarlega mjög þýðingar mikið land, eins og sýnt er fram á í eftirfarandi grein, ritaðri af Henry D. Dav- ray. Greinin er þýdd úr brezka mánaðarritinu The World Digest. þurft að senda fulltrúa til þings ins í París — eins og Álgier hefir gert, sem er stjórnarfars- lega hluti úr ríki Frakklands og heyrir undir franska innan- ríkisráðherrann. í Tunis er setuliðshershöfðinginn látinn fara með utanríkismálin. Þó að landbúnaður sé á afar háu stigi í Norður-Afríku Frakka, er þar enginn þunga- iðja, enda þótt þar séu málm- ar í jörðu. Til dæmis er járn í fjallgarði einum miklum, sem liggur frá Atlantshafi til Biz- erta ,en einkum þó í Algier. En málmarnir í Algier eru ekki unnir, enda þótt þar væri hægt að vinna nægilegt járn og stál til hernaðar í hundrað ár, eða til þess, sem meira er vert — gagnlegra verkfæra, sem notuð eru á friðartímum. Allar þess- ar námur eru óunnar. En hvers vegna? Vegna þess, að, sérleyfin til námuvinnslunnar eru í höndum félaga, sem stofnuð voru af sömu mönnum og þeim sem áttu hinar auðugu námur í Lothringen, og þar eð þeir vildu forðast alla samkeppni voru þeir svo hyggnir að láta námurnar í Afríku liggja ó- unnár. * EN í TUNIS fór á annan veg. Cambon lét ekki hlunnfara sig, og þegar málm- ar fundust í verndarríkinu lét hann sérleyfishafana gangast undir sams konar skuldbinding ar og krafizt var í Ástralíu. — Þannig hafa járnnámurnar og fosfórnámurnar í Tunis verið unnar, og þá þarf ekki að taka fram að zimk og mangannám- urnar hafa verið unnar. Frá hinum geysistóru fosfórnámum í Mettaoui og Redeyef koma árlega um tuttugu milljónir tonna, sem fluttar eru eftir 2 járnbrautarlínum til hafnanna Sfax og Sousse, þar sem eru nú tímatæki til þess að ferma skip in. Betri tæki eru einungis til Kasablanca, þar sem forfornum frá Kourighat í Marokko er af- skipað. I dölunum í Norður-Tunis, — milli skógi vaxinna hæða og f jalla, er mjög frjósamt land. til hveiti og vínræktar. Slétt- urnar í Suður-Túnis, þar sem var eyðimörk fyrir sextíu árum, eru nú geysilegar ekrur rækt- aðar olíutrjám, einkum umhverf • is Sousse og Sfax. Menn geta gert sér grein fyrir verðgildi hinns ræktaða lands, þegar þess er gætt, að ein ekra af ó- ræktuðu landi kostar fimm franka, en fimmtán árum seinna, þegar trén gefa af. sér meðaluppskeru, kostar ekran fjögur hundruð franka. I Tunis eru mjög margir í- búar. Þar eru tvær miiljónir Múhameðstrúarmanna, Araba og Berba, og flestir vinna þeir að landbúnaði, sem gefur mikið í aðra- hönd. Gyðingar eru um fimmtíu þúsundir og búa flest- ir í borgunum og flestir þeirra hafa fengið franskan borgara- rétt. Þá eru um tvö hundruð þúsundir Evrópumanna, eink- um Frakkar, Italir og allmargir Möltubúar. Og hvað sem fas- istaáróðurinm segir iþá er meiri- hluti þessara Evrópubúa Frakk ar. ítalirnir eru fáeinir hafnar- verkamenn, sem hafa lágar tekj- ur, miklu lægri en hinir inn- bornu. Framfarirnar í Tunis eru áreiðanlega ekki þeim að þakka. . * ÞEGAR frönsku hersveitirn ar réðust inn í Tunis árið 1880 voru þar hvorki vegir né járnbrautir, aðeins troðningar og slóðir. Eini hlaðni vegurinn, sem fyriríannst, var fjórar míl ur á lengd og lá frá Höll höfð- ingjans til höfuðborgarinnar. MIKIÐ eru reykvísku. blöðin leiðinleg. Okkur vantar eitthvað, sem er læsilegt með morgunkaffinu, og flettum þá upp í „IIannesi,“ — hann er ein- mitt „með morgunkaffinu,“ t. d. hugvekjan um hjálpfýsina. Hana ber að þakka, og það geri ég hér með. En svo datt mér svo margt í liug í sambandi við þennan pist- il. Meðal annars þetta: Framtaks- konur hafa enu sýnt, að ábyrgðar- tilfinningin sefur ekki hjá öllum þjóðareinstaklingunum, þótt stundum sé réttmætum kröfum þeirra í þágu þjóðfélagsins synj- að. lionur bæjarins fara þess á leit, að fæðingarstofnun rísi upp á Landsspítalalóðinni, áður en komið er í meira öngþveiti.