Alþýðublaðið - 12.05.1944, Qupperneq 6
mytMumuívm
JPSsttt'dagae1 12. maí 1944
.....
Oddur Olafsson:
„Leikhúsferð í Reykjavík"
SVONA fallega fyrirsögn
velur einn af rithöfundum
Morgunblaðsins grein sinni í
greinaflokki, sem nefnist: „Úr
idaglega lífinu“ og „Víkverji“
nokkur telst skrifa, laugardag-
inn 6. þ. m.
Grein þessi hefst með því, að
höfuhdurinn býsnast yfir hve
harðgerðir Reykvíkingar séu.
Hann hefir séð kvenþjóðina
ganga um götur bæjarins í „næf-
‘ urþunnum silkisokkum með
hattstrýtu á höfðinu“ og það „í
norðanstórhríðum á veturna.“
i>ó sér hann, að þessi hreysti ér
ekkert hjá því afburða þreki,
Bem þær hetjur dagsins sýna,
Bem leggja út í þá stórfenglegu
, áhættu, að fara í leikhús bæjar-
ins. — Þessar ferðir „eru eng-
inn barnaleikur,“ segir hann
þessi prýðilegi rithöfundur „úr
daglega lífinu“ í Morgunblaðinu.
Aðdáunin og hrifningin stígur
hátt hjá ‘honum, ef marka má
þessa grein hans, vegna þessara
. afreka samborgaranna!
Eftir hinn gáfulega formála,
kemur upptalning afreksverk-
anna. En hvað skeður? Eítir
allt hrósið fer höfundurinn nú
út í það að brigzla hinum „harð-
gerðu“ höfuðstaðarbúum um ó-
stundvísi. Segir að leikhúsgest-
ir komi „langflestir“ í leikhús-
ið „á síðustu mínútunum.“ En
þið skuluð engu fcvíða, leikhús-
gestir góðir. Viðkvæmnin og
nærgætnin mun efcki bila í ykk-
ar garð. Hinn greinargóði höf-
undur finnur skjótt að óþægindi
þau, sem af þessu hljótast, eru
frekar húsinu að kenna en ykk-
ur! Þrátt fyrir þessar prýðilegu
upplýsingar leyfi ég mér að láta
þess getið, að leikhúsgestir fara
að koma í leikhúsið úr því að
klukkan er orðin TVz og eru
flestir komnir í sæti um kl. 8.
Nokkrir koma síðar. Það veld-
ur óþægindum og má helzt ekki
vera svo. — Svona er þetta oft-
•ast nær. Nú eru sæti í húsinu
fyrir aðeins 309 gesti á áhorf-
endasviði. — Þessi hópur er
ekki ýkja lengi að koma sér til
sætis, hann er ekki svo stór.
En — við erum stödd í for-
dyri gömlu „Iðnó,“ leikhúsinu.
Hér segir höfundur fjálglega
frá því slæma ástandi, sem ó-
stundvísi samborgara hans ékap
ar, ásamt, því, sem honum er
vitaskuld aðalatriðið, hve þröngt
fordyri hússins sé, og hörmung-
ar leikhúsgesta þess vegna átak-
anlegar. Höfundur orðar þetta
eamt nokkuð varlega, líkt og í
sögunni segir: „ólýginn sagði
mér!“ í fordyri leikhússins,
segir hann, rúmast „ef til vill
1/10 hluti þeirra, sem komast
{ salinn og þá er ekki annað að
gera en standa utan dyra, eða
troðast að fatageymslunni.“
Ekki er von að vel fari, ef satt
væri að „langflestir leikhús-
gestir“ kæmu „á síðustu mín-
Fundsar
tóbaksdósir, merktar. Vitjist
á Lindargötu 35.
