Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 23.10.1938, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐl®
Minningar frá pví Nirði var
Eftir frðsðgn Jéns finðnasonar fisksata.
ÞAÐ gerðust ýmsir dapur-
legir atburðir hér á landi
haustið 1918. Og heldur mátti
það teljast með lakari viðburð-
unum, þegar einum aflasælasta
togaranum okkar var sökt, —
enda þótt mannbjörg yrði. Eru
nú liðin rétt 20 ár síðan sá at-
burður gerðist, og í tilefni af
því, hefi ég átt viðtal við Jón
Guðnason fisksala, Bergstaða-
stræti 44, og ritað upp eftir frá-
sögn hans það, sem hér fer á
eftir, en hann var einn þeirra,
sem á Nirði voru, þegar honum
var sökt.
EG HEFI margs að minnast
frá því ég var á Nirði, seg-
ir Jón Guðnajdon, Og þó að
unnið væri sleitulaust, án svefns
og hvíldar, þegar mikið lá við,
þá eru endurminningar mínar
yfirleitt góðar frá starfsárum
mínum á Nirði, en ég var þar
háseti frá því að skipið kom
hingað nýsmíðað í vertíðar-
byrjun 1914 og þar til því var
sökt 18. október 1918. Það var
nokkuð sérstætt fyrirkomulag
nieð mannaráðningu á þessum
togara. Flestallir þeir, sem
fengu þar skiprúm, voru ann-
að hvort hluthafar sjálfir eða
þá synir aldraðra hluthafa, sem
hættir voru að sækja sjó sjálf-
ir. Mig minnir að við værum
aðeins tveir á skipinu allan
tímann, sem ekki nutum per-
sónulegs eignarréttar í skipinu.
En við nutum báðir gamalla
kynna við skipstjórann, Guð-
mund Guðnason, frá því hann
var skútuskipstjóri og við há-
setar hans.
Njörður reyndist mesta tekju-
lind fyrir hluthafana. Það mátti
næstum því segja, að hann bæri
hundráð faldan ávöxt.
Hann fylgdi nákvæmlega
heimsstyrjaldarárunum. Kom
rétt áður en stríðið byrjaði og
sökk í haíið áður en styrjöld-
. inni lauk. Hann var oftast topp-
skip með aflafeng og aflasölu.
Seldi oft afla sinn fyrir 6—7
þúsund sterlingspund á brezka
markaðinum. Fyrst framan af
var farin hin gamla leið í gegn
um Pettlandsf jörðinn, til r Hull
og Grimsby, á suð-austur Eng-
landi. En tundurdufl og neðan-
sjávargirðingar gerðu þessa
leið síðar ófæra fyrir okkur,
og sigldum við eftir það til
Fleetwood, sem er borg á
vestanverðu Englandi. Þótti
minni hætta að sigla þeim meg-
in að landinu, en allsstaðar var
þó mikil hætta, stafaði hún sér-
staklega af þýzku kafbátunum.
Guðmundur skipstjóri á Nirði
hafði þá reglu, eftir að siglinga-
hættan óx svona, að skilja eftir
heima, þegar hann sigldi út
með aflann, fjölskyldumennina,
en hafa eingöngu á skipinu ein-
hleypa menn. Þess vegna var
ég einn þeirra, sem sátu í landi
þetta sumar meðan verið var í
Englandsferðunum. En vegna
einhverra atvika var brugðið
út af þessari reglu hvað mig
snerti í þessari síðustu ferð
Njarðar. Og nú er komið að því
að segja frá þeim atburði þeg-
ar Nirði var sökt.
Tel ég bezt að byrja á því, að
hafa yfir greinarstúf, sem ég
setti í blaðið Dagsbrún, þegar
ég var nýkominn heim úr þess-
ari ferð. Þar er rakin saga at-
burðarins í stórum dráttum og
svo skulum við sjá, hvort ég
get ekki bætt einhverju við á
eftir.
„Við lögðum af stað héðan frá
Reykjavík þriðjudagskvöldið
15. október, og héldum áleiðis
til Englands með fullfermi af
ísvörðum fiski. Gekk ferðin vel
þar til á föstudag síðasta sum-
ardag kl. 10 að við urðum var-
ir við einkennilega fleytu, sem
síðar reyndist að vera kafbátur.
Vorum við 25 sjómílur vestur af
Sankt Kilda og um 70 sjómílur
norður af Barra Head. Talsverð-
ur vindur var af austri og
kvika. Kl. 11 sendi kafbátur-
inn fyrsta og annað skotið með
litlu millibili, og stöðvaði skip-
stjóri þá skipið, og kvaddi skip-
verja í bátana. Gekk það á-
gætlega og fórum við allir í
annan bátinn, og losuðum hinn
til þess að hann flyti upp, ef
skipinu yrði sökt. Meðan þessu
fór fram, var látlaus skothríð
frá kafbátnum, en ekkert skot-
ið hitti Njörð fyr en við vorum
komnir langt 1 burtu, þá hitti
eitt skotið frammastrið og féll
það niður og braut skarð
í öldustokkinn um leið. Þessi
skothríð gekk í 3 V2 tima.
