Alþýðublaðið Sunnudagsblað


Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.03.1939, Qupperneq 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.03.1939, Qupperneq 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 toANNABYJUM 1692: grjótbyrgi ofan á lann beið bana áf Ingibjargar óg Ingveldar hét Guðrún Sveinsdóttir, og andaðist hún árið 1694, að því er séð verður. Var hún tvigift, og hét siðari maður hennar Magnús og var Salbjörg dóttir þeirra, að því er segir í minnisgrein eftir Árna Magnússon, en ekki koma þau feðgin við morðsmálið. — Systir Ingibjargar hét Ingveldur, eins og áður segir. Maður hennar hét Markús Ólafsson. Mun hann um tlma hafa verið vinnumaður í Garðinum hjá einokunarkaup- möhnunum, því árið 1687 er hann talinn eiga heima í Skansinum, en árið 1692 er hann fluttur að Þorlaugargerði, og 1694 er hann kominn að Ofanleiti, að því er sagt er i reikningabók Landa- kirkju. Þegar manntalið fór fram árið 1703, bjó hann með ráðs- konu á hálfum Norðurgarði. Þá eru börn hans talin tvö: Hösk- uldur 12 ára og Margrét 9 ára. Margrét er því fædd á árinu 1694 •g kemur það heim, því Ingveld- ur var ekki sett í varðhald fyr en það ár, eða seint á árinu 1693. Þegar Árni Magnússon gerði jarðabókina fyrir Vestmannaeyj- ar árið 1704, býr Markús enn á faálfum Norðurgarði. Bú hans er þá svipað og hjá öðrum eyjar- skeggjum: í kýr, 1 kvíga, í hross, Í1 ær á Heimalandi, 5 aér í úteyj- »m, 5 sauðir og 7 lömb. Heim- ilismenn eru sjö. í jarðabókinni fra árinu 1695 er Markús hvorki * talinn meðal bænda né tómthúsa- manna, en þó virðist mega ráða það af jarðabókinni frá 1704, að Mann hafi verið byrjaður búskap fyrir 1692, og aldur Höskuldar sonar hans bendir til hins sama, en hann mun hafa verið fæddur 1691. Þess er getið í jarðabók- inni, að Markús eigi fiskhjall í Skipasandi, sem hann hafi keypt fyrir einn ríkisdal af Pétri Vibe umboðsmanni. Hann fór áf landi bttrt áríð 1693, hálfgert landflótta, eins og áður segir. Markús mun hafa flosnað upp frá búskap, þegar morðsmálið hófst árið 1603. Mm annað fólk, sem kom við mál þetta, er ekki kunnugt fram yfir það, sem sfðar segir. — Það skal tekið fram, að það ér með öllu rangt, sem Espólín ^egir í Árbókunum, að Ingibjörg Oddsdóttir hafi eignast barn með Hans Christiansen umboðsmanni, og fyrir þá sök myrt mann sinn. JSngin rök verða fundin til þess, að Hans Christiansen hafi verið við mál þessi riðinn að neinu ieyti. Hann mun fyrst hafa komið til Vestmannaeyja, er Pétur Vibe fór af landi burt árið 1693. og er það sagt beinlínis í Valla- annál. — Eftirfarandi frásögn er rákin eftir Lögþingsbókunum ár- in 1693—1696. '■ ' I . ! ; . II. . UNNUDAGINN 19. júní árið 1692, laust eftir embætti, gekk Gisli Pétursson einn saman að heiman til þess að athuga fisk slnn, sem hann átti í fiskigarði uppi á Heimaey. Skömmu siðar fór Ingibjörg kona hans á eftir honum, en sendi vinnukonu þeirra hjóna, Steinunni Stein- móðsdóttur, til Ingveldar systur sinnar til þess að sækja hana. A leiðinní heim til hennar mætti Steinunn Ingveldi, og gengu þær síðan báðar, þar til þær fundu Gísla og Ingibjörgu við kró nokkra. Var Gísli þá orðinn all- drukkinn, er þau hittust. Hafði Ingibjörg haft með sér brennivín, er hún fór eftir Gísla, og hafði gætt honum á því, en hann var mjög drykkfeldur. — Gengu þau slðan öll að annari kró þar nærri, og fóru þau hjónin og Ingveldur (inn i hana, en Ingibjörg skipaði Steinunni einslega að staldra við úti og hafa gát á mannaferðum. fer inn í króna var komið, dró Ingveldur upp brennivínsflösku, og drukku þau öll þrjú úr henni. Gerðist Gísli nú ákaflega drukk- inn og seig á hann höfgi. Hallaðí hann höfðinu upp að konu sinni, en hún stóð þá upp og fór út úr krónni, en bað Gísla að bíða meðan hún svipaðist um eftir lambi sínu. í þeim svifum greip Ingveldur upp stein, sem lá i króardyrunum og færði hann í höfað Sisla. Þaut hún síðan út, og hruadu þær systur í sainein- ingu krónni ofan á Gísla. Hjálp- uðust þær systur og Steinunn síðan að við það, að dysja hann frekar. Krær þessar voru topp- hlaðin grjótbyrgi, einhlaðin. Að kvöldi sunnudagsins voru menn farnir að undrast um fjar- veru Gísla. Bauðst þá Brynjólfur Magnússon í Þorgerðarhjalli til þess að leita hans, en Ingibjörg latti hann fararinnar, svo að hann fór hvergi. Daginn eftir finst lík Gísla eftir tilvísan Páls Jónsson- ar, ellefu ára gamals pilts, sem hafði séð tvo kvenmenn vera eins og að einhverju flýtisverki við klettinn, þar sem líkaminn fanst. Þar heita síðan Gíslaklettar, sem hann var myrtur. Var Gísli hræði- Ihga limlestur. Segir í þingsvitni, er tekið var 24. apríl 1693, að tólf áverkar hafi verið á höfði, „og annað eyrað nokkuð frá höfðinu aftanverðu rifið, höfuð- skelin brotin og mikið af heil- anum útfallið, sem og aðrir fleiri smááverkar á höfðinu." 