Alþýðublaðið - 02.10.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.10.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Mráolla, ljósaolía og benzfn lækkar I verói Hráoiían um 90 kr. smál. ljósaolí~ an um 85 kr. og benzín 6 aura 1. VIÐ S KI PTARÁÐ hefir ákveðið stórkostlega lækkun á hráolíu og henzíni. Hefir lækkun hráolíunnar mikla þýðingu fyrir hátaútveginn. Verðlækkun olíunnar nemur 20%, en verðlækkun benzíns 10%. — Á síðast liðnu sumri var olíuverð lækkað verulega a Siglufirði og var það gert fyrir atbeina ríkis- stjórnarinnar og sáu Síldarverksmiðjur ríkisins um dreif- ingu þeirrar olíu. Ríkisstjórnin hefir svo undanfarið rætt við forstöðu- menn olíufélaganna um nauðsyn þess, að olía og henzín lækkaði almennt, og hefir nú úr þessu orðið. Lækkunin er eins og hér segir: Hráolía lækkar um 90 krónur smálestin, Ijósaolía um 85 krónur smálestin, og benzín um 6 aura hver líter. Ættu þessar lækkanir vonandi að geta haft í för með sér lækkun á öðrum sviðum. Almennir kirkjufundnr fjr- ir land alt um aðra helgi. • ♦ Mun standa alls í prjá daga. -------»..-.-. SUNNUDAGINN 10. þessa mánaðar verður settur hér í bænum almennur kirkjufundur og er ætlast til að hánn sæki biskup, prestar, sóknarnefndarmenn og safnað- arfulltrúar allstaðar að af landinu. Mun fundurinn standa í þrjá daga: Sunnudag ,mánudag og þriðjudag. Fyrir fundinum liggja mörg merk mál, og hefir nefnd sú aem hefir undirbúið fundinn áætlað dagskrána þannig: SUNNUDAGUR 10. okt. 1. Klukkan 11 f. h-' Guðþjónusta í Dómkirkjunni Séra Gísli Brynjólfsson prédik- ar. Fyrir altari: Séra Friðrik Hallgrímsson dómprófastur og séra Gunnar Gíslason (útvarp- að). 2. Klukkan 2 e. h.: Kirkjufundurinn settur í Dóm kirkjunni. Formaður kirkju- fundarnefndar, Gísli Sveinsson síslumaður, flytur ræðu. Á undan og eftir syngur Dóm- kirkjukórinn sálm (Páll ísólfs- son stjómar). Því næst flytur Ásmundur Guðmundsson pró- fessor framsöguerindi um krist- indómsfræðslu barna og ungl- inga (útvarpað). 3. Klukkan 5—7 e. h.: Umræður um málið. Kosning nefnda. BerklaTarnadagnr- inn ð morgnn. Berklavarnardagur S. í. B. S., Sambands ís- lenzkra berklasjúklinga, er á morgun. í tilefni af því verða seld á götum bæjarins merki dagsins og blaðið „Berklavörn" til á- góða fyrir vinnuhæli sambands- ins. Hafa Reykvíkingar ávalt snú- izt vel við þessari árlegu fjár- söfnun sambands íslenzkra berklasjúklinga og þarf ekki að efast um, að þeir gera það enn. MÁNUDAGUR 11. okt.: 1. Klukkan 9,30 f. h.: Morgunbænir. 2. Klukkan 10 f. h.: Séra Magnús Guðmundsson flytur erindi um samstarf prests og safnaðar. 3. Klukkan 11 f. h.: Framhald umræðna um kristindómsfræðslu. 4. Klukkan 2 e. h.: Prestskosningar og veiting prestakalla. (Frummælandi Lúðvík Norðdal héraðslæknir. Umræður. 5. Klukkan 5—7. Umræður. 6. Klukkan 8,30.: Erindi flutt í útvarp: Gísli Sveinsson sýslumaður: Kirkju- byggingarmál. ÞRIÐJUDAGUR 12. okt.: 1. Klukkan 9,30 f. h.: Morgunbænir. 2. Klukkan 10 f. h.: Umræður um kirkjubygg- ingarmál. 3. Klukkan 2 e. h.: Önnur mál. Kirkjublaðið og Kirkjuritið. Áskorun til Kirkju- ráðs um kirkjulegt dagskrár- efni. 4. Klukkan 5 e. h.: Tillögur og álit. 5. Klukkan 6 e. h.: Sigurgeir Sigurðsson biskup flytur ræðu um altarissakra- mentið. 