Alþýðublaðið - 22.07.1943, Page 2

Alþýðublaðið - 22.07.1943, Page 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Flmmtudagur 22. júlí 1943. Samgðognerfið' laxta. TALSVERÐIR vatnavextir hafa orðið víða í ám í rigningunum að undanförnu. Vegurinn norður í land til Ak- ureyrar var af þessum ástæð- um nokkuð ógreiðfær fyrst eft- ir rigningarnar. Vegurinn upp á Kjöl, sem var orðinn fær bifreiðum fyrir nokkru, er nú með öllu ófær vegna bleytu og er ógerningur fyrir bifreiðar að komast yfir Bláfellsháls. I rigningunum um helgina hljóp svo mikið vatn fram, að kafhlaup kom í veginn og sátu bifreiðar fastar. Kjalvegurinn hefir verið sæmilegur í sumar og hafa bif- reiðir farið bæði norður á Hveravélli og austur í Kerling- arfjöll, en bifreiðar hafa þó ekki komist lengra en að Ár- skarðsá vegna snjóskafla, sem þar eru við ána. Tækifærinu var sleppt: Dagsbrúnarsainiiingariiir framlengjast til 1. fan. 1944. -. ♦--- Reiði meðal verkamannanna út af því,fað peir skildu ekki eiuu sinni vera spurðis* ráða. TÆKIFÆRIÐ var ekki notað. Kommúnistarnir í stjórn og trúnaðarráði Dagsbrúnar breyttu ekki áltvörðun sinni og urðu ekki við vilja Dagsbrúnarfundarins. Samn- ingum félagsins við atvinnurekendur var ekki sagt upp í gær ,en það var síðasti dagurinn. Mikil gremja er ríkjandi meðal verkamanna út af því að þeir skyldu ekki vera spurðir um afstöðu þeirra með alls- herjaratkvæðagreiðslu. Er það og álit þeirra, að ef félagið hefði sagt samningum upp, þá hefðu þeir staðið miklu bet- ur að vígi til að knýja fram breytingar á grundvelli vísi- tölunnar til hagsbóta fyrir sig og jafnvel getað fengið grunnkaup sitt hækkað að einhverju leyti — jafnvel þó ekki verið meira en í samræmi við kaup verkamanna á Akureyri. Ábyrgnr flokkar. Tveir erleodir meoo handtebnir. Fyrir að elta telpur m veita islendmgi áverha- T Elmer íslandi Davis var á í fyrradag. Hann er forstjóri applýsinga- skrifstofu Bandaríkjastjórnar. ELMER DAVIS, yfirmaður upplýsingaski'ifstofu Banda- ríkjastjórnarinnar, var hér á íslandi nokkrar klukku- stundir á þriðjudaginn. Davis var á leið til Englands, þar sem. hann mun ræða við fulltrúa helztu fréttastofnana Am- eríku þar um það, hvernig auka megi fréttaflutning frá víg- stöðvunum. Meðan Dkvis var hér á landi ræddi hann við Key hershöfð- ingja og stjórnanda þeirrar deildar upplýsingaskrifstofunn- ar, sem starfar hér í Reykjavík. Hann kvað sér þykja leitt, að hann gæti ekki dvalizt lengur á íslandi en hann gerði. Davis er vel kunnur mál- efnum íslands. Hefur hann ekki aðeins fylgzt vel með helztu viðburðum hér undanfarið, heldur er hann ágætlega kunn- ugur sög'u landsins og bók- menntum. .,Frá því ég las íslendinga- sögurnar fyrst á stúdentsárum mínum,“ sagði Davis, ,,hef ég haft hinn mesta áhuga á landi þessu og menningararfi þess. Það er mér því hin mesta á- na^gja að koma hingac? þótt viðdvöl mín verði aðeins stutt. Ég vona, að mér gefist síðar tækifær;i til þess að koma hing- að og dvelja lengur en að þessu sinni.“ Hann spurði margs um ísland að fornu og nýju og sérstaklega um mennt- un og bókmenntir þjóðarinnar. Þótti honum hinar miklu fé- lagslegu framfarir. sem hér hafa orðið síðustu 25 árin, hin- ar merkilegustu. Davis skýrði frá því, hversu hratt stríðsfréttir og frétta- myndir bærust nú, og sagði hann það oft hafa komið fyrir, að myndir af orrustum á Sikil- ey hefðu verið birtar í blöðum New Yorkborgar daginn eftir að þær voru teknar á vígstöðv- unum. „Þjóðir lýðræðislandanna fá nú meiri og nákvæmari fréttir af stríðinu en nokkru sinni hef- ur þekkzt í sögunni" sagði Davis. „Það er takmark okkar Elmer Davis. að hafa fréttastarfsemina eins nákvæma og unnt er og gera hana stöðugt viðtækari.