Alþýðublaðið - 29.10.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.10.1943, Blaðsíða 2
4LÞYÐU’3LAÐIÐ Saga egðrofgmálsips sðgð: sannanir um sekt Ölafs © Félagsdómur: Síldarverksmiðjurnar tapa máli gegn Þróffi 4 Fundargerðir Framséknar frá tímnm verzlunar~ samnfingsins nm kJSrdæmamáfllé eg frestnn iiæj~ arstjérnarkosnfinganna í Reykjavík. Skýrsla Eysteins og Hermanns um málið i Tímanum i gær. NÝLEGA er fallinn dóm- ur í félagsdómi í máli sem Síldarverksmiðjur ríkis ins .höfðuðu .gegn . Verka- mannafélaginu Þrótti á Siglu firði. Stóð deilan um það hvort greiða skyldi mánaðarkaups- mönnum og fastamönnum, sem störfuðu hjá ríkisverksmiðjun- um eftirvinnukaup fyrir 5% tíma eða aðeins 4Yz tíma. Verkamannafélagið vann mál ið og verða ríkisverksmiðjurn- ar að greiða verkamönnunum mikla fjárupphæð í viðbót við það, sem þær voru áður búnar að greiða þeim. YRVERANDI .ráðherrar . Framsóknarflokksins, .þeir Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson, birtu í Tím- anum í gær ítarlega skýrslu um „eiðrofsmálið<,: svokallaða og staðfesta þar ékki aðeins með sinni eigin frásögn, að for- maður . Sjálfstæðisflokksins .og .fyrverandi .meðráðherra þeirra Ólafur Thors hafi rofið gefið drengskaparheit 17. jan. 1942 um það að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi koma í veg fyrir að kjördæmamálið yrði afgreitt á næsta þingi, heldur og með tilvitnunum í margar bókanir, sem þá og síðar voru gerðar um málið á miðstjórnarfundum Framsóknarflokks- ins, þar sem skýrt var frá drengskaparheiti Ólafs Thors. Eru með skýrslu þessari, sérstaklega með nefndum til- vitnunum í fundargerðir Framsóknarflokksins, fram komin ný sönnunargögn í þessu máli, sem ekki getur hjá farið að veki stórkostlega athygli, enda virðast þau óneitanlega taka af öll tvímæli um sekt Ólafs Thors. StAdentar heyja Ma kosn inpharáttn á morgnn. ---- '»» ■■■ ■ / Una nBelrll&liitanBB i stádentaráéi. --------------♦...... í fyrra munaði aðeííis 14 atkvæðum. TJÍ ÖRÐ kosningabarátta verður háð hér í bæn- um á morgun. Það eru stúdentarnir sem heyja þessa kosningabaráttu og stendur hún um meirihlutann í stúd- entaráði. Nú, eins og í fyrra, verður aðeins harizt um tvo lista, sam eiginlegan lista Alþýðuflokks félags háskólastúdenta, Félags frjálslyndra stúdenta og Félags róttækra stúdenta annars vegar, og lista íhaldsfélagsins „Vaka“ hins vegar Báðir aðilar eru gunnreifir, og er þó talið að fylgi íhalds- manna hafi hrakað meðal stúd- enta síðan í fyrra, enda væri það ekki undarlegt. Þeir hafa meirihluta í stúdentaráði nú, 5 af 9, en í fyrra munaði aðeins 14 atkvæðum á listunum. Fékk listi íhaldsmanna þá 167 at- kvæði, en listi hinna sameinuðu vinstri manna 153 atkvæði. Félögin þrjú gerðu nú með sér málefnasamning áður en þau gengu til myndunar hins sameiginlega lista og felst hann í yfirlýsingu, sem félögin hafa gefið út til stúdenta. Br yfirlýsingin svohljóðandi: „Álmennur fundur í Félagi frjálslyndra stúdenta, Félagi róttækra stúdenta og Alþýðu- flokkSsfélagi háskólastúdenta •hefir hver um sig kosið þrjá menn í nefnd til þess að finna sgrundvöll fyrir samkomulagi á.ður greindra félaga fyrir næstu stúdentaráðskosningar og á- kveða skipun sæta á sameigin- legum framboðslista, ef sam- komulag næðist. Nefnd þessi gerði með sér eftirfarandi sam- komulag: ,1) Áðurgreind félög ákveða að leggja fram sameiginlegan framboðslista við kosningar þær, er fram eiga að fara 30. október næstkomandi. Félögin skulu eiga fulltrúa á listanúm í þessari röð: Fél. frjálsl., Fél. rótt., Fél. rótt., Alþ.fél., Fél. frjálsl., Fél. frjálsL, Fél. rótt., Alþ.fél., Alþ.- fél., Fél. frjálsl., Fél. rótt., Alþ.- fél,. Fél. frjálsl., Alþ.fél., Alþ.