Alþýðublaðið - 08.07.1943, Side 5

Alþýðublaðið - 08.07.1943, Side 5
Fimmtudagmn 8. júlí 1943 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 -1 Síðari grein: Leyniför í kafbát til Norður^ Afríku fyrir innrásina i fyrra Sumar við sjóinn. SÓLIN seig í ægi, og ljósin lýstu upp herbergið, þar sem ráðstefnan var. Umræðun- um var að verða lokið. Aðeins var eftir að útkljá eitt atriði. Einn frönsku liðsforingjanna sagði: „Okkur er nauðsyn að hafa hér einhvern leiðtoga. Við þurfum allir að hlíta forustu hans. Ég legg til, að við kjósum til þess Henry Honoré Giraud.“ „En hann er í Frakklandi“ andmælti Clark „og hann er í raun og veru fangi þar.“ „Við verðum að bjarga hon- um og koma honum hingað. Hann er eini hershöfðinginn, sem treystandi er til þess að vinna traust og ‘hollustu hinna mörgu andstæðu hópa.“ Clark féllst á þetta og lofaði því, að Giraud skyldi bjargað og honum komið til Norður- Afríku. (Loforðið var efnt — en það er önnur saga). Þá hringdi síminn í, næsta herbergi. Fundarmenn réttu úr sér í sætum sínum og litu hver á annan. Húseigandinn svaraði í símann og kom að vörmu spori aftur inn í fundarherbergið með írafári. „Lögreglumenn á leiðinni! Þeir verða komnir hingað eftir fimm mínútur!“ Flestir frönsku liðsforingjarn ir, — hinir æðstu þeirra, — þutu á fætur og hlupu út. Ef komið yrði að þeim þarna, yrðu þeir samstundis skotnir fyrir landráð. ÍÞeir óku burt í bifreið um sínum í skyndi. Menn Clarks höfðu hraðan á og tróðu kortum og skjölum inn á sig í flýti. Þeir voru illa settir. Annars vegar var lög- regla Vichystjórnarinnar, hins vegar úfið hafið. Og nú var lög- reglubíllinn rétt ókominn. Ljós hans lýstu upp hvíta veggi | bóndabæjarins. Hvar gátu þeir leynzt? Clark vildi óður og uppvæg- ur flýja til skógar. Murphy var því andvígur. Ef lögregl'unni fyndist eitthvað tortryggilegt við húsið og hæfi leit í umhverf inu, mundu þeir eflaust finnast. „Það er tómur vínkjallari hér,“ sagði Murphy. „Þið farið þangað niður. Ég skal losna við lögregluna.“ Clark var ekki ánægður með tillöguna. Kjallari minnti hann um of á rottugildru. En þeir áttu ekki annars úrkosta. Þeir heyrðu, að lögreglumennirnir stukku út úr bílunum. Félag- arnir átta þrifu byssur sínar og hurfu niður í vínkjallarann. Murphy lokaði dyrunum kirfi- lega á eftir þeim og hlóð köss- um fyrir þær og snéri svo til fundar við lögregluna. Honum hafði hugkvæmzt snjallt bragð til þess að leika á lögregluna með. (Bojrðið, sem ráðstefnan var haldin við, var alþakið hálfum og tómum vín- flöskum og vindlingastúfum. Tveir franskir undirforingjar, borgaralega klæddir, fóru að leika drukkna menn ásamt Murphy og Knight. Þeir fóru að syngja glefsur úr drykkjuvís- um, hlógu og mösuðu. Þannig var umhorfs í fundarherberg- inu, þegar lögreglumennirnir komu inn andartaki síðar. Gólfrými kjallarans var að- eins tíu ferfet. Clark lét menn sína leggjast niður undir stig- anum og meðfram veggjunum, svo að síður yrði eftir þeim tek- ið, ef einhver liti lauslega nið- ur til þeirra. En ef lögreglu- mennirnir kæmu niður og leit- úðu grandgæfilega — hvað þá? Skipun Clarks, sem hann hvíslaði að þeim, var stutt og laggóð: menn hans áttu að skjóta þá. Uppi yfir þeim varð ástandið ískyggilegra. Þeir heyrðu greinilega, að Bob Murphy var að hnakkrífast við yfiriöigregliumanninr^ Murphy sagði að hann og nokkrir vinir hans væru að skemmta sér hér dálítið. Hann mætti ef til vill spyrja, hvenær það hefði verið talin glæpur? Hvað mundi herra yfirlögreglumaðurinn segja við því, ef ameríska lög- reglan ryddist inn á heimili franskra borgara í New York? Raddirnar færðust greinilega nær og nær. Að lokum voru þær alveg komnar að dyrum vínkjallarans. í kjallar&num hafði ríkt dauðakyrð, en nú var hún allt í einu rofin a-f niðurbældum sogum. Jumbo Courtney var að reyna að bæla niður hóstakviðu. Félögum hans fannst hljóðið svo hátt, að 'það hlyti að hafa heyrst til Algiers. Jumbo hélt við köfnun. „Drottinn minn dýri!