Alþýðublaðið - 12.05.1943, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 12.05.1943, Qupperneq 5
Miðvikudagur 12. maí 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ s í smiðju sigursins. Hin ægilegu verksmiðjubákn Bandaríkjanna í Norður-Ameríku vinna nú nótt og dag að þvi að smiða vopnin, sem eiga að ráða niðurlögum Hitlers i styrjöldinni: Myndin er úr einni vopnaverksmiðjunni i Pittsburgh, Pennsylvanía. I>að er verið að hola risavaxið fallbyssuhlaup, um 70 fet á lengd, að innan. ÞIÐ megið kalla þennan sjúkdóm hvaða nafni, sem ykkur þóknast, en eitt er víst, að leiksviðshrollurinn getur þjáð leikara árum saman, jafn- vel alla ævi. Cornelia Skinner spurði eitt sinn föður sinn, Otis Skinner, hversu lengi leikari væri að yfirbuga leiksviðs- hrollinn. — Alla ævi, sagði hann. — Ég hefi verið á svið- inu í meira en fimmtíu ár og ég hefi aldrei verið laus vi.ð hann. Alfred Lunt segir, að „hann gangi alltaf með leiksviðshroll fyrir hverja sýningu, jafnvel þótt hann sé oft búinn að leika hlutverkið. Og þvi eldri sem hann verði,' þvi nöturlegri verði hrollurinn.“ Og kona hans, Lynn Fon- tane, segir: „Ég er alltaf taugaóstyrk, en ég man ekki eftir, að ég hafi nokkru sinri lagt árar í bát. Það er ef til vill vegna þess, að ég vilji ekki muna það.“ Helen Hayes segir, að j hún hafi aldrei unnið bug á leik- sviðshrollinum, og hann sé heiftúðugastur á frumsýning- um. Eftir að Toscanini hefir stað- ið yfir fimmtíu ár á hljóm- sveitarstjórapalli, segir hann, að hann hafi aldrei getað losað sig við hinn óþægilega kviðahroll, sem\fylgir því að koma fram fyrir fjölda manns. Leiksviðshrollur getur gert vart við sig á ýmis konar hátt, og stundúm allóþægilegan. Bing Crosby fékk hinn ó- notalegasta liroll áður en hann kom fram.í útvarp í fyrsta sinn. Hann hafði af'lað sér geysivin- sældá sem hljómsveitarsöngv- ari með 'hljómsveit Paul Whitemans og átti að syngja í útvarpið i New Yorlc með að- stoð hljómsveitarinnar. Tíminn var kominn, en Bing var ekki kominn. í stað þess sendi hann bréfmiða með eftirfarandi orð- um: ,,Geng frá öllum mínum samningum. Er enginn maður tíí að takast þetta á hendur.“ Þrjú Vitvarpskvöld varð þulJ Leik5uið5hrollur Eftirfarandi grein, sem er eftir Howard Taubmann*, fjallar um þá, hina mörgu listamenn, sem Itvíða jafnan fyrir því, ef þeir þurfa að koma fram op- inberlega. uriim að tilkynna: „Þvi miður getur ungi maðurinn frá Kali- forniu ekki sungið í kvöld.“ Ef spurt var um ástæðuna, voru svörin ógreið og tómir útúr- snúningar. Bræður Bings, sem voru ráðsmenn hans og sáu um fjárhag hans, fundu hann loks i New York. Hann hafði kom- ið frá Kaliforníu til að syngja í útvarp frá New York, en falið sig i New York. Þeir reyndu að liughrevsta hann. Móðir hans sendi honum skeyti og reyndi að hughreysta hann, og loks var hægt að fá hann til að koma fram fyrir hljóðnemann. Nýlega kom það fyrir, að tveir þaulvanir útvarpsgæð ingar, Jaek Benny og kona hans, Mary Livingstone, lentu í slæmri klípu. Þau voru að leika saman litið atriði, þegar frúin varð allt í einu skjálf- rödduð, augnalokin fóru að titra og skjálfti kom í hnés- bæturnar. Jack kreisti hand- ritið og hugleiddi, skelfingu lostinn, hvort hún myndi kom- ast fram úr atriðinu. Mary gat með herkjubrögðum skilað hlutverkinu, en að því loknu leið yfir hana. Á sýningu á leikritim: „Band- inginn“ eftir Bourdet á Broad- Way, varð Basil Rathbone, hinn þaulvani og þekkti leikari, einu sinni gripinn óþægileguin hrolli. Hann varð þurr í hálsinum og gat ekki komið upp orði. Leik- sviðsmaðurinn varð var við, hvað mn var að vera og hvísl- aði markorðinu hvað eftir ann- að og loks allri setningunni, en það koma að engu haldi. Rath- bone gekk út af sviðinu og tjaldið féll. Aftur var tjaldinu lyft og atriðið var leikið aftur frá upphafi, Rathbone herti upp hugann og sýningunni var hald- ið áfram. Paderewski hætti við að verða viðkvæmur og jafnvel uppstökkur, rétt áður en hann átti að halda hljómleika. Hann hafði því þann sið, að sitja grafkyrr og einn sér i búnings- klefanum sínum í tíu mínútur, áður en hann byrjaði. Ritara hans og ráðsmanni var þetta ljóst, og gætti hann því ýtrustu varúðar. Eitt kvöldið var hann að fylgja honum til sviðsins, en kom þá auga á hleraop rétt fyrir framan þá. — Gættu að, meistari! hrópaði ráðsmaður- inn. Paderewski fór að titra, starði á félaga sinn, en snéri. svo inn aftur og sat í tíu mín- útur enn þá, meðan hann var ,að jafna sig. Enda þótt Lily Pons sé heimsfræg jafnt sem óperu- leikkona, söngkona, kvik- myndadís og útvarpsstjarna, þjáist hún álltaf af