Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.03.1939, Síða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 12.03.1939, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐi® hreppstjóri það jafnan hugfast, að reyna að komast að því, hvernig á þessum reimleikum stæði. Og það fyrsta, er hann varð áskynja í þessa átt var það, að flest það, er við hafði borið og hann fékk eigi skilið að gæti verið af mannavöldum, það gerðist í sama herbergi eða í nálægð Ragnheiðar. Hann á- kvað því að veita öllum hreyf- ingum hennar alveg sérstaka eftirtekt. Einhverju sinni var Ragnheiðar stödd frammi í búri og var henni ætlað að bera matardiska inn í baðstofu. Þeg- ar hún hafði tekið í fang sitt og hendur eins marga diska og henni var framast unt, lagði hún af stað og var hreppstjór- inn í fylgd með henni. Þegar hún kom inn í baðstofuna, bar svo undarlega við, að skattholið valt fram á gólfið og féll niður rétt fyrir framan tærnar á hreppstjóranum, sem stóð alveg höggdofa af undrun. En Ragn- heiður var þá komin inn á mitt baðstofugólfið. Engir aðrir voru í baðstofunni er þetta gerðist. Síðan var borðaður morgun- verður. En að því loknu fór Ragnheiður að þvo húsgólfið. Húsfreyja tók þá prjónaðan hálstrefil, sem hreppstjórinn átti, og lagði fram á skatthol- ið, því hún vildi að hann týnd- ist ekki. Skuggsýnt var, því stungið hafði verið upp í glugg- ann eftir að rúðan brotnaði. Hreppstjórinn var í borðstof- unni ásamt húsfreyju, en hún hélt á barni á fyrsta ári. Það leið örlítil stund, þar til Ragn- heiður hafði lokið gólfþvottin- um, þá kom inn í baðstofuna krakki, sem hafði hönd á háls- treflinum, en þá hefir það furðulega gerst, að trefillinn var skorinn eða kliptur sundur í þrjá jafnstóra parta og alveg þvert yfir. Húsfreyja fullyrti að hann hefði áreiðanlega verið heill, þegar hún lagði hann frá sér, og eftir það kvaðst hún alt af hafa horft á Ragnheiði, svo ekki kæmi til mála, að hún hefði haft hönd á treflinum. Þetta gerðist á 10 mínútum. Næsti bær vestan við Hvamm heitir Laxárdalur. Þar bjuggu bræður þrír, og var þar fjöldi manns í heimili. Voru ýmsir þaðan að koma að Hvammi til að sjá undur þessi, og þ. á. m. bræðurnir í Laxárdal. Þótti þeim sem öðrum hér gerast undur mikil. Einnig kom þangað Árni Benediktsson á Hallgilsstöðum. Eitt sinn er hann kom inn í bað- stofuna í Hvammi, sat Aðal- steinn bóndi á rúmi Ragnheiðar og var að binda á sig skó, og settist Ámi á rúmgaflinn hjá honum. Hreppstjóri stóð við skattholið, sem var rétt við rúmgaflinn. Kastaði þá Árni húfu sinni upp fyrir Aðalstein, hafði orð um, að máske hefði það gaman af að skera húfuna, eins og netið' hans Hjartar, því hann var þá unglingur og galsa- fenginn mjög. Ræddu þeir nú um stund við hreppstjórann meðan Aðalsteinn hafði skó- skifti, en svo stóð hann á fætur og gekk fram. Ætlar þá Árni að taka húfu sína, en fann hana hvergi. „Ef til vill hefir Aðalsteinn tekið hana í misgripum,“ sagði hrepp stjóri. Fór þá Árni á eftir Að- alsteini, en hann var þá með sína eigin húfu. Á meðan þessu fór fram, stóð hreppstjóri kyr í sama stað, svo óhugsanlegt var að nokkur maður hefði getað tekið húfuna án þess hann yrði var við. Árni fór svo að leita aftur, en fann hana ekki. Þá fór hann upp í efri bæinn að finna Arn- grím og kom aftur eftir litla stund. Voru þá ekki aðrir í hús- inu en húsireyja og Ragnheiður ásamt hreppstjóra, sem aldrei leit sínum rannsakandi augum af þeim. „Hafið þið fundið húf- una mína?“ spurði Árni um leið og hann leit inn. „Nei,“ sagði hreppstjórinn, ,.það hefir ekki verið leitað síðan.“ ,.Máske hún sé á sama stað,“ sagði Árni og greip húfuna um leið, því hún lá þá ofan á rúminu, þar sem Árni hafði skilið við hana. En hún var skorin sundur þvert og endilangt. Þetta var öllum hið mesta undrunarefni, því hér var bókstaflega engum brögð- um hægt að beita, án þess hreppstjóri yrði var við. Nú skeði ekkert markvert í nokkra klukkutíma, og voru sumir jafnvel farnir að vona, að nú yrði eitthvert lát á reim- leikunum, en að áliðnum degi sátu þær húsfreyja og Ragn- heiður inni í baðstofu, og hafði hreppstjóri ekki vikið frá þeim allan daginn, en nú þurfti hann nauðsynlega að ganga út, og um leið tók Ragnheiður barn, sem húsfreyja var með og ætl- uðu þau að verða samferða fram. En er þau komu í fremri baðstofuna, kastaðist loptvogin í gólfið við fætur hreppstjóra, en hún