Alþýðublaðið - 22.07.1943, Page 7
Fimmtudagur 22. júlí 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
<
Bærinn í dag.?
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Laugavegs-
apóteki.
ÚTVARPIÐ:
19,25 Hljómplötur: Söngdansar.
19,40 Lesin dagskrá næstu viku.
20,00 Fréttir.
20,20 Hljómplötur: a) Lagaflokk-
ur eftir Richard Tauber. b)
Hergöngulag eftir Schu-
bert.
20.50 Minnisverð tíðindi (Jón
Magnússon fil. kand.).
21,10 Hljómplötur: Dauðadansinn
eftir Liszt.
21,30 „Landið okkar.“ Spurning-
ar óg svör (Guðmundur
Kjartansson jarðfræðingur).
21.50 Frétfir. Dagskrárlok.
„Helsingjar“
heitir lítið ársrit, sem gefið er
út af „Sjálfsvörn", félagi berkla-
sjúklinga í Kristneshæli. Mun það
verða til sölu hér í bænum á næst-
unni. Rit iþetta er gefið út til
styrktar bókasafni hælisins, sem
hefir átt við mjög þröngan kost
að búa, þar eð það hefir ekki not-
ið neins opinbers styrks. Þetta er
fyrsta ár þessa rits, og ef að lík-
indum lætur munu Reykvíkingar
sýna eins og fyrrum, að þeir láta
ekki sitt eftir liggja, þegar um
drengskap og skilning á erfiðleik-
um annarra er að ræða. Auk þessa
er ritið skemmtilegt aflestrar.
»
Eldur
kviknaði í morgun í byggingum
Sláturfélags Suðurlands, þar sem
reykt er kjöt og kjötafurðir. Læsti
eldurinn sig upp í loftið fyrir ofan
reykofninn, en það tókst að
slökkva áður en nokkrar skemmd-
ir urðu að ráði.
Fimmtug
er í dag frú Herdís Kristjáns-
dóttir, Hellisgötu 5, Hafnarfirði.
1
í J.'ÞTZariTTTi
„Ármann“
Vörumóttaka til Öræfa í dag.
99
Rifsnes
44
Vörumóttaka til Vestmanna-
eyja í dag.
„Esja
44
Vörumóttaka til hafa frá
Hornafirði til Bakkafjarðar síð-
degis á morgun (föstudag) og
árdegis á laugardag. ,
Pantaðir farseðlar óskast
sóttir ekki síðar en fyrir hádegi
á laugardag.
Verið getur, að vörur til
Hornafjarðar og sunnanverðra
Austfjarða verði sendar með
minna skipi, og er vissara fyr-
ir sendendur að gera ráð fyrir
þessu í samhandi við vátrygg-
ingu varanna.
99
Þór4t
Vörumóttaka til Ingólfs-
fjarðar árdegis á laugardag.
iKaupam fuskur
^ hæsta verði.
|Hú sgagnavlnnustofa n j
Baldursgötu 30. )
.
Hanðknattleiksmótið
flrmann og Hankar i
kvðld.
Handknattlebks-
MEISTARAMÓT kvenna
hélt áfram í gær .Fóru þá fram
tveir leikir.
í fyrri leiknum kepptu Hauk-
ar úr Hafnarfirði og flokkur
íþróttaráðs Vestfjarða. Voru
liðin nokkuð jöfn og gekk sam-
leikur greiðlega, en báðum
tókst illa að skjóta. Þegar langt
var komið síðara hálfleiks kom
loks fyrsta markið og settu
ísfirðingarnir það .En Haukar
kvittuðu eftir stutta stund og
settu svo annað mark rétt fyrir
leikslok. Haukar unnu því með
2:1.
í síðari leiknum kepptu Ár-
mann og iÞór. Leikur þeirra
var nokkuð jafn, en þó var
samleikur Ármenninga örugg
ari, en auk þess voru stúlkur
Ármanns miklu skotfimari og
það reið aðallega baggamun-
inum. Leiknum lauk svo, að
Ármann sigraði með 5:0.
