Alþýðublaðið - 13.08.1944, Page 2
2
ALfrÝÆHJBLAtH®
Stainudagm- IS. ágúsf 1944-
I
Útgeíandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
Oýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4-r'Zl og 4902.
Símar af."r_iðslu: 4900 og 4906.
Verð 'í lausasölu 40 aura.
Aiþýðuprentsmiðjan h.f.
Moron stúdeeta-
ráðs.
O TÚDENTARÁÐ háskólans
samþykkti nýlega á fundi
sínum áskorun til ríkisstjórn-
arinnar um að fá því framgengt
við stjórn hinna erlendu herja,
er hér dvelja, að hermönnum
verði eftirleiðis hönnuð öll dvöl
á Þingvelli. Áskorun stúdenta-
ráðs er svo’hljóðandi:
,,Þar sem mjög hefur borið
á því, að dvöl erlendra her-
manna á Þingvelli setti annan
svip á þann fornhelga sögustað
en samrýmzt geti þjóðarheiðri
og siðferðisvitund íslendinga,
Íiá skorar Stúdentaráð háskóla
slands á ríkisstjórnina að fá
því framgengt við stjórn hinna
erlendu herja^ sem hér dvelja,
að hermönnum verði þegar
bönnuð öll dvöl á Þingvellirí
Vafalaust verðúr ríkisstjórn-
in við þessari áskorun. Óg það
ætti jafnframt að méga gera
ráð fyrir því, að yfirstjórn hinna
erlendu herja þyrfti ekki að
hugsa sig lengi um, áður en hún
yrði við svo sjálfsagðri mála-
leitun. Það ber engin nauðsyn
til þess, að hermenn hafizt við
á Þingvelli.
íslendingar hafa beygt sig
undir þá illu nauðsyn, án þess
að mögla, að land þeirra væri
tekið til afnota í þágu ófriðar-
aðila í þessari styrjöld. En þeir
vilja ekki sætta sig við ónauð-
synlegar búsifjar í þessum sök-
um. Þingvöllur er þeim helgur
staður. Hernaðarnauðsyn knýr
ekki til þess, að herirnir hafi
hans nein afnot. Þess vegna
stendur allur almenningur að
baki stúdentanna í þeirri ósk,
að þess helgireitur isÞ"-'-- b-
arinnar verði friðaður fyrir öll-
um ágengi hermanna.
*
Það mun nokkuð hafa borið
á því 1 sumar, að hermenn hefð
ust við á Þingvelli í leyfum sín-
um. Jafnframt munu svo hafa
verið brögð að því, að íslenzkar
kvensniftir, sem hafa lífsuppeldi
sitt að meira eða minna leyti af
•þjónustu við hermenn, flyttu
þangað og slægju þar tjöldum
sínum. Auk þess hefír fjöldi
kvenna, sem leitar stundar-
kynna við útlendingana, sótt til
Þingvallar um helgar til þess að
fullnægja þeim hvötum sínum.
Líferni það, sem af þessum sök-
um hefur skapazt á Þingvelli er
þjóðinni til hinnar mestu van-
sæmdar og öllum góðum ís-
lendingum til sárrar raunar.
Áskorun stúdentaráðs er hóf-
leg áminning til forráðamanna
þjóðarinnar um að vera vel á
verði hvað snertir heiður þjóð-
arínnar og sæmd. Það er nógu
djúpt sokkið, þó að reynt sé að
verja helgasta blett landsins
fyrir því ófremdarástandi. sem
hér hefur skapazt. Og því skal
ekki að óreyndu trúað, að yfir-
menn herjanna unni okkur ekki
þess réttar að ‘hafa Þingvöll út
af fyrir okkur, ef okkar eigin
forráðamenn flytja það mál af
fullri einurð og festu.
Forseiinn á Patreksfirði.
Á myndinni sést Forsoti íslands vera að leggja hornstein að sjúkra
húsi, sem nú er í smíðum á Patreksfirði. Það er fyrsti hornsteinn-
inn, sem hann leggur. — Jóhann Skaftason, sýslumaður stendur
hjá forseta, er hann friamkvæmir verkið.,- Ljósm. V. Sigurgeirsson.
Köflugosið í fyrrakvöld var bara
þrumuveður!
„Katla gamla teksir ekki vi é fyrtrskip
unurrt frá Reykjavík! “
EGAR menn komu á fæt
ur í gær hér í bænum
fengu þeir þá fregn að
Katla, eldgjáin í Mýrdals-
jökli væri að líkindum farin
að gjósa og ausa úr sér eldi
og eimyrju.