- fél., Fél. rótt., Fél. frjálsí., Fél. rótt. 2) Áðurgreind félög skuld- binda sig til að vinna saman að öllum hagsmunamálum stúd- enta. 3) Þrátt fyrir þennan mál- efnasamning halda félögin á- fram að starfa að sínum sér- stöku áhugamálum hvert fyrir sig, eins og þau hafa gert hing- að til“. í greinargerð segir: „Ofangreindum aðilum hefur aldrei verið ljósari en nú nauðsyn þess, að meirihluta- valdi íhaldsins í stúdentaráði verði hnekkt, og vinstri félög- unum fengin aðstaða til for- ystu um hagsmunamál stúd- enta. Þeim er og ljóst, að þetta verð ur aðeins gert með sameigin- legu átaki allra þeirra, sem eru andstæðir kyrrstöðu og afturhaldi í sérhverri mynd. Því ganga nú hin þrjú félög sameinuð til kosninga í öruggu trausti þess, að ekki aðeins fé- lagar þeirra, heldur allir aðrir frjálshuga stúdentar veiti þeim fulltingi til þess að sigra íhalds öflin í háskólanum. Háskólanum 14. okt. 1943 F. h. Fél. frjálsl. Sig. Hafstað. Páll S Pálsson. Þorv. K. Þorsteinsson. Framh. á 7. síðu. * Skýrsla þeirra Eysteins og Hermanns er mjög langt mál og því ekki unnt að birta nema útdrátt úr henni, en tilefni hennar er ræða sú, sem Ólafur Thors flutti á þingi fyrir nokkr- um dögum, þegar hann reyndi að þvo hendur sínar af eiðrofs- áburðinum. Fer þessi útdráttur úr skýrsl- unni hér á eftir: „Þegar gerðardómslögin voru sett, baðst Stefán Jóh. Stefáns- son lausnar úr ráðuneytinu. Hann dró enga dul á það, eftir að hann fór úr ríkisstjórninni, að hann mundi gera það, sem i valdi Alþýðuflokksins stæði, til þess að koma þessum lögum fyrir kattarnef. Vaknaði fljótt grunur um, að þetta ætti að ger ast með því, að bera fram á al- þingi frumvarp til breytinga á kjördæmaskipuninni, sem kæmi því til vegar, að ráðherrar Framsóknarflokksins segðu af sér, ef Sjálfstæðismenn fylgdu málinu, »eða með skattafrum- varpi, sem Framsóknarflokkur- inn fylgdi en væri þannig, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins neyddust til að slíta samstarf- inu. Frestun bæjarstjórnarkosn- inga var rædd á miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins, sem haldinn var í Hlaðbúð í þing- húsinu klukkan 5 síðdegis 12. janúar 1942. Samkvæmt gerða- bók miðstjórnar Framsóknar- flokksins, þar sem nákvæmlega er skráð það er á fundum mið- stjórnar gerist, hafa þáverandi ráðherrar Framsóknarflokksins (þ. e. undiritaðir) þá skýrt frá því, að Sjálfstæðisflokkurinn geri kröfu til þess, að bæjar- stjórnarkosningum verði frest- að, með því að Alþýðuflokkur- inn hafi þau forréttindi að fá blað sitt prentað, en aðrir gætu ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Enn er fundur í miðstjórn Framsóknarflokksins 16. janúar kl. 2,30 e. h. Er þá málið rætt á þeim grundvelli að fresta kosn- ingum aðeins í Reykjavík, vegna þess, að það sé fyrst og fremst þar, sem þess misréttis gæti, að einn flokkur geti gefið út dagblað. Skoðanir voru svo skiptar, að ráðherrar flokksins (þ. e. undir- ritaðir) vildu ekki gefa út bráðabirgðalög með1 ráðherrum Sjálfstæðisflokksins um kosn- Frh. á 7. síðu. Fífldjarfur þjófnaður í fyrrinóit Sta! sparisjóðsbók úr farangri og fók peningana úr henni I FYRRINÓTT var fram- inn fífldjarfur þjófnað- ur í húsakynnum Bifreiða- stöðvar Islands við Hafnar- stræti. Um klukkan 11 í fyrrakvöld kom langferðabifreið Guðbrand ar Jörundssonar að vestan til B. S. I. og var í henni margt far- þega. Vegna þess hversu seint var orðið, fengu sumir farþeganna að geyma farangur sinn í húsa- kynnum bifreiðastöðvarinnar yfir nóttina. Einn farþeganna kom um klukkan 11 í gærmorg un til að sækja farangurinn og uppgötvaði þá, að farið hafði verið í poka, sem í var farang- ur