Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.08.1939, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLABIÐ
3
&? »S
1 38S
^ Stephan G. Stephansson: ^
5« ----------------------------- 28S
Jón Sigurðsson forseti. i
m
(Ort á 100 ára afimæli hans)
OKKAR gæfu mesta mann
metum við nú hann, sem vann
þjóð, sem átti ekkert vald,
ádrátt launa, tign né gjald.
Sögu hennar, lög og lönd
leitaði uppi í trölla-hönd.
Tók frá borði æðsta auð:
Ástir hennar fyrir brauð. x
Honum juku þrautir þrek,
þrekið, sem að aldrei vék.
Hans svo var að voga bratt,
vita rétt og kenna satt.
Miklar Jón vorn Sigurðsson
sérhver fullnægð þjóðarvon.
Hann var stakur, sterkur, hár,
stækkar við hver hundrað ár.
Dýran hjör og hreinan skjöld
hér er að vinna á hverri öld,
hans, sem aldrei undan vék
eða tveimur skjöldum lék.
Bjóðist einhver okkur hjá
ástsæld hans og tign að ná
holla vild og mátt þess manns
mælum nú á varðann hans.
Sá skal hljóta í metum manns
mildingsnafn síns föðurlands,
sem því keypti frelsið, féð,
fátækt sinni og stríði með.
ísland lætur svanna og svein
segja við hans bautastein:
Þessi styttan okkar er
eini konungs varðinn hér.
híttu þá bræður í hwerri ferð;
glímdu þeir ætíð og skemmtu sér
á ýmsan- hátt. Eitt sinn, er þeir
fundust undir fellinu, voru fjalla
búar daufari en þeir voru vanir.
Þeir fóstbræður spurðu, hvernig
stæði á því, en þeir sögðu, að
foreldar sínir væru dánir, og
mundi Guðrún systir þeirra vilja
ífara í sveit, því að henni þætti
dauflegt að vera hjá þeim; bæði
hún þá fóstbræður að flytja sig
burt úr eyðidal þeim, er foreldar
þeirra höfðu búið í. Þeir tóku
þessu vel og fóru á fjöll upp
með þeim bræðrum. Þegar þeir
fconiu í daiinn, fagnaði Guðrún
þeim vel; bað Gísli hennar því
að vTngott hafði verið með þeim,
■er þeir föstbræður voru þar áður
og var það mál auðsótt. Þeir
bræður leystu systur sina vel af
hendi og greiddu heimanfylgju
hennar í peningum, gangandi fé
og alls konar vörum; fengu þeir
henni meðal annars fjórtán hesta
«g nokkuð hundruð fjár, svo
margt, sem þeir fóstbræður gátu
komizt með. Þeir buðu þeim
bræðrum að koma til byggða,
en þeir vildu það ekki og kváð-
Ust e.kki geta verið hjá byggðar-
mönnum fyrir ósköpum sínum
og hamremi; fylgdu þeir Gísla
og Birni á leið og skildu við
þá hjá feliinu með kærleikum.
Um haustið kvæntust þeir fóst-
bræður báðir; átti Gísli Guðrúnu,
en Björn fékk göfuigt kvonfang;
tóku þeir sína jörðina hvor og
gerðust hinir beztu bændur. Vin-
áttu sinni héldu þeir, meðan þeir
lifðu báðir, og lúkum vér þar
þessari sögu.
„Mikill listamaður er
hann Jón hérna“.
Prófastshjón nokkur bjuggu á
prestsetri einu. Prófastur var gáfu
maður mikill og vel að sér. Pró-
fastkona var hin mesta gæða-
kona, en heldur einföld. Hún tók
tíl fósturs bróÖurdóttur sína og
var hún orðin frumvaxta mær,
er saga þessi gerðist. Var hún
Tiezta stúlka, frið sínum og all-
•svipuð föðursystur sinni í ýms-
urn greinum-
Jón hét maður; hann var smið-
ur mikill, fór víða um sveitir,
smíðaði kirkjur og stofur og önn-
ur vönduð hús. Prófastur þurfti
að láta smíða kirkju. Kemur því
Jón tíl hans eitt vor, reisir kirkj-
una og er þar við smíði á henni
fyrra hluta sumars. Jón er lát-
(hn sofa í stofunni, og er fóstur-
dottir prófasts látin vera þjón-
usta hans. Jón kunni mjög vel
við stúlkuna, og fór svo kunn-
ingsskapur þeirra, að hann bað
hennar, og bundu þau með sér
órjúfandi tryggðir. Síðan nefnir
hann það við fósturforeldra henn
|r, að gefa sér hana fyrir konu,
og taka þau því mjög vel, svo
að það ér fastmælum bundið,
að hann skuli fá hennar.
