Alþýðublaðið - 08.07.1943, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 08.07.1943, Qupperneq 4
ALÞYÐUtítAOID Fimmtudaginn 8. júlí 194$ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 'og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Verkamannabústaðirnir í Hafnarflrði. Ábsrgð Rðssa eða Tiuátta Norðnrianda? ÞJÓÐVILJINN, blað kom- múnista, hefir nú af vís- dómi sínum komizt að þeirri niðurstöðu, að „Alþýðublaðs- klíkan“, eins og hann orðar það, sé „að reyna að fá verka- lýðshreyfinguna til þess, — ekki aðeins að sleppa því, að taka forystu í þjóðfrelsisbar- áttu þjóðarinnar, — heldur beinlínis að svíkja þjóðina í sjálfstæðismálinu, með því að nota ekki það tækifæri, sem nú er til þess að stofna hér .lýð- veldi eftir áramót.“ Þannig túlkar Þjóðviljinn síðastliðinn þriðjudag þær aðvaranir, sem Alþýðublaðið hefir undanfarið birt við því, að flana að nokkru í sjálfstæðismálinu eins og stendur, svo sem því, að ganga nú þegar formlega frá sambandsslitum við Danmörku án þess að virða hina gömlu sambandsþjóð okkar svo mik- ið sem viðtals, eftir að okkur er þó orðið það fullkunnugt, að slík framkvæmd skilnaðar- ins myndi mælast illa fyrir meðal frændþjóða okkar á Norðurlöndum og vera til þess fallin að spilla fyrir samvinnu okkar við þær eftir stríðið, enda þótt vitað sé, að þær gangi hins vegar út frá því sem sjálfsögðu, að við slítum sam- bandinu við Dani formlega undir eins, og þeir hafa fengið frelsi sitt á ný og báðar þjóð- irnar getað talazt við eins og bræðraþjóðum sæmir. Það er nú dálítið broslegt, þegar forsprakkar kommún- ista, sem í sjálfstæðismálinu hafa hengt sig aftan í Ólaf Thors og Jónas frá Hriflu, eru að tala um það, „að taka for- ustu í þjóðfrelsisbaráttu þjóð- arinnar,“ og saka Alþýðublað- ið um svik fyrir, að það skuli ekki vilja dingla aftan í þess- um herrum með þeim! Sjálfur segir þó Þjóðviljinn, einnig á þriðjudaginn, að tak- mark Jónasar frá Hriflu og „ís- lenzka afturhaldsins,“ með öðr um orðum einnig Ólafs Thors, sé „ekki að skapa lýðveldi til þess að ísland verði frjálst, — heldur aðeins að skipta um yfirdrottnara.“ Þeir vilji „losna við Danmörku til þess að láta Bandaríkin gleypa okk- ur.“ Þannig kemst Þjóðviljinn að orði. En ritstjórar hans láta slíkar sakargiftir ekki hindra sig í því, að hengja sig aftan í þessa herra í sjálfstæðismál- inu og láta þá hafa sig að peð- um í refskák sinni í sambandi við það. Eins og öllum er kunnugt boðar Jónas frá Hriflu nú, að við skulum slíta „kúgunar- böndin við Norðurlönd“, eins og hann orðar það, og leita aukinnar samvinnu við hin engilsaxnesku stórveldi til þess að fá sjálfstæði okkar tryggt í framtíðinni undir vernd þeirra. En eru for- sprakkar kommúmsta þessu ekki fullkomlega sammála? Segja þeir ekki í Þjóðviljan- Viðtal við Óskar Jónsson, for- mann Byggingarfél. alþýðn par. ÉG HUGSAÐI: „Það eru all- ir, eða flestir staðir fagrir, þar sem manni líður vel“. Úti var þoka og úðaregn á stund- um, en þó leið mér yel, dásam- lega notalega þar sem ég stóð við horngluggann í íbúð Óskars Jónssonar í Hafnarfirði ný- lega. „Já“, sagði Óskar, og það vottaði fyrir brosi í vinstra munnvikinu, „ég held að eig- endum þessara nýju húsa í Verkamannabústöðunum líði vel og þeir séu ánægðir með í- búðirnar sýnar“. Nýlega var verið að flytja inn í fjórða hús- ið af þeim fimm, sem Bygging- arfélag alþýðu í Hafnarfirði hef ir látið reisa við Skúlaskeið. Mér verður óvart hugsað til hinna fjölmörgu húsvilltu í Reykjavík. Hvaða tilfinningar skyldu bærast í brjósti þess manns, sem