“ stundi hann. „Ég er alveg að kafna!“ „Hérna er tuggugúmmí, sem þér getið japlað á,“ sagði Clark. Jumbo tók við tuggugúmmí- inu og tugði í gríð og erg. Hvið- an leið hjá. Aftur ríkti dauða- kyrð í kjallaranum, svo að mennirnir gátu heyrt hjartslátt sinn. Uppi á loftinu var Murphy enn í háarifrildi við yfirlög- reglumanninn. Frakkarnir tveir héldu áfram að syngja. Hver rnínúta virtist vera heila öld að líða. Þá varð breyting á röddun- um uppi yfir þeim. Yfirlög- reglumaðurinn varð mýkri á manninn en í fyrstu. Holmes varð léttara um andardráttinn. „Bob hefur talið honum hug- kvarf,“ sagði hann , há'lfum hljóðum. Yfirlögreglumaðurinn hafði gengið úr skugga um, að ekkert smygl væri þarna á ferðinni. Hann yrði samt að gefa yfir- manni sínum skýrslu um þetta, ■x S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s Unglingar óskast til að bera Alpýðublaðið ■ i til kaupenda við Laugaveg (neðri hluta). Alþýðublaðið, Sími 4900. sagði hann, og eflaust mundi hann koma þangað sjálfur til þess að rannsaka málið nánar. Þá ætlaði Jumbo að fara að hósta aftur. „Tyggið gúmmíið," hvíslaði Clark og var mikið niðri fyrir. „Ég er að því, en öll sæta er búin úr því.“ „Ég er ekkert hissa á því,“ svaraði Clark „því að ég var búinn að jóðla á því í rúma klukkustund þegar ég fékk yð- ur það.“ Þetta þótti mönnum hin bezta skemmtun -—■ en þó ekki fyrr en miklu seinna. En loksins heyrðu þeir, að lögreglan gekk út úr húsinu og bíll hennar ók af stað. Clark og menn hans komu upp úr kjallaramum cg voru óðfúsh: að kpmas.l úm boirð í kafhátinn sem allra fyrst. Stórbrimið svarraoi víð stri.ilina. „Mér 1 ívt ckki á að ýta báti á flot í þessum sjógangi,“ sagði Jerry Vvright. Fram að þessu hafði förin gengið ljómandi vel, -— og nú reið á að komast á brott með allar upplýsingarnar. „Við verðum að reyna það,“ sagði Clark. Þeir báru kajakana niður að ströndinni. Það þurfti fífl- djarfa menn til þess að láta sér detta í hug að leggja út á seð- andi hafið á þessum kænum. Clark fór úr öllu nema nærföt- unum, tók fötin undir handlegg inn og óð út í brimrótið með Livingston. Þeim tókst að kom- ast upp í bátinn og þeir tóku djúp áratök. Þá reið ólag yfir og kajaknum hvolfdi. Clark og Livingston hurfu í brimlöðrið. Andartaki síðar komu þeir í ljós aftur, holdvotir og bölf- andi. Hinir náðu kajaknum, en árarnar og fót hershöfðingjans bárust burt með straumnum. Einhver kállaði. „Náið bux- unum hans!“ Wright grenjaði aftur: „Buxurnar mega fara norður og niður!“ Náið árun- um!“ Þeir náðu árunum. En bux- urnar eru enn þá að flækjast einhvers staðar við Afríku- strendur. Jafnvel Clark neyddist til að viðurkenna að þeir kæmu ekki fram bátum á þessari nóttu. Honum var líka Ijóst, að svo gæti farið, ef ekki batnaði í sjóinn, að þeir yrðu að hírast þarna dögum saman. En hann þvertók fyrir að fara niður í •kjallarann, þó að lögreglan kynni að vera á næstu grösum. Hann vildi, að þeir færu til skógarins og leyndust þar. Þar gætu þeir þó barizt, ef eitthvað bæri að höndum. Þeir földu sig og kajakana innanum pálmatrén. Þeir voru fáklæddir og skulfu af kulda. Alltaf var jafn kvasst, svo að brottför þeirra dróst. Klukkan 11 um kvöldið kom lögreglan aftur. Skógarmenn- irnir földu sig vandlegia,i en höfðu byssurnar tilbúnar. Murphy bauð lögregluna vel- komna aftur, brosandi, marg- máll og