Eftír mitt sumar var Jón bú-
inn að smíða kirkjuna, svo að
hún var messufær. Þurfti hann
þá að reisa hús á öðrum stað
Jangt í burtu, og bjóst hann við
að vera við þá smíði fram undir
veturnætur. Jón segir prófasti, að
hann vildi giftast stúlkunni í
haust, og biður hann prófast að
selja sér brúðkaupsveizluna að
öllu leyti og haga til um lýsingar
eins og honum þyki bezt fara,
en gjöra sér svo vitneskju um,
þegar allt sé til reiðu; þá segist
hann ætla að koma og sitja brúð-
kaupið, og vera þar svo um vet-
urinn, i bæði til að Ijúka við
kirkjusmíðina og lagfæra fleira.
Síðan fer Jón burtu í hinn á-
kveðna stað og er þar að smíði
fram undir vetur.
Prófastur lýsir um haustið og
lætur búa allt undir brúðkaupið;
svo er Jóni gert aðvart og hann
kernur á ákveðnum tíma. Er nú
haldin vegleg brúðkaupsveizla, og
er afráðið að Jðn verði þar um
veturinn; líkar prófasti það vel
því að honum þótti vænt um
Jón.
Þá var það kvöld eítt nokkru
eftir brúðkaupið, er ungu hjón-
in voru háttuð, en lágu vakandi
í sæng sinni, að konan segir:
„Og þá er nú svona komið, að
við erum orðin hjón. Áður en ég
fór hingað, var ég lítil og mun-
aðarlaus; hefði því þá ekki verið
spáð, að ég eignaðist svona mik-
inn og góðan mann; og þetta
á ég mikið fósturforeldrum mín-
um að þakka, en það er nú ekki
að furða, þótt prófastskonan hafi
reynzt mér vel, sem er svona
skyld mér. Hann hefir verið mér
líka ósköp góðu,r í smáu oig stóru
t. a. m. í sumar spurói hann mig,
hvort ég kynni að sofa hjá manni
Ég sagði nei. Þá sagði hann mér
og sýndi, hvernig að því skyldi
fara, og svona var það I öllu“.
Jón svaraði engu og þótti lítið
til koma.
Nú líður fram á vetur. Þá
þurfti prófastur að fara i lang-
ferð í umdæmi sínu og bjóst
við að verða nokkuð lengi í
burtu. Einn moxgun, stuttu eftir
að prófastur er farinn, rís Jón úr
rekkju og er daufur mjög. Kon-
an hans spyr, hvort hann sé veik-
ur, og svarar hann fáu. Hún geng
ur þá til fóstru sinnar og biður
hana að tala við Jón; hann sé
líklega mikið veikur og vilji lítið
tala. Prófastskonan kemur til
Jóns og spyr, hvað honum sé tíl
meins, eða hvort hann sé sjúkur.
Hann segist hafa séð nokkuð,
sem hann angrist af. Segist hann
hafa fyrir mörgum árum gefið
sig töluvert að læknisfræði og
orðið nokkuð vel að sér. Núi
segist hann hafa gefiö hennigæt-
ur og orðið þess áskynja, að
hún sé barnshafandi, en það sé
ekki með réttu eðli, því að það
vanti nefið á barnið, og sé það
líklega of seint séð og úr vöndu
að ráða, því að langt muni vera
síðan hún hafi átt barn. Hún
spyr, hvort það muni vera nokk-
ur lagfæringar von á því. Hann
segir að það muni vera orðið of
seint, en það hefði mátt gjöra
við það í tíma, og sér sé raunar
sama, þótt hann reyni það. Hún
biður hann blessaðan að gjöra
það. Hann ^egir, að það verði
þá að bíða kvölds,ins, því að
hann verði að sofa hjá henni.
Svo sefur hann hjá henni og ber
ekki á neinu; hafði hann tekið
gleði sína, er prófastur hom heim
Líður nú langt fram á sumar.
Þá elur prófastskonan barn og
heilsast öllu vel. Einn morgun
lágu þau vakandi í rúmi s,ínu,
prófasthjónin; þá segir hún við
mann sinn: „Mikill listamaður er
hann Jón hérna“. „Það verður
nú aldrei ofsögum af því sagt“,
6egir prófastur, „en því segir þú
þetta?“ „Jú, hann gjörði dálítið
atvik í vetur“, s,egir prófastskon-
an, „sem fáir munu leika eftir
r Frh. á 7. síðu.