Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.04.1935, Qupperneq 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.04.1935, Qupperneq 2
a ALÞÝÖUBLAÐIÐ Gapastokkurinn. Saga Norður a strandlengj- UNNI lágu tveix afskektir bœir. Það var eins og þeir hefðu dottið þar niður af tilviljun. Plássið hét Urðarvík, og þar var lítið annað en uíð í þann tíð, og plássið var ^afskekt. Á öðrum bænum bjuggu tvíburamir, en ikóarinn á hinum. Tvíburarnir hétu Ane og Bea, og svo líkar voru þær, að fáir voru þeir, sem þektu þær að. Það skyldi þá helzt vera, að skóarinn befði þekt þær að. Hann horfði að minsta kosti oft á þær. Þetta voru ljóshærðar og ábúðarmiklar kvinnur, það vantaði ekki. Sagt var um skóarann, að hann þrifist ekki, nema þær væru ein- hvers staðar á nálægum stráum. En hann var jafnsvartur og þær vom hvítar. Þær höfðu ekki mik- ið um sig; þær horfðu aldrei á neinn og svöruðu engum, nema þær væm tilneyddar, og þeim fanst ekki Urðarvík vera neitt úr vegi. En þegar þær voru tvær seunan var stundum líf í tuskun- um, og það gegndi furðu, hversu uppfinningarsamar þær voru um gleðiefnin. Og þó voru þær viss- ar um það — það var vissara en dauðinn sjálfur — að eitthvað vemlega ógeðfelt myndi henda þær einhvern tíma. Þær vom í stöðugum ótta um það, að þær ættu eftir að verða að spotti og spé um alla bygðina. Þær dieymdl fyrir þessu til skiftis. Faðir þeirra var látinn, en móð- irin lá rúmföst. Systumar sáu um heimilið. Skóarinn varð magrari og svartari með hverju árinusem ltóð, þvi að hann fékk aldiei að rétta þeim hjálparhönd. Þær voru ekki svo hræddar við neinn sem Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Sími 1606. Seljum okkar viðuitoendu brauð og kökur með sama lága verðinu: Rúgbrauð á 40 aura, Normalbrauð á 40 aura, Franskbrauð heil á 40 aura, —„— hálf á 20 aura, Súrbrauð heil á 30 aura, —„— hálf á 15 aura, Vínarbrauð á 10 aura. Kökur alls kwnar, rjómi og lis. Sendum um allan bæ. Pantið í síma 1606. BrauðgerðarMs: Reykjavík, Hafnar- firði, Keflavík. hann, þó að hann væri jafnaldri þeirra og stakasta góðmenni þar fyrir utan. Þær hræddu hvor aðra með því að nefna nafn hans. Það var mögur jörð, Urðarvík, og fyr- ít kom, að þar varð heyskortur á vorin. Tvíburarnir áttu oft erfið vor, og svo var einnig um kýrnar þeirra. En eitt vor keyrði þó úr hófi fram, svo að systurnar voru orðn- ar magrari en kýrnar. Það var ekki sjón að sjá. Bótin var, að enginn sá það, nema skóarinn. — Og það versta er, að hann á hey, sagði Ane einn daginn. — Já, og það sem verra er, við verðum að þiggja hjálp hans einhvern daginn, sagði Bea. — Nei, fyr förum við út í sveit og betlum, sagði Ane. Bea horfði á hana grallaralaus. Hún gat ekki hugsað sér ömur- legra hlutskifti en að fara út í sveit. Það var hægt að veikjast af tilhugsuninni um það, að þurfa til Mrkjú, og að biðja um hjálp var verra en alt annað. — Nei, þá er betra að fara og stela heyi, sagði Ane. — Já, sagði Bea. Þær stóðu og störðu hvor á aðra, horfðust í augu. ÞaÖ var sultarhljóð í beljunum og skó- aranum varð tíðreikað kringum bæ þeirra. Það var auðséð, að hann langaði til þess að hjálpa þeim. Systurnar snéru bökum saman í rúminu og grétu. Þar grétu sárt en ekkalaust. Eina nótt sagði Ane: — Ef því væri að heilsa, að við hefðum almennilegan hníf á kot- inu, þá skyldi ég skera bæði Randalín og Litfríð. — Já, sagði Bea. — En þá skyldum við heldur ganga að eiga skóarann, bætti hún við og hló háðslega. Og svo hlóu þær báðar. Þær þurftu ekM að segja meira, báð- um var þvert um geð að giftast, og sízt af öllu vildu þær eiga skóarann. — En verra er þó að lenda í gapastokknum, sagði Bea. — Þegi þú, sagði Ane og hnipti í systur sína. Því að það var gapastokkurinn, sem þær óttuðust stöðugt, bæði í vöku og svefni. Hann stóð þar og beið þeirra. Þær höfðu séð eina mannpersónu, þar að auld kvenmann, standa í gapastokkn- um