Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Útgáva
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.05.1938, Síða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.05.1938, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jén i kothra heimsæk~ ir hofuðstaðinn. EG VAR ferðbúinn og ætl- aði suður. En margt ein- kennilegt er samferða þessari tilveru. Flestir, sem ætla sér til höfuðstaðarins, næstum hvað- an sem er af landinu, segjast „ætla suour“. Ekki er því að neita, að slík áttavilla í „ást- kæra ylhýra málinu“ er hvim- leið, nl. að standa á því fastara en fótunum, að maður fari í suður, þegar farið er í norður eða vestur. Erindi mínu suður í þetta skifti segi ég ekki frá. Það er leyndardómur. Skjöl! Skjöl! eins og sagt er frá í skáldsög- unum — og sönnum sögum. — Og ekki meir um það. Og bíllinn blæs og orgar úti fyrir dyrunum. Það er tilkynn- ing til mín um að koma snar- lega ef ég ætli með. Ég tek skjótt saman „pjönkur“ mínar, kveð í snatri, og að lítilli stundu liðinni er ég kominn út að bíln- um, þar sem stórt og glæsilegt ungmenni, bílstjórinn, tekur á móti mér og vísar mér til sæt- is. Ég lendi í aftasta sæti. Og þegar mesti flýtirinn er af mér fer ég að litast um. Þvílík húsa- kynni, heil konungshöll, full- sæmandi guðræknum kardínála eða abbadís til guðræknisiðk- ana. Auglýsing með stórum stöfum á báðum veggjum: „22 farþegar". Öll möguleg þægindi, sem allir þekkja og óþarft er að lýsa, og farþegarnir, fjöldi andlita, sem ég hafði ekki áður séð, prúðbúið, karlar og konur, og mikið af helgidómnum flaug með leifturhraða gegnum heila minn. Farisear og tollheimtu- menn, skriftlærðir og bersynd- ugir. Og af því að bezt þekti ég sjálfan mig af öllum hópnum, og við sannprófun á sjálfum mér settist síðasta númerið í upptalningunni svo fruntalega að innan í mér, að ég gat það þaðan hvergi hreyft. En til guðslukku var þetta leyndar- mál mín einkaeign. En toll- heimtumann varð ég ekki var ' ið nema bílstjórann, sem inn- heimti hina sanngjörnu borgun fyrir þægindin, og ég hálf van- j: akkaði guði fyrir að vera ekki eins og þessi glæsilegi toll- heimtumaður. Og áfram rann bíllinn, að undantekinni lítilli viðdvöl á stöku stað, þar sem farþegar stigu út, komnir á ákvörðunar- staðinn, og aðrir komu í stað- inn í bílinn. Ferðafólkið talaði fátt, en sennilega hugsaði meira. Þá fór samtalið dálítið að lifna. er upp á Hellisheiði kom, því þá fór hinn alræmdi Hellisheiðarsnjór að liðka um talfærin. Sumir tóku jafnvel hús á þeim, sem lögðu Hellis- heiðarveginn, og kváðust vita betur en þeir, hvar vegurinn hefði átt að liggja til að forð- ast snjóinn. En snjóskömmin var svo hlálegur, að vera mest á veginum, jafnvel einnig á hæstu gröndunum, og setjast að í gömlum hjólaförum og þvæl- ast þar fyrir til ergelsis og ó- þæginda vegfarendum. Og bíl- stjórinn verður að skifta í ann- „að og þriðja „gír“ á víxl, öllum nálægum til leiðinda. En hvað skal segja. Áfram þarf að halda. Og þessa leið miskunnarlaust, úr því hvorki er kominn snjó- laus vegur um „Þrengslin“ eða Krýsuvík. — Eftir margar „skiftingar", rykki og skrykki komst farartæki okkar að Skíðaskálanum í Hveradöl- um og var þar látinn „blása út“. En þar var líka þrautin unnin, því úr því var snjólaus vegur til höfuðstaðarins, og eftir „út- blásturinn“ rann bíllinn á stað. En ekki var mér ljóst hvað olli því, að nú féll alveg niður alt samtal farþeganna. Sama and- lega deyfðin vestan Hellisheið- ar sem austan. En sálin hefir að líkindum starfað enn meir vestan megin, vegna höfuðstað- arins, ýmist inni í minninga- löndunum eða við byggingu og glæsileik nýrra heima í nýju umhverfi næstu daga. Hver get ur gizkað rétt á slíka hluti, Og ég fór að veita meiri athygli litlum dreng, er sat við hlið mér. Gat þessi litli drengur ekki verið eitthvert þjóðhöfð- ingjaefnið eða orðið seinna meir að íslenzkum Mussolini? Öll höfum við börnin verið. En víst var það, að þarna við hlið- ina á mér sat sakleysið, eða ef til vill sakleysið og ódygðin hlið við hlið, og mér varð á að fara að hugsa um erfðasyndina og allar