Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Útgáva
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.05.1938, Síða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.05.1938, Síða 8
 ALÞÝÐUBLAÐIÐ GESTKOMANDI í NOKKR- Her er Liv og glade Dage, 'UM ERLENDUM BORGUM. her gaar Solen aldrig ned’ (Frh. af 6. síðu.) breytta kvöldprógrammi sínu ©g Guldaldersalen, dvalarstað- ur Venusardýrkendanna, nætur klúbbur, þar sem vín og ást- leitni skipa æðstu sætin. Húsakynnin eru gömul og veitingasalirnir allir forneskju- lega skreyttir: Á stoðum og þverbitum er allskonar útflúr og á stólbökin eru letraðar setningar, stuttar og kjarnyrt- ar, er komið geta ónotalega við kaunin á þeim, sem spéhræddir ■eru. Hvergi er þó umhverfið fjöl- breyttara en í Landsbyen, þar sem aðsetursstaður okkar var um kvöldið. Þar er veitingasal- urinn útbúinn sem brot af sveitaþorpi og sitja gestirnir yfir krásum sínum úti á miðri götunni, milli forneskjulegra timburhúsa, er slúta með burst- um sínum og veggsvölum fram yfir götuna. Við húsin eru hrör- legir luktarstaurar með flökt- andi ljóskerum á. í baksýn blasir við fagurt fjalllendi og gyllir bleikur máninn fannhvít ann jökulskallann, þegar slökt hafa verið í salnum hin venju- legu ljós og rökkurskin götu- luktanna, ásamt daufum bjarma frá alstirndri himinhvelfingunni — varpa yfir sveitaþorpið og hina glaðværu íbúa þess æfin- týraríkum ljóma. Það glampar á vínföngin, glös unum er hampað og glaðværar raddir syngja fullum hálsi með undirleik þróttmikillar hljóm- sveitar: HÍBnist merkiS' dap I íifi ydae með pví að láta taká af yður Býj's ijósmynd á Ijósmyndastofu Sipröar GuóimsKidssunar Lækjargötu 2. Sími 1980 Heimasími 4980. í hinum enda salsins, sem gegnt er fjalllendinu, er geysi- mikill sýningarpallur, þar sem leiknar eru alt kvöldið hinar undraverðustu listir. Á pallin- um hafa hljómsveitirnar jafn- framt bækistöð sína. Daginn eftir skoðuðum við Thorvaldsenssafnið og Glypto- tekið, sem að listgildi eru með því fegursta, sem borgin hefir að bjóða. Seinni hluta dagsins fórum við í heimsókn til vinstúlku konunnar, er búsett var í borg- inni. Ókum við svo um kvöldið ásamt henni í járnbraut út á Dyrehavsbakken (um klst. ferð frá Kaupm.höfn), þar sem öl- æðisbragur íslenzkra útiskemt- ana virðist eiga sér ósvikinn jafningja. Skemtiatriðin eru þar með svipuðu sniði og í Ti- voli-garðinum, en þátttakan í þeim viltari og vínföngin stíga mönnum þar augljósar til höf- uðsins. Mill laufkrýndra skóg- artrjánna bjóðast elskendum, er þangað leita, öruggir felu- staði og stjörnurnar einar eru vitni að þeim hvíslingum, koss- um og faðmlögum, sem þar eiga sér stað. Dyrehavsbakken er fjölsótt- ur skemtistaður, sem á sumrin er þeim sannefnd Paradís, er njóta vilja skemtanalífsins í sem ríkustum mæli, án tillits til þeirra siðferðisfjötra, er menn á yfirborðinu verða að temja sér í umgengni sinni hver við annan. Þar leika þau laus- um hala Pan og Venus og Bacc- us er þar friðlýstur í felustöð- unum milli trjánna. Á leið okkar niður að braut- arstöðinni, þegar haldið var heim um nóttina, gengum við allvíða fram hjá pörum, er reik- ul voru orðin í rásinni, en studdu þó hvort annað í einingu andans á leiðinni út í húmþykn- ið þögult og lokkandi.