Alþýðublaðið - 22.07.1943, Side 4

Alþýðublaðið - 22.07.1943, Side 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. júlí 1943., ! fUþí|ðtt(>laðtó Útgeíandi: Alþýðuílokkurinn, Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afg'reiSsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. A bviða leið er AIMðisaibandið ? FYRIR aðeins rúmum tveimur árum var skipu- lagslegur aðskilnaður gerður milli Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins og Alþýðu- sambandinu breytt í hreint fagsamband verkalýðsfélag- anna með það fyrir augum að hefja það yfir allar póli- tískar deilur og gera það óháð öllum pólitískum flokkum. Aður en þessi skipulags- breyting varð gerð á Alþýðu- sambandinu hafði árum saman mikið verið um hana rætt og engir verið háværari um nauð- syn þess að skapa „óháð“ og „ópólitískt“ samband verka- lýðsfélaganna, en kommúnist- ar, þótt sjálfstæðismenn legð- ust þar einnig mjög fast á sveif með þeim. í raun og veru voru Alþýðuflokksmenn því heldur ekki andvígir, að þessi skipulagsbreyting yrði gerð, þó að þeim þætti það hinsveg-' ar engin meðmæli með henni, hvernig kommúnistar og sjálf- stæðismenn notuðu málið til að ala á sundrungu í verka- lýðshreifingunni, og treystu þar af leiðandi illa einlægni þeirra. En fyrir Alþýðuflokk- inn réði það úrslitum, að verkalýðsfélögin voru vaxin út yfir hinn gamla flokksramma; í þeim voru menn af öllum flokkum og það var því líklegt til þess að efla einingu og vöxt Alþýðusambandsins að gera skipulagslegan aðskilnað á því og Alþýðuflokknum og gera það samtímis að hreinu fag- sambandi, sem hefði með hönd um hin beinu hagsmunamál verkalýðsins. en héldi sér ut- an við allar pólitískar deilur. * , Það verður ekki annað sagt, en að skipulagsbreytingin á Alþýðusambandinu hafi reynzt vel og borið góðan árangur þau tvö ár, sem liðin eru síðan hún var gerð. En því meiri furðu vekur það, að nú skuli vera uppi fyrirætlanir um það hjá meirihluta sambandsstjórnar- innar, að fara með Alþýðu- sambandið á hý inn á pólitísk- ar brautir. Og það eru einmitt kommúnistarnir, þeir, sem áður fyrr voru háværastir um nauðsyn þess, að skapa ,,óháð“ og ,,ópólitískt“ fagsamband, sem nú vilja stíga sporið til baka og leiða sambandið út í pólitískar deilur á ný. Nú, þegar þeir eru í meirihluta í sambandsstjórn, sjá þeir ekkert lengur á móti því, að sam- bandið sé pólitískt. Nú á bara að spenna það fyrir vagn kommúnistaflokksins, eða sós- íalistaflokksins, eins og þeim þykir klókara að kalla hann. Þár með hafa þeir sýnt heilind- in í því, sem þeir sögðu áður fyrr um þetta mál! * Stjórn Alþýðusambandsins boðar, að hún ætli að stofna til svokallaðs bandalags hinna vinnandi stétta og býður upp á þátttöku í því bæði hagsmuna- samtökum hins vinnandí fólks og þremur pólitískum flokkum. Skýrsla Landsbankans: Sjávarútvegurinn 1942. AARINU SEM UEIÐ voru fiskveiðarnar allmikið minna stundaðar en árið 1941. Olli því annars vegar mikii eft- irspurn eftir vinnu í landi og svo hátt kaup, að útgerðin átti erfitt með að fá nægilegt fólk á bátaflotann; hins vegar hafði setuliðið á leigu mörg stærri og smærri skip til flutninga. Þau voru í árslok 45 talsins, að rúm- lestatölu 2 529, en það samsvar- ar 10 % af öllum íiskiskipastóln- um. Tölurnar innan sviganna eru frá árinu áður til saman- burðar. Að meðaltali voru 576 (676) skip við veiðar í mánuði hverjum, flest í maí, 895 (júní 1005), þar af 431 (611) opnir vélbátar og árabátar. Fæst skip, 179 (269), vor.u við veiðar