Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 13.10.1935, Qupperneq 2
2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
bosti þeim, sem átti að flytja
okkur yfir vatnið — og einu sinni
var það nafn frægt. En hvergi
gátum við komið auga á Grím.
litlu seinna fréttum við þó, að
Grimur hefði farið suður að Sogi
með staura í Sogslínuna og að
hans væri ekki v-on fyr en eftir
tvo til þrjá tíma í fyrsta lagi.
Það var því ekki annað fyrir
okkur að gera en að bíða og að
bíða er ekki neitt skemtilegt fyr-
ir unga menn.
V-ið hreiðruðium um ðkkur und-
ir farangurshrúgunum og tókum
að spjalla saman eins og við
hefðum þekst í h|eilan mannsald-
ur. Allar Skatasögur og bókstaf-
lega alt af því taginu var grafið'
upp úr djúpum gleymskunnar, og
var miiið hlegið að því sem sagt
var, þó að það væri hins vegar
flest snjáð og margnotað við slík
tækifæri og þetta.
Mjiltt í einni Skotasögunni sáum
við sjón, sem hafði geysileg á-
hríf á okkur. Það, sem við sámn,
var geysistór rauðskjöldóttur
griðungur. Sögubotninn gleymdist
alveg og all-ir stukku á fætur og
þustu að bolanum og fóru að
egna hann. Þar eð ég hefi einu
sinni orðið fyrir bolastangi og
vildi ógjarnan verða fyrir því
einu sinni enn, hélt. ég mig í
hæfilegri fjarlægð frá orrustuvell-
inum og h-orfði á.
Ég fékk líka áreiðanlega beztu
skemtunina, því að hugrekki
nautaatsmannanna var ekki meira
■en það, að í hvert sinn er boli
leit upp frá þúfunni, sem hann
var að kroppa, lyfti upp einni
löppinni eða sló til halanum,
þustu þeilr í rnesta -ofboði sinn í
hverja áttina. Og er þeir höfðu
náð sér aftur eftir mestu hræðsl-
una, tó-ku þeir á nýjan leik að
nálgast hann f-et fyrir fet, en'
áður en varði var boli búinn að
Alpýðubrauðgerðin,
Laugavegi 61. Sími 1606.
Seljum okkar viðurkendu
brauð og kökux með sama
lága veröinu:
Rúgbrauð á 40 aura,
Normalbrauð á 40 aura,
Franskbrauð heil á 40 aura,
—hálf á 20 aura.
Súrbrauð heil á 30 aura,
—hálf á 15 aura,
Vínarbrauð á 10 aura.
Kökur alls konar, rjómi og
ts. Sendum um allan bæ.
Pantið 1 síma 1606.
kauðgerðarhús:
Reykjavik, Hafnar-
firði, Keflavík.
tvístra þeim aftur með einni hala-
sveiflu. Og þannig gekk það koll
af kolli góða stund, en alt af var
tarfurinn jafn-rólegur. Ekki er að
vita hvað þessi nautaatsskrípa-
leik-ur myndi hafa staðið lengi, ef
kona nokkur hefði ekki komið,
’skorist í leikinn og beðið piltana
um að hætta.
Upp úr þessu spunnust allmikl-
ar umræður milli okkar annars
vegar og frúarinnar hins vegar,
en þær enduðu með því, að hún
bauð Okkur öllum inn og upp á
fcaffi.
Boðinu var eins og nærri má
geta tekið með þökkum -og hinni
imestu ánægju.
Ekki vantaði lystina.
Að kaffidrykkjunni lokinni fór-
um við aftur að hyggja að „geit-
inni“, en þvi mafni nefndum við
nú Grím geitskó alment, og mun
óánægjan yfir fjarveru hans hafa
átt aðalsök á því, en hann sást
hvergi.
Við fórum nú aftur í gamla
staöinn undir farangurshrúgunni
og héldum upptéknum hætti með
„brandara“-sagnir -og söng.
Lo-ksins kom Grímur.
Vonuðum við nú að við gætum,
bráðlega lagt af stað yfir, en
raunin varð önnur. Stjómandi
bátsins þv-ertók fyrir að fara yfir
i sama veðri.
T-il að gera eitthvað úr þessum
biðstundum, fórum við að tálga
tjaldhæla -og sfcera niður snæri í
tjaldstög.
Klukkan 7 ium kvöldið þrömm-
luðum við heim) í Valhöll, en þar
hafði Jón verkstjóri pantað kvöld-
verð handa okkur.
Kvöldverðurinn var góður, enda
v-oru honum sýnd góð skil.
Rétt eftir matinn, er við sátum
í mestu rólegbeitum við 1-estur
eða sfcoðun á tveggja til þriggja
ára gömlum „Hjemmet“-blöðum,
ruddist inn til okkar bílstjóri
nokbur m-eð blæstri miklum og
hamagangi.
Hann bað o'kkur, þá, sem vær-
um á gúmmístígvélum, að koma
með sér upp fyrir Meyjasæti til
að ná bílnum sínum upp úr for
i0g bleytu, er hann hefði sokkið í.
Að fengnu leyfi veikstjórans
fóru sex með bílstjóratetrinu,
troginu til bjargar, en sjö urðum
við eftir. Þannig skiftist hópur-
ijnn í tvo hluta, s-em hittust ekki
aftur fyr en eftir 12 stundir.
KlUkkan ellefu um kvöldið var
komið bezta veður, -og var Grim-
Ur nú hlaðinn í skyndi í fyrstu
ferðina'
Þegar férmingunni var lokið,
gættum við vel að hv-ort dkki sæ-
ist til félaga okkar, og þar eð
svo var ékki, leystum við land-
festar og héldum frá landi.