Dauðadómurinn var upp-
kveðinn yfir Nirði, og síðasta
skotið af 40 til 50 hitti hann að
aftan og fór hann á afturend-
ann niður. Má geta nærri,
hvernig hugsanir okkar hafa
verið, sem vorum búnir að vera
um borð í Nirði síðastliðin 5
ár. Þó heyrðist ekki æðruorð til
nokkurs manns. Lögðum við svo
á stað undir ágætri stjórn skip-
stjóra og stýrimanns. Sigldum
við samflota og leið okkur eftir
atvikum vel. Eftir 60 stunda
siglingu hittum við enskan
botnvörpung, og var okkur vel
tekið þar, og fór hann meö okk-
ur til Londondeer á írlandi.
Þangað komum við kl. 10 á
mánudagsmorgun 21. okt. og
fengum hinar beztu viðtökur.
Þar gaf Rauði krossinn okkur
nauðsynlegustu föt, því að föt
okkar misstum við. Þaðan fór-
um við með járnbrautarlest til
Belfast, og svo með stóru far-
þegaskipi til Fleetwood, og
komum við þangað þriðjudags-
morguninn næstan eftir. Þá
voru staddir 1 Fleetwood botn-
vörpungarnir Ýmir, Jón forséti
og Snorri Sturluson, tóku þeir
6 af okkur skipverjum, hinir
urðu eftir í Englandi vegna sjó-
prófanna.
í Fleetwood lét skipstjórinn
okkur fá föt eins og við þurft-
um meðy og sá um að okkúr
liði vel að öllu leyti, og kom
að öðru leyti mjög drengilega
fram við okkur, sem hans var
von og vísa.“
Liggur þá næst fyrir að ségja
einhverjar smásögur til viðbót-
ar.
Er við tókum að sigla í átt-
ina til lands, var austan storm-
ur og kvika, og blotnuðum við
allmikið af sjódrifinu. Annar
báturinn gékk mikið betur og
varð að bíða eftir hinum með
köflum,, svo að við yrðum ekki
viðskila. Var - svo tekið fyrir
að setja taug á milli bátanna og
vorum við samferða upp frá
því. Við vorum vel birgir af
mat. Hjálpaði það mikið að
skipstjóranum hafði hugsast
það snjallræði að grípa pottinn
með af eldavélinni, en hann var
fullur af soðnu kjöti, því að
það var langt komið með að
elda miðdegismatinn þegar við
yfirgáfum skipið.
Um kvöldið varð öðrum kynd-
aranum fjárans kalt; Var sett í
hann brennivín, og hresstist
hann allvel við það. Þegar á
kvöldið leið, tók að lygna, og fór
veður batnandi upp frá því. Og
á laugardaginn (1. vetrardag)
var veður skínandi gott. Fórum
Jón Guðnason..
við þá úr fötum pg .breiddum
þau til þerris við siglutrén á
bátnum. Við vissum að þennan
dag átti atkvæðagreiðsla um
sambandslagafrumvarpið að
fara fram um land allt heima,
og gerðum við okkur það til
gamans í bátunúm áð greiða
þar atkvæði líka. Viðworum 12
' í aU't, 11 íslendingartlog 1 Ðani.
Var það skipstjóxi af einhverj-
um dalli, sem annað hvort
hafði strandað, eða verið skot-
inn niður.
Hafði hann fengið far út rnéð
Nirði, og skiídu leiðir okkar sið-
ar í Fleetwood eins og til hafði
verið ætlast í byrjim. 'Seint á
sunnudagskvöldið sÍúm við
Ijós uppi og stefndum að því.
Sáum við að það sföðVaði ferð-
ina, en ekki var ökkur þá
kúnnugt um það, að'við vær-
um í nókkurri hættu fyrir
þessU skipi. Var þétta vopnað-
ur togari, sem hét Lord Lister,
og var hann a njosnum eftir
þýzkum kafbátumV Er ' við
komum' þar um liorð, , kváðust
þeir hafa haldið að bátafloti
okkar væri þýzkur kafbátur, og
hefðu þeir staðið tilbúnir við
byssurnar til að skjpta á hann,
en áttað sig þó nógu snemma
á hinu rétta.
Við fengum ágætis viðtökur
um borð í togaranum og lagði
hann þegar á stað með okkur
til lands. Vorum við þá 25:—30
mílur vestur af írlandi. Vorum
við þá búnir að fara .á bátunum
viðlíka langa leið og yestan af
Arnarfirði og hingað til Reykja
víkur. Við höfðum hund á
Nirði, sem hafði svo að segja
alist þar upp. Hann kom ein-
hverntíma á skipið í Reykjavík
þegar hann var smáhvolpur.
Tókum við hann auðvitað með
Frh. á 6. síðu.