sléttmáll. Lögreglu- mennirnir leituðu ekki í skóg- inum, en þeir kváðust ekki una vel þessum málalokum og sögð ust mundu koma aftur í fyrra- málið. Þeir máttu þó vera ró- legir um sinn. Um klukkan 4 um nóttina virlist hafa lygnt nokkuð, en þó var hauga sjór enn þá. „Reynum aftur,“ sagði Clark. Skeytið, sem hann sendi kaf- bátnum, var í skipunartón: ^ Hvað sem öllu stríði líður, fer aldrei svo, að ekki séu ein- S hverjar fallegar stúlkur, sem langar til að baða sig á strönd- S • • ^ inni, þegar sumarblíðan er mest. Þessar blómarósir heita S Doris Merrick og Ronda Fleming og eru að koma upp ^ ströndina í Suður-Kaliforníu. S \ $ * £ s S \ $ S s S s s s s s * S s * s s s s s S S s s S * s s s s i jKomið eins nærri landi og | menningarnir geiigu varlega út rlrlrnv. nv nnXIÍS » -f --1 -2C 1__j.11 TTCT_.2 r ykkur er auðið. Jumbo, Knight og frönsku undirforingjarnir tveir studdu einn kajakanna, á meðan Clark og Wright stigu út í hann. Fjór í brimið, þangað til Wright sá, að tiltölulega ládautt var fram- undan. „Röskir nú!‘f, hrópaði hann. , Frh. á tí. síðu. Glerbroíagirðing húsameistara ríkisins við Bjarnarstíg. — Hvað segir lögreglusamþykktin? — Tvö herbergi og eldhús. — Svört silkinærföt og græn sængurföt. YRIR nokkru fékk ég bréf, þar sem lýst var garSi nokkr- um, steyptum umhverfis blóma- garð að baki hússins Skólavörðu- stígur 35. Samkvæmt upplýsing- um bréfritarans er garður þessi lágur, en ofan á hann hafa verið sett glerbrot, sem standa odd- hvöss upp og út. EG TRÚÐI ÞESSU EKKI, því að mér fannst þetta svo ósmekk- legt og þjösnalegt, að engu tali tæki. En nú hefi ég fengið upplýs- ingar um, að þetta er þannig, og að þessi furðulegi varnarveggur, sem húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson hefir þarna, og snýr glerbrotagirðingin að Bjarnarstíg. EG VARÐ ALVEG S'i'EIN- HISSA — og taldi alveg víst, að húsameistari ríkisins hefði með þessari glerbrotabyggingarlist sinni brotið lögreglusamþykkt Reykj avíkurbæj ar, en til frekari fullvissu spurðist ég fyrir um það hjá lögreglunni, hvort slíkar girð- ingar væru leyfilegar. Eg fékk þær upplýsingar, að slíkt girðinga- | tilfinningalxfinu. Bókin bregður fyrirkomulag væri ekki bannað í UPP atburðum úr lífi hinna ólík- lögreglusamþykktinni. j ustu manna og kvenna og hinum ! öfgafulla heimi, örbirgð og at- garða sína vegna stráka, sem klífi yfir þá og eyðileggi allt í görðun- um og muni húsameistari hafa gripið til glerbrotanna sem neyð- arúrræðis. ÞAÐ GETUR VERIÐ SATT og rétt — og gegn skemmdarvörgum gilda ekki annað en fantatök, þeg- ar annað dugar ekki, en glerbrot á görðum inni í borginni eru fantaleg, hvað svo sem lögreglu- samþykktin segir. Og ekki bætir það úr skák, að ofan á glerbroþn hafa verið settir tveir gaddavírs- strengir, en þeir eru líka leyfileg- ,UNG STÚLKA á giftingaraldri* skrifar: „Um daginn datt ég nið- ur á bókina „Tvö herbergi og eld- hús“ og las hana. Hún er gott dæmi um hvernig hugsunarhátt- urinn var í Evrópu fyrir stríðið, þegar lausungin var í hávegum höfð — eftir tveim forsendum: sterkustu hvatir mánnsins eru sjálfsbjargarhvötin og kynhvötin, og sjálfsagt að lifa eftir hvata og EG HEYRÐI ÞAÐ STRAX á lögreglunni, að hún vissi hvers vegna ég spurði, því að hún spurði mig, hvort ég spyrði vegna gler- brotagirðingar húsameistara. Lög- reglan segir, að garðeigendur séu í vandræðum með blóma- og trjá- vinnuleysi annars vegar, og iðju- leysi og ríkidæmi, með svörtum silkináttfötum og grænum silki- rxxmfatnaði. Ósjálfrátt dettur manni í hug, að það hafi þurft að koma einhver hreinsunareldur í Frh. á 6. sííhi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.