útunurn." Hér sýnir greinarhöf.
mjög áberandi sína prýðilegu
gjörhygli og kímnigáfu. í raun
réttri þýðir málsgreinin: Ann-
að hvort verða leikhúsgestir
að vera úti eða inni! — Já, rétt
er nú það. Svo hlálega virðist
þetta samt snúast í vitund höf.,
að hann gerir helzt ráð fyrir
því, að fólk standi „fyrir utan
Iðnó í sínu fínasta Pússi í hvaða
veðri sem er,“ heldur en að
„troðast að fatageymslunni,“
Þó ég greti, vil ég ekki
draga neitt úr verðugri
aðdáun þessa virðulega
greinarhöfundar, fyrir því
mikla þreki hugans, sem hann
telur sig hafa orðið var hjá leik-
húsgestum hér í höfuðstaðnum.
Samt verð ég að leyfa mér að
fullyrða, að það mun því nær
eða jafnvel dæmalaust, að nokk-
ur leikhúsgestur hafi staðið fyr-
ir utan Iðnó, sem leitazt hefir
við í alvöru að komast þangað
inn á réttum tíma, allra sízt í
„'hvaða veðri sem er“ — (væri),
vegna þrengsla í fordyri. —•
Fordyrið í Iðnó rúmar ekki 1/10
leikhúsgesta, einis og greinar-
höfundur telur sennilegast, held
ur að minnsta kosti tvöfalt það,
eða um 1/5 leikhúsgesta sam-
tímis. Það er satt mál, að æski-
legt hefði verið, að fordyrið
hefði verið haft stærra, en bygg
ingarfulltrúi og byggingarnefnd
Reykjavíkur reyndust ófáanleg
til þess að leyfa að hafa það
stærra, er það var byggt árið
1930, en Iðnó er byggð árið
1896. Það hefir margsinnis ver-
ið atihugað, að húsið tæmist auð-
veldlega, þótt allir sæki föt sín
í fatageymslu, á 10 mínútum
eða skemur, nema ef fólk bíð-
ur eftir bíl eða þ. h. Ef þetta
er borið saman við rými og skil-
yrði um fyrirgreiðslu vegna
leikhúsgesta, eins og það var
áður, hefir talsvert ó unnizt.
Nú komum við þá að því at-
riðinu, sem mestu máli skiftir
í þessu sambandi: Stafar leik-
húsgestum nú, allt í einu, gífur-
leg 'hætta og óþægindi af þrengsl
um í fordyri hússins gamla og
góða, sem Reykvíkingar hafa
haft fyrir aðalleikhús í meira
en fjörutíu ár?
Ég vil geta þess, að þegar
fólk kernur hingað í hús til að-
göngumiðakaupa, er því leyft
að standa inni í fordyri hússins,
lýstu og upphituðu eftir atvik-
um. iSýnist það vera nokkuð
önnur tilhögun en sums staðar
hér í bæ, þar sem aðgöngumiða-
sala fer fram. Þá er stundum
þröngt í fordyri Iðnó, máske
allt að hundraði manns, — en
það er, eins og áður er sagt, j
rúmlega 1/10 þeirra gesta, sem (
húsið rúmar á leiksýningu! ■—
En við skulum ekki hafa hátt
um þetta. Máske kemst það upp
von bráðar, að mikil lífshætta
sé að fara í Iðró til aðgöngu-
miðakaupa —og það sé húsinu
að kenna!
II.
Eins og þegar hefir verið
getið, er talið, að Iðnó sé byggð
árið 1896. Hús þetta er þannig
í flokki elztu húsa höfuðstaðar-
ins. Það voru iðnaðarmenn bæj-
arii.s, sem stóðu að þessari
framkvæmd. Ég á í fórum mín-
um lítið kvæði um Iðnó. Hér
er eitt erindið:
Bifreiðasfjori
aeð meira prófi vill taka að
ér að aka bifreið. — Uppl.
0—12 og 1—4 í síma 2931
„Þínar stoðir höndin hög
hóf og samstillt snilfi jnanna.
Þótt sé gáð um láð ág lög,
liggja til þín beztu drög:
Hugur frjáls og hárbeitt sög, —
hér var nýa leið að kanna.
Þínar stoðir höndin hög
hóf og samstillt snilli manna.“
Ýmsar breytingar hafa verið
gerðar á Iðnó, en mest árið
1930.; Þá voru nýlega orðin
eigendaskipti á húsinu. Um-
Hinar margeftirspuröu
bætur þessar voru mjög til
bóta. Ný sæti voru sett í húsið.