“ — Þetta segir „áhorfandi" í bréfi, og heldur áfram: „HEILBRIGÐISSKÝRSLUR síðustu tíma sýna, að fæðingum fæltkar hér á landi, og að vonum, með vaxandi fræðslu og þroska, láta ltonur ekki bjóða sér annati eins aðbúnað og gengnar kynslóð-. ir hafa orðið að þola. Stundum tala tölurnar, en ég hefi heyrt, að árið 1941 hafi fæðst 540 börn í fæðingardeild Landsspítalans, en 700 konur hafi sótt um að fæða þar. Það ár fæddust 800 börn í Rvík.“ „SÝNIR ÞETTA BETUR en nokkuð annað, að þörfin er inik- Honum hafði verið lokið árið áður. Höfðinginn, Múhamedes- Sadock, hafði farið á heimssýn inguna í París árið 1878, þar sem hann keypti sér hestvagn einn mikinn. Þegar heim kom fór að vandast málið, því að þar var enginn vegur, sem hægt var að aka vagninum eft- ir. Hann lét því leggja þennan veg. Nú er akvegakerfi, sam- tals 2000 mílna langt, milli helztu borga ríkisins og meira en sextán hundruð mílna langt járnlbrautarkiertfi sem er í sam- bandi við járnbrautarkerfi Al- gier og Marokko. Nú orðið er því hægt að ferðast með járn- brautarlest alla leið frá Gabes til Marrakesh. I fyrstu varð að flytja inn- og útflutningsvörur sjóleiðis, og engar hafnir voru til. En Frakkar grófu djúpan skurð gegnum díkin í Tunis, þannig að stór skip komust að bryggj- unum í La Goulette. Út frá austurströndinni ganga rif langt á haf út, og þar er stund- um erfið sigling og hættuleg. Þó eru tvö sund, sem hægt er að sigla eftir til hafnanna í Sousse og Sfax, sem eru einna beztu hafnir í heimi. Einnig er Bizerta einhver bezta höfnin í Norður-Afríku. Þar er ágætlega varin flotastöð. Eftir að Rómverjar eyði- lögðu Karþagóborg þróaðist þetta svæði Afríku í skjóli hins „rómverska friðar,“ en síðan hafa verið gerðar þar margar innrásir. Vandalir æddu yfir landið, því næst Arabar með eld og sverð hvað eftir annað. — Frakkakonungur einn dó í um sátri um Tunis árið 1270, og því næst lögðu Tyrkir það und- ir sig. I meira en hálfa öld hef- ir ríki þetta þróast í skjóli „gallversks friðar.“ Sem betur fer hefir tekizt að halda Vand- ölum hinns nýja tíma, nazist- um, fjarri þessu fagra landi, því að þeir yrðu ekki lengi að leggja það í auðn. il, þegar aðgætt er, að deildin er mjög lítil, aðeins 10 rúm, þótt þar liggi stundum 14—18 konur fyrir hjálpfýsi starfsfólks og þeirra sem. ráða, en skiljanlega hlýtur það að vera erfitt starfsfólkinu. Eðlileg þróun veldur hvers kyns framför- um, hvort heldur er á sviði lista, vísinda eða viðskipta, þótt eiastak- ar stéttir vilji þakka sér ýmsar framfarir, eins og t. d. lágan barnadauða síðustu árin, þá er það eins fáránlega fávíst, eins og þegar fólk er að þakka læknum lífgjöfina fyrir eitthvert gagns- laust lyf.“ - „EG VAR STADDUR í lyíja- búð í dag og horfði agndofa á meðala-austurinn. Mér datt í hug: Ætli að læknar noti nokkuð af þessu sjálfir? En fróður maour sagði mér: Fólkið heimtar' með- ul, og það heimtar að læknir geri tafarlaust það, sem fólkið , vill. Það á heimtingu á því, af því að það er í sjúkrasamlagi. „Læknir- inn er skyldugur“ —- því fleiri sjúklinga, sem læknir hefir í sjúkrasamlagi, því hærri tekjur hefir hann — og verður þvi að þóknast fólkinu, ef haim á að lifa. Lyfseðlablokkin er ein leiðin, og hví skyldi hann ekki skrifa ó- skiljanlegar formúlur og mæla með lyfinu, þegar fólliið annars álítur hann lélegan lækni, því múgur- inn vill blekkjast.“ Frh. á 6. síðu. Bréf um fæðingardeildina, fækkun barnsfæðinga, með- alaaustur, dularfullar „töflur“, sjálfsánægju, eyðslu. auglýsingar og ávexti.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.