Alþýðublaðið - 05.02.1943, Page 7

Alþýðublaðið - 05.02.1943, Page 7
Föstudagur 5. febrúar 1943. ) ' 1 \ Bærinn í dag. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Næturlæknir er Kjartan Ólafs- son, Lækjargötu 6 B, sími 2614. Næturvörður er í Laugavegs- Apóteki. 12.10 15.30 18.30 19.00 19.25 20.00 20.30 21.00 21.15 21.40 21.50 22.00 21.50 23.00 ÚTVARPIÐ: Hádegisútvarp. Miðdegisútvarp. íslenzkukennsla, 2. fl. Þýzkukennsla, 1. fl. Þingfréttir. Fréttir. Útvarpssagan: Kristín Svía- drottning, III. (Sigurður Grímsson lögfr.). Píanókvartett útvarpsins: Píanókvartett, Op. 15, Es- dúr, eftir Beethoven. Erindi: Iðnaður frá hagfræði legu sjónarmiði (Guttormur Erlendsson lögfr.). Hljómplötur. Frægir söngv- arar. Fréttir. Symfóníutónleikar (plötur); a) Symfónía í Es-dúr eftir Schumann). b) Tvöfaldur konsert eftir Brahms. Fréttir. Dagskrárlok. Leiðrétting. Ein meinleg villa hefir slæðst inn í erindi Jóns Blöndals um til- lögur Beveridge í blaðinu í gær. Þar stendur í 2. dálki á 4. síðu: ,,Þá eru sérstakir ekkjustyrkir og vikupeningar í 13 vikur fyrir og eftir barnsburðinn." Þessi setning á að vera þannig: „Þá eru sér- stakir fæðingarstyrkir“ o. s. frv. Um ekkjustyrkina er svo talað í næstu málsgrein. Aðalfundur Farfugladeildar Reykjavíkur og B. í. T. verður haldinn í Mennta- skólanum í kvöld kl. 8.30. Eyfirðingamót verður haldið 17. þ. m. að Hótel Borg. Áheit á Hallgrímskirkju. 2.00 kr. frá J. S. J. Milljónamæringur í atvinnuleit. — Félagslif — Septimufundur í kvöld kl. 872- Deildarforseti flytur erindi: Múmíuhöndin. rl VALDR Skíðaferð. Farið verður í skíðaskálann n. k. laugardagskvöld og sunnudags- morgun, ef næg þátttaka, fæst. Uppl. gefur Þorkell lngvarsson sími 3834. Þátttaka tilkvnnist fyrir kl. 6 á föstudag. — Skíða- nefndin. VALSMENN! Árshátíð félagsins verður haldin í Oddfellowhúsínu 20. febrúar n. k. og hefst með borðhaldi kl. 8. — Ágæt skemmtiatriði: Upp- lestur, einsöngur, gamanvísur, dans. — ÁskriftarliBti liggur írammi hjá Gísla Kærnested, c/o járnvörudeild Jes Zimsen og Hólmgeiri Jónssyni, Kiddabúð, Þórsgötu. Tilkynnið þátttöku ykkar sem fyrst. Skemmtinefndin. FORSTJÓRI Mjólkursamsöl- unnar fer á stúfana í Tím- anum s.l. þriðjúdag til að reyna að bera í bætifláka fyrir sam- 'söluna út af máli því, sem al- mennt er nú hér í bænum nefnt , ,sm j ör hneykslið“. Eins og vænta mátti af manni, sem tekur sér fyrir hendur að verja rangan málstað er iðja forstjórans aðallega orðaleikur og útúrsnúnihgur og er lítið annað á grein hans að græða. Hann telur að Alþýðublaðið hafi sagt eftirfarandi: 1. Að kaupmenn hafi smjör í tugtonnatali. 