í des- ember, en þá lágu ísfisksflutn- ingar til Bretlands að mestu niðri og bátaflotinn var að búa sig undir vetrarvertíð. Tala skipverja gefur annars. betri hugmynd um þátttökuna en skipatalan. Var hún, eins og ár- ið áður, hæst i apríl, 5 364 (5 617), og lægst í desember, 942 (1661), en meðaltala fyrir árið var- 3 840 (4 035). Meðalút- haldstími togaranna var lengri en árið áður, 247 dagar á móti rúmlega 223, en 1940 var hann 340 dagar. Úthaldstími þeirra hefði órðið mun lengri, ef ekki hefði komið til siglingastöðvun- arinnar tvo síðustu mánuði árs- ins. Lengsti úthaldstími togara var 309 (342) dagar. — Fleiri vélbátar en áður stunduðu botnvörpuveiðar, en dragnóta- veiðar voru yfirleitt minna stundaðar en árið áður. Gæftir voru stirðar víðast hvar við landið og dró það allmjög úr sjósókn. Aflabrögð voru lé- legri en árið áður. Afli togara á saltfiskveiðum var 6,6 (5,0) tonn á togdag. Það er mjög hátt, en þess er að gæta, að saltfiskveiðar voru aðeins stund- aðar á bezta aflatíma. í Vest- mannaeyjum var vertíðarafli misjafn og yfirleitt rýr, Aðal- lega vegna gæftaleysis. í veiði- stöðvunum á Reykjanesskaga, í Hafnarfirði og Reykjavík var afli mjög tregur fyrri hluta vertíðar, en glæddist seinni hluta aprílmánaðar og var góð- ur eftir það. Á Akranesi var góður afli. Á Snæfellsnesi norð- anverðu var afli mjög misjafn, en yfirleitt betri í hinum ytri veiðistöðvum en annars staðar á nesinu. Á Vestfjörðum var afli mjög misjafn, en þó frekar rýr. Á Norðurlandi voru afla- brögð yfirleitt með betra móti SKÝRSLA LANDS- BANKANS er nýút- komin og hefir að vanda inni að halda margvíslegan fróð- leik um atvinnumál o gfjár- mál landsins á árinu, sem leið. Hér fer á eftir sá kafli skýrslunnar, sem fjallar um sjávarútveginn árið 1942. og sömuleiðis á Austurlandi. Aflamagnið mun samtals hafa numið tæplega 191 (195) þús. tonnum, miðað við slægðan fisk með haus. Fiskiskipasftóllinn varð enn fyrir þungum áföllum á síðasta ári, bæið af völdum náttúrunn- ar og vegna hernaðaraðgerða. Alls fórust 15 (18) fiskiskip, samtals 982 (1 992) smálestir brúttó, og 3 opnir vélbátar. Er talið, að 4 skip og 1 opin vél- bátur hafi farizt af völdum hernaðaraðgerða. Togarar voru 32 í ársbyrjun en 31 í árslok, 1 fórst á árinu. Fullsmíðaðir voru á árinu 12 12) nýir bátar stærri en 12 smálestir, og var rúm- lestatala þeirra 243 (29). Engin skip voru keypt til landsins á árinu, en árið áður 4, ekkert þeirra nýtt. Samkvæmt skipa- skránum var rúmlestatala fiski- skipastólsins 26 060 haustið 1941, en 26 627 á sama tíma 1942. Framkvæmdar voru gagn- gerðar endurbætur á nokkrum skipum, á þann hátt, að þau voru stækkuð eða sett í þau dieselvél í stað gufuvélar. Einn- ig var mikið um viðgérðir á skipum, einkum togurum, þótt þær væru óhemju dýrar. — Að hafnargerðum og lehdingarbót- um var unnið á 9 (11) stöðum utan Reykjavíkur undir umsjón vitamálaskrifstofunnar. Kostn- aður varð um 1458 (870) þús. krónur. Á árinu 1941 var samið við brezku stjórnina fyrirfram um sölu á nær allri fiskframleiðslu landsmanna frá 1. júlí 1941 til jafnlengdar 1942. Síðast liðið ár var á sama hátt gengið frá sölu fiskframleiðslunnar á ár- inu 1942—1943. en sá samning- ur var gerður við Bandaríkin, þótt fiskurinn ætti eftir • sem áður að mestu að fara til Bret- lands. Var hann undirritaður 27. júní 1942. Greiðslur skyldu áfram fara fram í dollurum, Þetta er gert að fyrirlagi jíð- asta Alþýðusamb.