Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.03.1939, Síða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.03.1939, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ blaðakónginum Northcliffe lávarði, sem um stundarsakir átti þetta voldugasta blað heimsins. Og ríkið hjálpaði. Um sama leyti fékk fréttastofan nýja stjórn, þar sem Sir Rode- rick Jones var formaður, en hann hafði lengi verið í þjón- ustu fréttastofunnar. Hann hafði ekki lengi haft formensk- una á hendi, er hann sá, að fréttastofu í þeim mæli, sem Reuter hafði komið upp, var ekki hægt að reka sem venju- legt verzlunarfyrirtæki. Stofn- unin hafði þá, alt frá því að Reuter breytti henni úr geng- isskráningarskrifstofu í alþjóð- lega fréttastofu stöðugt verið rekin með tapi, en það tap var aðeins hægt að bæta með tekj- unum af hinni margþættu fjár- málastarfsemi Reuters. Nú var um tvær leiðir að velja fyrir Sir Roderick Jones. Annaðhvort að bjóða fréttastof- una enskum blöðum til sölu, sem höfðu mikinn áhuga fyrir því, og gjarnan vildu taka að sér fréttastofuna sameiginlega. Þessi leið hefir m. a. verið farin í Noregi, þar sem blöðin sjálf eiga hluti í fréttastofunni og reka hana á eigin reikning, — eða hann hefði getað látið Reu- ter vera hálfopinbera frétta- stofu, þar sem ríkið tæki að sér í framtíðinni hluta af þeim gjöldum, sem nauðsynleg eru fyrir fréttastofustarfsemina. Roderick Jones valdi síðari leiðina. Þaðan í frá er Reuter hin embættislega fréttastofa Englands, sem fyrst og fremst skal gæta hagsmuna þess og brezka heimsveldisins í heild. Þetta er skýrt og greinilega tek- ið fram í gerðabók brezku stjórnarinnar, sem samin var 1 þessu tilefni og þar stendur orð- rétt: „That Reuter should re- main imperial, independent, unpartical and inconnected witn financial underlakings.11 Þ. e.: „Að Reuter skuli vera brezk, óháð, óflokksbundin og laus við fjárhagslegar álögur.“ — Ef við lítum nú til baka, er hin embættislega staða Reuter- fréttastofunnar árangur eðli- legrar þróunar, og ekki er til x heiminum nokkur fréttastofa, sem er algerlega einkaeign. Annaðhvort eru þær algerlega eign ríkisins, eins og t.d. í Sov- étríkjunum, og hin fyrverandi fréttastofa Austurríkis, eða rík- ið tekur að sér hluta af kostnað- inum við rekstur fréttastofunn- ■ar, og fær í staðinn íhlutun um rekstur hennar. Flestar frétta- -stofur nútímans eru þannig, En til er einnig þriðja tegund þeirra. Hér eru það blöðin, sem eiga fréttastofurnar og reka þær á eigin reikning, og þetta er reyndar eðlilegasta fyrir- komulagið, þar sem fréttastofur eru fyrst og fremst til vegna pressunnar og hún hlýtur auð- vitað að hafa mestan áhuga á sjálfstæði sínu og hlutlægni. stjórnin með Sir Roderick Jon- es sem formann. En auk aðal- miðstöðvarinnar er brezka rík- inu skift í átta stórar útbús- skrifstofur með eigin stjórn. Þessar útbússkrifstofur verða nefnilega að mestu leyti að geta unnið sjálfstætt, óháðar aðal- skrifstofunni. Nútímafréttir eru mjög viðkvæm og vandmeð- Valdimar Holm Hallstað. OLAFUR J. HVANNDAL PRENTMYNDASMIÐUR SEXTUGUR Flutt í samsæti að Hótel Borg þriðjudaginn 14. marz s.l. HVER VAR SÁ. er horfði í heiðið bláa hugann bundinn æskuþrárnar við. Hver var sá, er lifði við hið lága, en leit í anða hærri sjónarmið. Það var hann, sem dreymdi sína drauma um dáð, sem biði í fjarlægð krafta hans. Og barðist einn gegn mætti stríðra strauma uns strönd var náð hins fyrirheitna lands. Það var hann, sem byggði sínar brautir, beindi hug að marki af lífi og sál! Hann vígði í eldi orku sína og þrautir, — enginn draumur reynist slíkum tál. Hann horfði