hans, taska úr krossvið, sem var í honum tekin og brotin upp og úr henni stolið bankabók í Landsbankann, en innstæða hennar var rúmlega 4 þúsundir króna Ennfremur hafði verið stolið utanyfirbuxum og tvenn- um sokkum. Lögreglunni var þegar til- kynnt um stuldinn og kom strax í ljós, að í býtið um morg- uinn höfðu verið teknar út úr bókinni í Landsbankanum 4 þúsundir króna og hafði sá, sem það gerði, kvittað fyrir móttöku fjárins með nafni eiganda bók- arinnar. Lögreglan handsamaði fljótt mann, er hún grunaði að vera valdan að stuldinum, og með- gekk hann stuldinn um kl. 5 e. h. í gær. Þetta er 17 ára gamall piltur, búsettur hér í Reykja- vík. Mest af fénu mun hafa komið í leitirnar. Föstudagur 29. októher l,?4^». Skemmdir og Ijón af völdum valnavaxta í nágrenni i KEMMDIR af vöídum ^ vatnavaxta og skriðufaUft urðu allmiklar í nágrenni ísa- f jarðar um miðjan þennan má» uð. M. a. skemmdist brúin á Laugadalsá, en hún var nýgerð. Var ekki einu sinni búið að- taka af henni steypumótin. — Styrktarstöpull úr steinsteypu, sem reistur hafði verið undir miðri brúnni seig um 40 cm., eia við það seig einnig brúin sjálf og skekktist, auk þess, sem. stöpullinn sprakk frá henni. Ýmsu tjóni öðru munu flóð þessi og skriðuföll hafa valdið. Hafa skriður fallið ,á vegi og- skemmt gróðurlönd. var haldinn í gærkveldi Vaxandi sfarísemi félagsins AÐALFUNDUE Félags; ungra jafnaðarmanna var haldinn í gærkveldi. Var fund- urinn fjölsóttur og ríkti mikill áhugi meðal fundarmanna. Kosin var stjórn fyrir félagið á næsta starfsári. Formaður var kjörinn Ágúst H. Péturs- son. Var hann endurkosinn. Varaformaður var kosinn Sig- uroddur Magnússon, ritari Rannveig Jónsdóttir, gjaldkeri Jón Ágústsson. Var sá síðast- taldi endurkosinn. Meðstjórn- endur voru kjörnir Guðrún. Sigurbjörnsdóttir, Ágúst Helga- son og Jón Árnason. í vara- stjórn voru kjörin Guðrún Jónsdóttir, Ingimar Jónsson og Pétur Haraldsson. Endurskoð- endur voru kosnir GÍmnar Vagnsson og Eyjólfur Jónsson. Á undanförnum vetrum hefir félagið haldið uppi fræðslu- flokkum fyrir meðlimi sína og er ætlunin að halda því áfram. Þá verður og í vetur haldið uppi sérstökum starfsflokki fyrir stúlkur, auk ýmis konar annarrar starfsemi, er félagið hyggst að taka upp í framtíð- inni. Ríkir mikill starfsáhugi innan félagsins og hefir félaga- tala þess aukizt allverulega síð- astliðið ár. VegfHR mistaka í lyfjabúð: álpii tll að tema fram á Efeadnr kfsolnm. Frumvarp, sem rikisstjórniu flytur, en á aöeins að vera tii bráðabirgða. \J EGNA hættulegra mis- ® taka, sem orðið hafa í einni af lyfjabúðum landsins við afhendingu lyfja, án þess að upplýst fengist hver væri persónulega að þessu valdur eða nokkur lagaákvæði væru fyrir hendi, er entust til þess að koma fram ábyrgð fyrir mistökin, hefur ríkisstjómin nú lagt fram á alþingi fmm- varp til laga um ábyrgð á lyfjagerð og afgreiðslu lyfja. Telur ríkisstjórnin nauðsyn til bera að setja slíka löggjöf til bráðabirgða, unz sett verða heildarlög um lyfjasöluna, sem nú eru í undirbúningi, og að sjálfsögðu verða látin ná til þessa atriðis. Frumvarpið er í aðalatriðum á þessa sleið: „1. gr. Lyfsali og hver ann- ar, sem rekur lyfsölu, svari bót- um fyrir tjón, ér starfsmenn hans valda af ásetningi eða gá- leysi í starfi sínu. 2. gr. Lyfsali og forstöðu- maður lyfjabúðar sætir refs- ingu, sem opinberir starfs- menn, fyrir brot í starfi sínu. Auk þess má dæma lyfsöluleyfi af lyfsala og rétt til forstöðu lyfjabúðar af öðrum forstöðu- mönnum lyfjabúða, ef brot er ítrekað eða stórfellt. Sá, er þrisvar hefir verið dæmdur til refsingar sam- kvæmt lögum þessum, hefir Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.