Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.05.1938, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Frá óbygðum Kanada;
Björgunarstarf í blindbyl.
ESSI SAGA gerðist uppi á
regin-heiðum í Ontario-
fylki, þar sem vötnum skiftir
norður og suður. Við strendur
Langavatns þar á hálendinu
hafa bækistöð sína allmargir
menn, er að því vinna að hlaða
fyrir útrensli vatnsins norður
á leið til James-flóans, með
þeim ásetningi að veita vatninu
suður á bóginn til Efravatns,
gegnum eða fram hjá miklu
pappírsverkstæði, sem verið er
að byggja þar sem heitir
að Rauðgrýti. — Frá-
sögnin er af því hvernig fjórtán
menn stríddu við það í fjóra
daga að freisa Buster, St. Bern-
hards hvolp, sex mánaða gaml-
an, stóran óg eftirlæti allra í
verbúðinni. Hann hafði vilst
þaðan burtu 4. des. og ekki kom
ið aftur er 5 dagar voru liðn-
ir frá hvarfi hans. Frá verstöð-
inni þarna í heiðinni suður til
Nipigon-bæjar var fimm daga
leið með hundasleða, mjög
hættuleg og því nær ófær um
hávetur, nema fyrir fuglinn
fljúgandi eða flugvél, þegar
veður leyfir. En eitthvað varð
til bragðs að taka til að finna
hið dýrmæta eftirlæti ver-
mannanna. Enda sögðu nú
Indíánar, er heimsóttu þá, að
þeir hefði heyrt hundgá hinum
megin við ónefnt vatn, um níu
Jnaílur frá verstöð verkamann-
anna.
Þótt farið væri að dimma og
degi tekið að halla lögðu fjórir
menn af stað í leitina, og voru
það þeir Mr. Broderick, eigandi
hvolpsins, Dr. John Green, Bill
Collis og Art Thompson.
Um klukkan 11 byrjaði að
snjóa, en leitarmenn héldu þó
áfram um stund, unz þeir að
lokum afréðu að snúa heim aft-
ur, er ókleift virtist og árang-
urslaust að leita lengur. En þá
heyrðu þeir alt í einu eins og
neyðaróp eða hundgá, sem
sumum virtist bera til þeirra úr
norðri, en öðrum að sunnan, og
annað hvort hljóðið hlaut að
vera bergmál. Og hvort halda
skyldi til suðurs eða norðurs,
var ómögulegt að ráða fram úr,
svo þeir afréðu að hætta leit-
inni þá um nóttina.
Áður en þeir lögðu af stað
heimleiðis, bjuggu þeir merki í
fjögur tré og földu í greinum
®ins þeirra vistir þær, er þeir
höfðu haft með sér.
Næsta morgun neyddist Coll-
is til þess að segja félögum sín-
um að hann yrði að vera eftir
heima, því þrammið gegn
storminum og fannkomunni
nóttina áður hefði orðið sér of-
raun. Um 10 leytið lögðu svo
hinir þrír á stað í blindbyl og
fannkomu, sem fylt hafði al-
gerlega slóð þeirra frá nóttinni
áður. Og þar eð leit út fyrir enn
meira fannfergi, tóku þeir með
sér snjóskó og meiri vistir, á-
samt byssu, ef svo skyldi reyn-
ast að Buster væri of meiddur
eða þjakaður til þess að þeir
gæti komið honum heim með
sér.
Eftir fjögurra tíma göngu kom
ust þeir að fjarri hlið nafnlausa
vatnsins áðurnefnda. Þá heyrðu
þeir aftur neyðarópið, og
gátu nú farið nærri um hvaðan
það kæmi. Fram undan þeim
var 300 feta hátt standberg ó-
slitið að undanteknu örmjóu
riði eða stalli, er sýndist frá
stað þeim, er þeir stóðu á, að-
eins fært kattarloppum. En það
sem þeir gátu ekki greint að
neðan var það, að stallur þessi
slútti nokkuð fram úr berginu,
sem þeir og ráku sig á er þeir
höfðu klifrast upp um áttatíu
fet. Lengra var auðsjáanlega
alls ómögulegt að komast
þessa leið. Þeir höfðu þarna
handfestu á viðarhríslu, er óx
upp úr klettaskoru, og kölluðu
nú á Buster. Sáu þeir þá hunds
höfuð teygja sig fram af stalls-
brúninni. Svo klifruðu þeir sig
með gætni niður á jafnsléttu
og yfirveguðu kringumstæðurn
ar. Buster var að vísu lifandi
en þeir gerðu sér í hugarlund
að hann mundi kveljast af
hungri og ef til vildi meiðslum
líka, en frekari björgunartil-
raun varð að bíða næsta dags.
Stallur sá, sem hvolpurinn lá á,
sýndist í næturhúminu vera
um þrjátíu fet frá efri
brún bergsins og töldu nú sem
björgun Busters mundi auðráð-
in gáta. En þar misreiknaðist
þeim aðstaðan , og gat það varð
að líf hvolpsins og jafnvel haft
enn alvarlegri enda.
Næsta morgun hafði Collis
náð sér allvel eftir hakninginn
í fyrstu leitarförinni, og lögðu
nú félagarnir af stað snemma
dags á snjóþrúgum sínum og
skiftust á um að bera fjörutíu
feta lángan kaðal og annan far-
angur.