þings og er að sjálfsögðu ekkert nema gott um það að segja, að Alþýðu- sambandið beiti sér fyrir sem víðtækastri samvinnu verka- manna-, fiskimanna- og bænda- samtaka um sameiginleg hags- munamál þeirra. En. núverandi meirihluti í stjórn Alþýðusam- bandsins hefir ekki látið sér nægja það. Hann hefir færst það í fang, að klæða hið fyrir- hugaða bandalag frá upphafi í eins konar spánska treyju með því, að taka sér vald til þess að ákveða fyrirfram stefnuskrá þess án þess að tala við þau samtök, sem boðin hefir verið þátttaka í bandalaginu, og far- ið þar langt út fyrir samþykkt síðasta Alþýðusambandsþings um bandalagsstofnunina með því að setja á stefnuskrána flokkspólitísk sérmál kommún ista, sem hljóta að spilla fyrir annars góðu máli og geta hæg- lega eyðilhgt allar fyrirætlanir um bandalag hinna vinnandi stétta, ef haldið verður fast við þau á stefnuskránni. Má þar til nefna hipa dæmalausu firru, að bandalagið og þar. með samtök verkamanna, fiski- manna og bænda, svo og þrír pólitískir flokkar eigi að fara að beita sér í sameiningu fyrir því, að fá Rússland, Bajndaríkin og Bretland til þess að ábýrgj- ast sjálfstæði íslands og bjóða þeim á þann hátt til stöðugr- ar íhlutunar um okkar mál! Alþýðusam'bandið er hér, fyrir flokkspólitískar fyrirætl- arjir þeirra kommúnista, sem í stjórn þess sitja, komið út á hálan ís. Og það er nauðsyn- legt, að meðlimir þess séu vel á verði, ef ekki á illa að fara. Alþýðusambandið á að halda áfram að vera fagsamband og halda sér utan við allar flokka- pólitískar deilur. Það var ekki skilið skipulagslega frá Al- þýðuflokknum til þess ,að það yrði síðar spennt fyrir vagn kommúnistaflokksins. Þeir, sem að slíku vinna, baka sér mikla ábyrgð gagnvart verka- lýðssamtökunum í landinu. eins og átt hafði sér stað frá 27. nóvemher 1941. í samningnum var gert ráð fyrir sölu á öllum tegundum fiskjar, nema verk- uðum saltfiski og hertum fiski. Að frátöldum ísfiski, er íslenzk skip flytja út og seldu fyrir eigin reikning á brezkum mark- aði. var fiskurinn seldur á- kveðnu verði, sem var mun hærra en samkvæmt eldri samn ingnum og vel viðunandi eins og á stóð ,þegar gengið var frá honum. Skömmu á eftir ger- breyttist þó viðhorfið hvað þetta snertir, af innlendum á- stæðum. Samningsaðilinn tók ekki á sig skuldbindingu um það að bæta upp verðhækkun, er verða kynni á salti og hrá- olíu á samningstímanum, eins og verið hafði í samningi árs- ins á undan. Sama dag og þessi samn. var undirritaður, var samið við sama aðila um sölu á þorska og síldarlýsi og síldar- og fiskimjöli handa brezka mat- vælaráðuneytinu. Þessara samn inga verður getið nánar hér á eftir, eftir því, sem ástæða er til. Saltfiskverkun var minni á árinu en verið hefir nokkru sinni frá því að farið var að safna skýrslum um þau efni, og er hún nú orðin hverfandi í samanburði við aðrar verkun- araðferðir. Á land bárust 3 080 (18 355) tonn, xniðað við full- verkaðan fisk. Yar yfirleitt Rykfrakkar, Repkápur. Laugaveoi 74- ekki saltaður annar fiskur ent sá, sem ekki var hægt að selja nýjan. 86% af öllum saltfisk- inum var í Sunnlendingafjórð- ungi, þar af nálega helmingur afli togara í Reykjavík og Hafnarfirði. 