Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 16.04.1939, Qupperneq 3
ESSI saga er ástasaga, og
hún gerðist á einu af strand-
ferðaskipunum okkar,
Söguhetjan hét Jón, eins og
gengur, og ætlaði suður í
Reykjavík — svona rétt eins og
gengur,
Jóni hafði aldrei skilist það,
hvernig menn færu að því, að
rata í ástaræfintýri á strand-
ferðaskipunum, og hafði hann f>ó
heyrt margar tröllasögur af slíku.
— Ekki svo að skilja, að ekki
væri bæði andinn reiðubúinn og
holdið veikt hjá honum — og
stúlkunum líka, að honum virtist.
Þegar sjóveikin var ekki, þá var
hvorki hann né þær, frekar þar
en annars staðar sjálfhaldinn af
neinni þeirri ónáttúru, sem mein-
aði þeim að njótast. Síður en
svo. En hér var annað að. — Það
er ekki gott að maðurinn sé einn,
og þess vegna fær hann sér
konu. Og Jón var svo gerður, að
það þurfti minna en þrengslin,
sem vön eru að vera á strand-
ferðaskipunum, til þess að hon-
um væru allar bjargir bannaðar.
Ástir Jóns voru hvorki færri
né smærri en annara, en þær
voru innilega ómannblendnar, og
áttu því heima á þurru landi og
helzt í fámenni. Hann hafði sund-
riðið Dalsá í vorflóði, þar sem
hann kom að henni, til þess að
hafa tai af stúlku, sem vakti yfir
vellinum hinum megin, og ekki
séð eftir lungnabólgunni, sem
hann fékk eftir það kaldabað,
— af því að enginn vissi um or-
sökina. Hann hefði heldur viljað
fá það bað aftur með öllum af-
leiðingum, en að eiga það á
hættu, að einhver hásetinn kældi
á milli sín og einhverrar á öðru
fari með einni bunu úr þilfars-
slöngunni, eins og ekki kvað vera
dæmalaust. — Honum hafði líka
þótt mei a gaman að því forðum
daga, að elta dóttur prestsins, en
ærnar hans, þegar hann týndi
þeim öllum úr hjásetunni og
hafði þá æru, að prestur flengdi
hann með eigin hendi. Þau högg
hafði hann látið eins og vind um
endann þjóta, — af því að það
lá svo beint við, að hann hefði
svikist um og sofið. Jón var góð-
ur, þegar lygin barst upp í hend-
umar á honum. Hins vegar hefði
hann hvorld haft snarræði né á-
ræði til þess, að láta skipsjóm-
frúna kyssa sig í dimmum káetu-
gangi, fullum af fólki, í misgrip-
um fyrir stýrimanninn, eins og
sumir hafa gert.
Svona var Jón; og Þegar þessi
saga byrjar, stóð hann úti við
borðstokkinn . og vissi ekki til
þess, að hann væri neitt nær
æfintýrinu en vant var á þeim
stað. Farþegar voru margir, eins
og vant var, en ekki þekti hann
margt af þeim og langaði ekki
einu sinni til aö þekkja þá. Hann
hélt því mest til niðri í þriðja
klefanum á fyrsta fari, þar sem
hann bjó með Sigurði, félaga sín-
um, og þangað ætlaði hann nú
alfarið þetta síðasta kvöld. Hann
vissi hvað Sigga greyinu leið;
hann var ekki vanur að hafa
mikið um sig milli hafna, og
ínorguninn eftir áttu þeir að vera
komnir á Reykjavíkurhöfn.
En 'það' átti nú ekki fyrir Jóni
að liggja, að ganga til hvílu kl.
9 síðdegis þetta kvöldið. Á leið-
inni niður skaut einhver þrem-
illinn því að honum, að líta inn
í reykingaklefann og sjá hverjir
þar væru að spila. Og það fyrsta
sem hann sá, var ljóshærð stúlka,
sem brosti og blasti við honum
þar sem hann stóð á þröskuldin-
um. Það datt alveg ofan yfir
Jón, því að þessa stúlku hafði
hann ekki séð áður á skipinu.