Þar höfðu lausir trébekkir ver-
ið látnir duga, sem sæti í leik-
húsi hctfiuðstaðarins, í meira en
30 ár. Sökum þess hve lítið
húsið er, varð að hafa -s.ætin
eins þétt og framast sýndist
fært. — Þess vegna er þrengra
í áhorfendasal en annars hefði
verið og æskilegast hefði verið.
Samt tel ég vafalaust, að þeir
menn, sem núverandi skipan
gerðu á þessum hlutum, hafi
ekki haft rými milli bekkja-
raða og ganga óforsvaranlega
lítið. Það er alveg víst, að leik-
húsgestir skilja þær sérstöku
ástæður, sem hér eru fyrir
hendi, og hafa prýðilega sætt
sig við þær, nema fáeinar „fín-
ar“ undantekningar.
Hér í bænum eru þrjú prýði-
leg kvikmyndahús. Þau eru
sjálfsagt byggð samkvæmt
fylstu kröfum. Til vinsamlegr-
ar athugunar leyfi ég mér að
gera nokkurn samanburð á
þeim og Iðnó, hvað húsrými
snertir í áhorfendasölum. í
einu þessara húsa er einn gang-
ur í áhorfendasal. Hann er 1,54
m. breiður, en sæti um 387. í
öðru eru tveir gangar. Þeir eru
samtals 2,00 m. breiðir, en í
salnum niðri rúmast 326 æ"--"
í sætum. Þriðja húsið hefir
einnig tvo ganga í aðal-áhorf-
endasal, samtals 2,12 m. breiða.
Sæti eru þar 399. í Iðr>ó eru
tveir gangar, samtals 1,20 m.
breiðir. Sæti eru í salnurn
niðri fyrir 256 manns. Ég tel
óþarft að reikna þetta dæmi.
Það sér hver heilvita m?.ður,
hver niðurstaðan verður, og
Iðnó stendur sig ekkert illa í
þessum samanburði. Ef gang-
arnir í aðalsalnum hefðu verið
hafðir breiðari, hefði tapazt
eitt sæti af röð, samtals 16
sæti. Eins og á stóð, hefir þetta
ekki sýnzt fært og ekki brýn
nauðsyn. Þegar sætum er lyft
upp og gestir þurfa að fara inn
í röð, er minnsta bil milli rað-
anna í bióhúsunum yfirleitt 38
—44 cm., en í Iðnó er það yfir-
leitt 35 cm., nema í þremur
öftustu röðunum er það minna.
Munurinn er þá yfirleitt 3 cm.,
þar sem hann er minnstur, á
þessu í Iðnó og í greindum
húsum. Hefði verið fækkað um
eina röð, hefðu tapazt 16 sæti í
þessu litla húsi. Það hefir þótt
of mikið tap, 'meðan húsið var
notað sem leikhús, að fórna svo
rniklu af litlu.
Ég hefi íeyft mér að rekja
þetta dálítið, vegna annars á-
fangans í grein þeirri í „Morg-
unblaðinu“ í skrifum „Vík-
vérja“, sem hér hefir verið
gerð að umræðuefni. Yfirskrift
þess kafla heitir: „Meiri troðn-
ingur og óþægindi“ og er ein-
mitt um fyrirkomulagið í á-
horfendasalnum. Hér segir
hann meðal annars: „Nú gætu
ókunnugir haldið, að mestu
raunirnar væru afstaðnar,
þegar menn hafa loksins kom-
izt í húsaskjól. En kunnugir
vita betur. Erfiðleikarnir byrja
fyrst eftir að inn er komið.“ —
Svona hljóðar byrjunin á þess-
um áfanganum. Hann vil að-
vara ókunnuga, þessi' maður,
gegn raununum í leikhúsinu,
sem hann svo kallar, en á senni-
legast við þrekraunir. — Ó-
kunnugir ættu ekki að hætta
sér út í þær. Leikhúsgestir
j verða að „ganga á hlið eða
hoppa eins og börn í „paradís“
meðfram bekkjaröðunum, þar
til komið er að þeirri röð, sem
maður á að sitja í. Þarf þá enn
meiri leikfimihæfileika til að
komast í sæti sín, því sú leið
liggur yfir fætur allra þeirra,
sem áður eru seztir, ef ein-
hverjir eru,“ o. s. frv. í sama
tón.
