Alþýðublaðið - 11.07.1943, Síða 2

Alþýðublaðið - 11.07.1943, Síða 2
4 Ekkert lært? Þegar ólafur thors var forsætisráðherra, ætlaði hann að slá sér upp á sjálfstæðismálinu með því að ganga frá formlegum sambands slitum við Danmörku á árinu, sem leið. En það kom allt fyrir ekki. Við urðum að hætta við öll okkar áform um tafarlaus sambandsslit. Bandaríkin og Bretland sögðu nei. Þau 'höfðu lýst yfir því, að þau vildu á- byrgjast sjálfstæði og fullveldi íslands í stríðslok, en þau vildu ekki, að við gengjum formlega frá sambandsslitum við Dan- mörku fyrr en í stríðslok. Af þessari reynslu virðist Morgunblaðið ekki hafa lært mikið. Það ímyndar sér að við getum hvenær sem er slitið sambandinu við Dani og stofn- að lýðveldi hér á landi og ligg- ur Alþýðublaðinu á hálsi fyrir það, að það skuli ekki taka undir hvaða tillögur, sem Sjálfstæðisflokknum eða for- ustumönnum hans dettur í hug að gera um lausn sjálfstæðis- málsins. / Alþýðublaðið skal vera svo ærlegt að viðurkenna það, að það hefir lært af reynslunni. Það stendur engum að baki í óskinni um fullkomið sjálf- stæði okkur til handa. En það er kunnugt orðið, að skiln- aður við Danmörku í dag, án þess að tala við okkar gömlu sambandsþjóð, er illa séður, ekki aðeins af hinum engilsax- nesku stórveldum, sem hafa her hér og telja hættu á því, að skilnaðurinn myndi verða misskilinn á Norðurlöndum, heldur og af frændþjóðum okk- ar í Svíþjóð og Noregi, sem telja það ekki sæmandi og ekki samrýmanlegt norrænum sam- búðarvenjum, að við skiljum formlega við Danmörku án þess að tala við sambandsþjóð og bræðraþjóð okkar. Morgunblaðið getur vitnað í vonir og tálvonir, sem við höf- um gert okkur um tafarlausan skilnað við Danmörku eins og það vill. En það getur ekki blekkt neinn alvarlega hugs- andi mann með þeirri falsrök- semd, að alþingi hafi 1941 að- eins þess vegna frestað form- legum sambandsslitum, að við höfum þá verið herteknir af Bretum, en síðan losað okkur undan einhverju þrælataki þeirra með því að biðja Banda- ríkin.um hervernd. Morgunblaðið veit ofurvel, að það er enginn raunveruleg- ur munur á hérvist brezka og ameríska setuliðsins. Og ef við gátum ekki formlega slitið sambandinu við Danmörku 1941 vegna hernámsins, þá get- um við það ekki heldur nú. Morgunblaðið ætti því að hafa hægt um sig. Formaður Sj álf stæðisf lokksins er einu sinni búinn að verða sér til minnkunnar á sjálfstæðísmál- inu. Alþýðublaðið hefir dregið sínar ályktanir af því. Það hef- ir lært af reynslu. Það hefir Morgunblaðið hins vegar, áð því er virðist, ekki gert. Því Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. ALPVDUBLASW Sunnudagur 11. júlí 1943: Kort af Miðjarðarhafi Á miðri myndinni, nokkuð til vinstri, sést Sikiley. Fyrir sunnan hana smáeyjarnar Pantel- laria og Lampedusa, sem bandamenn töku á dögunum. Tin nafikoinir menn skrifa kaadbék fjrir ferðafélk. r _—— Bókin kemur út innan skamms og heit* ir hun ‘4Útilíf” Hersveitir frð Norð- ur-Afriku gengn á i land ð vestnrodda eyjarinnar. ANDAMENN settu her á land á vesturodda Sikileyjar í fyrrinótt. Hin margboðaða innrás í Evrópu er þar með hafin. Eisenhower, yfirmaður bandamannahersins í Norð- ur-Afríku, kallaði blaðamenn á sinn fund í fyrrinótt og skýrði þeim frá því, að her- sveitir