í kvöld kl. 8.30 fer fram síð-
asta umferð í þessu handknatt-
leiksmóti. Fyrst keppa flokkur
Iþróttaráðs Vestfjarða og í. R..
en að þeim leik loknum fer
fram úrslitaleikur mótsins milli
Ármanns og Hauka. Bæði liðin
hafa sýnt öruggan samleik og
bæði hafa góðum skyttum á að
skipa. svo að leikurinn verður
eflaust mjög skemmtilegur og
spennandi.
Mótið hefst í kvöld stundvís-
lega kl. 8,30, svo að áhorfendur
ættu að' mæta stundvíslega.
Só.
ofbeldismenn teknir
Frh. af 2. síðu.
sem kom á lögreglustöðina.
Hafði hann, samkvæmt hans
eigin frásögn, verið með lítinn
vasahníf í hendinni er útlend-
ingana bar að. Skipaði annar
útlendingurinn honum að láta
hnífinn í vasann, og á meðan
hann var að því, laust útlend-
ingurinn hann í andlitið og
hlutust af smávægilegar skrám
ur.
Torfi Hjartarson toil-
stjóri í Reykjawfk.
Hver verðar bæjar-
fégeti á ísafirði?
ORFI HJARTARSON
bæjarfógeti á ísafirði, hef
ir veriþ skipaður tollstjóri í
Reykjavík frá 1* október að
telja.
Torfi Hjartarson hefir verið
bæjarfógeti á ísafirði, og hefir
það embætti verið auglýst laust
til umsóknar og verður það
veitt frá sama tíma og Torfi
Hjartarson tekur við embætti
sínu hér í Reykjavík.
Dassbrún.
Frh. af 2 .síðu.
verkamannanna sjálfra fengið
að koma fram, eins og hann er.
Skrifstofupjakkarnir allir á
Dagsbrúnarskrifstofunni þykj-
ast hins vegar vera einfærir um
að ráða stórmálum þessa mikla
félagsskapar til lykta — og
munu verkamenn sízt þakka
þeim slíkt ofbeldi við óskorað-
an rétt þeirra. Hvernig 'hefði
farið um vöxt og viðgang Dags-
brúnar á fyrri árum, ef for-
ystumenn félagsins þá hefðu
látið annað eins tækifæri ónot-
að og nú létu þeir, einmitt
nú þegar barizt er um hverja
vinnandi hönd og allt flóir í
peningum, þó að það geri það
ekki yfirleitt' hjá verkamönn-
um í Reykjavík. En kommún-
istarnir hugsa að öllu leyti
pólitískt. Þeir þykjast eiga í
fullu tré við verkamannastétt-
ina, telja hana sér ánetjaða.
Nú vilja þeir ná í aðrar stéttir
— og það þykjast þeir geta
gert með því að gerast „ábyrg-
ur flokkur“ — og „ábyrgur
flokkur“ ætla þeir að verða
með því að halda vilja verka-
mannanna niðri.
Mvenær keman* næsta
tækifæri?
Báðir útlendingarnir voru
undir áhrifum áfengis.
H.K.R.R
Handknattleiksmót Ármanns
hefst föstudaginn 13. ágúst n.
k. kl. 9 e. h. Keppt er með 11
manna liði á 110x65 m. leik-
velli. Keppt verður um Hand-
knattleiksgikar Ármanns, hand
hafi Knattspyrnufélagið Valur.
Öllum félögum innan í. S. í. er
heimil þáttaka .Tilkynningar
um þátttöku sendist stjórn
Glímufél. Ármann viku fyrir
mótið.
Stjórn Glímufél. Ármann.
Johosoo’s
CloCoat
(sjálf- gljáandi),
jpanrnr
Tækifærinu hafa þeir sleppt
— ef til vill síðasta tækifærinu
um mörg ár, til að bæta kjör-
in. Það eru fleiri tækifæri ein-
mitt nú en það að gera verkfall
— nú um hábjargræðistímann,
þegar alla vantar verkamenn.
Ef til vill sjá menn nú í gegn-
um ofuryrði og blekkingar
kommúnista. Með blekkingum,
svikum og undirferli tókst
þeim að komast til valda í
Dagsbrún, fjölmennasta fé-
lagsskap verkamanna á land-
nu. Undanfarið hafa menn séð
efndirnar. Áður var kaup
verkamanna í Reykjavík hæsta
verkamannakaup á íslandi,
enda dýrtíðin alltaf mest hér.