------- Ég sá þau í anda með sólar- upprás morguninn eftir reika dauðþreytt og svefnvana í átt- ina til ferjunnar, sporvagnsins eða járnbrautarinnar, einu æf- intýrinu ríkari — máske því fyrsta — tíunda eða tuttugasta — máske líka aðeins í endur- minningum hins venjulega, sem hverri einustu nótt var ætlað að færa þeim. — Daginn eftir var úrhellisrign- ing, og héldum því að mestu kyrru fyrir heima á hótelinu. Síðdegis rofaði þó sæmilega til, og fórum við þá enn út á Frede- riksberg í heimsókn til systur væntanlegs mágs míns, er þar var í vist. Dvöldum við hjá henni fram eftir kvöldinu í bezta yfirlæti og fórum þaðan — eins og góðu börnin — beint í bólið. Á heimleið. —o— DAGINN EFTIR hófst svo heimferðin. Kl. 10 árd. lögðum við af stað með m.s. Dronning Alexandrine. Á leiðinni út Eyrarsund voru farþegarnir flestir á þiljum, enda var yndislegt veður og út- sýnið töfrandi á báða bóga. Þegar leið á daginn, fór veðr- ið heldur að spillast og ókyrð- ist sjórinn nokkuð. Urðu því lé- legar heimtur við kvöldborðið og hurfu jafnvel sumir hálfmett aðir frá því aftur, til að fórna því litla, sem búið var að inn- byrða. Heimferðin var yfirleitt til- breytingasnauð. Veðrið var alla leiðina óhagstætt mjög, rigning og kalsaveður, og héldu farþeg- arnir að mestu kyrru fyrir, hver á sínum bás, nema þeir, sem sjóhraustastir voru. Til Thorshavn í Færeyjum var komið 2. júlí kl. 12 á mið- nætti og farið þaðan aftur um þrjú leytið. Þann 4. komum við svo til Vestmannaeyja kl. 2.30 síðdeg- is. Var þá stormur og rigning. Frá Eyjum fórum við um kvöldið kl. 7 og komum til Reykjavíkur snemma morgun- inn eftir. BJÖRGUNARSTARF í BLIND BYL. (Frh. af 3. síðu.) félagi þeirra Thompson, sem hnipraði sig á klettabrúninni, gat náð í dýrið frá þeim björg- unarmanninum, sem efst hékk í kaðlinum. Tveir þeirra manna, er neðstir voru í keðjunni, urðu þess nú áskynja, að hin langa gönguför um morguninn, ferðin upp bratt ar fjallshlíðarnar og svo að handlanga sig upp og ofan kað- alinn, hafði reynst þeim ofraun, að ógleymdu því, sem erfið- ast var, að halda kaðlinum lausum frá egghvössum grjót- nibbunum, svo að félagar þeirra gætu klifað upp. Eftir ítrek aða tilraun að komast upp reip- ið af eigin rammleik, var mátt- ur þeirra svo þrotinn, að þeir urðu að fá aðstoð félaga sinna sér til bjargar. Seinasti maðurinn er upp kom hafði meiðst allmikið um ökla á egghvössum bergnibbum — en þótt hann væri allmikið þjakaður, lagði hann þó á stað með félögum sínum heim til búðanna. Hinir mennirnir skift- ust á um að bera hundinn og hinn þunga kaðal. Þegar til verbúðanna kom var settur fyrir Buster stór matar- diskur. Og fyrir vingjarnlegar áeggjanir og klapp vina hans mjakaði hann sér með veikum kröftum að disknum og rak trýnið niður í hann miðjan. En nú var Buster svo langt leidd- ur, að hann gat ekki notað sér matinn, heldur sofnaði sam- stundis í þessum stellingum. Og það var ekki fyr en eftir fullar fimm klukkustundir, er hann vaknaði, að hinn stóri St. Bern- ardshvolpur gat gert sæmileg skil fyrstu máltíð sinni, eftir langa átta daga og nátta útivist í heljargreipum. Buster er nú búinn að ná sér aftur, og ekki er erfitt að gera sér í hugarlund þá einlægu vin- áttu, sem nú ríkir milli Busters og mannanna þarna í verbúð- unum í norðvestur Ontario. (Lauslega þýtt.) Þvottaduft hinna vandlátu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.