hékk á nagla á stofu- þilinu yfir hjónarúminu. Hún kom niður fulla 3 metra frá naglanum, er hún hékk á. Ragnheiður stóð í sömu spor- um með barnið á hægri hand- legg, en enginn annar var í húsinu. Loftvogin brotnaði, sem von var, en fór þó ekki í rúst. Var hún svo tekin, ásamt klukk- unni, og borin upp í efri bæinn. Litlu síðar þenna sama dag komu enn gestir að Hvammi. Það voru þeir Pétur Metúsal- emsson, bóndi á Hallgilsstöð- um, og Árni, sem fyr er nefnd- ur. Þegar Pétur var rétt kom- inn inn, sá hann hvar snælda ein, sem var undir sperru hátt uppi í baðstofu, kastaðist skyndilega á gólfið, án þess að nokkur maður kæmi þar nærri. Einnig sá hann tvinnakefli þeytast um baðstofuna, án þess að nokkur maður kæmi þar nærri. Gestunum var fært kaffi, eins og venja er á sveitabæj- um, en á meðan valt skattholið um í frambaðstofunni. Hrepp- stjórinn og Pétur veittu því at- hygli, að enginn maður var þar, er hefði getað valdið þessu, og Árni var frammi í miðjum göng um er hann heyrði skellinn. Það var undarlegt með þetta skatthol. Því hafði nú verið velt um ótal sinnum, enda þótt það væri skorðað í hvert sinn og það var reist við. Til þess að velta því við, þurfti talsvert átak. Það bar og við um þessar mundir, að stórum og þungum hlóðarsteinum var velt fram á eldhúsgólf, og lágu eldglæðurn- ar um allt gólfið. Það var alveg óhugsanlegt, að þetta hefði ver- ið gert af menskum manni, því steinarnir voru heitir mjög og óþjálir viðureignar. Þá var og ýmsum hlutum kastað til og frá, svo sem glerbrotum, mó- köglum, skeifum o. fl. Þetta varð að vísu engum til skaða. En það var öllu fólkinu aug- ljóst, að hér voru hin sömu, ó- þektu öfl að verki. Jafnframt þessu voru ýmsir hlutir eyði- lagðir og brotnir til stórtjóns fyrir heimilið. T. d. var botninn brotinn úr nýlegum potti, sem geymdur var í búrinu; bollapör og diskar brotnir, og ýmsir fleiri munir skemdir og eyði- lagðir. Gagnvart öllum þessum ósköpum stóð allt fólkið ráða- laust, og jafnvel hreppstjórinn fann enga skýringu á öllum þessum ósköpum og sá enga leið til úrbóta eða bjargar. La,ust eftir miðdag þennan sama dag (25. febr.?) kom margt fólk frá Hallgilsstöðum, en sá bær stendur austan Hafralónsár, beint á móti Hvammi. Þetta fólk var: Björn bóndi Guðmundsson, Guðrúnt dóttir hans, Valgerður Friðriks- dóttir, Árni Benediktsson og 2 drengir. Hreppstjórinn tók á móti fólkinu og bauð því til bæjar. Vegna þess, að fólkið kom einungis til þess að sjé undur þessi, fór það fyrst inn i eldhúsið, því nýlega hafði þá steinunum verið velt um. Em rétt í þessu kom Ragnheiður og bauð gestunum að ganga til baðstofu. Piltarnir vildu staldra við, en stúlkurnar fóru með Ragnheiði, og gekk hún á und- an. Þær voru ekki komnar lengra en í dyrnar, þegar þegar heyrðist afarhátt högg barið í þilið, sem var milll búrs og eldhúss. Enginn maður var þar nærri, nema framan- nefndir utanbæjarmenn, hrepp- stjórinn, Björn, Árni og dreng- irnir. Ragnheiður og stúlkurn- ar, sem með henni voru, heyrðu; auðvitað höggið. Ekki fannst. neitt, er benti til þess, að það; hefði verið kastað í þilið. Síðar fóru piltarnir inn í baðstofu, og var enginn maður eftir frammi í bænum. En þeir voru ekki fyr komnir inn, en þeir heyrðu hávaða frammi. Þeir hreppstjóri og Björn fóru sam- stundis fram og sáu að kippu af kindabjórum hafði verið kastað yfir þilið, sem aðskildi eldhúsið og bæjardyraganginn, en enginn maður var sjáanleg- ur. — Litlu síðar kastaðist kanna af borðin í frambaðstof- unni. Þeyttist hún 2—3 álnir frá borðinu, niður í gólfið og fór í ótal mola. Hér var engun® hægt um að kenna. hvorki ketti eða nokkrum manni. Einnig var kastað í gólfið ýmsum fleiri munum, svo sem bramaflösku, kúskeljum, ullarkömbum o. fl. En alt af leið lítil stund á milli. Baðstofan var nú full af fólki, en enginn, sem inni var, gat séð nokkurn mann í sambandi við hreyfingar þessar. Eftir nokkra dvöl fór að- komufólkið heimleiðis, en rétt um leið óg það var að leggja af stað, var kastað kassa úr eld- húsinu, á jafn óskiljanlega* hátt, og gerðist þetta fyrir allra augum. (Frh.)' i Eigimniaðurinn: Mig drieyimldi einkenniliegiaw drauim í métt, rfsk- an imJn. Mig" dneymdi, að ég sæi mjaym hlajupa á ‘burt með júg'. Konainj Og hVað sagðirðu víð haavn? BigirnnaSuriinn1: Ég spurði hvai'ð hattn vewi esgánlega aé hliEBupa.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.