“ ELMBR DAVIS er Það vakti mikla athygli, Roosevelt forseti skipaði Elmer Davis forstjóra upplýsingaskrif stofu Bandaríkjastjórnar um leið og hún var stofnuð um svipað leyti og U. S. A. hóf þáttöku í stríðinu. Davis er gagnmenntaður maður og hafði er hann fékk núverandi em- bætti sitt, skrifað og lesið frétta yfirlit fyrir Columbia útvarps- félagið um nokkurt skeið. Hef- ur hann skrifað nokkrar bækur, m. a. „History of the New Times“ 1921. „Morals * for Moderns“ 1930, og „Not to Mention the War“ 1940. Margar þessarra bóka eru söfn smásagna og greina. (Frh. á 7. síðu.) Forsprakkar kommúnista í Verkamannafélaginu Dagsbrún ganga nú um meðal ýmsra manna og tala um það að þjóð- félagið sé í voða ef verkamenn í Dagsbrún segja upp samn- ingum sínum við atvinnurek- endur. Þeir ræða þetta lítið við Dagsbrúnarverkamennina sjálfa, en segja við þá að vísi- talan sé þeirra mikli fjandi og að allt böl þeirra verði bætt ef hægt verði að fá grundvelli hennar breytt. Það virðist sem sé svo, að kommúnistarnir, sem stjórna Dagsbrún, þykist vera farnir að reka „ábyrga“ pólitík — og mun ekki fara hjá því, að marg- ir verði til þess að brosa í kamp inn, eftir öll hróp kommúnista um hina ábyrgu flokka! Vonbrigði verka* manna, Mikill meirihluti þeirra yfir 3 þúsund verkamanna, sem eru í Verkamannafélaginu Dags- brún, bjóst áreiðanlega við því, að eitthvað yrði gert til þess að bæta kjör þeirra um leið og samningarnir voru útrunnir. Þeir bjuggust að minnsta kosti við því, að afl stéttarinnar yrði á einhvern hátt notað til hags- bóta fyrir hana. Það oft hafa kommúnistar hrópað um vald verkalýðsins utan þingsins til þess að knýja fram réttar- og kjarabætur. En í stað þess að gera það á einhvern hátt ganga þeir á fund Jakobs Möllers og annarra stjórnmálaíorsprakka og ræða við þá um kaupgjalds- mál verkamanna. Öðruvísi mér áður brá. Það var ekki að furða þó að yerkamenn byggjust við ein- hverjum aðgerðum í kaup- gjaldsmálunum, eftir öll hróp- yrði kommúnistaforsprakkanna um að verkamenn gætu ekki notið 8 stunda vinnudagsins, vegna þess að kaup þeirra væri svo lágt. Verkaiuenm ekkl spurðir. En kommúnistarnir voru á öðru máli. Þeir létu ekki svo lítið að spyrja verkamenn. Það er reginhneyksli að stjórn fé- lagsins skyldi ekki leggja upp- sögn samninganna fyrir alls- herjaratkvæðagreiðslu meðal Dagsbrúnarmanna. Með slíkri atkvæðagreiðslu hefði vilji Frh. á 7. sí8u. ) 5 ' Verða jarðneskar leit-í )ar Jénasar Hallgrims- ( Uonar flnttar heim ?! ) — i Þ INGVALLANEFND, en í henni eiga sæti Haraldur Guðmundsson, Jónas Jónsson og Sigurður Kristjánsson, hefur nýlega skrifað ríkisstjórninni bréf og farið þess á leit við hana að hún taki á næstu fjár- lög heimild til fjárveitingar í sambandi við heimflutning á iarðneskum leifum Jónasar Hallgrímssonar að stríðinu loknu. Mun það vera ætlun Þing- vallanefndar að jarðnéskar leifar þjóðskáldsins verði grafn ar í grafreitnum að Þingvöllum. VEIR ERLENDIR meim voru teknir fastir £ fyrrakvöld fyrir árásir 4 tvær 15 ára gamlar stúlkur og íslenzkan mann. Um klukkan 11 um kvöldið kom maður á lögreglustöðina og skýrði svo frá, að tveir er- lendir menn væru að elta tvær telpur í