2. Að Samsalan selji smjör frá mjólkurbúi Akureyrar og Sauðárkróks, og jafnvel einnig bögglasmjör. Eins og lesendur Alþýðu- blaðsins geta vottað, hefir þetta ekki staðið í Alþýðublaðinu, né heldur var nein ástæða til að skilja blaðið svo, og því alveg óþarfiiyrir forstjórann að eyða rúmi Tímans í að glíma við þessar vitleysur. Hér er aðeins um að ræða reykský þess manns, sem leggur strax á flótta undan sannleikanum. Það er víst óhætt að fullyrða það, að allir, aðrir en þá þessi maður, hafa skilið skrif Alþýðublaðsins svo, að það væri Mjólkursam- salan, sem geýmdi smjörið, en ekki kaupmenn. Að vísu voru t. d. ekki vefnaðarvörubúðir undanteknar þegar talað var um að allar búðir væru fullar af smjöri, en það sýndist óþarfi að taka nákvæmlega fram hverja búð, enda er öllum ljóst, að búðirnar hafa aðeins smá- söluna á hendi, en heildsölu- birgðirnar eru samsölunnar. Hvað snertir mjólkurbúin á Ak- ureyri ðg Sauðárkróki, þá eru þau ekki á verðjöfnunarsvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en framleiðslan og salan á þessu verðjöfnunarsvæði var um- ræðuefni Alþýðublaðsins og var því óþarfi að fara út fyrir það, þó það ■ væri ekki endur- tekið í hverri setningu greinar- innar. Fyrst forstjórinn hins vegar minnist á þessi bú, þá getur blaðið upplýst hann um, ef hann ekki veit það, að þau hafa hagað sér allt öðruvísi og er þar ekki um neinar smjör- birgðir að ræða. Hvað böggla- smjörið snertir, þá hefir Mjólk- ursamsalan ekki með það að gera. Eins og áður segir, er lítið á grein forstjórans að græða um sjálfar smj örbirgðirnar. Þar bregður hann fyrir sig orðaleik, eins og t. d. að þær hafi verið „mjög svo óvenjulegar“. Hvað skyldi það vera mikið, ef því væri t. d. breytt í kg.? — Á öðrum stað stendur að samsalan hafi látið af hendi tæp 3 tonn á tímabilinu frá 19. des. til 25. jan., en svo kemur orðaleikur- inn „umfram það, sem framleitt var á sama tímabili". Þá segir að smjörbirgðir samsölunnar hinn 25. janúar hafi verið 2600 kg. og enn heldur orðaleikurinn áfram: „sem hún gat frekast gert ráð fyrir að fá til sölu“. Hér er hafður sá varnagli, að það á að grípa til þess ráðs að halda því fram, að samsalan fái ekki smjörið í Flóabúinu til sölu, en Alþbl. er kunnugt um, að þeim birgðum er hér a. m. k. að mestu leyti skotið undan tí- und. í því sambandi er rétt að geta þess, að Mjólkursamsalan hefir ein ekki einasta fullan ráðstöfunarrétt á smjöri Flóa- búsins, heldur er það beint lög-. brot ef því er ráðstafað af öðr- um. 5. gr. mjólkurlaganna seg- ir: ,,. . . Heimilt er stjórn sam- sölunnar að taka í sínar hendur sölu og dreifingu annarra mj ólkurafurða, sem mj ólkurbúi- in framleiða“ (á verðjöfnuar- svæðinu, er víst rétt að skjóta inn í, vegna útúrsnúningshæfi- leika forstjórans). Þessa heimild hefir stjórn samsölunnar sam- þykkt að nota hvað smjörið snertir og gert það í mörg ár. Til þess að afsanna fullyrðingu Alþýðublaðsins um smjörbirgð- ir samsölunnar 19. des. s.l. verð- ur íorstjórinn því að leggja fram staðfest vottorð um smjör- birgðir mjólkurbúa verðjöfnun- arsvæðisins auk birgða samsöl- unnar sjálfrar. Annað verður ekki tekið gilt. Alþýðublaðið hefir fulla ástæðu til að halda, að þessi smjörgeymslubrögð hafi verið viðhöfð oftar en í ár og um það var einnig