Alþýðublaðið - 22.07.1943, Síða 6

Alþýðublaðið - 22.07.1943, Síða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Firamtodagur 22. júlí 1943. Unglinga vantar til að bera blaðið til kaupenda við: ■ ■ 1 / ■ Vestttrgðtu — Melana. Alpýónblaöið, sfntl 4900. Sendisveinn óskast strax. Alpýðnblaðíð, slmi 4900. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. sérleyfishöfum, sem þeir hafa farið með, og eiga þá skaðabóta- kröfu á hendur þeim. Laxfoss á t. d. að fara úr Borgarnesi á mín- útunni, hvort sem norðanbílarnir eru komnir eða ekki, því að fleiri fara með honum en þeir, sem koma að norðan. Sérleyfishafarn- ir á norðurleiðinni verða að bera ábyrgðina á því, að hafa ætlað bifreiðunum of stuttan tíma. Ef þessu er ekki fylgt, fara samgöng- urnar allar í öngþveiti. HÉR ER STUTT BREF frá ein- um, sem er nýkominn úr sumar- leyfi sínu. Það er frá „Friðarvini“: „ÉG VERÐ að hafa orð á því við þig„ eins og aðra, hvað ég þoli illa hávaðann og lætin í bænum, eftir að ég kem úr sumarfríinu. Að hugsa sér þann mismun, að dvelja í sveitakyrrðinni hjá bless- uðu sveitafólkinu, sem allt vill gera til þess að manni líði sem bezt, og skarpa skömm mega þeir menn hafa, sem gjöra sér leik að því að ala á úlfúð milli sveita og sjávarfólks. Það finnst mér illa gjört.“ „MÉR GEKK HÁLF ILLA að sofna í tjaldinu fyrstu kvöldin. Eg var svo heillaður af kyrrðinni og lækjaniðinum, þá voru morgn- arnir ekki síður heillándi, fari maður snemma á fætur — og það er bezt, annars er bezt að lofa þér að heyra, hvernig ég lýsti morgni og kvöldi eins dagsins: V Fyllir dalinn dagur nýr. Dýr er mþrgun-ljómi. Kemur sólin kærleiks hýr, kyssir dögg af blómi. Þéttist húmið þýtt og rótt, þagnar dagsins kliður. Nóttin sígur hægt og hljótt, hlíðar dalsins niður.“ „OG ÞÁ ER EKKI pNÝTT að þekkja drengi, sem eiga góða hesta, alltaf tilbúna að þeisa eitt- hvað með mann, ef þeir hafa stund. Þú getur rétt hugsað þér, Hannes minn, hvernig muni vera að sitja á þessum, sem ég lýsi svo: Taumi hlýðir, háreistur, harla þýður er hann. Einkar fríður fjörhestur, flesta prýði ber hann. Tifar nett með tillit glöggt, taumum létt hann ekur. Spyrnir þétt og þýtur snöggt4 þegar sprettinn tekur. Fótaveikur fer á kreik, fús í leik að vonum. Aldrei smeikur er á Bleik, ekki skeikar honum/t „SVO ÓSKA ÉG ÖLLUM far- sældar í sveit og við sjó.“ SÍÐAR MUN ég gera að umtals efni sámbúð sjávarbúa og sveita- fólks samkvæmt minni reynslu á þessu sumri. En ég hef áþreifan- lega orðið var við bölvun togstreit- unnar og rógsins, sem borinn hefir verið milli þessara vina. Hannes á horninu. Kanada- land fram- tíðarinnar. Frh. af 5. síðu. býlum og þorpum í þessu gríð- arstóra landi til þess að leiða þessa heimsstyrjöld til farsælla lykta. Kanadiski flugherinn er nú rúmlega tvö hundruð þúsund manns. Þá vík ég að áætlun brezku samveldislandanna um þjálfun flugmanna, — en þar hafa Kan- adamenn unnið stórvirki. Þar er um að ræða sameiginlegt fyrirtæki stjórna Kanada, Ást- ralíumanna, Ný-Sjálendinga og Breta. En Kanada greiðir helm- ing kostnaðarins, og sextíu pró- sent nýliðanna eru Kanada- menn. Um gjörvallt landið eru flugvellir, og æfingaflugvélar þeirra fljúga meira en tvær milljónir mílna á degi hverjum. Af þessu leiðir meðal annars, að við lok þessarar styrjaldar geta Kanadamenn gert sér vonir um að hafa meira en f jórðung millj- ónar þjálfaðra flugmanna og vélamanna á flugflotanum og gnægð ágætra flugvalla. Ég hefi ekki varið neinu af tíma mínum til þess að ræða