Lesendum er nú kunnugt um
þessi skilyrði. Ég tel mig ekki
þurfa miklu við það að bæta,
sem ég þegar hefi skýrt frá um
þau. Þessi heiðursmaður telur
sig þurfa að stíga „yfir fætur“
leikhúsgesta, sem á undan hon-
um eru komnir í leikhúsið, er
hann brýzt fram til sætis síns.
En er það nokkuð ljótt að stíga
„yfir“ fætur annara, ef ekki er
stigið á þá? Hann segir, að ekki
sé til annað „rúm fyrir fæt-
uma en blábilið milli bekkja“.
Hann hefir þá ekki tekið eftir
því, að lyfta má hverri setu
upp, og að hver maður, sem rís
upp í sæti, getur þokað inn í
röðina, þar sem setan var. Ekki
er von á góðu, þegar athyglis-
gáfan er svona hæpin. Helzt
lítur út fyrir, ef marka má
skrif hans, að hann myndi vel
geta þolað dálítinn „megrunar-
kúr“ áður en hann fer í leik-
húsið næst. Ellegar þá að hann
taki fyrir að bíða eftir Þjóð-
leikhúsinu.
Greinarhöfundur þessi vill að j
menn fari með miklum ugg og
kvíða í leikhúsið. Öðruvísi
verður grein hans ekki skilin,
nema þá að hann vilji að eng-
inn fari þangað. — Skyldi hon-
um heppnazt það? Reynslan
mim leiða það í ljós. Hann veit
vel, að skilyrðin geta ekki
breytzt, sízt eins og sakir
standa. Hann veit vel, að Iðnó
hættir mjög bráðlega að vera
leikhús, og að enginn sann-
gjarn maður getur ætlazt til
þess, að farið sé að breyta hús-
inu frekar en gert hefir verið,
vegna leikstarfsemi, þar sem
nýtt og fullkomið leikhús var í
smíðum. og gat tekið til starfa
þá og þegar. Jú, ein leið var
fær og er ennþá. fær, til þess
að bæta úr þessu, setja í húsið
föst og fullkomnustu sæti o. s.
frv. Sú leið er áð byggingar-
nefnd leyfi að bæta við fordvr-
ið o. fl. og að húsið fái leyfi til J
kvikmyndareksturs. Þá má
taka allan salinn uppi fyrir á-
horfendasvið, að ég tel, svo
mætti líka stækka salinn hiðri.
Spurningin er: Myndu forráða-
menn bæjarins, sem áður neit-
uðu um leyfi til þess að mega
hafa fordyri hússins öðruvísi
en það er nú, leyfa nokkuð af
þessu? — Það mætti prófa
það, og aðstoð greinarhöfundar
yrði að teljast vís þeirri mála-
leitan.
Ég vil láta þess getið, að
húsameistararnir Einar Sveins-
son og Gunnlaugur Halldórsson
gerðu teikningar af breyting-
unni í Iðnó 1930, en þeir Kjart-
an Ólafsson múrarameistari og
Bjarni sál. Guðrason húsa-
smíðameistari sáu um og fram-
kvæmdu verkið. Eins og húsið
ber með sér, var það málað af
mjög hæfum málurum. — Hér
voru engir viðvaningar að
verki.
Framhald.
SuSur-Afríka 1939
mrh. af 5. síðu.)
Það var ég, sem lauk fund-
ihum. Ég skýrði frá því, að ég
liti svo á, að okkur bæri að taka
þátt í styrjöídinni. Svo stóð ég
upp og sagði við Hertzog hers-
höfgingja: „Herra minn, það er
augljóst, að hér skilja leiðir. Þeir
okkar, sem andvígir eru hlut-
leysisstefnunni, geta ekki verið
áfi'am í stjórninni með yður.