Þessi ferð varð þeim félögum
all-erfið og lengri en hinar fyrri
því það reyndist fjórtán mílna
leið umhverfis rætur hæðarinn-
ar og upp aflíðandi brekkur,
þar til hábrún klettanna var
náð. Þangað komust þeir loks
klukkan hálf þrjú um daginn
og gægðust nú fram af brún-
inni. Klettastallurinn sýndist
þeim myndi vera um fjörutíu
fet neðar í bjarginu. Þeir bundu
svo annan enda kaðalsins við
tré og létu hinn endann falla
fram af brúninni, en þeim til
mikillar gremju reyndist kaðal-
taugin 20 fetum of stutt til að
ná niður á stallinn, sem Bust-
er hafðist við á.
Þeir köstuðu nú niður nokkru
af mat þeim, er þeir höfðu með-
ferðis handa hvolpinum, en það
lenti svo framarlega á stalls-
brúninni, að þegar Buster
snuðraði við því með trýninu,
er hann hafði mjakað sér á mag
anum svö nærri að ná til fæð-
unnar, varð tilraun hans aðeins
til þess að mjaka bögglinum
fram af stallsbrúninni svo lífs-
björgin kastaðist niður á snjó-
skafl 240 fetum neðar við bjarg
ræturnar, en aumingja skepnan
færði sig vælandi frá stallbrún-
inni.
Mennirnir tóku nú ráð sín
saman um hvað gera skyldi.
Þar sem þeir vissu, að -leiðin
var löng og seinfarin, höfðu þeir
tekið með sér um morguninn
nokkurt nesti. En hvað um það,
hugsuðu þeir, þótt leiðin væri
löng, myndu þeir komast heim
án þess að neyta matar, og þ$ir
afréðu að reyna koma nesti
sínu til hvolpsins. Þetta heppn-
aðist þannig, að einn þeirra
klöngraðist niður í klettana þar
til hann komst nokkurn veginn
á móts við verustað Busters og
fékk kastað matnum til hans,
að stallnum, sem á einum stað
var eitthvað átta fet á breidd
og annarsstaðar aðeins þrjú
fet og glærir svellbólstrar um
hann allan. Þegar nestis-
böggullinn kom niður á stall-
inn, rann hann til svo sem eitt
fet, en stöðvaðist þá til allrar
hamingju, svo hvolpurinn náði
til hans og fór að éta.
Hinir dauðþreyttu björgunar-
menn lögðu svo upp í sína 14
mílna ferð aftur heim, því ekk-
ert varð nú framar aðhafst
þann daginn til björgunar hinu
aðþrengda dýri.
Næsta morgun kom það í
ljós, að 2 leitarmannanna voru,
þótt hraustir Norðlendingar
væru, dauðuppgefnir og þvæld-
ir eftir svaðilfarirnar undan-
farna daga og nætur; þeir
Broderick og Dr. Grenn voru
mjög þjakaðir og jafnvel Collis
var aftur dauðþreyttur. En líf
Busters var undir því komið, að
einn þeirra félaga yrði með í
nýrri för út að klettaborg
þeirri er hvolpurinn var í.
Tveir þeirra félaga afréðu að
lokum að leggja upp í fjórðu
björgunarförina, og fengu nú í
lið með sér stóran hóp annara
verkamanna.
Bylurinn hafði stöðugt hald-
ist og snjóþyngsli orðin mikil,
auk þess sem kuldinn var nú
orðinn mjög napur. Við örðug-
leikana bættist svo það, að far-
armenn urðu að skiftast á um
reipburðinn. Reipið var nú tvö
hundruð feta langt og því all-
þungt. En nú skyldi Buster
bjargast, ef mannlegur kraftur
fengi því áorkað, og ekki skyldi
of stuttur kaðall verða því til
hindruna.
Þrátt fyrir allt þetta hefði þó
líklega verið úti um hvolpinn,
ef hinir tveir fyrri leitarmenn
sem nú voru leiðinni kunnugir
orðnir, hefðu ekki verið með svo
að ferðin gékk nú fljótar en
ella.
Er á bergsbrún kom var kað-
linum hleypt niður á silluna, og
nú var hann meira en nógu
langur. Nokkrir menn úr hópn-
um rendu sér og niður á silluna
— en mjög gætilega varð að
fara, því hált var þar og illt
að fóta sig á ísnum, auk þess
sem all-mikill vindgustur blés
um stallinn. ,
Þeir lyftu Buster upp og
reyndu að láta hann standa í
fæturna, en slíkt var árangurs-
laust,.því hann virtist nú alveg
máttvana. Þá létu þeir senda
sér segldúk til að vefja hvolp-
inn í, en sér til skelfingar ráku
þeir sig á það, að kaðallinn var
svo stífur og óþjáll, að ógern-
ingur var að binda honum utan
um þetta hvílurúm Busters. Nú
voru góð ráð dýr. En til þess að
verða ekki undir í baráttunni
við björgunarstarfið, kom þeim
í hug að mynda einskonar stiga
úr tauginni á þann hátt að binda
hnúta á kaðalinn með 5 feta
millibili, svo að björgunarmenn
gátu haldið sér föstum með því
að beygja handlegg um olnboga
ofan við hvern hnút og mynda
þanng lifandi keðju, ög rétta
hverir öðrum með þeirri hend-
inni, sem laus var, hinn mátt-
vana líkama vinar síns, þar til
(Frh. á 8. síðu.)