lausaskuldir — lausasynd ir —, sem á mér hvíldu, göml- um manninum, fordæmingu og friðþægingu, páfann og synda- kvittun, sakleysið og litla dreng inn, alt þetta botnveltist í sál minni, þar til einhver velvilj- aður ferðafélagi vakti mig og hreif frá þessum hálfömurlegu hugsunum og leiddi mig inn í höll miskunnseminnar með því að kunngera, að nú værum við að komast inn til fyrirheitna landsins. Jú, bíllinn var kom- inn móts við Tungu, og nú man ég það, að fyrir mörgum, mörg- um árum — innan við tvítugt — þá var ég þarna á ferð um líkt leyti árs með nokkrum ver- mönnum og gamla Rauð með reiðing og klyfbera og þungar klyfjar, sem héngu á klökkun- um. Rauður var afbragðs baggahestur og veraldarvanur, bezta farartækið og flutninga- tækið á bænum, og ég sjálfur var í gráum vaðmálsfötum níð- sterkum og tvennum ullarsokk- um með velgerða kúskinnsskó með sokkana utan yfir buxun- um, og í sokkunum voru fjórar randir ofan til í fitjunum, einn- ig hafði ég skinnstakk og skinn brók úr sauðskinnum til hlífð- ar, sem ég hafði bundið við klyfberabogann á Rauð þegar ég þurfti ekki að nota slíkar flíkur á ferðalaginu, og öll hers- ingin með gamla Rauð fór nið- ur í Skuggahverfið. Þar voru baggarnir teknir af Rauð, þeir áttu að fara suður með sjó, og einnig alt hafurtaskið, nema Rauður, hann fékk aðra bagga á sig og var sendur með þá til baka heim, austur í sýslur. En þarfasti þjónninn, hann gamli Rauður, er fyrir löngu kominn undir græna torfu, með reiðingi og klyfbera. Á þeim tíma, sem hér um ræðir, notuðu menn einnig meir hesta postulanna í vetraferðum en nú. Og þá átti ég þann íslenzkasta göngustaf, sem ég hefi átt, fæddan og upp- alinn í Næfurholtsskógi. En Skuggahverfið, hvar er það? Er það líka komið undir græna torfu eins og gamli Rauður? En á slíkum stað og slíkum tíma, þegar bíllinn brun ar niður Laugaveginn, er nú lítiil tími til hugleiðinga. Nú er það stórborgin og mannösin, sem brjálar alla hugsun. Samt skýtur minningunum um ferð- ina og gamla Rauð með leiftur- hraða inn í hugann, og krækl- ótti göngustafurinn úr Næfur- holtsskógi eins og læðist upp í hendina. Nei, bíddu við, gamli tími: Nú er öldin önnur. Svört ,,seviotsföt“ skraddarasaumuð, hattur og vetrarfrakki og svart- ir skór á fótum og flutninga- tækið, sem flytur alla þessa dýrindisvöru, miklu skrautlegra en stofan á prestssetrinu, sem þó var fallegust allra húsa í fyrri daga. Og hraðinn, næstum eins og fuglinn fljúgandi. Þetta musteri sælunnar, þetta örsmáa sýnishorn af aðbúnaði guðs- barna á himnum — bíllinn —, sem þó stoppar alt í einu við hús út í hliðargötu til þess aS skila heim undurfallegri stúlku ofan úr sveit. Og nú fór að verða stanz með stuttu milli- bili. Farþegar kölluðu númer húsanna — ákvörðunarstaðinn. I öllu því fargani stóð gamli Rauður eins og steintröll fyrir mínum sálaraugum og Skugga- hverfið læddist inn í hugar- gættina. Og feginn varð ég að komast til systur minnar elsku- legrar í Ingólfsstræti, inn í hlýju stofuna, matinn og sjóð- heitt kaffið. Engu ófegnari en . þegar ég fyrir mörgum árum kom ofan í Skuggahverfið fót- gangandi með birkilurkinn í hendinni og gamla Rauð í togi. Fyrir flestum okkar, sem komum til Reykjavíkur, er svo háttað, að við eigum þar marga ættingja og vandamenn og góða kunningja. Og að heim- sækja slíkt fólk er sama og að koma heim á sitt eigið heimili. En okkur þykir mörgum hverj- um nóg að éta og drekka hjá þessu vandafólki okkar. Og eft- ir að hafa hlýjað okkur eftir ,,vos“ ferðalagsins, teygt úr limum okkar, strokið okkur og greitt mosann og ruslið úr skegginu, svo að við erum orðn- ir „götunnar boðleg kramvara“, förum við niður á ,,Land“,. „Vík“ eða „Borgina“ eða eitt- hvert annað gott hótel og fáum okkur herbergi fyrir „fimm- kall“. En þá er líka fyltur mæl- ir sælunnar, því alt er til reiðu í slíkum salarkynnum, prýðilegt rúm með mjallhvítum rekkju- voðum, dívan, sem aldrei segir aukatekið orð til baga, heill skipsíarmur af „servönt- um“ og fataskápum, þvottaá- áhöldum og alls konar þægind-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.