Nú er það ekki. T. d. á Ak-
ureyri, þar sem margt er miklu
ódýrara en hér — og þar á
meðal húsaleiga, er kaupið
hærra.
Og þegar Dagsbrúnarmönn-
um gefst að minnsta kosti tæki-
færi til þess að bæta kjör sín,
bjóða kommúnistar og skipa
svo íyrir, að tilraunin til þess
skuli ekki einu sinni gerð!
Verkamennirnir eru ekki
spurðir!
Ef samningam hefði
verið sngt upp.
Það er hrein blekking að
halda því fram við verkamenn,
að þeir geti fengið allt með því
að fá grundvelli vísitölunnar
breytt. Tilraunin til þess að fá
grunnkaupinu breytt var og er
aðalatriðið. Breyting á grund-
Maðurinn minn
SNORRI HALLDÓRSSON héraðslæknir,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 23. þ.
mán. og hefst athöfnin með bæn að Hólum við Kleppsveg
kl. 1 e. hád. Farið þangað frá Hverfisgötu 50 kl. 12.40.
Jarðað verður í Fossvogs kirkjugarði.
Athöfnin í kirkjunni hefst kl. 2,15 o gverður henni út-
varpað.
Guðbjörg Tómasdóttir.
Duglegur maönr,
sem getur tekið að sér verkstjórn, getur fengið
trygga framtíðaratvinnu nú þegar.
Minnsta framlag kr. 10' þús. Einnig geta
4—5 piltar komist að, þurfa að vera lagtækir.
Æskilegt að símanúmer fylgi umsókninni. Til-
boð sendist afgr. blaðsins fyrir kl. 12 á hádegi
23. þ. m. merkt „Iðnfyrirtæki“.
Gólf lútar í
Bergstaðastrætl 61.
Simi 4891.
Veggfóður
iítMSltUaMk
Laugavegi 4, simi 2113.
velli vísitölunnar er annað mál.
Og ef Dagsbrún hefði sagt upp
samningunum, þá stóð félagið
einnig miklu betur að vígi til
þess að knýja fram breytingu
á grundvelli vísitölunnar. En
kommúnistarnir sögðu nei við
verkamenn — og útkoman er
sú að 'ekkert er gert.
Tækifærið er liðið hjá.
Samningarnir gilda áfram
um næstu 6 mánuði.
ELMER DAVIS
Frh. af 2. síðu.
Davis fæddist í Aurora í
Indianafylki 1890. Hlaut hann
fyrstu menntun sína í Frankl-
inskólanum, en var síðar veitt-
ur Cecil Rhodes styrkurinn til
þess að nema í Oxford í Eng-
landi.
Fyrst í stað var Davis kenn-
ari, gerðist síðan blaðamaður
við tímarit og loks við New
York Times. Þaðan fór hann
1924 og settist áð í heimaríki
sínu, en kom aftur fram á sjón-
arsviðið í fréttaheiminum 1939,
er hann fékk starf hjá Colum-
bia / útvarpsfélaginu. Hann
þótti alla tíð rólegur í útvarps-
fyrirlestrum sínum og lét ekki
viðburði dagsins hlupa með sig
í gönur, en leit á þá í samhengi
og heild. Hann talar nú til
B andaríkj aþj óðarinnar vikulega
frá Washington og gefur henni
yfirlit yfir stríðið og helztu
viðburði, eins og þeir sjá þá við
stjórnvölinn í höfuðborginni.
VIKÚR
HOLSTEINN
EINAN GRUNAR*
PLÖTUR
Fyrirliggjandi.
PÉTDR PÉTDRSSON i
Glerslipun & speglaoerð
Sími 1219. Hafnarstræti 7.
Svefnpokar,
Bakpókar,
Sportblússur.
Ryk- op regnfrakkar ódýrir.
Unnur
(homi Grettisgötu og
Barónsstígs).
Rottn- 00
mösagildrnr
fyrirliggjandi
Héiinshöfði h.f.
Aðalstræti 6 B. Sími 4958.
Er fcanpandi að
bókahylln eða bókaskáp.
Tilboð sendist blaðinu
merkt „Bókaskápur",
sem fyrst.
Útbreiðið
Alpýðnblaðið