frá Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi hefðu gengið á land á Sikiley kl. 3 um nóttina eftir Norður- Afríku-tíma, eftir magnaðar loftárásir á alla hernaðarlega þýðingarmikla staði á eynni undanfarna daga. Herskip bandamanna vörðu land- gönguliðið með látlausri skot- hríð á strandvirki eyjarinn- ar nieðan það var að ná fót- festu. /Fregnir frá London í gær sögðu, að það væru úrvalsher- sveitir frá Norður-Afríku, sem tækju þátt í innrásinni á Sikil- ey, en búizt væri við mjög blóð- ugum bardögum, því að varnir eyjarinnar væru taldar öflugar. Það er sjötti ítalski herinn og um 100 000 Þjóðverjar, sem verja hana. Hafa Þjóðverjarnir sérstaklega öflugan flugher til varnar. En auk þess geta ítalir og Þjóðverjar teflt fram flug- vélum frá Kalabríu, suðurodd- anum á meginlandi Ítalíu, en þaðan er ekki steinsnar yfir Messinasundið til Sikileyjar. Sikiley er um 25 000 fer- hyrningskílómetrar að flatar- máli eða sem svarar fjórðungi íslands. Stærsta borgin er Pal- ermo, vestarlega á porður- strönd hennar. Hún hafði á friðartímum um 420 00Q íbúa. Á norðausturoddanum, við sundið yfir til meginlands Ítalíu, stendur hafnarborgin Messina. Á auslurströndinni er börgin Catanía og hin forn- fræga Syrakusa. er að vísu haldið fram, að Bandaríkin séu því samþykk, að við stofnum ■ lýðveldið eftir árslok 1943. En í orðsendingu til okkar frá þeim í fyrra er þó greinileg vísbending um það, að þau telji heppilegast að við gerum þessi mál upp við Dani ,, á friðartímum“. Og í ummælum Alþýðublaðsins, sem Morgunblaðið vitnar í í þessu sambandi, stendur aðeins, að Bretland og Bandaríkin viður- kenni sjálfstæði íslands „ a ð stríðinu loknu“. Síðan er að vísu sagt, að Bandaríkin hafi lýst því yfir, að þau myndu ekki setja sig á móti því, að við lýstum yfir endan- legum skilnaði við Danmörku eftir árslok 1943, þegar sam- bandslagasáttmálinn er á enda, en frá Bretlandi liggur engin slík yfirlýsing fyrir. Og að lýsa yfir algerum sambandsslitum við Danmörku, einnig konungs- sambandsins, án þess að þau séu viðurkennd af þessu nálægasta stórveldi, yrði að teJjast mjög óvarlegt. M^gunblaðið getur í- myndað sér, að slík ýfirlýsing INNAN skamms kemur út bók, sem líklegt er að margir taki fegins hendi, enda verið tilfinnanleg vönt- un slíkrar bókar hér. Bók þessi nefnist Útilíf, handbók í ferðamennsku. Bók þessi er rituð af tíu mönn um og f jallar hún um hina ýmsu þætti útilífs og ferðalaga. Höf- undar bókarinnar eru eftir- greindir menn: Gunnlaugur Claessen dr. med., Björn L. Jónsson veður- fræðingur, Jón Oddgeir Jónsson erindreki, Geir Gígja, kennri, Steinþór Sigurðsson mag. sci- nægi út af fyrir sig. En Norð- menn litu öðruvísi á 1905. Þeir sendu Frithjof Nansen til London til þess að fullvissa sig um samþykki Bretlands til skilnaðarins við Svíþjóð. Alþýðublaðið efast ekki um, að samþykki Bretlands fáist á sínum tíma. En það vill ekki, að við verðum í annað sinn að renna í sjálfstæðismál- inu, Og allra sízt vill það, að við spillum áliti okkar á Norð- urlöndum, sem við tilheyrum og verðum að halda okkur að, svo fremi að við viljum vera sjálfstæð þjóð á meðal sjálf- stæðra þjóða í framtíðinni. Ef Morgunblaðið er á öðru máli um þetta og vill berja höfðinu við steininn í von um að geta slegið flokki sínum pólitíska mynt úr