Alþýðublaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3® des. 1943 ALÞYPUBLAÐIP Borgin eilífa. Mynd þessi af Rómaborg — borgixmi eilífu viS Tiberfljót — var tekin eftir loftárás bandamanna á hana um miðjan júlí-mánuð. Sjást rgykskýin yfir borginni. Rómaborg er ein fegursta og sögu- frægasta borg heimsins og hefir miklar og merkar minjar frá liðnum tímum að geyma, enda hafa bandamenn hlíft henni mjög við loftárásum. Leiðin til Rómaborgar. GREIN ÞESSI er erindi, sem brezka blaðakonan Helen Kirkpatrick hélt í brezka útvarpið eigi alls fyr- ir löngu, en hún heimsótti vígstöðvarnar á Italíu og kynntist viðhorfunum þar af eigin raun. Greinin er hér þýdd úr útvarpstímarit- inu „The Listener“. ÞAÐ er næsta mikill munur á því að vera meðal hinna stríðandi hersveita úti á hinum blóðgu vígvöllum eða sitja heima hjá sér í makindum og lesa stríðsfréttirnar. Jafnvel þótt maður hafi aðeins komizt á næsta leiti við vígstöðvarnar, skapar það manni aukinn skiln- ing á erfiðleikum þeirra, er heyja hina miklu orrahríð. Það, sem ég undraðist mest eftir heimkomu mína frá Italíu, var óþolinmæði brezku þjóðarinnar yfir hinni hægu sókn herja handamanna þar. Ef til vill mun fólk fá skýrari mynd af erfið- leikum þeim, er mætt hafa hin- um hugprúðu og vösku drengj- um við Sangro og Volturno, ef ég lýsi einni ferð minni til víg- stöðvanna. — Einhverju sinni, er sveit amerískra fótgönguliðs- xnanna bjóst til þess að brjótast yfir Volturno við Venafro, spurði einn hermannanna, hvaða á þetta væri. Þegar honum var tjáð, að það væri Volturno, varð lionum að orði: — Hvað heyri ég, heita þá allar helvítis árnar á Ítalíu Volturno? Sveit þessi hafði þá þegar farið þrisvar sinnum yfir Voltumo. Við lögðum upp í för þessa frá Napoli, þar sem lífið virðist að mestu falla í sinn fyrri far- veg. Við slógumst í fylgd með óteljandi vélknúnum farartækj um, sem einnig voru á leið til vígstöðvanna. — Við ókum í amerískum skriðdreka, sem her- maður úr áttunda hernum stjórnaði. Regnviðri hafði verið á að undanförnu og vegurinn því mjög ógreiðfær af völdum þess. Brotin tré höfðu fallið á veginn. Þar gat og að líta grjót- hrúgur, rofna járnbrautarteina og hópa ítalskra bænda á leið til heimkynna sinna, er þeir höfðu flúið, meðan á hernaðar- aðgerðum stóð. Við áðum einu sinni og keyptum okkur körfu af glóaldinum og eplum. Við höfðum og viðdvöl í Caiazzo til þess að ganga úr skugga um, að fólk það, er Þjóðverjar höfðu ráðið þar bana, hefði þegar verið jarðsett. Þegar við svo héldum þaðan brott, beygði vegurinn niður í Volturnodal- inn. Við ókurn fram hjá ótelj- andi smáþorpum, sem flest höfðu orðið fyrir miklum skemmdum. En fólkið hafði þegar vitjað heimkynna sinna að nýju. Sumir unnu að því að grafa eignarmuni sína úr rúst- um húsa sinna. Aðrir slógu tjöldum á rústum þeirra. En eigi að síður vintust allir vera glaðir í bragði. Þegar nær dró vígstöðvunum, urðu bugðurnar á veginum fleiri, ;svo og vatns- föllin, er við urðum yfir að fara. Sérhver brú hafði verið sprengd í doft upp, en bráða- birgðabrýr höfðu verið reistar í þeirra stað, svo að unni væri að halda uppi nauðsynlegum sam- göngum. Oft urðum við að aka yfir árnar á vöðum, enda þótt örðugt væri. Vegurinn versnaði jafrnan. í bækistöð herfylkis nokkurs skiptum við á iskrið- drekanum og torfærubifreið. Við héldum því næst áfram. ferðinni, en ;þó af kostgæfni hinni mestu, því að margt var að varast, og ýmsar hættur ægðu okkur sem gefur að skilja. Við fórum yfir fjölmörg vatnis- föll. Við fórum yfir Volturno öðru sinni og nú 'á Churehill- brúnni, sem er ótrúlega mikið mannvirki, þegar