Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.04.1939, Side 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.04.1939, Side 1
MÞÝÐUBLAÐIÐ SUNNUDAGS- SUNNUDAGINN 16. APRÍL 1939 VI. ÁRGANGUR 16. TÖLUBLAÐ Jack London: Þegar ég var með o s tr ur æning j unum. fyrst í essinu sínu. Afl hans var afskaplegt, og þær sögur, sem gengu á ströndinni um ofbeld- isverk hans, voru alt annað en viðfeldnar. Alt af öðru hvoru kom á hann berserksgangur, og þá gerði hann hræðilegustu og heimskulegustu hluti. Ég kynt- karlmaður, þessi Nelson, og einn dag. þegar ég gekk fram hjá „Seinustu voninni“. þá kallaði hann í mig og talaði við mig, og þótti mér það mikill heiður. En hver getur lýst því, hve hreykinn ég varð, þegar hann blátt áfram bauð mér í Við héldum áfram að tala saman og stóðum við veitinga- borðið. Mér fanst það eitthvað einkennilegt, að við skyldum standa áfram, úr því við voruna búnir úr glösunum, en hvernig átti ég að þora að fara, úr því sjálfur Nelson vildi halla sér upp að veitingaborðinu? Mér til mikillar undrunar bauð hann mér aftur í glasið, er við höfðum þagað nokkrar mínút ur, og ég tók því boði, og síðan. héldum við áfram að tala sam- an, og sýndi Nelson ekkert far- arsnið á sér. Ég bið afsökunar á því, að ég þarf að gera grein fyrir hugs- anagangi mínum og sakleysi mínu. í fyrsta lagi var ég mjög upp með mér af því að vera með Nelson, sem var einn hinn allra frægasti allra æfintýramanna við flóann og í hópi ostruræn- ingjanna. En maga mínum hafði viljað það óhapp til, að Nelson skyldi fá þá flugu í höf- uðið að gefa mér öl. Ég hafði ekki neina vandlætingaróbeit á öli, og það, að ég gat ekki þolað bragð þess og hvernig það þandi mig út, var ekkert á móti þeim heiðri að vera í félagi við Nel- son. Hann langaði til að drekka öl, og ég var með honum við öl. Þess vegna varð ég að sætta mig við smávegis óþægindi. Við héldum áfram að standa og masa við veitingaborðið og drekka öl, sem Nelson pantaði og borgaði. Nú þegar ég skoða þetta eftir á, þá skilst mér helzt, að hann hafi verið forvitinn og viljað grenslast eftir því, hvers konar piltur ég væri, og það leyndi sér ekki, að hann langaði til að sjá, hve oft ég léti hann veita mér, áður en ég veitti á móti. JACK LONDON. ÓTT ég lærði að drekka með ostruræningjunum smátt og smátt, þá varð það samt snögglega, að ég kastaði mér út í óstjórnlegan drykkju- skap. En það kom ekki af því, að mig langaði í vínanda, held- ur voru orsakirnar hugræns eðl- is. Því fleira sem ég sá af líf- inu, því hrifnari varð ég af því. Ég get aldrei gleymt því, hve hrifinn ég var, þegar ég tók þátt í félagsránsferð í fyrsta sinn. Við vorum saman á skipinu Anrrie, svakalegir karlar, sterk- ir, sem létu sér ekki alt fyrir brjósti brenna, veðurbitnar bryggjurottur, sumir gamlir tugthúslimir, en allir fjendur lagastafsins og fólks, sem þeir •álitu að ætti að lenda í tugt- húsinu, þótt það gerði það ekki, ■allir klæddir í sjóstígvél og sjó- klæði, töluðu hægt en með gróf- iim röddum og loks voru þessi jötunmenni með skammbyssur í beltinu til þess að sýna, að þeim væri bláköld alvara. Þegar ég lít nú um öxl, þá sé ég og skil, að þetta var alt sóðalegt og heimskulegt. En ég leit ekki um öxl í þá daga, þeg- ;ar ég var stallbróðir Bakkusar konungs og var orðinn honum vinveittur. Lífið var taumlaust og trylt, og ég lifði nú sjálfur þau æfintýri, sem ég hafði lesið svo mikið um. Nelson — eða „Ungi Skör- ungur“, eins og hann var nefnd- ur til þess að greina hann frá íöður sínum, „Gamla Skörung“ -— sigldi á skútunni Ren og átti hana á móti manni, sem var nefndur Kræklingur. Var sá síðarnefndi mesti glanni, en INTelson var svo harður í horn að taka, að það gekk vitfirringu næst. Hann var aðeins tvítugur. en var risi að burðum. Nokkr- um árum síðar dó hann af skoti í Benicia og þá sagði líkskoð- unarmaðurinn, að hann væri herðabreiðasti maður, sem hann hefði nokkru sinni séð á lík- fjölum. Nelson var hvorki læs né skrifandi. Faðir hans hafði alið hann uþp á San Francisco-fló- ^num og. á siglingu var hann ist honum í fyrstu ferðinni, sem ég fór á Razzle Dazzle og sá hann sigla Ren í stormi og ræna ostrum, þegar við hinir lágum allir fyrir tveimur akkerum og þorðum ekki að hreyfa okkur í slíku óveðri. Mér fanst hann vera sannur staupinu. Ég stóð við veitinga- borðið og drakk eitt gas af öli með honum og talaði eins og karlmaður um ostrur og báta, og spurði, hver það gæti verið, sem hefði sent heila hleðslu af höglum gegnum stórseglið á Annie. Þegar ég var búinn að drekka ein tíu glös, ákvað ég, þar sem ég mundi þá ákvörðun mína, að fara hóflega í sakirnar — að láta nú við þetta sitja. Ég sagði því, að ég vildi fara út í Razzle Dazzle, sem lá við bryggjuna hundrað faðma frá. Ég kvaddi Nelson og- gekk niður að höfninni. En áfengið, sem hin mörgu glös höfðu að

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.