sjálfstæðis- málinu, — þá það um það. En svo mikið ætti það að sjá, að við höfum þegar haft nægilega hneisu af aðgerðum Ólafs Thoirs í sjálfstæðismálinu, þó að okkur yrði sparað nýtt al- þjóðlegt hneyksli af brölti hans. ent, Jónas Kristjánsson læknir, Þór Sandholt arkitekt, Guð- mundur Einarsson frá Miðdal, Gunnar Bjarnason ráðunautur og Þorkell Þorkelsson veður- stofusljóri. — Vegamálaskrif- stofan hefir lagt til skrá yfir fjarlægðir til ýmissa staða. Efni bókarinnar er skipt í 16N kafla, og eru nöfn þeirra sem hér segir: Sólskin á f jöllum, Gáð til veðurs, Gönguferðir, Jurta- söfnun, Útilegur að sumarlagi, Notkun áttavita, Gleymið ekki nestinu, Lestur landabréfa, Að klífa fjöll, Lærið að teikna landabréf, Jökulgöngur og vetr arferðir. Ferðalög á hestum, Eyktamörk, Fjarlægðir til ým- issa staða, hjálp í viðlögum og Verndun augnanna gegn snjó- birtu og sólskini. Eins og heiti kaflanna bera ^ með sér, er hér að finna yfir- gripsmikinn fróðleik um úti- líf og ferðalög. Þarf ekki að efa að bók þessi verði kærkomin. Ferðalög og útivist hefir mjög farið í vöxt á síðari árum. Er því vissulega ekki vanþörf al- mennra leiðbeininga um þau efni. Jón Oddgeir Jónsson hefir séð um útgáfu bókarinnar en útgef andi er Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Hjónaefni. í gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ragnheiður Viggósdóttir, bankaritara, Vesturgötu 17, og Sig urbjörn Sigtryggsson, gjaldkeri í Landsbankanum, Garðastræti 36. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Jóni Thorarensen ungfrú Vilborg Guðjónsdóttir frá Dýra- firði og Guðm. Þorláksson loft- skeytamaður, Hafnarfirði. Heimili þeirra verður á Hverfisgötu 21 C, Hafnarfirði. iBærinn í dag.| Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofu Reykjavíkur, sími 5030» Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. ÚTVARPIÐ: 11,00 Messa í Dómkirkjunni (síra Bjarni Jónsson). 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15.30— 16,30 Miðdegistónleikar (plötur): Danssýningarlög. 19,25 Hljómpllötur: Tónverk eftir Bax og Eric Coates. 20,00 Fréttir. 20.20 Einleikur á harmonium (Eggert Gilfer): a) Gamalt danslag eftir Bach. b) Brúði arniars eftir Reissiger. 20.35 Erindi: Á landamærúm lífs og dauða (Guðmundur Frið jónsson skáld á Sandi — Jakob Kristinsson fræðslu- málastj. flytur). 21,00 Hljómplötur: 1 Lög eftir Schubert. 21,15 Upplestur: Smásaga eftir Arnulf Överland (Sigurður Magnússon kennari). 21.35 Danslög. (21,50 Fréttir.) 23,00 Dagskárlok. MÁNUDAGUR: Næturlæknir er í Læknavarð- stofu Reykjavíkur, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15.30— 16,00 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Tataralög. | 20,00 Fréttir. 20,30 „Þýtt og endursagt“ (Sig- urður Einarsson dósent). 20.50 Hljómplötur: Lög leikin á harpsicord. 21,00 Um daginn og veginn (Gylfi Þ. Gíslason). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Laga- flokkur eftir Bellmann. Einsöngur (Ólafur Magn- ússon frá Mosfelli); Sumar- lög: a) Vorið er komið (Lindblad). b) Sólskríkj- an (Jón Laxdal). c) Hvað syngur litli fuglinn (Söder- berg). d) Ó, blessuð vertu, sumarsól (Ingi T. Lárus- son). e) Um sumardag (Abt). f) Miranda (Sveinbj. Sveinbjörnsson). 21.50 Fréttir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.