Alþýðublaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 8
w ALÞYBUBLAPIP Fimmtudagur 36 des. 194S sfraumi örlaganna ■tjarnarbIóes Glaumbær (HOLIDAY INN) Amerísk söngva- og dans- mynd. 13 söngvar, 6 dansar Bing Crosby Fred Astaire Marjorie Reynolds Virginia Dale Ljóð og lag eftir Irving Berlin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. KURTEISI. Gesturinn (við Jón litla á ajmælisdegi hans): Ég óska þér til hamingju, drengur minn, og vona og óska, að þú verðir öt- ull og duglegur drengur, og að þér gangi vel að læra, svo að þú verðir hyggnari og skyn- samari með degi hverjum. Jón litli (mjög kurteis): Þakka yður jyrir, og ég óska yður þess sama. * * ❖ TVÆR REGLUR. Það eru tvær góðar reglur, sem ættu að vera ritaðpr í hjarta sérhvers góðs manns: a) Trúðu aldrei neinu illu um nakkurn mann, án þess að haja óyggjandi sannanir jyr- ir því að það sé satt. b) Og þótt þær jáist, þá segðu samt ekki öðrum jrá því, nema þú jinnir að brýnasta nauðsyn krejji þess og guð hlýði á meðan þú segir jrá. (H. V. Dyke). * * * SAKAÐI EKKI. Einu sinni varð kerlingu nokkurri jótaskortur í stiga, stakkst hún á höjuðið og háls- brotnaði. En í jallinu heyrðu menn að kerling sagði: „Ég ætlaði ojan hvort sem var“. Er þetta síðan hajt að mál- bilt við verða: „Ég ætlaði ojan tæki, ej einhverjum jerzt hrapalega, en lætur sér ekki hvort sem var“. Þetta er það, sem Walter Brandt barðist fyrir, hugsaði ég á heimleiðinni. Betri heirnur. 'Frjálst land. Frjáls þjóð. Lýð- veldi. Bara að honum hefði auðn azt að lifa þennan dag! Það mundi verða matur handa öll- um. Ókeypis skólaganga og há- skólanám fyrir alla. Ókeypis leiksýningar og hljómleikar fyr- ir alla, er þess vildu njóta. Ef tii vil'l yrði peningum útrýmt með öllu. Ég var næstum því viss um, að það myndi verða gert. Aldrei framar fátækt né auður. Hvílíkur heimur til að fá nýfæddu barni í arf! Þetta var betra en að vinna styrjöld- ina, miklu betra. Ég sá hvítar súlur rísa upp úr heiðinni í 'suðri 4 líkingu við grísk hof, og hamingjusamur mannfjöldi dansaði í sólskinu. Hljómfail voldugra tónleika barst að eyr- um og það var sungið um frið og frelsi. í sjöunda himni kom ég inn í íbúðina okkar. Stríðið er búið, hrópaði ég og þaut inn í herbergi Irmgards. Kurt er á leiðinni heim. Ef til vill verður hann kominn áður en nýja barn- ið fæðist. Eruð þið ekki ham- ingjusöm? Gamli herra Tillmann sat rétt við dyrnar með riffil yfir kné sér, reiðubúinn til að skjóta hvern þann, er inn kæmi. Hann hafði jafnvel fest tvö gamal- dags heiðursmerki á frakkakrag- ann sinn. Það var óheillavæn- legur svipur á andliti hans og jafnvel yfirskegg hans reis upp eins og hrygghárin á gömlum gelti. Manne ,sat við fætur hans, reiðubúinn til að hlaupa eftir veiðinni, hver svo sem hún yrði. Irmgard var klædd í átakan- legasta sorgarbúning sinn. Hún stóð bak við þykk gluggatjöldin og skyggndist niður á götuna. Andlit hennar var grátt og hún saug öðru; hvoru upp í nefið vegna kvefsins, sem hún var að byrja að fá. Þau störðu bæði á mig eins og þau tryðu ekki sín- um eigin eyrum. — Hamingjusöm? Ég skil