Hún hlaut að hafa komið á síð-
ustu höfn og verið niðri síðan.
Það er fleira fallegt af dökk-
hærðu kvenfólki en ljóshærðu. —
Það er með öðrum orðum minni
vandi, að sóma sér nokkurn veg-
inn, ef hárið er dökkt. En ef
ljóshærð stúlka er falleg á annað
borð, þá er flestum þeim dökk-
hærðu óhætt að draga sig í hlé,
eða svo þótti Jóni. — Og þessi
stúlka var falleg — eða svo þótíi
Jóni. Vöxturinn sýndi það, að
hún var ein af þeim stúlkum, sem
þola að tekið sé á þeim, og
sem geta jafnvel tekið svo á
manni sjálfar, að honum þætti
nóg um, ef það væri karlmað-
ur, sem gerði það; — og Jón
vildi einmitt hafa það svo. And-
Iitið var opinskátt og fjörlegt,
hárið glóbjart og þétt, en bezt
voru þó augun. Þau voru stór og
blá og altalandi. Þegar Jón kom
í dyrnar, sögðu þau stax:
„Komdu sæll, manni, og vertu
velkominn, ef þú ert nokkuð
skemtilegur, því að, þér að segja,
er þetta fólk hérna ekki á marga
fiska.“
Jón leit á það og sá að þetta
var satt. Næst henni sat tólf ára
telputryppi, kaupmannsdóttir úr
höfuðstaðnum, sem líka var ný-
komin á skipið, og Jón þóttist
óðar sjá, að hún væri eitthvað
áhangandi þeirri ljóshærðu. Þá
var náunginn, sem hafði orðið
Jóni samnátía á gistihússhoíunni,
þar sem hann beið eftir skipinu.
Hann var sá Ijótasti maður, sem
Jón hafði séð, þeirra sem ekki
erú vanskapaðir, bæði ófríðastur
og þó einkum illmannlegastur,
enda hafði hann einu sinni Verið
í tukthúsinu fyrir eitthvert óvana-
legt óþokkabragð, að sagt var.
Hann kallaði sig „agent“, og var
það „ferðalangur“ á máli þeirra
Jóns og Sigurðar. — Loks var
þar smákaupmaður einn, bezti
karl, sem Jón þekti vel, og bezt
að því, hvernig hann gaf í staup-
inu. Nú var hann með fyllsta
móti; það heyrði Jón á því, hve
hátt og títt hann blés úr vinstri
nösinni. Þegar hann hafði eitt-
hvað í kollinum, var eins og
hann þyrfti alt af að vera að
blása ’ourt einhverri stýflu úr
henni.
„Gott hvöldið! Hvað spilið þið,
með leyfi?“
„Og það er nú bara Gosi, karl
minn,“ sagði kaupmaðurinn, hálf-
súr á svipinn.
„Ja, hvað er þetta! Það hefði
ég hugsað að þér þætti magurt.
Mig minnir, að þú viljir þó helzt
halda þér við Vistina, eins og
ég og fleiri góðir menn.“
„Það vildum við nú líka helzt,
en hún kann ekki vel Vist, litla
stúlkan," sagði Ferðalangur og
gaut illu hornauga til Jóns, sem
þýddi eitthvað þessu líkt: „Vertu
ekki að sletta þér fram í það,
sem þér kemur ekki við, drengur
íhinn! Það er ég, sem hefi fengið
þessa stúlku í spil við mig, og
er nú á góðum vegi að vinna
hylli hennar, þótt ljótur sé.“
„En ef þér vilduð nú gera svo
vel og líta á spilin hjá henni
og segja henni dálítið til, þá
gætum við spilað Vist,“ sagði sú
ljóshærða blíðlega og blátt á-
fram, og augun bættu við, eins
og þau væru að tala við sjálf sig
að gamni sínu, svo hátt, að Jón
heyrði: „Hann er bara laglegur,
þessi!“
„Það er svo sem velkomið, ef
henni leiðist það ekki,“ sagði Jón.