ef til vill lengi hef- ir verið húsnæðislaus, að flytja nú allt í einu inn í sitt eigið hús? Að vísu kostaði þriggja her- bergja íbúð í þeim húsunum, sem tekin voru í notkun um , íl. okt. s. 1., rúmlega 37 þús. kr., þar af voru borgaðar út rúml. 10 þús. kr., en síðan kostar hver íbúð ekki nema 120 kr. á mán- uði hverjum, og ekkert að viss- um tíma liðnum. Fyrir tveggja herbergja íbúðirnar er aftur á mQti mánaðarafborgun kr. 100. í þessum mánaðarlegu greiðsl- um er innifalið allt, sem við- kemur húsunum: Öll opinber gjöld af þeim, vextir og afborg anir af lánum, innheimta o. fl. Hver þriggja herbergja íbúð í húsunum, sem flutt var í 1. okt. s. 1., er, eftir því sem ég mældi lauslega, liðugir 66 ferm. að innanmáli o'g má það heita sama verð á ferm. og í húsum í Reykjavík, sem eru í fullkomnu ásigkömulagi, en voru byggð fyrir stríð. Heimsókn mín til Óskars staf aði af forvitni minni í að fá eitt hvað að frétta af aðalfundi Bygg ingarfélags alþýðu, en ég hafði hlerað, að hann hefði verið hald inn skömmu áður. Er Óskar formaður félagsins. „ „Jú“, sagði Óskar, „það er mikið rétt. Aðalfundur var hald inn í vikunni, sem leið. O, bless- aður vertu. Það gerðist þetta venjulega, sem gerist í öllum félögum. Ég skýrði frá starf- semi félagsins s. 1. ár, og ég verð að segja, að það gladdi mig að geta skýrt frá svo heillaríku starfi, sem raun ber vitni. Á s. íbúða í 3 húsum við Skúlaskeið og hafin smíði tveggja húsa ann 1. ári var lokið við smdði 12 arra, með alls 8 íbúðum, við sömu götu. Inn í annað er nú verið að flytja, en verið er að ljúka við hitt. Hefir því félagið reist 36 íbúðir á þeim 8 árum, sem það hefir starfað. Fjögur hús, með alls 16 íbúðum voru tekin í notkun á árinu 1935. Þau standa við Selvogsgötuna, hérna suðurfrá. iNú, á fundinum var m. a. rætt um samstarf allra bygg- ingarfélaga, sem starfa eftir lög um um verkamannabústaði, og var stjórn félagsins falið að leita eftir samstarfi við önnur slík félög. Þá voru gerðar þær breyting ar á lögum félagsins, að af leiddi ko'sningu nýrrar stjórnar í fé- laginu. Voru 3 stjórnarmeðlima endurkosnir, þeir Páll Sveins- son, kennari, Steingrímur Bj arnason, húsasmíðameistari, en hann hefir staðið fyrir bygg ingu allra húsanna, og Guðni Þórðarson, járnsmiður. Þórodd ur Hreinsson, sem verið hefir í stjórninni frá upphafi, baðst ein dregið undan endurkosningu og var kosinn í hans stað Guðlaug- ur Þorsteinsson, skipstjóri“. „Já, og svo fimmti maður stjórn arinnar“ spurði ég? „Það er — ég, víst“. En Óskar er stjórn- skipaður formaður stjórnar fé- lagsins. Þessi frásögn er að sjálfsögðu ökki tæmandi um þá þraut- seigju og þann dugnað og fram- takssemi, sem bygging þessara húsa ber vott um. Það kann í fljótu bragði að virðast lítils- verx, að 36 fjölskyldur skuli hafa fengið þak yfir höfuðið með þeirri aðstoð, sem þær ekki hefðu getað án verið, aðstoð, sem markviss barátta Alþýðu- flokksins utan þings og innan hefir skapað þeim. En baráttan heldur áfram. Með föstum og öruggum skrefum hefir Alþýðu flokkurinn gengið götu hinna félagslegu og fjárhagslegu um- bóta á lífi og högum alþýðunn- ar í landinu og árangur bar- áttunnar kemur æ skýrar og skýrar í ljós með hverju árinu sem líður. Fleiri og fleiri verka menn, sjómenn og aðrir lág- launamenn finna sjálfa sig, finna til þess, að þeim hefir í raun og veru alltaf borið réttur til þess að lifa sæmilegu lífi við þolanlegan húsakost og aðra að um á þriðjudaginn, að við eigum „að fá forusturíki hinna sameinuðu þjóða til þess að á- byrgjast friðhelgi og