6. Klukkan 6,30 e. h.: ! Altarisganga í Dómkirkjunni (fyrir þá, er þess óska). 7. Klukkan 8,30 e. h.: Fundarslit og kveðjusam- sæti ((kaffidrykkja í húsi K. F. U. M.). Annað bindí af Sogu íslendinga í Vestnrheimi fcemnr bráðnm. Ný nefnd hefmr teklð vlð for- ystu dtgáfunnar. -----♦—..-.. Þ* Þ* Porsteinsson skrifar bókina. ALLMÖRG ÁR eru nú liðin síðan fyrsta bindið af Sögu slendinga í Vesturheimi kom út. Útgáfa verksins hefir stöðvast og mun helzta tilefnið til þess vera styrjöldin. Nú er tilkynnt í blöðum íslendinga í Vesturheimi, að nýr skriður hafi komizt á málið, að ný nefnd hafi ver- ið mynduð til að sjá um framkvæmdir, að hindin muni koma út vestra fyrir næstu jól. Dr. Sigurður Júl. Jóhannes- son, sem á sæti í þessari nýju nefnd, skýrir frá þessu í ný- kominni Heimskringlu, og segir^ hann meðal annars: „Hina nýju nefnd skipa þess- ir menn, og gerðu þeir „Þjóð- ræknisfélaginu“ tilboð um að taka að sér forystu og fram- kvæmdir fyrir málinu: G. F. Jónasson, formaður. Friðrik Kristjánsson, varafor- m. Sig. Júl. Jóhannesson, vara- skrifari og fréttaritari. J. J. Swanson, féhirðir. Ólafur Pét- ursson, varaféhirðir. Sveinn Pálmason, bókavörður. Halldór Johnson. Sveinn Thorvaldson M.B.E. Séra Philip Pétursson. Hannes Pétursson. W. J. Lín- dal, dómari.. Þ. Þ. Þorsteinsson. Sófanías Thorkelsson. Nefndin hefir ráðið Þ. Þ. Þorsteinsson til þess að byrja verkið að nýju og hefir hann þegar tekið til starfa. Er búizt við að verkið verði fimm bindi alls — þrjú í viðbót við þau tvö, sem þegar eru fullrituð. Prentun annars bindis er þegar byrjuð hjá “Columbia Press.“ Áætlað er, að ,öllu verkinu verði lokið á f jórum til fimm árum hér frá. Sem svar við vissum spurn- ingum (allmörgum) skal það endurtekið hér sem frá var skýrt áður, að nefndin leggur sjálf fram allt það fé, sem fyr- irtækið krefst, rentulaust að öllu leyti; verði fjárhalli af verkinu loknu borgar nefndin hann úr eigin vasa, en verði af- gangur af kostnaðinum, fellur það fé í sjóð Þjóðræknisfélags- ins. Þrátt fyrir það, þótt nefnd in annist útgáfuna að öllu leyti, verður sagan samt gefin út í nafni Þjóðræknisfélags- ins. i Annað bindi verður komið út nógu snemma til þess að kom- ast á bókamarkáðinn fyrir jól- in.“ Það mun gleðja okkur hér heima, að framhald verður á þessu mikla verki um líf, bar- áttu, stríð og alla aðbúð þeirra íslendinga, sem byggja íslenzk- ar byggðir í Vesturheimi. Þ. Þ. Þorsteinsson. Ólðgmæt prestskosn ing i Nesprestakalli PRESTSKOSNING fór fram í Nesprestakalli 12. sept. s.l. Aðeins einn umsækjandi. sr. Guðmundur Helgason á Staðarstað,, sótti um brauðið. Á kjörskrá voru 718 kjósend- ur. Af þeim neyttu 279 at- kvæðisréttar síns. Sr. Guð- mundur fékk 275 atkv. en 4 seðlar voru auðir. — Kosning- in var ólögmæt. Fræg norsk skáld- saga komin út i íslenzkrjjtfðingii. Dagnr í Bjarnardal eftir Tryggve Gnlbrandsen. UIGÁFUFÉLAGIÐ ,Norðri£ á Akureyri sendi á bóka- markaðinn í gær nýja prýði- lega vandaða hók, skáldsögu eftir norska skáldið Tryggve Gulbrandsen. Saga þessi heitir „Dagur í Bjarnardal“ og er hún þýdd af Konráði Vilhjálmssyni. Sagan