Alþýðublaðið - 30.06.1944, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.06.1944, Qupperneq 3
Fösíudagur 36. júní 1944. ÆLSaYQUSLAOIP M Innrásin. Það væri ef til vill ekki úr vegi að atfauga ör- lítið vígstöðuna á landgöngu- svæðinu í Norður-Frakk- landi, nú þegar barizt hefir verið þar í meira en þrjár vikur. — Segja má, að ekki hafi náðst mikið landsvæði að kílómetratali af Þjóð- verjum og vitanlega er það rétt, að Þjóðverjar höfðu náð meira svæði á sitt vald í leiftursókninni vorið 1940 á sama tíma. Á HINN BÓGINN eru aðstæður engan veginn sambærilegar, eins og liggur í augum uppi. Þjóðverjar áttu yfir land að sækja og útbúnaður þeirra var með allt öðrum og full- komnari hætti en sá, er Frakkar og Bretar áttu til í fórum sínum. Auk þess höfðu þeir gífurlega yfirburði í lofti ERFIÐLEIKAR ÞEIR, sem bandamenn áttu við að stríða við landgönguna, voru geysi- legir. í fyrsta lagi er jafnan erfitt að flytja miklar birgð- . ir hergagna og hermanna á sjó, þar sem unnt er að ráð- ast á skipin úr lofti, að maður tali ekki um hin öflugu strandvirki og fallbyssustæði Þjóðverja, sem þeir hafá unn- ið að árum saman. Ef trúa má myndum þeim, sem Þjóð- verjar birtu sjálfir af ýms- um skotvirkjum og kænleg- um útbúnaði á vesturströnd- inni, sem verkfræðingasveit- ir dr. Todts höfðu lagt svo mikla vinnu í að koma upp, er alveg undravert, hvað bandamönnum hefir orðið vel ágengt það sem af er innrás- inni. ÞÁ ER EKKI MINNA um vert, að Þjóðverjar höfðu þarna reyndustu og æfðustu hers- höfðingjum sínum á að skipa, þeim von Rundstedt, þraut- xeyndum úr bardögum í Pól- landi og Frakklandi og Er- win Rommel, sem þótti skæð- ur og hugvitssamur andstæð- ingur Breta í Afrikustyrjöld- inni. AÐ ÞVÍ, ER ÝMIS NÝKOMIN, brezk blöð herma, hafa þess- ir tveir hershöfðingjar haft frekar ólíkar skoðanir á- því, hvernig verja bæri vestur- strönd Evrópu fyrir innrás bandamanna. Von Rund- stedt virðist hafa, samkvæmt blöðum þessum, verið af gamla skólanum: Hann lagði mest upp úr því að láta byggja rammger jarðgöng og steinsteypuvirki, þar sem ó- æfðir hermenn gætu verið ör- uggir fyrir skothríð banda- manna. HINS VEGAR VILDI Rommel gefa þýzkum hermönnum meiri möguleika til hreyfi- hernaðar. Hann vildi gera ráð fyrir því, að bandamönn- um tækist ef til vill að ná fótfestu á ströndinni og því bæri að byggja mörg smærri virki lengra uppi í landi, þar sem unnt væri að veita banda mönnum fyrirsát og stráfella þá síðan, er þeir áttu sér einskis ills von. ÞETTA HEFIR gersamlega Innrásin: Breffar hafa rekið fleyg í varnar- belffi Þjóðverja við Caen Skemmdirnar ekki eins mikiar í Cherbourg og feúizt hafði verið við. BARDAGAR eru nú harðastir suðvestur af Caen, þar sem Bret- ar hafa rekið fleyg í vamarbelti Þjóðverja. Þar eru háðir grimmilegir bardagar og hefir Bretum tekizt að treysta aðstöðu sína og koma sér sæmilega fyrir á svæði því, sem þeir hafa tekið undanfarna daga. Þá hafa þeir náð á sitt vald brú yfir ána Odan. Þjóðverjar beita nú um 200 árásarflugvélum á dag, en hafa orðið að flytja bækistöðvar sínar inn í land vegna