gætt er að því, í hvilíkri skyndingu hún •var reist. Hæðir gat að líta til beggja handa. Torfærubifreið- arnar, flutningavagnarnir og iskriðdrekarnir héldu förinni ó- trauðlega áfram í óslitinni röð. Sú hætta ægði 'okkur einikum, að Þjóðverjarnir gerðu loftárás á okkur eða haafu vélbyssuhríð á veginn ofan úr einhverri hæð- inni. Við höfum jafnan vakandi auga á veginum, ef einhvers staðar skyldi vera um launisátur að ræða. Ef við heyrðum í flug- vél, gerðum við okkur og þegar Sleðasvæðin í bænum — bifreiðarnar og lögreglan. Ódýr bók.. Bókaútgáfa bér og í stóru löndunum. Hættu- svæði milli bæjarins og Skerjafjarðar. Sjómannabréf frá Vestmannaeyjum. líklega til þess að leita skjóls. Dag þennan hafði amerískt her fylki tekið þorpið Prata gegnt Venafro. Bæir þessir þlasa hvor við öðrum í f jállablíðunum sinn hvoru megin árinnar. Volturno rennur iþar isem isé millum tveggja fjalla, og handan þeirra taika við fleiri fjöll og hærri. iHinir hraustu drengir hugðust brjótast yfir ána næstu nótt iþrátt fyrir skothríð og öflugar varnir Þjóðverja. Við nutum ljúffengs málsverðar í Prata í boði aldurhnigins manns, sem tekið hafði þátt í aðför að borg- arstjóra fasistanna kvöldið áð- ur. Við virtum fyrir okfcur fall- ibyssurnar, isem hrekja áttu Þjóðverja úr stöðvum þeirra í f jallshlíðinni hinum megin. Þeg >ar hermenn bandamanna brut- ust yfir ána í aftureidingu dag- ánn eftir, dundi isprengjuregnið úr Míðinni fyrir ofan þá á þeim. Þeir urðu að skríða upp hláðina á h-öndum og fótum og burðast þó með vopn sín og annan far- angur. Ég gisti um nóttina í her- sjúkrahúsi örskammt frá víg- stöðvunum. í f jalIshMðinni gegnt isjiúkrahúsi þessu hélt stórsbotalið bandamanna uppi ilátlausu-m hernaðaraðgerðum. En við gáfum slíku lítinn gaum. Við vorum í önnum inni í litla tjaldimu, þar sem handlæknar gerðu aðgerðir á hermönnum, er voru svo mjög sárir, að ó- gerlegt var taíið að flytja þá brott. Kvöld þetta voru gerðar tuttugu stóraðgerðir af æðru- leysi og hæfni eins og um væri að ræða nýtízku sjúkrahús fjarri ógnum og ægileik styrj- aldarinnar. Það var komið langt j fram yfir miðnætti, þegar ég • gekk til náða í -litlu tjáldi. Skot drunurnar létu bátt í eyrum. Skarður máni varpaði fölvum bjar-ma á himin og hauður. Morguninn eftir fann ég ekki til fótanna vegma kulda. Þrjár ábreiður mega sán lítils gegn islíkum kulda. Umhverfið var állt mistri hulið. Það er illt að þvo sér vendilega, þegar þvotta skálin er hermannahjálmur. Og vatnið var kalt — ískalt. Morg- unverðurinn var kjöt, grænmet issúpa og kaffi. Mér brögðuðust Framh. á 7. sá*u. LÖGREGLAN hefur auglýst ákveðin. svæði,. þar. sem börn megi leika sér á sleðurn megi bifreiðar ekki aka. En mér innanbæjar. Skilst manni að þar er sagt að þessu hafi ekki verið framfýigt, því að bifreiðastjórar aki um þessi friðlýstu svæði eins og engin skipun hafi verið gefin út um þau. Vænti ég þess að lög- reglan hafi gætur á þessu. ÞA8 sýnir okkur hvað það er auðveldara að gefa út bækur fyrir stórþjóð en smáþjóð, hvað þær eru ódýrari erlendis en hér heima . Eg sá í gær í bókabúð Encyclopaedia Britanica í 12 bindum, í vönduðu bandi með kort um af flestum löndum og ótæm- andi fróðleik, og öll bindin kosta 350 krónur! Drottinn minn dýri, hvað þetta verk hefði þurft að kosta ef það hefði verið gefið út á íslenzku — og verið unnið að öllu hér! „T. SKRIFAR MÉR á þessa leið: „Eg bý í Skerjafirði, en stunda atvinnu mína eins og flestir þeir er þar búa, niðri í bænum, fer ég á milli á reiðhjóli, og fer þessa leið að jafnaði tvisvar sinnum fram og aftur á hverjum degi. Það sem gefur mér tilefni til þess að skrifa þessar línur er, hversu hætíuleg þessi leið er orðin öllum vegfarend um, þ. e. a. s. leiðin milli íþrótta- vallarins og Grímstaðarholts sér- staklega.