sjálfstæði lands vors“ um leið og form- lega er gengið frá sambands- slitum við Danmörku og stofn- un lýðveldis hér á landi? Hvaða munur er þá á þeim og „afturhaldinu“, þeim Ólafi Thors og Jónasi frá Hriflu, í þessum efnum? Jú, forsprakkar kommún- ista segja, að það sé bara ekki nóg að fá ábyrgð hinna engil- saxnesku stórvelda, Bret- lands og Bandaríkjanna á frið- helgi og sjálfstæði landsins. Þessum tveimur stórveldum sé ekki treystandi. Við þurfum einnig að.fá ábyrgð Rússlands! Þá fyrst sé okkur virkilega borgið ! Já, hver efast? Væri það ekki allt annað öryggi fyrir okkur, að hafa einnig ábyrgð Rússlands, — sem hefir svikið hátíðleg loforð og gerða griða- samninga við bókstaflega öll smáríkin við vesturlandamæri sín bara á síðustu fjórum ár- um?! Hverjum skyldi svo sem vera betur treystandi til að á- byrgjast sjálfstæði og friðhelgi smáþjóðar, en slíku stórveldi — eftir árásir þess á Pólland, Lithaugaland, Lettland, Eist- land, Finnland og Rúmeníu á árunum 1939 og 1940?! Þessi tillaga — að við biðjum Rússland að ábyrgjast friðhelgi okkar og sjálfstæði — er þá það, sem forsprakkar komm- únista telja séf til ágætis í sjálfstæðismálinu umfram Ólaf Thors og Jónas frá Hriflu. Að berjast fyrir henni — það á að vera „að taka íorustuna í þjóð- frelsisbaráttu þjóðarinnar"! Fyr ir slíkan heilaspuna eigum við að brjóta af okkur vináttu og virðingu bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum með „tafarlaus- um sambandsslitum“ við Dani án þess að virða þá svo mikils sem viðtals áður en skilnaður- inn fer formlega fram! Alþýðublaðið hefir leyft sér að vara við slíku framferði og slíkum ævintýrum. Hvað for- sprakkar kommúnista kalla þá aðvörun, lætur það sér í léttu rúmi liggja. búð. Slík fullvissa er eflaust meira virði en nokkrar síður af digurbarkalegu fleipri um al- ræði öreiganna austur í Rússíá eða svik kratabroddanna uppi á íslandi. Þetta var útúrdúr, sem á- nægjuleg andlit íbúanna í nýju verkamannabústöðunum í Hafn arfirði, áttu sök á. Við fórum að skoða eldri bústaðina, frá 1935. Þá kostaði þriggja her- bergja íbúðin ekki nema 10.750 kr. og eru afborganir af þeim 60 kr. á mánuði nú, en voru 54 kr. Þessi hús eru sem sagt orðin 8 ára, en þar er ekki að sjá blett né hrukku að heitið geti. íbúðin, sem ég skoðaði að allega hafði t. d. hvorki verið máluð né veggfóðruð öll þessi ár og leit hún þó út sem ný væri. Ég komst að þeirri niður- stöðu þar, að. íibúunum þyki meira en lítið vænt um íbúðirn ar sínar. Þær eru árangur harðr ar lífsbaráttu við atvinnuleysi og lágt kaup liðinna ára, enda sést af umgengninni, að íbúun- um hefir verið ljóst hvað hér var um að ræða fyrir þá. — Mér varð hálf einkennilegt inn\ anbrjóists þegar é^, ,rétt hjá eldri bústöðlunum, þessum á- gætu eignum hafnfirskra verka manna og sjómanna, komst að raun um að reist hafði tjald sitt húsvilltur Reykvíkingur og býr hann þar ásamt með fjöl- Anglýsingar, sem birtast eigalí Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldi. Siml 4906. skyldu sinni, en styttra er fyrir hann í vinnu þaðan að sunnan heldur en úr Reykjavík og enda fyrir konuna hans líka. Skyldi það hafa komið sér ver fyrir Reykvíkinga, ef baráttu Al- þýðuflokksins fyrir verka- mannabústöðum hefði í upp- hafi verið mætt af meiri skiln- ingi og víðsýni, en raun ber vitni? Þá byggju tugir ef ekki hundruð fjölskyldna í húsnæði, sem hættulegt er lífi og heilsu ibæði barna og fullorðinna, í tjöldum, skúrræksnum, slaga- kjöllurum og útgeymslum, held ur í nýtízku húsum með öllum iþæginidum og borguðu