Alþýðublaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 1
Alþýðuhlaðið er aðeins fjórar síður í dag, enda aukablað — eingöngu helgað fréttum og myndum frá lýðveldis- stofnuninni. Myndirnar frá lýðveldisstofnuninni í blaðinu í dag, eru allar teknar fyrir Alþýðublaðið af Alfred D. Jónssyni, ljósmyndara. Lýðveldið stofnað á Lögbergi hinu forna: XXV. árgangur. Mánudagur 19. júni 1944. 133. tbl. Einstæður viðburður í sögunni: Arnaðaróskir bárust frá Kristjáni konungi réít eftir að lýðveldið var stofnað. KE6AIS gildistöku lýðveidisskrárinnar hafði verið yfir lýst á hin- ^ um fornhelga stað, Lögbergi, af forseta sameinaðs alþingis, Gísla Sveinssyni, á laugardaginn að viðstöddum meiri mannfjölda en sennilega nokkru sinni hefur sést á Þingvelíi, var gengið til kosningar á fyrsta forseta íslands og Eauk henni þannig, að Sveinn Björnsson, ríkisstjóri, var kosinn með 30 atkvæðum, Jón Sigurðs- son, skrifstofustjóri alþingis, fékk § atkv., en 15 seðlar voru auðir. [Þegar kjöri Sveins Björnssonar var lýsf, gullu við fagnaðaróp og lófatak frá mannfjöldanum umhverfis Lögberg, er aldrei ætlaði að linna. Mun það augnablik mönnum lengi í minni, sem hámark at- hafnarinnar á Þingvelli, þegar lýðveldið var stofnað. Enaðeins nokkrum klukkustundum síðar, þegar þingfundin- um á Lögbergi var Eokið og hátíðahöldin voru byrjuð niðri á völlun- um, rann upp annað augnablik þessarar þjóðhátíðar, sem einnig mun lengi í minnum haft, ekki aðeins hér á landi, heldur og víða um heim. Þá skýrði forsætisráðherrann, Björn Þórðarson, frá því, að » ríkisstjórninni hefði borist símskeyti frá ICrisfjáni konungi tíunda, þar sem hann léf I Bjós beztu árnaðaróskir sínar um framtíð ís- lenzku þjóðarinnar og von um það, að þau bönd, sem fengdu ís- land við önnur Norðurlönd, mæftu sfyrkjasf í framiíðinni. Sveinn Bjömsson, fyrsti forseti íslands. Þessi fregn vakti geysilegan fögnuð mannfjöldans og kváðu vellirnir við af lófataki, en hljómsveifin lék danska konungs- sönginns „Kong Christian stod ved höjen Mast.“ Hinn sðgulegi þingfundur á Lögbergi. Athöfnin á Þingvelli hófst meS 'því, að ríkisstjóri, biskup, ríkisstjórn og alþingismenn gengu fylktu liði úr Valhöll kl. 1 e. h., á laugardaginn, upp í Almannagjá og eftir henni norð- ur á Lögberg. Á völlunum fyrir neðan hinn fornhelga stað og á gjár- barminum, allt umhverfis hann, hafði safnazt saman gífurlegur mannfjöldi til að.vera viðstadd- ur hið hátíðlega augnahlik þeg- ar lýðveldið yrði stofnað. Á Lögbergi sjálfu hafði verið komið fyrir palli, þar sem ann- ars vegar voru sæti fyrir ríkis- stjóra, ráðherrana og h: ina, en hins vegar fyrir full- trúa erlendra ríkja og nokkra aðra gesti þjóðhátíðarnefndar. Kl. 1.30 kvaddi forsfét.isráð- herra sér hljóðs og setti hátið- ina, en því næst hófst <mðs- þjónusta og flutti 'biskup, herra Sigurgeir Sigurðsson, ávarp og bæn, en á undan var sunginn sálmurinn: ,,Þín miskunn, ó, Guð, er sem himinninn há“, og á eftir: „Faðir andanna11. Því næst var þin."*””'1- settur og hófst hann með því að forseti sameinaðs þings, Gísli Sveinsson, lýsti yfir gildistöku lýðveldisstjórnarskrárinnar. Um leið var byrjað að hringja klukkum Þingvallarkirkju, og stóð sú klukknahringing yfir í 2 mínútur, — en á sama var kirkjuklukkum hringt um land allt. Því næst varð einnar mínútu þögn, en að 'henni lok- inni hófust þingstörf á ný og flutti forseti sameinaðs þings ræðu í tilefni af þeim örlaga- ríku þáttaskiptum í sögu þjóð- arinnar, sem fram voru að fara. Því næst var gengið til forseta- kjörs til eins árs, eins og fyrir er mælt í lýðveldisstiórnar- skránni, eða nánar til 31. júlí 1945, en innan þess tíma á fyrsta bióðkjör forsetans að hafa farið fram. Er úrslit forsetakjörsins höfðu Bíkisstjóri, biskup, ríkisstjórn og þingmenn í Almannagjá á leið til Lögbergs. verið gerð kunn, vann hinn ný- kjörni forseti, Sveinn Björns- son, eið að stjórnarskránni og ávarpaði þvi næst Kí^"heim með eftirfarandi orðum: Herra alþingisíorseti, hátt- virtir alþingismenn! Eg þakka fyrir það traust, sem mér hef- ur verið sýnt, með því að kjósa mig forseta íslands nú. Er ég var kjörinn ríkisstjóri í fyrsta skipti fyrir réttum 3 árum síðan, lýsti ég því, að ég liti á starf mitt framar öllu sem þjónustu við heill og hag íslenzku þjóðarinnar. Og ég bað guð að gefa mér kærleika og auðmýkt svo að þjónusta mín mætti Verða íslandi og ís- lenzku þjóðinni til góðs. Síðan eru liðin 3 ár, sem hafa verið erfið á ýmsan hátt. En hugur minn er óbreyttur. Ég ^tck |nú við þessu starfi með sama þjónustuhug og sömu bæn. Á þessum fomhelga stað, sem svo ótal minningar eru bundnar við um atburði, sem markað hafa sögu og heill þjóðarinnar, vil ég minnast atburðar, sem skeði hér fyrir 944 árum. Þá voru viðsjár með mönnum sennilega meiri en nokkru sinni fyrr þau 70 ár, sem þjóðveldið hafði starfað þá. Og ágreinings- efnið var nokkuð sem er öllum efnum viðkvæmara og befir Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.