skæðra árása Band^- manna á flugvelli þeirra. Verkfræðingar telja, að skemmdimar i Cherbourg séu ekki eins alvarlegar og fyrst var ætlað. Bezkar flugvélar réðust á borgina Metz í Norður-Frakklandi. Eisenbower á mikil- vægum ráðstefnum ILONDON var tilkynnt í gær, að undanlfarna daga hafi Eisenhower hershöfðingi setið á miörguim rtáðsteifnum með helztu herstjórnum bandamanna. Chur chiM forsætisráðherra sat eina þeirra. Sjóonenn á sivæðinu frá Bay- onne skammt frá spænsku landa mærunum tiil Fr'ísnesku eyjanna í Hollandi, hafa verið varaðir við því að stunda sjó til kl. 21 6 júlí n. k. Rússar tóku Bebruisk í gær. Ósksplegar hrakfarir Þjó'Sverja í Hvíta- Rússlandi. RÚSSAR hafa enn unnið frækilegan sigur á Þjóð- verjum. Stalin tiikynnti í dag- skipan í gær, að Rússar hefðu hertekið Biobruisk í Hvíta-Rúss landi með áhlaupi í gær. Þar féMu um 15 þiúsund Þjóðverjar, en 18 þúsund menn voru teknir höndum. Rússar sækja nú fram í þrem fylkingam að Minsk, en aðrar fyilkingar munu ætlla að snið- ganga borgina og komast að baki henni. Þá er tilkynnt, að ölQ. járn- forautarilínan frá Leningrad til Munmansk sé nú á vaMi Rússa. Rússar hatfia nú mjög mikía yíirburði í löfti, að þv:í er segir í íregnum frá^ Moskva og eru oft og einatt 14 rússneskar flug véiar á lofti fyrir hverja þýzka. Manntjón Þjóðverja hefir ver ið gífurlegt undan farna daga. Á ttepri viku misstu þeir 7? þús. menn. í Mosfeva er litið svo á, að ótfiarir Þjóðverja í Hvíta-Rúss landi séu hinar mestu, er þeir hafi nokkru sinni farið. Bardagar fara harðnandi á Caen-svæðinu og ber meira á gagnáhlaupum Þjóðverja en áð- ur var. Þeim hefir þó öllum verið hrundið. Bretum hefir orðið vel ágengt við ána Odan og náð þar á sitt vald hæða- drögum, og mun það enn styrkja aðstöðu þeirra. Minna er um tíðindi af Cherbourg-svæðinu, en þýzkur herflokkur, sem sem hafðist við á smáeyju úti fyrir borginni varð að gefast upp. Stalin hefir sent Churchill heillaóskaskeyti í tilefni af töku Cherbourg. Síðan bandamenn gengu á land í Frakklandi, hafa þeir eyðilagt 121 þýzkan skriðdreka og laskað 171. Þjóðverjar eiga nú verr með að beita flugvéla- styrk sínum, þar sem þeir hafa orðið að flytja bækistöðvar sín- ar allt að 160 km. inn í land vegna hinna sífelldu loftárása bandamanna. Notast þeir við flugvelli í grennd við París, við Loire og allt til landamæra Belgíu. * Brezkar Halifax-flugvélar réð ust á Metz í gær og ollu mikl- um spjöllum. Þær skutu niður 13 þýzkar orrustuflugvélar, sem reyndu að hefta för þeirra, en misstu sjálfir.20 flugvélar. Þinghúsið í Helsinki. Þýzkaland í gær. UM 2000 amerískar flugvél- ar af ýmsum gerðum, réð- ust í gær á ýmsar stöðvar Þjóð- verja í Þýzkalandi og kom víða til harðra loftbardaga. Meðal annars réðust þær á 7 flugvéla- verksmiðjur og 3 flugvelli og ollu geysilegu tjóni. Meðal ann- ars var ráðizt á stöðvar í As- shersleben og Oschersleben, skammt frá Braunschweig, Leipzig, Essen og Saarbrúcken. 