Alþýðublaðið - 11.07.1943, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 11.07.1943, Qupperneq 3
Suiinutlagur 11. júlí 1843 ALPVÐ.UBLAPIÐ REIN sú, sem hér fer á J eftir og er um Wavell hershöfðingja, sem fyrir skömmu var skipaður vara- konungur Indlands, er þýdd eftir enska stórblaðinu The Observer. ÞAÐ lýsir vel persónuleika Wavells, að hann skyldi, sextugur að aldri, taka við hinu geysilega ábyrgðarmikla em- bætti varakonungsins á Ind- landi, en það embætti hefir síð- ustu mánuðina staðið mörgum til boða, en þeir hafa ekki treyst sér til að taka við því. Líklega hafa fáir herforingj- ar í þessu stríði hlotið jafn- mikla aðdáun og Wavell hlaut á hinum stutta, en sigursæla tíma, sem hann hafði á hendi herstjórnina í Egyptalandi. Og nú, þegar hann hefir dregið sig í hlé frá herstjórn, býður hann birginn örðugleikum, sem margt þrekmennið hefir gugn- að á. Það er ekki auðvelt að hefja persónuleika hans til skýjanna um verðleika fram. Yfirlætis- laus framkoma hans, skarpar gáfur, rithöfundarhæfileikar hans og herkænska skipa hon- um virðulegri sess en venju- legum sigursælum hershöfð- ingja. Hann er oft nefndur átta- tíu-bóka-Wavell, vegna bóka- safnsins, sam hann flytur með sér, hvert sem hann fer. Marg- ar þeirra bóka eru ljóðabækur. Uppeldi hans sem hermanns hófst fyrir alvöru, þegar hann var formaður herforingjaráðs Allenbys í Palestínu, og þar þroskuðust foringjahæfileikar hans. Hann lagði líf og sál í starf sitt þar, var mjög hand- genginnn yfirmanni sínum, braut til mergjar skoðanir hans og vinnubrögð, enda runnu hern aðaraðferðir Allenbys honum í merg og bein. Af þessum sökum urðu árin milli styrjaldanna, sem nefnd hafa verið glötuðu árin, honurn hinn mesti þroskatími. Meðan aðrir hershöfðingjar heimskuðu sig á þululærdómi og úreltum kennslubókum, þá rannsakaði Wavell og gerði sér allt far um að skilja hið breytilega eðli stríðsinis. Hann las mikið og gaumgæfilga. Hann var ekki einn þeirra, sem telja fáfræðina eitt af skilyrðum fyrir her- kænsku. Hann las um herferðir og lagði stund á sögu, en um- fram allt lagði hann sig í líma um að kynnast mönnum, sem höfðu forystu fyrir öðrum. Hann fór sér að engu óðslega. Honum lá ekkert á að ryðja út bókum eftir sig, meðan hug- myndir hans voru að ná þroska. Það var ekki fyrr en tíu árum eftir sigurinn í Palestínu, að Wavell setti á sig rögg og gaf út bók eftir sig. Frásögn hans um herferðina í Palestínu, sem út kom árið 1928, er á margan hátt miklu læsilegri bók en aðr ar bækur, er seinna náðu hylli. Andríki hans og hnitmiðaður skýrleiki spegluðust í stíl hans. Hann hafði efnið fullkomlega á valdi sínu. Hann vissi, hvað hann ætlaði að segja og hann kunni að koma orðum að hugs- unum sínum. ,,Reynsla hernaðarins í Pal- estínu,“ skrifaði hann, „sýnir vel, hvers virði hraðinn á víg- vellinum er til þess að árangur náist og komið verði í veg fyrir óhöpp og slys. Því miður er hraðinn útgjaldafrekustu þæg- indin, hvort heldur í hlut eiga orustuskip, bifreiðar, veðreiða- hestar eða konur. Lítið eftt auk- inn hraði einhvers hlutar getur aukið verðgildi hans um helm- ing.“ Getið þið hugsað ykkur, að menn eins og Clausewitz eðá von Rundstedt skrifi á þennan hátt? Meðal hinna fyrstu, sem lærðu að meta hinn nýja braut- ryðjanda á sviði hernaðarmála var F. E. Lawrence. Hann sendi Wavell ofursta þessa stuttu og skorinorðu athuga- semd. „Mér er það gleðiefni, að þér skulið gera yður ljósa þýðingu vélanna í harnaði. Vélar munu í framtíðinni gjörbreyta öllum hernaði að mínu áliti. Það er til dæmis' ekki alveg ónýtt að losna við riflana fyrir fullt og allt.