um önnur atriði í þátttöku Kanada í styrjöldinni. Mér þykir það miður farið, því að um það er margt merkilegt að segja: Kanadiski flotinn hefir til dæm is veitt vernd tólf þúsund flutn- ingaskipum. síðan styrjöldin skall á. Kanada leggur af mörk- um á ári hverju tvö hundruð pund af matvælum á hvert mannsbarn í brezka konungs- ríkinu. Þeir eru að smíða korv- ettur við Efravatn, fimmtán hundruð mílur frá úthafinu. Á síðast liðnu ári gaf Kanada móðurlandinu billjón dollara gjöf og ætla að leggja af mörk- um á þessu ári svipaða- upphæð til þess að styðja Stóra-Bretland og bandamannaþj óðirnar. Ég drap á það áður, að Kan- ada væri land frumbýlinganna. Hið miklai átak þessarar þjóðar, sem ekki er nema IIV2 milljón. er sönnun þess, að frumbýling- arnir munu gera land sitt að landi hagsældanna, er stundir. líða fram. Að síðustu vil ég taka þetta fram: Það væri'fávíslegt af okk- ur Bretum að halda, að þetta sé allt gert til augnayndis fyrir okkur. Kanadabúar eru alger- lega sjálfstæð þjóð. Og þjóðin er hreykin af sjálfstæði sínu. Bretar eiga líka að vera stoltir af því. að grundvallarhugsjónir þeirrar þjóðar hafa haldizt svip- aðar hugsjónum þeirra, að hún er af fúsum og frjálsum vilja bandamaður þeirra í stríði, sem er — landfræðilega að minrtsta kostí, — svo fjarlægt henni. SjávarAtvegartnn 1942. Frh. af 4. síðu. allt að 4 000 tonnum af full- verkuðum saltfiski væri und- anskilið ákvæðum hans, til frjálsrar sölu á öðrum mörkuð- um. Út voru flutt á árinu 2 401 tonn af verkuðum saltfiski. og var það allt fyrra árs fram- leiðsla .Til Portúgal fóru 1 667 (2070) tonn, Brazilíu 329 (738) tonn, Argentínu 94 (164) tonn og til Cúba 310 (224) tonn. Enginn útflutningur var til Spánar, en árið áður nam út- flutningur þangað 5611 tonni. Óverkaði fiskurinn fór, samn- ingi samkvæmt, allur til Bret- lands og Bandaríkjanna, 3 539 i(T8 14(7) tonn (til jhins fyrr nefnda, og 2 089 (0) til hins síðar nefnda. Til Bretlands fóru auk þess 893 tonn af flök- uðum saltfiski í tunnum, er fluttur var út þannig vegna erfiðleika á að flytja’hann út nýjan. — Samtals voru flutt út 6 153 (16 730) tonn af saltfiski, miðað við fullverkaðan fisk, að verðmæti 11,2 (22,5) millj. kr. Útflutningurinn var svo að segja allur í höndum Sölusam- bands íslenzkra fiskframleið- enda. ísfiskveiðar voru, eins og tvö árin á undan, sú grein sjávar- útvegsins, sem mest stund var lögð á. Útflutningurinn nam rúmlega 129 (112) þús. tonnum, að verðmæti 107,1 (97,6) millj. kr. Tögararnir fóru fleiri ferð- ir en árið áður, 304 á móti 188. Ferðirnar voru flestar í júní, 35, en tvo síðustu mánuði ársins voru farnar mjög fáar ferðir. Var það vegna þess, að ósk kom frá brezkum stjórnarvöldum um það, að tvær af hverjum þrem ferðum togara yrðu til hafna á austurströnd Bretlands, í stað þess að fram að þessu höfðu allar ferðir verið til hafna á vesturströndinni. Tog- ararnir hættu siglingum í nóvember, og var leitazt við að fá brezk stjórnarvöld til að falla frá þessum tilmælum, bæði vegna þess, að hver ferð til austurstrandarinnar tekur um 15 daga, í stað 10 þegar siglt er til vesturstrandarinnár, og eins vegna hins, að sigling til austurstrandarinnar er talin allmikið hættulegri. Málið var óleyst úm áramótin, en búizt var við, að ekki yrði um þok- að og að siglingar myndu brátt hefjast á ný. Togarasölur voru hæstar í júní, £ 11 226 að jafn- aði ,en lægstar í desember, £ 7 583, en í þeim mánuði var aðeins ein sala. Meðalsala á ferð var £ 10 471, en var £ 9 297 árið áður og £ 4 945 árið 1940. Meðalmagn landað í hverri ferð var um 160 tonn, en 130 tonn árið áður. Togarar máttu áfram aðeins flytja eigin afla, eða afla annarra togara, er ekki hefði verið skipað á land. Auk togaranna tóku 34 (46) íslenzk gufu- og mótorskip þátt í ísfiskflutningum og fóru samtals 171 (201) ferð. Flestar ferðirnar voru á tímabilinu frá febrúar til júní, en eftir það fór þeim mjög fækkandi. Mðð- alsala þessara skipa var £ 6 344 (5 380) á söluferð. Eins og síðari helmingi ársins á undan, var þeim ekki heimlit að kaupa fisk við Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði, þar sem skip matvælaráðuneytisins brezka höfðu einkarétt til fisk- kaupa. Þó var Breiðafjörður gefinn frjáls snemma í febrúar. Skipin fengu nær alltaf fyrir ísfiskinn hámarksverð það, er var í gildi í Bretlandi) Hámarks verðið var lækkað í ársbyrjun, en jafnframt var afnumið jafn hátt gjald, er lagt hafði verið á fiskinn í október 1941. Verð það, er íslenzku ísfiskflutnings- skipin áttu við að búa á brezk- um markaði, hélzt því raun- verulega óbreytt allt árið. Auk íslenzku skipanna. var mikill fjöldi færeyskra skipa, sem keyptu fisk hér við land og fluttu hann út ísvarinn. Var skipum þessum með fisksölu- samningum tryggður sami rétt- ur til fiskkaupa hér við land og íslenzkum skipum. Loks hafði matvælaráðuneytið brezka allmörg skip í förum til fisk- kaupa á þeim svæðum, þar sem enginn önnur skip máttu kaupa fisk. — Fyrri helming ársins var verð á bátafiski, sem keyptur var til útflutnings í ís, 35 aurar, frítt við skipshlið, fyrir þorsk, ýsu o. fl. óhausað, en 4314 aurar hausað sam- kvæmt fisksölusamningnum '1941. Samkvæmt nýja samn- ingnum hækkaði verðið frá 1. júlí í 45 aura, óhausað, og 58 aura hausað. Meðalverðhækkun á nýjum fiski var 28%. Láta mun nærri, að fiskmagn, keypt af íslenzka bátaflotanum á árinu til útflutnings í ís, hafi numið 94 817 tonnum. Um 880 (2 900) tonn af nýjum fiski voru hert. Samkvæmt fisksölusamningi 1941 mátti fullverka 1000 tonn af harð- fiski til sölu utah samningsins. Sama ákvæði var í fisksölusam- ingi 1942. Síldveiðar voru minna stund- aðar en árið áður, en þá var þátttaka í þeim með minnsta móti. Aðalorsökin var sú, að fjöldi báta og stærri skipa voru leigð setuliðunum til flutninga, en auk þess vildu margir útgerðarmenn heldur láta skip sín stunda dragnóta- eða línuveiðar en gera þau út á síldveiðar. 113 (118) skip með 100 (105) herpinætur stunduðu herpinótaveiðar, þar af 4 (4) togarar, hinir sömu og árið áð- ur. Tala skipverja var samtajs 1 694, á mótit 1 803 árið 1941 og 2 925 árið 1940. Veiðarnar gengu mjög vel. Mun aldrei áður hafa verið meiri síld í sjó, ef frá er talið árið 1940, sem er talið mesta síldveiðiár, sem komið hefir. Tíðarfar var stirt yfir veiðitímann, en samt ekki svo, að hamlaði veiðum. Flug- vél' var höfð til aðstoðar í síld- arleitinni, og kom það í góðar þarfir. sérstaklega er veiðin fór að strjálast seinni hluta seinni hluta síldveiðitímans. Fyrsta herpinótasíldin veiddist á Skagafirði hinn 29. júní, en sú síld var notuð til beitu. Al- mennt hófst veiði 7. júlí, á Eyja firði. Frá 9. júlí og fram til 8. ágúst var mokafli á öllu veiði- svæðinú. Eftir þann tíma var veiði stopul, og má heita, að henni hafi verið lokið 20. ágúst. Flest skipin hættu veiðum dag- ana 1.