Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 23.07.1939, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 23.07.1939, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Alþýðukweðskapiir. NÚ ERU menn farnir að yrkja bílvísur, í stað hestavísna áður; enda eru bíl- arnir bráðum búnir að taka við hlutverki hestanna, minnsta kosti á flestum þjóðvegum landsins. En ekki eru bílvísurn- ar, sem þegar hafa heyrst, jafn heillandi og vísurnar, sem gerð- ar hafa verið um gæðingana suma. Hér birtast tvær bílvísúr, sem sýnishorn: Jósep Húnfjörð kvað þessa vísu á leið frá Þingvöllum til Reykjavíkur: Sögustaðnum fræga frá, fýkur ryk á skykkjur. Gúmmílöppum ólmast á ójárnaðar bikkjur. Og „Hallfreður vandræða- skáld“ birti þessa bílvísu í ,,Vísi“ nýlega: Á öllum gírum akandi yfir mýri og stórgrýti, vondar brýr og blómlendi bremsu-dýrum gæðingi. * Karl Friðriksson, verkstjóri, kvað þessa vísu er hann kom á klöppina, þar sem Skólavarðan hafði staðið, en þá var nýbúið að rífa vörðuna til grunna, til að rýma fyrir mynd Leifs heppna: Vikið burt er vörðunni, — valt er heimsins gengi. — Svo að ekki af henni óorð Leifur fengi. * Vísur eftir Magnús Gíslason, skáld. Kveðið í orðastað manns, sem fannst mikið til um sjálf- an sig: Sjálfum er mér sjálfum allt, sæla, hvíld og vinna. Himni sunna, hauðri salt Hilmir ríkja minna. Að enduðu ástarskoti: Ástin mín var ósköp hrærð, yfir fegurð þinni. Nú er ég að vagga í værð vitleýsunni minni. Vísur um ástina: Ást er föstum áþekk tind. Ást er veik sem bóla. Ást er fædd og alin blind. Ást sér gegn um hóla. Steingr. Thorsteinsson. Ástin blind er lífsins lind, íeiftur skyndi-vega. Hún er mynd af sælu’ og synd, samræmd yndislega. Jón S. Bergmann. Skák. titil Finnlands. Frá keppnlnni um skákmeistara- HELSINGFORS dezember — janúar 1938 —1939. SICILEYJARVÖRN Hvítt: E. Candolin. Svart: 0. Kaila. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 15. ÍB. e2 — e4; c7 — c5. Rg 1 —f 3; d 7 — d 6. d2 — d4; c5xd4. Rf3xd4; Rg8 — fö. Rbl—c3; g7 —g6. Bf 1 —e2; Bf8 —g7. f 2 — f 4; (Óvenjulegt í þessari stöðu og tæpast gott.) ——; Rb8—c6. Rd4 — b3; a7 — a5. (Vafasamur leikur. Öruggara er D — b 6!) a2 — a4; 0—0. Bcl—e3; Bc8 — e6. g2 —g4; d6 —d5. f4 —f5; Be6 — c8. e4xd5; Rc6 — b4. Be2 — f 3; (Líka var gott að leika d5 — d6.) g6xf5? (Svart velur hér auðsjáanlega mjög hættulega leið. Bezt var 14. — ; e7 — e5!) g4xf 5? (Caudolin sezt yfir vinnings- feiðina. — Áframhaldið hefði getað orðið á þessa leið: 15. g4 — g5! R — e4; 16. Rxe4, fxe4; 17. Bxe4, Bg7xb2? 18. D d 1 — h 5, f 7 -f 5; 19. gxf 6, e. þ. H —f 7; 20. H — g 1 og svart gæti gefið. En eftir 17. —; f 5! en ekki B x b 2, stæði hvítt talsvert betur.) —; Bc8xf5. Rd3 — b4; Bf5 —g6. LILLA HEFNIR SÍN. Beck utanríkismálaráðherra Pi lverja. 17. h 2 — h 4; Rf 6xd5. 18. R c3 x d 5; ; Rb4x d 5. 19. Be3 — f 2 ; R d 5 — b 4. 20. h4—h5; B g 7 x d 4. 21. h 5 x g 6; h 7 x g 6. 22. B f 2 x d 4; D d 8 x d 4! 23. c2—-c3; R b 4 — d 3 +. Gefið. O. Kaila er skákmeist- ari Finna; hann varð sigur- vegari á þessu skákmóti. Ö. V. Blomapottur gegnbleyttur í vatni er góður kæliskápur, t. d. er ágætt að geyma mjólkurostinn undir honum. Forvitni. Lísa hét stór og góðleg negra- stúlka, sem gætti barna í húsi einu í Néw York. Hún hafði verið þar í mörg ár, og gerði mikið gagn, bæði með því að þvo þvotta — stopþa í sokka og margt fleira — auk þess, sem hún gætti barn- anna. Dag nokkurn kemur Jack til hennar og spyr, eftir að hafa skoð- að hana gaumgæfilega: — Heyrðu Lísa, af hverju hef- irðu svona stórar hendur? — Það skal ég segja þér, Jack litli, segir Lísa. Það er af því, að þegar ég var barn, lék ég mér allt- af í forarleðju í skurðunum, og af því fær maður stórar hendur. — Já, en af hvérju hefir þú þá svona stóra fætur, Lísa? -— Það er skiljanlegt, við hlup- um allaf berfætt í leðjunni, og af því verða fæturnir stórir. — Segðu mér, Lísa, spyr Jack litli að síðustu, saztu líká í leðj- unni. — Þegar sokkar eru orðnir slitnir á hælunum, borgar sig að klippa innan úr þeim, þar sem þeir eru tvöfaldir efst, og bæta með því hælana — í stað þess að stoppá þá.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.