“ Árið 1930 var honum *falin yfirstjórn sjötta fótgönguliðs- stórfylkisins í Aldershot. Það merkilega við starf hans þar, voru nýjar kenningar um þjálf- um hermannanna. Þær brutu mjög í bág við ríkjandi skoðan- ir í þeim efnum á þeim tímum. Hann gerði grein fyrir þessum kenningum sínum í fyrirlestri, sem hann flutti árið 1933. Leggja ber áherzlu á að þjálfa herinn fyrir stríð yfir- leitt, var röksemdafærsla hans. Það er ekki rétt að þjálfa her- inn fyrir sérstakt stríð, því að þetta sérstaka stríð kemur Wavell. aldrei. í stuttu máli eru kenningar hans um sigursæld fólgnar í eftirfarandi atriðum: Undirbún ingnum verður að halda strang lega leyndum. Skipulagið þarf að vera fullkomið. Gefa verður undirmönnunum mikið frelsi til þess að framkvæma áætlan- irnar. Koma verður óvinunum á óvart. Hreyfingar hersins verða að vera víðtækar, og um- kringja verður óvinaherinn um leið og ráðizt er hann framan- verðan og á hlið. Það er rétt að líta nánar á þessa aðferð hans til sigurvinn- inga, því að hún felur í sér vísinn til ósigra Wavells ekki síður en til sigra hans. Wavell hefir ávallt reynt að hugsa í hugtökum fólksins, þegar hann hefir skrifað um hernað. Tileinkið ykkur hold og blóð hernaðarins, sagði hann, en látið ykkur ekki tæknina nægja. Það hefir lítið gildi að vita það, að Napoleon vann sigra sína inni á milli óvina- herjanna. En það er nauðsyn- legt að gera sér þess fulla grein, hvernig ungar og lítt þekktur maður gat blásið eldmóði í illa búinn, uppreisnargjarnan og hálfsoltinn her. Þarna er Wavell lifandi kom- inn. í Albertshot lék allt í lyndi fyrir honum, því að þar þekkti hann hvern mann, sem var í stórfylkinu. Sama er að segja um dvöl hans í Pelestínu. En þegar hann kom til Cairo árið 1940, sá hann, að hann stóð ekki augliti til auglits við við illa búinn og uppreisnar- gjarnan her, sem þurfti að blása eldmóði í, hldur heljarmikla ó- persónulega vél„ sem gerði sér ekki grein fyrir markmiði sínu. Að vísu hafði, Wavell yfirstjórn hersins á hendi, en'á milli hans og hersins voru aðalbækistöðv- arnar í Cario, þar sem unnu hundruð manna * fullskapaðar venjur cg skrifstofueinkenni. En þrátt fyrir allt var það eitt af mestu þrekvirkjum, sem Wavell hefir afrekað, að honum skyldi takast að hefja sókn gegn ítölum. En hann varð að treysta á herforingjaráð sitt, en • það reyndist ekki því trausti vaxið. Almennt var honum núið því um nasir, að hann hefði ekki séð fyrir hina skyndi legu sókn Rommels, eftir að Benghazi hafði verið tekin her- skyldi í fyrsta sinn. Hann sagði, að hann hefði ekki búizt við honum fyrr en mánuði seinna. Njósnardeildin hafði gefið hon- um villandi upplýsingar. En hann gerði það ekki uppskátt. Sök Wavells var sú, að hann gekk ekki nógu hart eftir dug- 1 lausum undirmönnum sínum, sem ekki voru starfi sínu vaxn- ir. Ef hann hefði gert það, hefði saga hernaðarins í Egypta landi orðið allt önnur, og spá- dómur Wavells um það, að styrjöldin í Afríku gæfi stytt stríðið í • Evrópu um marga mánuði, mundi hafa rætzt miklu betur en raun varð á. Ástæðurnar, sem færðar hafa verið frarn fyrir flutningi Wavells til Indlands hafa aldrei verið ljósar eða sannfærandi. j Það heíir verið hlutskipti hans, sem hann hefir hlotið lítið þakk læti fyrir, að vera brautryðj- andi í hernaði, að leita rósa sigursins meðal þyrnanna. Og þetta hefir ef til vill gert hann vinsælli meðal brezks almenn- ings heldur en auðunnir og skjótir sigrar mundu hafa gert. En allar líkur benda til þess, að sagan muni dæma Wavell eftir síðustu stöðu hans. Á liðn- um öldum hafa hershöfðingjar — um það er Wellington gott dæmi — stundum sýnt meiri skilning á indverskum sjónar- miðum heldur en stjórnmála- mennirnir. Það er vel trúlegt að Wavell feti þar í fótspor hinna miklu hershöfðingja, sem hann hefir lagt sig svo mikið eftir að kynna sér. Þegar hann kemst í kast við Gandhi og Nehru mun