á það, sem helgast var og dýrast, og hylti það, sem mannsins gildi jók. Hans starf er mynd, sem mótast hefir skýrast af manndómsgöfgi í lífsins helgu bók. Við sjáum hann með sextíu ár að baki sigurglaðan tendra nýjan eld. Ennþá brennur æska í hverju taki athafnanna fram á lífsins kveld. Ennþá starir hann í heiða bláinn, hugann bundinn æskuþrárnar við. Ennþá ung af ljóma leiftrar bráin, lýsir fram á dýpstu sjónarmið. Sittu heill við sextugs-arin-glæður, syngi gleðin vorljóð þér í barm. Forsjón hans, er allra athöfn ræður, um þig vefji mildum friðararm. Við störfin sértu heill þó halli degi, hugann mótar óslökkvandi þor. Bjart er yfir brautryðjandans vegi, — blessun hefir vígt hans æfi spor. Ameríska fréttastofan „Asso- ciated Press“, norska, finska og svissneska fréttastofan „Schwei zerische Depeschenagentur“ á- samt mörgum fleiri eru þannig eign pressunnar sjálfrar. — Nú skulum við athuga dálítið nán- ar, hvernig Reuter hefir skipu- lagt fréttastarfsemi sína um all- an heim. Aðalmiðstöðin er nú, eins og fyr í London. Hér situr aðal- farin vara, sem verður að selj- ast meðan hún er ný, ef hún á annað borð á að vera seljanleg. Þessvegna er enginn tími til þess. að senda allar fréttir sem útbússkrifstofurnar ná í, til að- alskrifstofunnar áður en þær eru afgreiddar til blaða út um heim. Aðeins örlítið brot af Reutersfréttaskeytum eru nú látin ganga í gegn um aðal- skrifstofuna, en flest eru send frá útbússkrifstofunum beint til blaðanna. Auk útbússkrifstof- anna, er svo fjöldi Reuterum- boða í föðurlandinu, samveldis löndunum, nýlendunum og öðrum ríkjum um allan heim. Tala Reutersfréttaritara er sennilega rúmar tíu þúsundir. Auðvitað eru pólitískar mið- stöðvar brezka ríkisins og, valdamiðstöðvar annara stór- velda sérstaklega vel útbúnar — bæði með tilliti til sérstak- lega valdra fréttaritara og ríku- legs útbúnaðar að öðru leyti. Velþektar eru þær ströngu. kröfur, sem Reutersfréttastofan gerir til starfsmanna sinna, sem auk þess að vera duglegir blaðamenn, verða að vera fær- ir um að koma fram fyrir hönd Stóra-Bretlands úti um heim, svo að sæmilegt sé. Aðalfrétta- ritarar Reuters í Bndaríkjun- um, Frakklandi, Japan og víð- ar, njóta þar líka oft virðingar sendiherrans og það er aðeins. hægt að skýra út frá valdaað- stöðu Reutersfréttastofunnar, ekki aðeins innan enska blaða- heimsins, heldur í allri heims- pressunni. Reutersfréttaritar- arnir hafa þá líka efni á því að koma sómasamlega fram, þar sem þeir hafa geysilega há laun. Og þar sem Reuterfrétta- riturum er allsstaðar prýðilega tekið og sérstaklega af stjórnar- skrifstofum Bretlands, er það sönnun þess, hvers virði Reuter er Englandi og brezka heims- veldinu. Það er líka geysivíðtæk starf- semi, sem þar fer fram. Til brezku samveldislandanna, ný- lendnanna og erlendra ríkja eru fréttir sendar þrettán sinnum á dag. Á Englandi sjálfu sér Reuter aðeins um fréttastarf- semina fyrir blöðin í London, en ekki fyrir blöðin út um land, sem hafa sína eigin frétta- stofu í „Press Association.“ Sú fréttastofa er eign héraðsblað- anna og er rekin á þeirra kostn- að. „Er það drengur eða stúlka, sem þú hefir eignast?" „Ég hefi ekki hugmynd um það ég veit bara að konan mín hef- ir ákveðið að barnið heiti Óskar“. • Á matsöluhúsi einu kom það> iðulega fyrir að flugur voru í skyrinu. Einn af þeim, sem keyptu þar mat, kallaði mat- sölukonuna á eintal og stakk upp á því við hana, að hún hefðí skyrið i skál sér, en flug- urnar á undirbolia, „og svo get- ur hver blandað eftir eigin vild“,_ sagði hann.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.