Alþýðublaðið - 22.07.1943, Page 3

Alþýðublaðið - 22.07.1943, Page 3
Fimmtudagur 22« júlí 1943. AU»TÐUBLAÐIÐ Verjast Þjóðverjar á Austur-Sikiley ? Rfissar 15 km. írð Orel. Hálgasf borgina effir lárnbraut- inal frá noðri og ausfri. LONDON í gærkvöldi. RÚSSNESKI HERINN er nú aðeins 15 km. frá Orel bæði austan við borgina og norðan við hana. Hersveitirn- ar, seifc tóku Mtsensk, hafa sótt suður eftir járnbrautinni í áttina til Orel og eru nú aðeins 15 km. frá borginni. Austan yið borgina eru framsveitir Rauða hersins einnig aðeins 15 km. frá borginni eftir 5—10 km. sókn í gær. Á þessum vígstöðvum kringum virkisborgina Orel hafa Rússar alls tekið af Þjóðverjum um 100 staði, suma þeirra allstór þorp. -----------------------------♦ Kornskortur í Finnlandi. ' .j STOKKHÓLMUR. REGNIR frá Stokkhólmi skýra frá því, að blaðið „Suomen Sosialdemokratti“ hafi látið eftirfarandi orð falla um yfirvofandi kornskort í Finnlandi. „Skortur verður inn an skamms á korni, nema hægt verði að framleiða eitthvað af því heima fyrir.“ 11. júlí skýrði Kallioski land -húnaðarmálaráðherra bændum frá því í innanlands útvarpi, að útlit væri fyrir sérstaklega •vonda uppskeru. Hann sagði að illt tíðarfar hefði dregið stór- lega úr kornvextinum og að á- æílanir um neyzlu korns á næsta ári hefðu farið út um þúfur. „Arbeitarbladet“, en það er géfið út á sænsku í Helsinki, hyggur að hinn naumi korn- skammtur í Finnlandi eigi enn- þá eftir að minnka, nema grip- ið verði til gagngerðra ráðstaf- ana til þess að koma í veg fyrir kornskort. Hið fjölmenna setulið Þjóð- verja í Orel (sagt vera 250 000) hefir gert fjöldamörg gagná- hlaup, en Rússar tilkynna, að þeim hafi tekizt að hrinda þeim öllum og vinna andstæð- ingum sínum mikið tjón á mönnum og hergögnum. Miðnæturtilkynning Rússa um það, hverjir fyrr mundu hefja sókn og báðir alls stgðar segir frá því, að þeir hafi alls eyðilagt fyrir Þjóðverjum í dag 77 skriðdreka og 171 flugvél í orrustum á austurvígstöðvun- um. Við Byelgorod hafa Rússar enn gert gagnáhlaup og virðast smátt og smátt vera að vinna aftur land það, sem þéir misstu í hinni stuttu sókn Þjóðverja á þeim slóðum í byrjun mánað- arins. Við Donetz hafa rússneskar hersveitir enn bætt aðstöðu sína með nokkurri framsókn. Fréttir af stórorustum hafa enn ekki borizt frá þessum víg stöðvum, enda þótt rússneska herstjórnin hefði gefið í skyn í tilkynningum sínum, að allt út- lit sé fyrir að þær muni innan skamms brjótast út. Það virðist vera svo á öllum austurvígstöðvunum, að báðir aðilar séu við öllu illu búnir og ekki má neitt út af bregða, þá Bandamenn hafa helming eyjarlnnar á sfnu valdi. Mjög harðar orustur við Catania LONDON í gærkvöldi. O ERIR MÖNDULVELDANNA virðast nú vera að flytja sig til austurhluta Sikileyjar, þar sem þeir, — eða réttara sagt Þjóðverjar, ætla annaðhvort að verjast eða hörfa yfir til meginlands Ítalíu. Fall hinnar mikilvægu sam- gönguæðar Enna hefur án efa haft áhrif í þá átt að þessi ákvörðun var tekin. Flugmenn, sem nýkomnir eru úr könnunarflugi frá Sikiley, skýra frá því, að möndulhersveitirnar séu á leið austur eftir og mikil hreyfing sé á austurhorninu .Virðist varnarlína sú, sem Þjóðverja hafa í hyggju að halda, vera frá Catania krin^um Etnu til strandar, en á þessu svæði er einnig bærinn Messina. Eisenhower hershöfðingi skýrði blaðamönnum frá því í gær, að þetta sé sennilega ætlun öxulherjanna. Hann kvað þýzkt lið enn vera flutt frá Ítalíu og Þýzkalandi til Sikileyjar, en varnir ítala minnki stöðugt. ítalskir fangar hafa skýrt frá *■ því, að Þjóðverjar hafi tekið alla bíla og skriðdreka af tveim ítölskum vélaherfylkjum og flýi á þeim austur á bóginn. en skilji ftali eftir fótgangandi. Þetta léku þeir hvað eftir ann- að í Afríku og eru ítalir að vonum hinir æfustu. Það er álit margra, að höfuð- borg Sikileyjar Palermo og hafnarborgin Trapini, sem báð- ar eru vestarlega á eynni, verði ekki varðar. CATANIA Eini staðurinn, þar sem nú er barizt af nokkurri heift, er við Catania. Eisenhower sagði, að bæði landslagið og hin harða mótspyrna Hermann Göring- herfylkisins