sunnudag nokkurn, meðan stóð á messu. Andlit hennar snéri að Mrkjunni, eldrautt af blygðun. Það var sagt, að hún hefði ekki verið vel fróm. Margir kirkjugest- anna hræktu á hana. Systumar voru að hugsa um að gera slíkt hið sama. Þær höfðu aldrei gleymt ásjónu þessarar konu, og gapastokMnn höfðu þær aldiei nefnt á náfn fyrr en nú. Það var komið fram í apríl- mánuð, en vorbatinn var ekM kominn. Kýmar kvörtuðu á sínu máli. Skóarinn heyrði það, og fólMð í bygðinni var orðið forvit- ið. Á prestssetrinu var nóg hey og þangað var hægt að róa. Og veðrið var svo gott á nóttunni, að það var erfitt að standast slíkar freistingar. — Við róumi í kvöld, sagði Bea. — Nei, annað kvöld, sagði Ane. Fólk sefur aldrei svo vært sem á sunnudagsmorgna. Svo kom laugardagskvöld. Um miðnætti settu þær fram bátinn og réru af stað. Úti var hálfrökk- ur og kyrt veður. Frost var á og napurt. Áraglamur heyrist alt af um nætur, hversu hljóðlega sem róið er. En það var engin bygð á ströndinni, aðeins óbygð mörMn, og það var hvergi kvikt að sjá, ekM einu sinni um nætur. Það var bara skóarinn, sem varð þeirra var. Hann hafði hímt undir húsveggnum þeirra þetta laugardagskvöld. En þær vom vakandi, svo að hann varð að hypja sig. En hann varð þess var, að þær settu bát á flot, og fylgd- ist með þeim austur ströndina. Hann fann það á sér hvert þær ætluðu í nótt, og smaug inn í hlöðu prestsins. Hann var bæði hræddur og glaður. Fátt er svo með öllu ilt, að ekM boði nokkuð gott, hugsaði hann. Þær komu að hlöðunni, tveir þjófar um nótt. Skóarinn skalf og svitnaði. — Þey, þey, sagði önnur þeirra. — Skítt með það, sagði hin. — 1 nótt gæti ég drepið piestinn sjálfan, ef til kæmi. — Bölvaður heyruddi er þetta, sagði sú fyrri. — Það er engri skepnu gefandi, sagði hin. Þannig fjösuðu þær, því að báðar voru hræddar. Þær þreif- uðu fyrir sér og tróðu í þokana. Skóarinn hreyfði sig ekki. Prestssetrið var þögult sem Mrkjugarður, og tvíburarnir fóm með pokana sína í bátinn og lögð út árar. Skóarinn fylgdi þeim eftir strandlengis. Báturinn skreið vel. Skyndilega stanzaði skóarinn. Það var tekið að hvessa á vestan. Tvíburarnir urðu einskis varir, fyrr en komin var miMl alda og eftir Olav Duun. sauð um Mnnungana. Þá hrukku systurnar upp sem úr dvala. — Guð hjálpi okkur, sagði Bea. — Hann hefir víst öðru að sinna, sagði Ane. Þær hertu róðurinn. Það hvesti óðum, en áfram miðaði samt. Vindurinn jókst og öldurnar risu; þær rém lífróður og svo fór að birta. Bjarma sló á austurloftið; það var heilagur sunnudagsmorg- unn, sem opnaði augu sín. Nóttin bliknaði og hvarf á fráum huldu- fótum langt út í vestiið. Þá hróp- uðu báðar í einu: — Það miðar ekM lengur. Nei, það miðaði ekM lengur. Skóarinn stóð og hoppaði. En að þær skuli ekki henda út hey- pokunum, hugsaði hann. Nú kom snörp vindhviða. Vindurinn tók annan pokaan og fleygði honum út á sjóinn, svo að hann danzaði á öldutoppunum. 1 þessari neyð sinni virtist þeim einhver horfa á sig. Þær urðu manns varar uppi á ströndinni. Svo leit út sem hann væri. glað- ur óg danzáði. — Já, það er hann, sögðu þær og stundu þungan. Þær rém. ekki; þar hömuðust. Það sveið ekM í lófana lengur og sjórinn virtist ekkert saltur. Þær vora: orðnar tilfinningarlausar. Þær voru hræddar við dagsbirtuna. Skóarinn sá, að bátinn hrakti fyrir þeim. Það var nú það, sem hann var að bíða eftir, og hann hafði óskað eftir. En( í hjarta isínu óskaði hann þess, að bátnum. hvolfdi ekM. Bátinn hrakti að- naustinu fyrir neðan prestssetrið. 38£3ð£38£38Sæ8S8S8SSS8SSE38E Ljósmpdastofa Sigurðar Guðmundssonar Lækjargötu 2, sími 1980, heima 4980. Nú i kreppunni verða menn að hafa pað hugfast, að fá sem mest verðmæti fyrir sem minsta peninga. Verðmæti myndarinnar er ekk- ert sé hún ekki góð. Atelier-ljósmyndin er hin eina fnllkomna, hvað sem öllu skrumi liður.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.