1 fyrstu mun ekki hafa fallið grunur á þær systur. Segir í Fitja-annál, að sá orðrómur hafi gengið, að álfar muni hafa orðið honum að bana, vegna þess að hann hefði verið heitinn álfkonu, er hann átti kunningsskap við, en svikið hana I tryggðum. Um þessar mundir var rík hjátrú alþýðu manna hér á landi, og er því ekki ósennilegt, að orðrómur þessí kunni að hafa orðið til þess, að dauða Gísla var lítill gaumur gefinn um sinn. Hvað sem því líður, er víst um það, að rannsókn var ekki hafin fyrri en næstum því ári síðar, eða 24, apríl 1693, að Ólafur Árnason sýslumaður i Dölum þingaði í málinu á Hvítingaþingi. I þvi réttarhaldi var Steinunn Stein- móðsdóttir yfirheyrð, og leidd nokkur vitni. Tvö vitni báru um áverka þá, sem voru á líkinu, og hefir áður verið sagt frá þeim. Tveir menn báru það, að þeir hefðu heyrt Steinunni Steinmóðs- dóttur bendlaða við morðið á Gísla. 1 Fitja-annál er þess getið, að Steinunn hafi fyrst komið á loft orðrómi um illvirki þeirra systra og hlutdeild sína í morð- inu. En fleira mun þar hafa kom- ið tíl, og stutt þann orðróm. Dag- inn, sem morðið var framið, sá ellefu ára drengur, Páll Jónsson að nafni, tvær konur við klett þann, sem líkið fanst við, og hefir þegar verið sagt frá því. Einnig hafði drengur á svipuðu reki og Páll, Halldór Árnason að nafni, verið á gangi nálægt þeim 'stað, sem líkið fanst. Hitti hann þar Steinunni Steinmóðsdóttur. Réð hún honum frá að ganga SUsngra í þá átt, og tók um leið hníf úr barnti sér qg þrýsti hári sínu með honum undir trafið. Viðurkendi Steinunn að hafa hitt Halldór á þessum slóðum, og kvaðst hún hafa gengið með hon- um nokkurn spöl heimleiðis frá krónni. Þá hafði Einar Brandsson séð Gisla sunnudaginn 19. júní á gangi með kvenmanni, er hann hugði að væri Ingibjörg kona hans. Enn fremur bar Sturla Ein- arsson það, að hann hefði séð Ingibjörgu ganga þaðan, sem menn fundu lík Gísla. 1 hinu. fyrsta réttarhaldi komu ekki fram frekari upplýsingar um morðið, en þegar hefir verið frá sagt, Bárust nú böndin svo að Stein- unni, að eftirmálsmennirnir, þeir séra Gissur og séra Arngrímur, bræður Gísla, héldu því fram í réttinum, að hún hefði valdiÁ dauða Gísla bróður þeirra. A þinginu var henni dæmdur tylft- areiður til að sanna sakleysi sítt, en hún kom honum ekki fram. Fékk hún engan til þess að sverja rneð sér, að hún hefði engan þátt i dauða Gísla. Á þessu sama þingi „var tekið almennilegt rigti með lófataki um Steinunni Stein- móðsdóttur, að hana hefði heyrt rigtaða af þessum manndráps- verknaði, hvar upp á og svo lögðu eið tveir skilrikir bændur". Sá vitnisburður var Steinunni gefinn á þinginu, að hún hefði fengið „meinlausa kynning upp á undanfarið athæfi." Frh. „Hvaða kofi er þetta, semþá ert búinn að byggja þarna á bakkanum"? spurði maður bónda nokkurn. „Það er sumarbústaður, ef ég fæ einhvern Reykvíking til þess að leigja það í sumar, en fái ég engan ætla ég að hafa það fyrir kálfana". * Maðurinn: Hvernig líst þér á húsið. Eigum við að kaupa það? Konan: Það er indælt. Otsýn- ið af veggsvölunum er svo fag- urt, að það gerir mig alveg mál- lausa! Maðurinn: Alveg mállausal Ég kaupi strax húsið. * Sjúklingurinn: Þér gáfuð mér eitthvað um daginn til þess að draga úr þunglyndi mínu. Læknirinn: Já. Sjúklingurinn: Mér finst ég vera orðinn altof ' léttlyndnr, því ég hló í morgun. Viljið þér ekki gefa mér eitthvað til þess að auka þunglyndið aftur. ♦ Kennarinn: Heldurðu að það þætti mikið til Ólafs Tryggvason- ar koma, ef hann væri á lffi Mú. Djengurinn; Já, afar mibíð. Hann væri þá yfir 8ÖÖ áía.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.