Þess vegna verður þetta síðasti
fundur okkar sem samstarfs-
manna. Ég vil mega þakka yður
fyrir gott viðmót, sem þér hafið
ávallt sýnt okkur og ég vona,
að persónuleg vinartengsl rofni
ekki vegna þess, sem nú hefir
skeð“. Síðan risu allir á fætur,
þjóinn kom inn með drykk handa
okkur og skáluðum við allir.
Við tókumst í hendur og þar
með lauk einhverjum afdrifa-
ríkasta ráðuneytisfundi, sem um
getur í Suður-Afríku.
EÉ er sannfærður um það, að
Hertzog hefirhaldið,aðhann
gæti fengið þingheim til að sam
þykkja hlutleýsisyfirlýsingu
sína með áhrifavaldi sínu einu
saman. Hann hafði mikið fylgi,
en hafði aldrei gert sér neina
grein fyrir því, hvernig ein-
stakir þingmenn myndu greiða
atkvæði í mikilvægum málum.
I þingi Suður-Afríku voru 153
þingmenn, og af þeim voru allir
nema 6 mættir í Höfðaborg. Af
þesisum 147, sem viðstaddir
voru á fundinum, voru 140 í hin
um Sameinaða flokki. 29 voru
þjóðernissinnar undir forustu
Dr. Malans, og var hann and-
stöðuflokkur stjórnarinnar. 7
voru í Dominion-flokknum, en
sá flokkur var einskonar brezk-
ur mótvægisflokkur við menn
Dr. Malans, 4 voru jafnaðar-
menn, en þrír voru innfæddir
menn (blökkumenn). Á pappírn
um hafði Hertzog traustan meiri
hluta, en hann gætti þess ekki,
að af hinum 104 stuðningsmönn
um stjórnarinnar, voru 66 stuðn
ingsmenn Smuts, en persónu-
fylgi hans sjálfs var ekki nema
38, en hann virtist aldrei hafa
komið auga á þessa staðreynd
á • 3 árum, sem hann var við
völd.
Á hinn bóginn vissum við, að
þjóðernissinnar voru mjög and-
brezkir og myndu án efa styðja
hlutleysisstefnuna. Með hinum
29 atkvæðum þjóðernissinna
hafði Hertzog 67 atkvæði gegn
66 atkvæðum okkar, en við viss
um líka, að hinir 7 fulltrúar
Dominion-flokksins, jafnaðar-
mennirnir og hinir 3 innfædjdu
voru með okkur og vig höfðúm
þannig meirihlutann með okk-
ur. Sama kvöld komu ráðherr-
arnir saman, sem fylgdu Smuts
og sömdu yfirlýsingu, sem
Smuts átti að bera fram daginn
eftir.
Á mánudagsmorgunin hafði
deildarforsetinn, yfir bænina, en
síðan var samþykkt frumvarþið
um að lengja setu öldungadéild
arinnar. Áhorfendapallarnir
voru þéttskipaðir og alger þögn
var, er Hertzog reis á fætur .og
bar fram tillögu sína um hfut-
leysi í styrjöldinni. Hann flutti
langa ræðu og endurtók rök-
semdir sínar frá fundinum í
Groote Schuur. Síðan kom
Smuts með gagntillögu sína og
greindi frá þeírri skoðun okkar,
að við ættum að taka þátt í
styrjöldinni. Miklar umræður
urðu um málið, sem lauk ekki
fyrr en kl. 9 um kvöldið. Úrslit
in voru gefin, en mér virtist af
náfölu andliti Hertzogs, að hon-
um hefði aldrei dottið þau í
hug. Skrifarar töldu atkvæðin
og réttu forseta miða, þar sem
á voru letruð úrslitin. 67
greiddu atkvæði með tillögu
Hertzogs, en 80 með tillögu
Smuts. Þar með var þátttáka
Suður-Afríku í styrjöldinni á-
kveðin.