rætt í blaðinu 26. jan. s.L, en forstjór- inn minntist ekki á það einu orði. Honum skal nú gefinn kostur á að afsanna það. Það er hér með skorað á ’ hann að leggja fram skýrslu um smjör- birgðir samsölunnar undanfarin 3 haust og er þá rétt að miða við 1. september ár hvert, því eftir þann tíma mun lítil sem engin smjörsala hafa átt sér stað fram til jóla, eða jafnvel lengur. Til skilningsauka skal það skýrt tekið fram, að átt er við smjörbirgðir á verðjöfnun- arsvæði Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar, þær birgðir samsöl- unnar og búanna, sem Mjólkur- samsalan hefir lögum sam- kvæmt umráð yfir. Hér er ekki undankomu auð- ið. Annaðhvort verður forstjór- inn að leggja þessa skýrslu fram, undaifbragðalaust og án alls orðaleiks, eða hann verður að sætta sig við það, að um málið sé rætt á þeim grund- velli, að slík skýrsla sé ekki birtingarhæf. Sé erfitt að koma skýrslunni saman, væri ekki úr végi að kalla á síra Sveinbjörn. Hann ætti a. m. k. launanna vegna að geta sinnt málinu litla stund og honum er manna kunnugast um, hvað smjör- birgðirnar voru miklar í fyrra- haust þegar hann á eigin spýtur stöðvaði smjörsöluna til bæjar- ins, svo-að segja mej handafli. Rétt er einnig að hafa það hug- fast, að verið getur að Alþýðu- blaðið hafi einhvern aðgang að hinum róttu tölum í þessu máli og þurfi því ekki að taka trúan- legt hvað sem er, gleymandi því ekki samt, að þó það sé erfitt að verða úti með allan sann- leikann í málinu, er ekki þar með sagt að það verði neitt betra að þegja. Umræður um málið, manna á meðal og í blöðum, detta ekki niður fyrir það. Aðalfnndor Svifflng- félags íslands. Félagið ætlar að byggja sér hús og fá nýja svifflugu frá Eoglandi. AÐALFUNDUR Svifflugfé- lags íslands var haldinn síðast liðinn sunnudag. Undanfarið hefir húsnæðis- skortur mjög staðið félaginú fyrir iþrifuim, enn fremur skort- ur á efni í svifflúgur, sem það hefir ekki getað fengið innflútt. Þó eru félagar sviffilugfélags- ins nú búnir að safna sér tals- verðri upphæð til húsibyggingar, og' má búast við, að 'úr fari. at^ rætast fyrir þeim í þessu efni. Þá hafa þeir og góðar vonir um að geta aflað sér svifflúgvélar frá Englandi. Félagar flugu samtals 16 'Mst. á síöast 'liðnu ári. Lengst var flug Agnars Kofoed-Hansen lög- Bróðir minn ÞORVARÐUR ÓSKAR GUÐBRANDSSON verður jarðsunginn, laugardaginn 6. þ. m. Athöfnin hefst kl. 1% frá heimili hins látna, Ránargötu 7. Aron Guðbrandsson. mmsmaa attaefni: og Velour. r _ \ Hattabönd og fjaðrir, Hattafjaðrir. S S s s s V V s s s s s lERLENDA etjlnnatfélaqio j Sfimi 5333. Garðarsfræti 2. Sími 5333. reglustjóra, en hann var sam- 'tals 5 'klst. á lofti og komst í 1400 metra hæð. Ýmisir félag- anna komust í um 1000 m. hæð. í stjórn félagsins voru kosnir Bent Bentsen, formaður, Björn J ónsson, varaformaður, Þor- steinn Þorbjörnsson. ritari, Guðbjörn Heiðdal, gjaldkeri, og Sigurður Finnbogason með- stjórnandi. Ver ðlagsf rum va rpið. Frh. af 2. síðu. og álykitanir fulln'aðarúrslit varðlagsmála. Þó'má taka mál til meðferðar að nýju, ef ástæð- ur hafa breyzt eða nýjar skýrsl- ur komið fram, er máli skipta. Viðskipttaráðið er ek'ki ályktun- arfært um verðlagsmál, nema það sé fúllskipað.