F-erðin yfir vatnið gekk held-
ur seinlega, enda fór báturinn
ékki meir en 33/t sjómílu á
klukkustund.
Þrátt fyrir snigilsgang bátsins,
svefndrungann, sem allmjög
sótti á o’kkur, sv-engdina og þreyt-
una, kom okkur öllum saman um
að f-erðin eftir vatninu væri ein-
hver hin skemtilegasta og yndis-
legasta, sem við hefðum farið.
Fjallahringnum, glæsilegum og
dularfullum, ætla ég ekki að
reyna að lýsa, end-a hafa svo
margir mér hæfari menn gert það
áður. Eitt ætla ég þó að leyfa
mér að fullyrða: Fegurri en þ-essa
júlíinótt getur hann alls ekki orð-
ið. Tindarnir böðuðu sig í gulln-
-um geislum hinnar upprennandi
sólar, og milli þeirra og yfir þ-eim
svifu fagurrauð ský, sem miðl-
uðiu vatninu nokkru af fegurð
sinni með því að slá á það gull-
inni slikju, þar sem þau spegl-
luðu sig í því.
Af því að h-orfa á alla þessa
dýrð og fegurð, sem 'umlukti okk-
ur, gleymdum við öllu svefnleysi,
hungri og þreytu. Öafvitandi byrj-
uðlum við að syngja „Við fjalla-
vötnin fagurblá“ og hættum ekki
fyrr -en við vorum búnir að
syngja það til enda og v-orum
byrjaðir á „Þú bláfjallageimur."
Náttúran og við urðum eitt. Við
sameinuðumst henni í sælukend-
tun dagdraumi. Nú skildum við
skáldin.
Báturinn klauf hinar gullnu
bylgjur vatnsins hægt og sígandi.
Eftir hálfs annars tíma sigl-
ingu tófcum við land í vík einni,
sem ier rétt fyrir sunnan Miðfell.
Vílk þessi nefndist Reyðarvik
og tjaldbúðirnar kölluðum við
eftir henni.
. Á m-eðan fjórir okkar auk báts-
stjórans losuðum bátinn, tjald-
aði verkstjórinn með aðstoð sona
sinna fyrsta tjaldinu og hitaði
þkakó“.
„Kakóið" smakkaðist prýðilega,
og -eins hið ágæta kex, sem með
var etið.
Þegar við höfðum ýtt „geit-
inni“ á flot og beðið sfcipstjór-
ann lengi að lifa og v-el að fara,
var byrjað að tjalda og ganga
frá dótinu.
Þetta var mikið verk -og erfitt
fyrir syfjaða menn, enda var því
tæplega lofcið er Grímur sást
koma úr annari ferðinni, með nýj-
an farm og strandaglópana inn-
an borðs.
Við náðum samt flestir þvi að
vera gengnir til hvflu áður en
hann kom upp að. Það var líka
tími til þess kominn. Klukkan var
að verða 7 f. h. laugardaginn
20. júlí.
Eftir átta tíma svefn vöknuð-
um við hr-essir og kátir, tilbúnir
að taka til starfa á ný.
Það, s-em mest að kallaði, var
að ik-oma skúrnum upp.
Okkur g-ekk hálf erfiðlega að
fá hina mörgu hluta hans tfl
passa sanmn. En „þolinmæðfei
þrautdr vinnur allar“, og skúr-
inn toomst slysalítið a laggirnar.
Eftir að búið var að bera inn í
hann það, sem í honum átti að
vera, varð lítið úr verki það sem
eftir var dagsins, enda var þá
fcomið fram yfir venjulegan
vinnutíma, og menn þóttust víst
eiga fríið skilið fyrir vökunótt-
ina. Daginn eftir, sem var simn»-
dagurinn 21. júlí, var ékkert unji-
ið. Fiestir -okkar fóru til Þing-
valla að skemta sér.
Við, sem heima vorum, sváfe*»
og sleiktum sólskinið.
Á mánudagsmorguninn hófst
svo regluleg vinna í vieginum.
Kl. 7 f. h. téðan dag fórum við
undir forystu Jóns verkstjóra upp
á hraunið að vegarendantim og
byrjuðum að vinna. Hraimið er
þarna slétt. Það er að mestl*
þakið grámosa -og lyngi, með
n'okkrum gulvíði- og gráviðí-geir-
um, og stöiku lautir má finna í
því með valllendisgróðri.
Heiðin eða hraunið hefir víst
ökki verið n-eitt hrifið af þess*.
krafsi1 'Okkar og mokstri, og því
snúið sér til næsta nágranna síns,
vatnsins, í liðsbón.
Því að hvort sem það hafa ver-
ið samantekin ráð heiðarinnar og
vatnsins eða ékki, þá sendi hið
síðarnefnda okkur slikan urmui
af mývargi, að okkur öllum, að
undantetonmn einum, féllust
hendur um stund.
Þessi eini hafði verið svo forá
sjáll að hafa með sér „mýslör"
ser til hlífðar. (Frh_ á 6 síðu.)
. fátisverl
Íi-HsiSwi
mmnummmmu
Kaffibætir
Það er vandi
að gera kaffi'
vinum til hæf'
is, svo að hinm
rétti kaffi-
keimur haidi
sér.
Þetta hefir ö.
S. kaffibætir
tekist.
Reynið sjáH*
Reynslan er
ólýgnnst.
Munið að
biðjanæstnnt
G. S. kaffi-
bæti.
Hann svikur
engan.
I