leiksviðs- hrolli í hvert skipti, sem hún á að koina fram og verður að liggja í rúminu í fáeina klukku- tíma, áður en hin mikla stund rennur upp. í sumar sem leið þoldi hún hræðilegar þjáning- ar, áður en hún söng í Lewisohn Stadium. Ekki þjást þó allir leikarar af leiksviðshrolli. John Barry- more var ekki sérlega kviðinn, að minsta kosti ekki á seinni áruni. Caruso gamli var ekki heldur mjög smeykur. Hann var vanur að ganga inn á sviðið eins og knattspyrnumaður, sem hlakk- ar til a§ taka þátt í landsmóti. Listamenn og þeir, sem gaman hafa af að rannsaka sál- arlíf manna, segja, að bezta að- ferðin til þess að venjast leik- sviðinu sé sú, að koma sem oft- ast fram opinberlega, únz kviðinn sé með öllu horfinn. Þannig sé hægt að ráða bót á þessu böli, svo framarlega sem það sé ekki ólæknandi. Svo langt hefir meira að segja gengið, að stofnað hefir verið „Félag feiminna sálna“, senst hefir það hlutverk með hönd- mn að reyna að veita hroli- sæknum tónlistarmönnum hug- styrkingu og lækningu. Félag þetta hefir komizt aS raun um, að leiksviðshrollurinm getm- verið ýmissa tegunda. Samkvæmt því eru og læknÍB” aðferðirnar margvislegar. Óttinn við að gleyma. Sjúk» lingurinn er látinn hætía að J syngja eða leika i miðju kafi. / Allir viðjstadifir gera athuga- ] semdir, en svo á hann að byrj* þar, sem frá var horfið. Óttinn við að fá slæma á- heyrn. IJm leið og hinn hroll- sækni listamaður byrjar á lag- inu, segja allir viðstaddir: — Þei, þei! Og aHir stara á lista- manninn og einbeita huganum að honurn. Sumir meira að segja nálgast hann með hægð og hafa aldrei af honum augun, uúz þeir eru búnir að um- kringja hann. Ótti við hávaða. Það er stein- liljóð, þegar listamaðurinn byrjar. En allt í einu er gerður mikiH hávaði, hurðum er skellt, blásið er í flautur og lát- ið ýmsum illum látum. Stund- um tekur einn félagsmanna að þylja Faðir vor hástöfum. Ótti við- að eitthvað, sem fyr- ir augu ber, valdi truflun. Þegar listamaðurinn byrjar, er fánum veifað kringmn hann, bókuin fleygt, blöðum flett og menn ganga kringum hann. Þessi sjúkdómur er ekki ó- venjulegur, þótt lækningin sé það. Frægur píanóleikarri truflaðist á hljómleik í Car- negie Hall, þegar hann sá frú eina vera að veifa blævæng sín- um. Óttinn við áheyrendur. Sjúk- lingurinn er hughreystur á aH- ar lundir. Honum er sagt, að hann sé meðal vina, að allir viti, að hann sé sniHingur o. s. frv. Vel má vera, að félagskapur þessi geti komið einhverjum að gagni. En svo lengi sem mann- legar verur halda íinyndunar- afli sinu, munu menn þjást af leiksviðshrolli, sem stundum getur komið illgjörnum áhorf- endum til að brosa. Enginn minntist á 10. maí, einn sögulegasta daginn í sögu okkar. — Hvað stendur styrjöldin lengi? — Margt hefir breytzt. — Þýðing íslands í styrjöldinni. ÞRJU AR eru liðin síðan iand- ið var hernumið. Engir mint- ust pessa afmælisdags að þessu sinni opinberlega. Líklegt er að Holíendingar og Belgir hafi minst árásarinnar á þeirra land meira en við minnumst landgöngu brezka hersins hér, enda var ólíku saman að jafna þó að þessir atburðir gerð ust allir sama daginn, 10. maí 1940. Þjóðverjar þorðu ekki ann- • að að þessu sinni en að lýsa yfir hernaðarástandi í HoIIandi í fyrra dag og skal það ríkja í nokkra daga, engum Hollendingi er leyft að fara út fyrir húsdyr frá kl. 8 að kvöldi til kl. 8 að morgni. ÞRÁ HINNA herteknu lýðræðis þjóða á meginlandinu eftir JErelsis deginum er rík. Þeir hafa fengið að reyna það að hverfa ur frelsinu og birtunni í ófrelsi ðog myrkrið og enginn veit hvað það er nema sá sem reynir. — Þó að ólíku sé saman að jafna, kjörum okkar, sem verðum að búa við erlendan her í landinu og hinna hersetnu þjóða á meginlandinu, þá þráum við þann dag, þegar hinir erlendu hermemi fara héðan. Okkur þyk- ir þröngt um okkur. Við getum ekki hagað okkur eins og við gerð pm fyrir hernámið og það eigum við vont með að þola. Ég hygg líka að ef við yrðum að búa við kúgun, eins og þjóðirnar á megin landinu, þá myndum við ekki verðá friðsamari en þær eða hatur okkar minna. MIKIÐ HEFIR GERST á þessum þremur árum. I maí 1040 voru þeir ekki margir, sem trúðu á sigur Bandamanna — þó að .þeir yrðu enn færri eftir fall Frakklands og Dunkirk-flótta Breta. Þá var hróp að að Bretar gætu ekki barizt og flestir trúðu því að Hitler myndi snæða miðdegisverð í London í ágúst, eins og hann hafði sagst ætla að gera. Nú er tónninn ann- ar og þykjast menn nú sjá fyrir endann á styrjöldimii, enda hefir Churchill, sem hefir reynst ótrú- Flb. á tí.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.