hann kynnast mönnum, sem eru gjör- ólíkir þeim mönnum, sem hann er vanur að fást við. Þar hann er sem æðsti stjórnandi ábyrg- ur fyrir öryggi Indlands hefir hann tekið ákveðna og ósveigj anlega andstöðu gegn indverska Þ j óðer nisf lokknum. En vel getur verið, að Wavell fari sem varakonungur hinar venjulegu leiðir, sem áður hafa farið hershöfðingjar þeir, sem hann hefur mest dálæti á — Belisarius, Wellington, Scipio og Marlboraugh. Líklega gerir hann sér far um að fást við menn en ekki vélar, eins og hann gerði. Skaplyndi hans er þannig farið, að það mundi hæfa varakonunginum Wavell eins vel og það hæfði hermann- inum Wavell. Ef hann verður ekki borinn ofurliði af skrif- finnsku Stjórnkerfisins í Ind- landi er ekki ólíklegt, að ferill hans vrði glæsilegri í Delhi en raun varð á í Cairo. I fjaryern minnl til næstu mánaðamóta gegnir hr. læknir Björgvin Finnsson störfum mínum. Alfreð Gíslasoo, læknir Karol og frá Lupescu Karol Rúmeníukonungur og hjákona hans, frú Lupescu, sluppu til Spánar skömmu áður en Þjóðverjar hertóku Rúmeníu. Þau eru nú 1 Mexikó og þar var þessi mynd tek- in af þeim. Frú Lupescu er Gyðingur að ætt og heitir réttu nafni Magda Schneider. Það mátti ekki seinna vera að hún slyppi undan Gyðingaofsóknum nazista því að auk þess að hún er Gyðingur var hún þeim þyrnir í augum eftir að hún hafði náð ástum Karols Rúmeníukonungs. Hann kynntist henni ítFrakklandi fyrir mörgum árum. Þegar Stalin hélt Josel % Davies veizln i Moskva IjNk AÐ þótti tíðindum sæta, þegar Joseph Davies, fyrr- um sendiherra Bandaríkjanna í Moskva, kom ausíur þangað fyrir nokkru í erindum Roose- velts, að Josef Vissarionovitch Stalin hélt honum veizlu eina mikla í Kreml. Rússneska ritskoðunin leyfði, að allítarlegar lý-singar á hófi þessu væru sendar til Bandaríkj anna, og fer hér á eftir stutt frá- sögn af því eftir fregnum hinna áreiðanlegu ameríksku frétta- stofa, AP og UP: „Stalin var í ljósgráum föt- um, sem voru að nokkru leyti einkennisbúningur, hann var í svörlum stígvélum og með heið- urspening þann, sem sovét- stjórnin veitir þeim, sem hún kallar „hetjur hinnar sósíalist- isku vinnu“, á brjóstinu, þegar hann tók á móti gestum sínum í Katrínarsalnum, sem var bú- inn hvítum húsgögnum og klæddur dökkgráu silki, en upplýstur af stórum kristalljósa stikum. Lljtarh'íkisráðherrann, Viach- eslav M. Molotov, byrjaði á því að drekka skál „hinna þriggja leiðtoga lýðræðisríkjanna, Stal- ins, Churchills og Roosevelts“, eins og hann orðaði það. Eftir það var skálað 19 sinnum. Síð- an þurfti að þýða tilefni skál- anna 18 sinnum, og var því glösunum alls lyft 37 sinnum. Borinn var fram 18 rétta kvöldverður og var þetta meðal kræsinganna: Kavíar (styrju- hrogn), þurrkaður styrjuhrygg- ur með álagi, steikt nautakjöt .á enska vísu, kalt svínakjöt, hlaupréttir, ólívur, vorslöt, hreðkur, agúrkur, margs konar ostar, villtir fuglar, kjúklinga- súpa, síbiriskur lax, smáfuglar, franskar kartöflur, kalkún og blómkál. Á eftir þessu voru fram bornar jarðarberjatertur, van- illaís, sae'lgæti hnetur og líkjör. Með matnum voru rauðvín og hvítvín, en Georgíu-rauðvínin eru eftirlætisdrykkur Stalins, auk þess vodka (rússneskt brennivín) með heitum pipar og kampavín. Átið hófst kl. 7 og var lokið um miðnætti. Að borðhaldinu loknu gengu gestir Stalins inn í hið skrautlega kvikmyndahús í Kreml og sáu ameríksku kvik- myndina „Sendiför til Moskva“, sem Davies færði Stalin að gjöf. Hver gestur sat í risastórum hægindastóli, klæddum hvítu leðri. Við hvern stól var borð með flösku af kampavíni og glasi.“ Þetta hefði nú þótt sæmileg veizla í „auðvaldslöndum“. iVinnuföt! Samfestinoar, Sloppar, Shyrtur. Vettlingar. VZRZL

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.