52 orrustuflugvélar Þjóðverja voru skotnar niður, en 15 sprengjuflugvélar og 2 orrustu- flugvélar komu ekki úr leið- angri. brugðizt og herkænska Þjóð- verja ekki reynzt nægileg til þess að eyðileggja fyrirætl- anir þeirra Eisenhowers og Montgomerys, sem nú hafa komið sér örugglega fyrir á öllum Cherbourg-skaga og náð einni mikilvægustu hafn arborg Frakklands á vald sitt. Næstu dagar munu vafala&st ÍLeiða í ljós skýrar en orðið er, hvers Þjóðverjar eru megn- ugir þegar stórorrustur hefj- ast við meginher þeirra. Þetta er hið glæsilega Þinghús Finna í Helsinki, er þykir eitt feg- ursta í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Nú eru að gerast miVil tíðindi innan veggja þess og getur srvo fiarið, að þingið verði óstarf- hæift, vegna þess, að meiriMuti þingmanna hefir hótað að hætta að sækja þingfundi. .. Tanner uffanríkismálaráðherra Finna hefir sagff af sér Harm var andvígur hlnum ný|a samningi finnsku stjórnarinnar við IÞJóðverja. -. Ganga Alþýðufloklkurinn ®g sænski flokkur- inn af þingi? « C AMKVÆMT fregnum frá Stokkhólmi, hefir Tanner, ut- ^ anríkisráðherra Finnlands, sagt af sér, og talið er, að aðrir Alþýðuflokksmenn í stjórninni muni gera slíkt hið sama. Einnig munu tveir aðrir þingflokkar, frjálslyndir og sænski flokkurinn, aúk Alþýðuflokksins, hafa í hyggju að hætta störfum í þinginu að sinni, í mótmælaskyhi við samn- ing þann, er finnska stjórnin gerði við von Ribbentrop. í Washington er tilkynnt, að Cordell Hull, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hafi í gær, að afloknum viðræðum við Roose- velt, skýrt blaðamönnum frá því, að Bandaríkjastjóm muni senni- lega slíta stjómmálasambandi við Fixma. í Stokkhólmsfregnum, sem norska blaðafulltrúanum í Reykjavík hefir borizt, er skýrt frá því, að til þessa hafi Tanner viljað halda áfram styrjöldinni og neitað að taka þátt í mynd- un svonefndrar „friðarstjórnar“. Flokkarnir þrír, sem nefndir voru að framan erú í meiri hluta i þinginu. Margir þingmenn úr öðrum flokkum, sem áður vildu halda styrjöldinni áfram, eru sagðir andvígir hinum nýja finsk-þýzka samningi, meðal annarra munu fulltrúar úr Bændaflokknum vera andvígir hinni nýju stefnu. Keitel hershöfðingi, yfirmað- ur herforingjaráðs Þjóðverja er kominn til Helsinki, og fregnir hafa borizt um mikinn liðssam- drátt Þjóðverja í og við borg- ina. Fregn hefir borizt um, að Dietl hershöfðingi, er stjórnaði þýzka *hernum á norðurvíg- stöðvunum, hafi farizt í flug- slysi, en Þjóðverjar hafa ekki staðfest þetta. Þó er skýrt svo frá, í Stokkhólmi, að sænskir fréttaritarar í Berlín megi ekki nefna hann á nafn. Er almennt búizt við mikl- um og alvarlegum tíðindum frá Finnlandi, næstu daga. Þetta er Vainö Tanner, eirrn. miesti úhrifamaður í finnskum stjórnowjálum og um langt skeið utanríkisráðherra. SÍÐUSTU FRÉTTIR! Gestapo-lögreglan þýzka mun taka viS völdum í Helsinki í kvöld, var sagt í Stokkhólms- fréttum í gærkveldi. Þegar eru komnir fjölmargir Gestapofor- ingjar og búizt er við Dietrich, foringja Waffen SS-liðsius þá og þegar. Allir þingmenn AlþýSuflokks snt, 85 að tölu, greiddu í etnm hljóði atkvæði gegn fixmsb- þýzka samnhignum. ^ .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.