leigu, sem væri um leið afborgun af Frh. á 6. síöu. Jteað' n.fjM ISLAND, blað Árna frá Múla, minntist á það á mánudag- inn í sambandi við deiluna um bræðslusíldarverðið, að ekki myndu sumir forustumenn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins hafa neitt á móti því, þótt núverandi ríkis- stjórn gerði sig óvinsæla með gerræði eins og því, þegar • at- vinnumálaráðherrann ákvað að lækka bræðslusíldarverðið frá því í fyrra þvert ofan í tillögur meirihlutans í stjórn síldar- verksmiðja ríkisins. ísland seg- ir í þessu sambandi meðal ann- ars: „Ólafur Thors er svo illa gróinn sára sinna eftir valdamissinn, að hann getur ekki leynt andúð sinni á þeim mönnum, sem við völdun- um tóku, eftir hina misheppnuðu stjórnarforustu hans. Jónas fer hægar í sakirnar. En ætlað er að hann mundi gráta „þurrum tár- um“ bálför núverandi valdhafa, jafnvel „Baldurs hins góða“, Vil- hjálms Þórs. Jónas hælir sér af því að vera starfsmaður samvinnumanna, eða með öðrum orðum Sambandsins og þeirra framleiðenda, sem að því standa. Þó að Ólafur haldi því ekki á loft að hann sé starfsmað- ur Kveldúlfs, og þar með (óbeint) þeirra atvinnurekenda, sem skyldra hagsmuna eiga að gæta, er hann það engu að síður, vit- andi eða óafvitandi. Samband þessara tveggja leiðtoga hefir ekki rofnað, þótt kastazt hafi í kekki með flokkum þeirra. Hagsmunir auðfélaganna, sem „gera þá út“, falla saman í mörgum greinum. Ólafur og Jónas keppast báðir eft- ir auknum áhrifum og völdum. Þeim er það ljóst, hvorum um sig, að hagsmunum Kveldúlfs og Sam- bandsins yrði þá bezt borgið, ef þeir næðu höndum saman um völdin. Valdadraumar þeirra eru því sameiginlegir og verða að ræt- ast í senn, ef hið „nýja stjórn- málajafnvægi á íslandi" — milli Kveldúlfs og Sambandsins — á að komast á.“ Eins og kunnugt er nægði deilan um bræðslusíldarverðið nú að vísu ekki til þess, að láta valdadrauma þeirra Ólafs og Jónasar rætast. En það * er fleira, sem þeir binda vonir sínar við. Það væri vissulega ekki í fyrsta sinn nú, þótt þeim hefði dottið það í hug, að ef til vill mætti nota sjálfstæðismál- ið til að fleyta þeim sameigin- lega upp í valdasessinn. ❖ Vísir gerir hina vaxandi garð yrkju og gróðurhúsarækt hjá okkur að umtalsefni í aðalrit- stjórnargrein sinni í gær. Þar segir: „Talið er að gróðurhús á land- inu þeki nú 37818 fermetra lands en vermireitir 4720 f fermetra. Uppskeran eykst ár frá ári og þeir sem garðyrkju stunda hafa skapað sér með henni sómasamlega lífsaf- komu, sem þó mun stöðugt batna eftir því sem fleiri læra að meta gæði og hollustu grænmetis. í öllum stjórnmálaerjunum og niðurrifsstarfseminni, sem rekin er í landinu leynt og ljóst, er þrátt fyrir allt stöðugt verið að byggja upp af þeim mönnum, sem starfa í kyrrþey og hafa ekki um sig neinn hávaöa. Þeir hafa not- fært sér þau landsgæði, sem vega upp í móti óblíðri náttúru og óár- an í mönnum og málleysingjum og tekið jarðhitann í sína þjónustu. Fer 'þó jafnfjarri því að hann sé nytjaöur til fulls, sem virkjuð séu öll fallvötn á landinu, og er hér þó í rauninni skemmra á veg kom- ið en í rafvirkjun fallvatnanna. Hitaveitu Reykjavíkur hefir verið líkt við kolanáma, sem sífellt gæfi gæði sín og reiknað hefir verið í krónum og aurum hvers virði það væri landinu. Hin óbeinu not hita- 1 veitunnar að því er garðræktina snertir hafa hins vegar aldrei ver- ið metin til fjár, en þó mun mála sannast að einmitt í þessu efni muni merkilegra hluta mega vænta. Nýlega hafa blöðin getið þess (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.