6 (28) togarar fóru 21 (92) veiðiferð, og úthalds- tími þeirra var 197 (1 046) dag- ar. — í ársbyrjun voru birgðir 4 569 tonn, miðað við fullverk- aðan fisk. en 792 tonn í árslok, og var það nær allt verkaður fiskur. Fyrri helming árs var útborgunarverð til framleið- enda á óverkuðum saltfiski 88 aurar á kg., í samræmi við það verð, sem ákveðið var í fisk- sölusamningnum 1941, 91 au. á kg. fob. Síðari helming ársins var útborgunarverðið 113 au. á kg., samsvarandi 117 au. á kg. í fisksölusamningi 1942. Gert er ráð fyrir því, að út- borgunarverð á Portúgalsverk- uðum fiski af afla ársins 1942 verði 320 (254) kr. á skip. Að- eins tæplega 800 tonn voru verkuð. Engin Labradorverkun átti sér stað. Eins og í samningi ársins á undan, var í fisksölu- samningi 1942 tekið fram, a8 Framhald á 6. síðu. MORGUNBLAÐIÐ birti í gær upp úr Fróni, hinu nýja tímariti íslenzkra stúd- enta í Kaupmannahöfn, ræðu eftir Bengt Hasselmann pró- fessor, forstjóra sænska aka- demísins, um eddurnar og fornsögurnar . okkar og gildi þeirra fyrir Norðurlönd, ásamt formála að henni eftir Jón Helgason prófessor. í ræðu hins sænska prófessors segir meðal annars: „Eddur og fornsögur eru lykil- orð hinna sígildu norrænu bók- mennta sem fyrir tilstilli Brynj- ólfs biskups og eftirkomenda hans voru dregnar fram úr gleymsku. Biskup sjálfur, yfirburðamaður í lærdómi og hæfileikum, mál- snjall á latneska tungu og ís- lenzka, heitur ættjarðarvinur, skörungur og höfðingi- í öllum greinum, skildi flestum samtíðar- mönnum sínum betur gildi hinna nýfundu gripa. Að minnsta kosti skildi hann gildi þeirra fyrir ís- land. Edduhanörit sitt var hánn vanur að nefna cimelium libror- um, gersemi bóka. Það var að nokkru leyti fyrir hans atbeina að Edda og önnur fornrit dreifðust um landið í fjölda eftirrita. End- urfundnar minningar frá þrótt- miklu æskuskeiði hinnar ís- lenzku þjóðar, meðan landið var ennþá frjálst, urðu henni óvið- ráðanleg uppspretta hugrekkis og nýs trausts á hörðum tíma. Seyjánda öld var ef til vill hin myrkvasta af fimm myrkuröldum íslands. En hitt er víst að Brynjólfur biskup gat ekki til neinnar hlítar mælt eða rennt grun í vídd og mátt þeirra íhrifa sem þessar bækur mundu hafa síðar meir á gjörvall- an skáldskap og andlegt líf Norð- urlanda. Oss sem aftur lítum er hægðarleikur að ganga úr skugga um þau. Vér getum gert oss í hugarlund að Edduhandritið hefði aldrei fundist. Ef nefna skal höf- unda af Norðurlöndum, sem hafa innblásist eða numið af Eddum og, fornsögum, hljótum vér að telja öll hin miklu nöfn: í Noregi Ibsen, Björnson og Sigríði Und- set, í Danmörku Ewald, Oehlen- schláger, Grundtvig og Johannes V. Jensen, í Svíþjóð Rudbeck, Geijer, Tegnér, Viktor Rydberg, Héidenstam, Selmu Lagerlöf, Strindberg ' hefir í Vofusónötu sinni (Spöksonaten) sótt innblást- ur í Sólarljóð í sænskri þýðingu eftir Afzelius.“ Og enn fremur segir Hassel- mann prófessor: „Á íslandi og aðeins á íslandí héldust hin fornu lífssnið svo lengi og skáldlist og minningar fornaldar lifðu af kristnitökuna og voru enn í gildi er ritlist gerð- ist almenn. Við þetta bætist aug- sýnn og sérkennilegur hæfileiki íslendinga að móta minningarnar í listrænni mynd!' Eigi að síður á það skylt vi® undur sem þá gerðist á íslandi við útjaðar hins byggða heims. Sköpun mikils skáldskapar er jafnan að einhverju leyti undur. Og hér eru höfundarnir ekki einu sinni kunnir að nafni. En verki þeirra er kunnur; bókmenntir ein- stæðar að fyllingu og lifandi hlut- lægum auði, hinar einu, sem vér eigum frá fornöld þjóðbálks vors, og þar sem vér kynnumst lífi og athöfnum forfeðra vorra og frænda í einstaklingslegri mynd- sköpun, svo að vér skynjum og skiljum hvernig þeir hugsuðu og fundu til, og getum, einnig vér, eygt nokkuð af ljóma þeirra leið- Frh. á tí. síöu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.