ekki við hvað þú átt, María, sagði gamli maðurinn. — Þetta er stund hinnar dýpstu niður- Iægingar. Þetta eru endalok Þýzkalands. Og ert þú hamingju söm? — Ég get ekki gert að því. Ég er hamingjusöm. Stríðinu er lokið. Það er allt, sem ég veit. Þýzíkaland verður betra land að þessu loknu, það muntu sanna, faðir. Ertu ekki glaður yfir því, að Kurt skuli vera á leiðinni heim? — Ef ég þekki son minn rétt, mundi hann fr.emur hafa kosið dauðann en ósigurinn, sagði gamli maðurinn. — Sama máli gegnir um mig. Það veldur mér sorgar, að ég skuli hafa lifað þennan dag. — Oh, sagði ég sneypt. — Við skiljum víst ekki hvort annað.( — Nei, við gerum það ekki. Við höfum aldrei gert það, greip Irmgard allt í einu fram í. — En hvað sem ég kann að hafa hugs- að um þig, þá hefi ég aldrei vænzt þess af þér, að þú skip- aðir þér við hlið svikaranna, kommúnistanna og úrhraksins á slíkri stund sem þessari. Vesa- lings bróðir minn! Ég hafði aldrei' séð hana í hvílíkri geðshræringu. Litlaus augu hennar skutu gneistum og hendúrnar skulfu. Mér fannst þessi atburður svo ihlægilegur og hin stóru orð svo skemmtileg, að ég fór að skellihlæja. Allur hinm inni byrgði ótti og áreynsla liðinna mánaða brauzt nú.fram í óstöðvandi hlátri. Róleg, stúlka mín, róleg, sagði ég við sjálfa mig. Nú ertu að verða móður- sjúk. Ég gleypti ofan í mig loft og reyndi að ná valdi yfir mér. — Þú ert austurrísk! sagði Irm- gard. Það hljómaði nákvæmlega eins og hún hefði sa'gt: — Þú ert skarn! Hún gekk fast að mér og nam staðar svo skyndilega, að ég hélt að hún ætlaði að slá mig. En hún gaf frá sér muld- urshljóð, strunsaði framhjá mér og út úr herberginu. Ég vandaði framkomu mína. — Mér þykir þetta leitt. Fyrirgefðu mér, fað- ir, sagði ég. — Ég er hrædd um, að ég beri ekki skyn á háfleyga sorgarleiki. — Þú virðist hafa gleymt því að dóttir mín hefir fórnað tveim ur sonum og eiginmanni í þess- ari styrjöld, sagði gamli maður- inn. — Fórnað fyrir hvað? Til þess að bjarga landinu, til þess að hjálpa okkur til að sigrast á óvinunum. Til þess að halda uppi hinu glæsilega merki okk- ar. Ekki til þess að undirbúa jarðveginn fyrir glæpahyski og svikara. Ó, hvílík sóun á manns- lífum fyrir slík endalok! En lát um þá koma. Mér skulu þeir ekki ná lifandi. Ég skýt hvern þann, sem dirfist að leggja hend ur á mig, eins og óðan hund. í nokkra daga lokuðu þau sig inni í herbefgjum sínum og komu fram við mig eins og utan- garðsmanneskju. Jafnvel Elísa- bet, sem lá með hita í þakher- berginu sínu, var treg til að tala við mig, þegar ég færði henni súpu eða meðöl. Ég ásamt Martin litla og barninu, sem ég , bar í skauti mínu, var fulltrúi I byltingarinnar á heimilinu. Aðeins húsvörðurinn, sem leit- aðist við að bera kápuna á báð- um öxlum, var vingjarnlegur og jafnvel heimulegur við mig ■ NYJA BIO ■ Tónsnillingurinn („MY GÁL SAL“) Söngvamynd í eðlileg- um litum, er sýnir þætti úr ævisögu tón- skáldsins Paul Dresser. Aðalhlutverk: Rita Hayworth Victor Mature Carole Landis Sýning kl. 5, 7, 9. BS GAMLA BIO Móðurásf BLOSSOMS IN THE DUST Ahrifamikil kvikmynd tek- in í eðlilegum litum af Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverk: Greer Garsou Walter PidgeoM Sýnd kl. 9. ,Saludos Ámigos' Ný Walt Disney teikni- mynd. Sýning kl. 3, 5, 7 Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 11. En hann hafði sýnilega glatað allri virðingu fyrir mér og breytti jafnvel til um ávarp, þeg ar hann talaði til mín. Smátt og smátt tók að skýr- ast þessi þokukennda undrun, sem við kölluðum byltingu. Við höfðum ekki hlotið frið heldur vopnahlé, sem gat verið lokið á hvaða stundu, er vera skyldi. Keisarinn hafði ekki framið sjálfsmorð heldur hlaupizt á brott. Hindenburg hafði ekki verið drepinn. Hann þrammaði isína götu eins og fyrr og reyndi að ná her sínum heim. Hermenn- irnir hlýddu honum og virtu •hann eins og áður, hvort sem þeir voru uppreisnarmenn eða ekki. Hermanna- og verka- mannaráð þutu upp og gáfu út ný lög, reglur og fyrirmæli. Við komumst einnig á snoðir um það að það voru Spartakistarnir, isem höfðu bundið enda á stríðið, bjargað landinu og stýrðu því IV3EBAL BLÁIVIANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO heldur ótti eða kjarkur, sem knúði hann áfram, en hann varð að komást .að raun um það, hvað á seiði var. Það var eiginn fyrir. Hvergi mannveru að líta hvert se mskyggnzt var. Jú, lengst í burtu sáust tvær naktar mannverur á harða hlaupum, og bar þær hratt yfir. Þær stefndu í áttina til skóg- arins, er lá í austri. Hjálmar gat eigi séð, að þær bæru vopn né hefðu nokkuð annað meðferðis. Um kvöldið er Wilson og Páll komu heim, tók Bob að gelta ákaft og snuðra umhverfis tjaldstaðinn. Þetta vakti hjá þeim félögum þann grun, að eitthvað óvenjulegt hefði fyrir komið. Síðar fengu þeir grun sinn staðfestan af Hjálmari, sem enn skalf af hrolli, er honum varð hugsað til villi- mannsins. — Þetta má vera okkur enn meiri hvöt þess að flytja héðan brott, mælti Wilson. — Megum við ekki alveg eins búast við því, að þeir komi aftur strax í nótt varð Páli að orði. — Nei, ég tel ekki mikla hætt uá því. — Þetta hafa senni lega aðeins verið nokkrar konur, sem' tekizt hafa leiðangur á hendur til þess að safna ávöxtum og öðru slíku. Og þó að þetta hefðu verið karlmenn, myndu þeir ekki hætta á það að leggja til atlögu við okkur, nema mjög fjölmennir. Til þess mun þeir kalla allan ættflokkinn saman. Það getur liðið dag- ar og jafnvel vikur, áður en þeir hafi komið því í kring. Það kP Features »POOR COL, <EDARI/ HE’D BE 50 DISAPPOINTED IP HE KNEWX HAD NO INTENTION OF SHOWINO H1\A THIS ( INTER.ESTING LITTLE |p sw- PASSPORT //.ÆX^Wí TH05E NA7I THUG5 CERTAINLV DIDN’T LET ME CO WITHOUT A SHADOW/ EETTER TAKE -—A LOOK , -. _ mmhmaa/ o<av, lads. FOLLOW THE LEADER AND THIS IS ONE GAME VOU DON’T WIN ! eftirför. — — — Nu—hú. Ágætt. Þennan leik skuluð þið ekki vinna drengir mínir. STEFFI: „Veslings Keðari! Hann myndi verða heldur en ekki súr á svipinn, ef hann vissi, að ég hef alls ekki í hyggju að sýna honum þetta vegabréf! Þessar nazistabullur létu mig ekki sleppa án þess að taka eftir mér. Það er best að athuga hvort mér sé veitt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.