“ Meiri 'hlúti fjárhgsnefndar lagði íil, að fynri málsgreinin félli algerlega burtu. Sú tállaga var felld með 13 atkv. gegn 10. Hin brft. var frá Einari Ol- geirssyni, svo hljóðandi: „Við 3. gr. Fyrri málsgr. orð- ist svo: Þegar viðskiptaráð f jallar um verðlagsmál, skulu fjórir nefnd armenn jafnan víkja úr ráðinu, — allir inema f ormaður þess —, og skulu í þeirra stað 'koma f jor- ir menn tilnefndir af ríkÍBstjóm samkvæmt tilnefniingu þing- fllokkanna, einn eftir tilneifn- ingu hvers.“ Þessi tillaga féll líka með 16 latkv. gegn 9, en sósíaMstar og Alþýðufl.m!enn greiddu henni atkv. Málinu v>ar síðan vísað til 3. umræðu. HITLER GERIST „VERND- ARI PÓLVERJA“. Frh. af 3. Síðú. bandalag, sem þeirra ríkti á milli og Hitler mundi aldrei tak ast að sundra því bandalagi, hvað sem hann byði. Banda- menn mundu heimta skilyrðis- lausa uppgjöf af Þjóðverjum eins og ráðstefnan í Casablanca samþykkti. Bðtnr strandar, en næst dt aftnr á flöði I GÆRMORGUN strandaði ~ vélbáturinn „Ægir“ frá Sandgerði við Reykjanesskaga. Brotnaði hann allmikið og var reynt að gera við hahn á fjörunni í gær. Náðist hann út með flóðinu og var farið með hann til Keflavíkur í SMpp. ,,Ægir“ er 22 smál. að stærð, eign Finnboga og Þórðar Guð- mundssona. HANDTÖKUR í OSLO. Frh. af 3. sáðu. Prydz eftirlits-læknir Oslo~ borgar. Um jólaleytið voru um 3000 pólitískir fangar í haldi £ Oslo og nágrenni. Nokkrir þeirra voru látnir lausir um jólin, meðal þeirra voru Nils Dybvad, lögfræðingur, sonur hinnar þekktu leikkonu Jo- hanne Dybvad og 50 aðrir verkamenn og unglingar frá Oslo. Nokkru seinna voru látn- ir lausir þeir Birger Eriksrud, lögfræðingur og Florelius lækn- ir, sonur Huitfeldt, sem er einn af eigendum Aftenposten. í frétt frá Oslo er sagt frá því, að 14 konur, allar amer- ískir ríkisborgarar, sem á sínum tíma voru teknar sem gíslar og geymdar í Grini-fangelsinu, hafi nú verið fluttar til Þýzkalands í fangabúðirnar við Liebau, sem er nálægt svissnesku landa- mærunum. (Frá norska blaðafulltrú- anum hér). RUSSLAND. Frh. af 3. síðu. sveitir, sem voru nokkuð í burtu til aðstoðar, en það dugði ekki, því að Rússar voru búnir að skera á allar símalínur. Það var dimmt í bygging- unni, en Rússar fundu brátt Paulus og hérforingjaráð hans og tóku það höndum. Washington. Siglingaráð Bandaríkjanna hefir tilkynnt, að fjórum Lib- ertyskipum og einu flutninga- skipi í viðbót hafi verið hleypt af stokkunum. Heildartala flutn ingaskipa, sem hleypt hefir ver ið að stokkunum frá 1. jan. er nú 90 skip: sjötíu og eitt Lib- ertyskip, fjögur stór olíuskip, níu stór flutningaskip og sex herskip.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.