lýsir norsku dalafólki og hlaut hún einróma lof á Norður- löndum, þegar hún kom út. í skáldsögu þessari gefst okk- ur íslendingum kostur á að kynnast hinum trausta stofni frænda vorra Norðmanna — viðburðaríkri ættarsögu, þar sem hver persóna er heilsteypt og stórfengleg. Bókin er 429 bls. og allur frágangur hennar með ágætum, eins og áður segir. Kveofélig Alpýðn- flokksims byrjar vetrarstarf sitt. Fyrsti fuodurinn verður á mánudagskvðld. Kvenfélag ALÞÝÐU- FLIKKSINS er að byrja vetrarstarfsemi sína. Heldur það fyrsta fund sinn næstkom- andi mánudagskvöld í Iðnó uppi Á fundinum verða ýms fé- lagsmál rædd, þar á meðal vef- arastarfið. Auk þess flytur Sig- urður Eínarsson dósent erindi. Félagskonur eru beðnar að fjölmennar og mæta stundvís- lega. Hjónaband. Síðastliðin miðvikudag voru gef- in saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni, Alda Kristjáns- dóttir og Einar Bergsteinsson, Frakkastíg — Heimili þeirra er að Frahka'tíg 2. Laugardagur 2. október 1943. íslenzkir sjAkliop- ar flnttir vestnr nm haf i amerísknm bernaðarfingvéinm |J"A- N D A R í S K A R flugvélar aðstoða ekki aðeins við sjúkraflutn- inga hér innan lands, heldur hafa þær flutt íslenzka sjúklinga yfir hafið til Ameríku til læknis- aðgerða þar. Hafa þeir sjúkraflutningar komizt í kring með samningum ís- lenzkra stjórnarvalda við stjórnarvöld í Washington. Hafa að sjálfsögðu verið fluttir til Ameríku á þenn- an hátt þeir einir sjúkling- ar, sem þurft hafa sérstakra læknisaðgerða við, er ekki var hægt að veita þeim hér heima. Fyrsti sjúklingurinn, sem þannig var fluttur vestur um haf, var fjögra ára gamall sonur dr. Símons Jóh. Ág- ústssonar, og fylgdi móðir hans honum. Var gerður á honum uppskurður af sér- fræðingi í Boston. Ingólfur Gíslason læknir á Djúpavogi var annar. Hinn þriðji Lárus Fjeldsted, sonur Lárusar Fjeldsted hrm. Og hinn fjórði var Anna Ingvars- dóttir frá ísafirði, og fylgdi henni ísl. hjúkrunarkona. ..—»«— " '0 fiinmr Hnseby settí í fyrradag priðja kfilnvarpsmet sitt I snmar. ÁINNANFÉLAGSMÓTI hjá KR í fyrrakvöld setti G. Huseby nýtt met í kúluvarpi beggja handa. Er það í þriðja sinn í sumar, sem hann bætir met sitt í kúluvarpi beggja handa. Nýja metið er 26.61 m. (14.73x11.88), en hið eldra, sem hann setti á septembermóti ÍRR fyrir skemmstu, var 26.48 m. (14.57x11.91). Árangur hans á betri hendi nú 14.73 m., er bezti árangurinn á betri hendi í sumar og aðeins 6 cm. frá ísl. metinu, sem er 14.79, frá í fyrra. Á innanfélagsmóti ÍR sl. sunnudag setti Finnbjörn Þor- valdsson nýtt drengjamet í 80 m. hlaupi. Hljóp hann sprettinn á 9.3 sek., en gamla metið, sem hefir staðið síðan 1932, var 9,4, sett af Kjartani Guðmundssyni úr Ármanni. Finnbjörn á nú öll drengjametin í spretthlaup- um (60—80—100—200—400 m.). r -- Aðalfnndnr Ármanns I fyrrakvðld. 011 stjörn félagsins var endarkosii AÐALFUNDUR Glímufél- agsins Ármanns var hald- inn í fyrrakvöld. Stjórn félagsins gaf skýrslu um liðið starfsár og sýndi hún að Ármann hefir ekki hvílt sig í starfinu fyrir íþróttirnar frek- ar en undanfarin starfsár. Stjórn félagsins var öll end- Frh. á 7. síSa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.