gerði það að verk- um, að framsókn 8. hersins sé hæg. Þjóðverjar hafa nú viður- kennt, að Bretar sæki að Catania úr vestri jafnt og úr norðri. Er því borgin hálfumkringd. Fréttaritarar kalla bardagana á þessum slóðnm „Orrustuna um árnar“, því að margar ár renna til sjávar um sléttuna beggja vegna við Cataniu. Hafa Þjóðverjar varizt við árnar, en 8. herinn brotizt yfir hverja af annarri og nú seifiast hina stærstu. Enn verður þó ekki séð, hvenær hermenn Mongo- merys fá tekið þessa mikilvægu borg, og eiga þeir án efa eftir að berjast ákaflega áður en borgin verður á þeirra valdi. Hersveitir Bandamanna og Bandaríkjamanna hafa sótt á- fram í norður og vestur eftir a<5 þær tóku Enna. ítalskir blaðamenn kölluðu Enna fyrir nokkru , hinn „hernaðárlega lykil að Sikiley“. Borg þessi er slík miðstöð samgangna á miðri Sikiley, að varnir Möndulveld- anna á öllum vesturhluta henn- ar hafa að engu orðið eftir fall hennar. Þjóðverjar hafa á miðri eynni sprengt í loft upp vegi og brýr. kemur þegar til stórbardaga, vegna hins mikla viðbúnaðar. Hótaði Nnssolini aðsemjasérírið? LONDON í gser. AÐ ER SKOÐUN margra stjórnmála- manna í Englandi, að Musso- lini hafi hótað Hitler að semja sérfrið við Bandamenn ef Þjóðverjar ekki sendi meira lið ítölum til hjálpar. Bent er á það, að Hitler skyldi taka sér ferð á hend- ur til Ítalíu, þegar hann á í vök að verjast á austurvíg- stöðvunum, og er talið, að það sé sönnun þess, að hann hafi þurft að fara bónarveg til Mussolins um eitthvart mál, en það eina, sem Mussolini virðist geta gert fyrir Hitler nú, er að lialda ítölum í stríð- inu. Þykir þetta allt benda til þess, sem fyrr getur, að Mussolini hafi hótað að semja sérfrið. Þegar Beigia verðnr frjáis... JÓÐHÁTÍÐARDAGUR Belga var í gær. í tilefni af honum hélt Pierlot ræðu og sagði, að belgiska stjórnin mundi flytja yfir til Belgíu eins fljótt og unnt verður, er frelsisherirnir- losa landið und- an oki nazista. Hann sagði, að fyrstu matar- birgðirnar mundu koma til Belgíu með herjum þeim, sem fyrst ganga inn i landið, er stund frelsisins kemur. Jafnskjótt og höfuðborgin er aftur frjáls, mun konungurinn taka við völdum þeim, sem stjórnarskrá landsins fær hon- um í hendur. Þingið mun þá einnig taka aftur til starfa. Þá munu allir svikarar við föðurlandið verða látnir víkja úr stöðum sínum og þeim hegnt fyrir framferði sitt. * Girand talar: Bráðnm: signr, frelsi, Frakkland LONDON í gærkveldi. GIRAUD hershöfðingi ávarp aði Frakka í útvarpi héð- an í dag. Hann hóf mál sitt á því að hylla de Gaulle, sem hann sagði að hefði kallað Frakka til baráttu eftir fall Frakklands. Giraud sagði, að land Win- ston Churchills hefði með því að standa eitt gegn Þjóðverjum gert lýðræðisþjóðunum, Rúss- landi og Bandaríkjunum ásamt hinu endurreista Frakklandi kleift að berjast áfram. Hershöfðinginn sagði, að Bandamenn hefðu nú náð frum- kvæðinu í styrjöldinni og nú síðast unnið það afrek, sem Þjóðverjar hefðu aldrei getað gert, það er að flytja stóran her yfir hafið, senda hann á land á ströndum óvinanna og ná þar sterkri Tótfestu. Franskar hersveitir munu brátt verða í víglínunni í bar- áttunni gegn óvinunum á meg- inlandinu, sagði Giraud. Og þá mun sigurinn fara um sveitir Frakklands og það augnablik, sem við öll bíðum eftir, mun koma. Giraud endaði ræðu sína á þessum orðum: „Bráðum: — Elsass, — Lot- hringen. — Sigur. Bráðum: — Frelsi. Bráðum: — Frakkland.“ Georg Bretakonungur hefir rætt við Giraud. Margir brezk- ir ráðherrar, t. d. Eden, Sin- clair, Alexander og Churchill. hafa ennfremur rætt við hann. StBDSTD FRÉTTIR: LONDON. — Það hefir verið tilkynnt í Algier, að James Dolittle flugforingi hafi stjórn- að árásinni miklu á Róm. Hann stjórnaði eins og menn muna árásinni frægu á Tokio. MOSKVA. — Rússneskar flugvélar hafa gert mikla næt- urárás á Orel og nokkrar mikil- vægar járnbrautarstöðvar. ALGIER. — Einn fréttaritari segir, að vígvöllurinn við Cata- nia sé „þakinn líkum fallinna Þjóðverja“. Bretar hafa valdið þeim gífurlegu manntjóni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.