—5. september. — Síld í bræðslu varð 1 544 159 hl. (1 hl. = % mál), á móti 979 903 hl. árið 1941 og 2 476 738 hl. árið 1940. Verksmiðjurnar greiddu 18 (12) kr. fyrir málið, ef síldin var seld þeim, en 15,30 (.10,20), ef hún var lögð inn til vinnslu. Mestur hluti þess afla sem fór í bræðslu, fékkst á rúmum mánuði. og gátu verk- smiðjurnar ekki haft undan að vinna síldina. Kvað einkum mikið að þessu hjá ríkisverk- smiðjunum, sem höfðu langflest skipin. Settu þær tvisvar sinn- um fjögra daga veiðibann á sín skip. Sama gerðu 3 aðrar verksmiðjur. — Síldarsöltun hófst nokkru fyrr en áður hefir tíðkazt, og réð gæði síldarinn- ar því. Söltun var með allra minnsta móti, aðallega vegna þess, hve sölumöguleikar voru takmarkaðir. Innflutnings- stjórnin brezka veitti ekki leyfi til innflutnings á Norðurlands- síld, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli um það ,að sölumöguleikar í Bandaríkjunum voru mjög tak- markaðir. Tunnubirgðir voru Vinnuföt! Samfesíingar, Sloppar, Skyrtur. Vettltngar. VIRZL. Grettisgötu 57. nægar fyrir söltun á þeirri síld, sem hægt var að selja, og þurfti því. ekki að gera ráðstafanir til innflutnings. Alls voru salt- aðar 49 548 (70 003) tunnur, þar af 10 714 (31 281) Faxasíld. Af Norðurlandssíldinni voru 28 874 (10 721) tunnur matjes- síld og 7 070 (14 014) sérverk- uð saltsíld. Vegna þess þve síldin var feit, var hún vel fall- in til matjessöltunar, enda var tæplega 75% af Norðurlands- síldinni verkað þannig. Um af allri Norðurlaridssíldinni var söltuð á iSiglufirði. Faxasíldin var veidd í reknet, aðallega um haustið. Reknetaveiðar voru ekki stundaðar fyrir Norður- landi svo neinu næmi. Síldar- útvegsnefnd setti lágmarksverð á nýja síld til söltunar og lág- marksútflutningsverð. Verð á venjulegri saltsíld til söltunar var ákveðið 25 (20) kr., miðað við heiltunnu, en á venjulegri saltsíld til útflutnings $ 16,50 (15,25), og á öðrum tegundum saltsíldar eftir því. Miklir örðug leikar voru á því að fá hið á- kveðna lágmarksútflutnings- verð, þar sem Bandaríkjastjórn vildi ekki hækka verðið þar í landi frá því, sem verið hafði í marz 1942. Þó tókst að selja alla framleiðsluna hinu ákveðna lágmarksverði. Öll Norðurlands síldin fór til Bandaríkjanna, en Faxasíldin öll til Bretlands. ISvíiþjóðarmarkaður var alveg lokaður, eins og árið áður. A árinu- var Síldarútvegsnefnd á ný veittur einkaréttur til út- flutnings á matjessíld og ann- arri léttverkaðri síld, en sá réttur var tekinn af henni árið 1941. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. aí 4. síðu. ; arstjama, sem vísuðu þeim veg: frelsis, sæmdar og tryggðar. Þannig verða hin íselnzku kvæði einnig hetjuljóð vor og sög- urnar sögur fornaldar vorrar. ís- landi ber einu heiðurinn að hafa borgið fornaldararfinum og full- ltomnað hann. En einnig vér eig- um hlutdeild' í honum — í sam- eign við allar þjóðir Norðurlarida. Einnig af oss er krafizt að vér lát- um oss annt um arfinn og skilum honum áfram, hefjum hann ávallt á ný upp í dagsljósið. Geijer og samtíðarmönnum hans fannst krafan sterk og knýjandi. Á vor- um dögum er hún brýnni en nokkru. sinni.“ Þannig farast Hasselmann prófessör orð um hinn mikla og dýrmæta skerf okkar fyrr á 5 öldum til norrænnar menning- ár. í einstökum blöðum hér hefir undanfarna daga og vik- ur verið talað um það, að hann væri ekki metinn að verðleik- um og það notað til áróðurs gegn þeim mönnum hér, sem mesta áherzlu leggja á sem nánust tengsl í framtíðinni við frændþjóðir okkar á Norður- löndum. En hvað finnst mönn- 'um eftir að hafa lesið þessi orð hins sænska fræðimanns?

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.