“ „OFT KEMUR það fyrir, að þarna aki herbifreiðar með svo ó- stjórnlegum hraða, að gæta þarf fyllstu varúðar svo ekki hljótist slys af, að aur og slettur ganga út frá þeim í allar áttir þegar vegir eru blautir er máski ekki í frásögu færandi.“ „FÓLK, SEM FARIÐ ER að venjast þessari leið og þessum meiningarlausa hraða að manni finnst gætir ávalt fyllstu varúðar, og má án efa iþaltka því hversu sjaldan slys ltoma fyrir. En þegar skyggja tekur og bifreiðarnar aka með sama hraða, með sterkum ljósum, eða -þá eins og líka kemur fyrir með alls enguin Ijósum er verra fyrir vegfarendur að komast hjá að verðá fyrir þessúm farar- tækjum.“ „NÚ NÝLEGA varð slys á áður umgetnum vegi, mun ég ekki leggja dóm á orðsakir þess, en vildi beina þeirri spurningu til lögreglu Reykjavíkur,— og veit ég j að ég geri það í nafni þeirra | mörgu sem um veginn fara — hvort hún gæti ekki haft samvinnu við hlutaðeigendur í þessu máli, svo draga megi að nokkru úr því öryggisleysi, sem vegfarendur eiga við að búa, á vegum hér í útjöðr- um bæjarins?“ „SJÓMAÐUR í VESTMANNA- EYJUM skrifar: „Eins og þú veist eiga allir að fá orðlofsfé nema nokkrar undantekningar, sem nefndar eru í 1. gr. laganna. Það eru t. d. iðnnemar og hlutasjó- menn, og hlutasjómaður tekur þátt í útgerðarkostnaði. Þó skal hlutasjómaður fá orðlofsfé ef hann. óskar þess, en þó þannig að helmingurinn sé tekinn af hans launum. Nú bregður svo við, að við sjómenn í Vestmannaeyjum tökum engan þátt í útgerðarkostn- aði sjálfir, samt skipa þeir okkur á bekk með hlutamönnum, sem taka þátt í útgerðarkostnaði og neita að greiða okkur réttmætt orðlofsfé, sem er 4%. Eða hvað finnst -þér? “ „ÞAÐ VÆRI MILIL l'ÆGÐ okkar sjómanna í Vestmannaeyj- um, að þú tsekir þetta til meðferð- ar, þar sem lögin eru búin að, vera í gildi í hálft ár, og þó hafa útgerðarmenn hér ekki borgað grænan eyri, til sjómanna enn þá í orðlofsfé.“ „ANNAÐ ER ÞAÐ LÍKA, sem nauðsynlegt er að minnast á, og það eru þessar stöðugu grýlur, sem þyrlað er upp um þessi lög. Menn segja að þetta fari alldrei til' hlutaðeigandi manns, fari allt í ríkissjóð. Og ef einhver nái þessu þá kosti það voða stapp og læti. Oft hef ég svo komist að því að þessir menn hafa ekki lesið lögin, en „einhver sagt þeim það“, samt hafa þeir hæst í kappræðum um lögin og allir eru vitlausir nema þeir, og í hæsta lagi tveir eða þrír aðrir á jörðinni.“ SJÓMENN í Vestmannaeyjum sem þannig er ástatt um og bréf- ritarinn lýsir eiga óskorðaðan rétt á orðlofsfé — og ætti Jötunn. að sjálfsögðu að sjá svo um að sjómenn séu ekki beittir rangind- um. Grýlurnar, sem bréfritarinn talar um eru vægast sagt bros- legar. Hér getur ekkert ,,stopp“ komið til greina — og orlofs- fé getur ekki runnið til annara en þeirra sem eiga rétt á því, nema þá til atvinnurekendanna, ef verka fólkið er svo aumt og lítilsiglt að það innheimtir það ekki. Hannes á horninn. AÐ LEIGUMALASKRIFSTOFA BREZKA SETULIBSINS (HIRINGS & CLAIMS OFFICE) á Laugavegi 16, hefir verið flutt þaðan og verð- ur hér eftir frá og með þeiim 30. desember 1943, í TOWER HILL CAMP, ROYAL AIR FORCE við Háteigsveg (á Rauðarárholti, nálægt Vatnsgeyminum). Símar: 5965, bæjarsíminn og Base 35, setuliðssímninn. Utanáskrift skriifstofunnar verður framvegis sem hér segir: HIRINGS & CLAIMS OFFICE, NO. 5011, AIRFIELD CONSTRUCTION SQUADRON, HEADQUARTERS, ROYAL AIR FORCE, ICELAND (C).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.