„Ég afsegi nú fyrir mitt leyti
að spila Vist á þessi spil, það
þekkjast svo mörg af þeim,“
sagði Ferðalangur, eitraður af
fólsku.
„Það gerir ekkert til,“ sagði sú
Ijóshærða og snéri sér að trypp-
inu. „Skreptu ofan og náðu í
spilin mín. þú þekkir þau!“
„Þarna sér maður að þær búa
í sama klefanum niðri," hugsaði
Jón.
Tryppið fór og kom aftur með
spilin, og áður en langt um leið
var Jón seztur inn í horn á milli
þess og þeirrar ljóshærðu.
Nú kom töluverð breyting á
alt saman. Það glaðnaði yör
kaupmanninum við vistin*.
Reyndar talaði hann ékki orð —
var of drukkinn til þess, en hana
spilaði eins og engill, svona I
hálfgerðri leiðslu, og blés úr nös
við og við. — Tryppið misti
smám saman áhugann fyrir spil-
unum, þegar hún réð ekki lengur
yfir þeim sjálf. Hana fór að syfja
og hún fór að geyspa meira og
meira, þangað til það varð að
samkomulagi með henni og þeirri
ljóshærðu, að hún skyldi fara of-
an að hátta, og þá tók Jón við
spilunum hennar fyrir fult og alt.
Hann lék á alsoddi. Bláu augun
þeirrar ljóshærðu voru farin að
segja honum sitt af hverju, þeg-
ar leið á kvöldið. Og það var
ekki nóg með það. Aldrei hafðl
Jón verið troðinn um tær svo,
að honum þætti þá betur en áð-
ur, — fyr en nú. Auðviíað var
hún líka spilandi kát. Aftur á
móti var Ferðalangur þá tekinn
fast að ógleðjast. Það var ekki
nóg með það, að kaupmaðurinn
og Jón ynnu af honum hvert
spil og léki hann sem háðulegast,
heldur var Jón búinn að vinna af
honum stúlkuna líka. Það var
ekki um það að villast, að hann
átti hvert bein í henni, nú orðið.
Eitthvað um kl. 12 var hætt að
spila. Ferðalangur var þá búinn
að fá nóg af svo góðu og fór
oían, troðinn upp með fúss og
fýlu, og varð fátt um kveðjur.
Hinum kom saman um að koma
snöggvast út á þilfar í góða
veðrið, áður en þau færu að
hátta. Það var blíðalogn og
glaðatunglskyn, — eitt af þessum
dásamlegu íslenzku haustkvöld-
um, sem allir þekkja. — Einstöku
farþegar voru enn á slæðingi
uppi við, en flestir voru nú í
þann veginn að hverfa niður
undir þiljur, og þangað fór kaup-
maðurinn von bráðar. Honum var
orðið mál á hvíldinni.
Veðrið var gott, en það var
orðið framorðið.
En nú var Jón kominn í; það
sálarástand, að hann vissi hvorki
hvaðan á sig stóð veðrið, né
hvað klukkan sló. Það er ekki
gott að lýsa því, hvernig hon-
um var innanbrjósts. Tilfinninga-
ríkir skáldsagnahöfundar kynnu
að hafa sagt, að þar hefði ekkert
verið, nema ein einasta.hamslaus
þrá eftir þvi, að þrýsta þessari
hinmesku veru — þeirri ljós-
hærðu — upp að brjósti sínu, o.
frv. En þetta er ekki alls kostar
nákvæmt, því að einhvers staðar
langt niðri í undirmeðvitund
Jóns vakti þó hans ódrepandi ó-
beit á vitundarvottum, þegar
svona stöð á, og knúði hann til
þess að fara varlega, — knúði
(Frh. á 8. síðu.)