Hljómskálagarðinum og að þær ættu fullt í fangi með að komast brott frá þeim, íslenzk og amerísk lögregla fór þegar suður í Hljómskála- garð og hitti telpurnar og vís- uðu þær lögreglunni á útlend- ingana. Telpurnar skýrðu svo frá, að þær hefðu verið á gangi í Hljómskálagarðinum að gamni sínu, þegar þessir tveir útlend- ingar fóru að veita þeim eftir- för. Urðu þær hræddar við mennina og flúðu til tveggja Islendinga, sem þarna voru, og var annar þeirra sá hinn sami„ Frh. á 7. síðu- Fógetavald gegn farstöðn- möDDDin Hallgríiossðkiar. ----»■■... Húsaleigunefnd biður um aðstoð til að fá iykiaaðneðrihæð happdrættishússins Sóknin ætiaði hana fyrir eigin þarfir. PRESTAR HALLGRÍMSSÓKNAR og sóknarnefnd hennar hafa neitað að afhenda húsaleigunefnd lykla að neðri hæð happdrættishússins mikla við Hrísaleig 1. En húsaleigunefnd hefur úrskurðað að taka hæðina leigunámi. í gær fól húsaleigunefnd lögfræðingi að ná lyklunumt með fógetavaldi. Erfitt var í gær að ná í for- stöðumenn Iiallgrímssóknar. Hvorugur prestanna var í borg- inni. Síra Sigurbjörn Einarsson hafði skroppið til Suðurnesja og síra Jakob Jónsson farið vestur á fjörðu. En herra biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson, er á yfir- reið (vísitasíu) einhvers staðar úti á landi. Felix Guðm.son var austur í sýslum, en síra Ingi- mar Jónsson og Sigurbjörn Þorkelsson voru í bænum, en hvorugur hafði lyklana, að eig- in sögn. Ekki er vitað að fógeta hafi tekizt að ná lyklunum í gær. Húsaleigunefnd hefir kveðið upp úrskurði um að taka all- mörg hús, sem standa auð, leigunámi. Sagði varaformaður nefndarinnar, Egill Sigurgeirs- son hæstaréttarlögmaður, í við- tali við Alþýðublaðið í gær, að þessu ráði hefði orðið að beita vegna hinna gífurlegu húsnæð- isvandræða. Meðal þessara húsa er þapp- drættishúsið fræga. Sóknarnefndin sjálf hafði leigt efri hæð hússins lítilli fjölskyldu, sem hún segist geta treyst — og feb fjölskyldan úr húsnæðinu 1. október (ef hún þá hreppir ekki húsið). Neðri hæðina segist sóknarnefndin hafa ætlað að nota fyrir ýmsa starfsemi safnaðarins. Húsaleigunefnd hafði úr- skurðað að leigunámi, 1 en taka allt húsið sóknarnefndin s,; eða háppdrættisnefndin áfrýj- aði úrskurðinum til yfirhúsa- leigunefndar. Sú nefnd stað- festi úrskurðinn. Að þessu loknu ætlaði húsaleigunefnd að sækja lyklana, en þeir for- stöðumenn sóknarinnar, sem hún leitaði tíl, færðust undan því — og ákvað húsaleigunefndt þá að leita aðstoðar fógeta. Varaformaður húsaleígu- nefndar sagði við Alþýðublað- ið í gær: „Það er óralangt frá því, að við viljum á nokkurn hátt spilla fyrir Hallgrímssókn með þessu máli. Við höfum ráð- stafað fólki í neðri hæðina, sem við treystum fyllilega, enda verður íbúðin og allur umgang- ur um hana háð ströngu eftir- liti af hálfu nefndarinnar. Þá er í álla staði búið svó um á lög- formlegan hátt, að viðkomandi fjölskylda hverfi úr húsnæðinu á tilsettum tíma. Loks skal ég geta þess, að húsnæðinu verður skilað aftur á tilskildum tíma fullkomlega eins og það er nú. Við skiljum vel aðstöðu Hall- grímssóknar. en neyðin er svo mikil, að við getum ekki gert annað en að taka þetta auða húsnæði leigunámi eins og önn- ur húsnæði, jafnvel þó að það þyki hart að gengið.“ Alþýðublaðið vill að lokum geta þess í þessu sambandi, að mikill áhugi er á happ- drættinu um þessa myndarlegu byggingu og happdrættismið- arnir eru rifnir út.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.