Þetta byggðist á þeim sökum
að eldglæringar hefðu sést í
Grímsnesinu og ljósagangur í
Mýrdal austur.
Menn trúðu þessu svo sem
fyrst í stað, því Katla gamla er
hinn mesti meinvættur, sem get
ur rokið upp á nef sér þegar
enginn á sér ílls von •— og því
fremur sem hún hefur svo
lengi undanfarið verið í svo
góðu skapi, að mönnum þykir
sem hún sé því að safna að
sér birgðum af vonsku og eyði-
leggingarfýsn.
Þá hafa menn og heyrt því
fleygt í sumar ,að gamalt fólk
teldi ekki örgrannt um að brjót-
ast myndi út eldgos og jarð-
skjálfti með haustinu, því að
veðurfarið í sumar hefði verið
nákvæmlega eins og það var
sumarið, sem þetta gerðist og
hitt sumarið, sem hitt gerðist.
Menn spurðust því mjög fyr-
ir um það í gær hversu mikil
lætin væru í Kötlu — og vonuðu
að fá lýsingar á ólátum hennar.
En þær reyndust ófáanlegar.
Fólk á bæjunum fyrir austan,
þar sem sími er, hafði ekki frið
í allan gærdag fyrir upphring-
ingum, en það var erfitt að ná
í menn, sem mark væri takandi
á, því að allir voru áhyggju-
lausir á engjum, eftir erfiðan
margra daga rosa — og þeir,
sem heima voru höfðu ekkert
orðið .varir við ólæti í Kötlu eða
öðrum meinvætt'um og engar
eldglæringar séð,
,,Hér er allt svo bjart og heið-
skýrt!“ var sagt við Alþýðu-
blaðið á einum bænum. ,,Það
er ómögulegt að Katla sé í raun
og veru byrjuð. Þið Reykvíking
arnir hafið bara sett hana af
stað, en hún fer sínu fram,
hverníg ,sem þið látið fyrir sunn
an!“
Þetta var mátulegt svar! —
En við skulum þó ekki treysta
Kötlu gömlu of vel, því að hún
á allt til.
Það var bara þrumuveður —
ijósagangurinn, sem sást í
Grímsnesinu og í Mýrdalnum!
Sagan um Bernadettu
og lækningaundrin í
Lourdes er komin út
UM þessar mundir er að
koma á bókamarkaðinn
hér ein af frægustu skáldsög-
um, sem skrifuð hefur verið á
síðari árum: „Óður Berna-
dettu“, eftir Franz Werfel. —
Þetta er sagan um fátæku mal-
aradótturina í Lourdes í
Frakklandi, sem fékk vitrun og
varð dýrlingur kaþólskra
manna, en við hana og Lourd-
es eru lækningar þær, sem þar
eru, verið kenndar.
Werfel flýði ættland sitt og
leitaði hælis í Frakklandi. —
Hann komst til Lourdes hund-
eltur og kraminn á sál. Hét
hann því, er þangað kom, að
ef hann kæmist undan ofsókn-
urum sínum, skyldi hann skrifa
bók um Bernadettu og ekki
sinna öðru fyrr en því væri
lokið. Hann komst undan til
Kaliforniu og þar skrifaði
hann bók sína. Hefur hún selst
gífurlega í hinum enskumæl-
andi heimi á undanförnum 3
árum.
Bókin er um 470 síður að
stærð, í stóru broti, og hefur
ísafoldarprentsmiðja gefið
hana út, en Gissur Ó. Erlings-
son þýtt hana. Sagan er mjög
áhrifarík og hugðnæm og mun
reynast öllum ógleymanleg,
sem hana lesa.
Hjolbarðar á fólks-
bifreiðar koma um
mánaðamót.
MIKILL fjöldi fólksbif-
reiðastjóra er komirni í
hreinustu vanúræði vegna
skorts á hjólbörðum.
Hefir ekki tekist að fá hing-
að það magn af þessari nauð-
synjavöru, sem nauðsynlegt er.
Hins 'vegar mun nú nokbuð úr
Iþessu rætast 'um næstu mánaða-
mót.
Það, er skömmtunarskrifstofa
ríikiisims, sem hefir sbömmtun
hjóillbarða til bifreiðaeigenda
með höndum.
Skipanayst h.f.
Nýtf hlutafélag fil að
framkvæma vlð-
gerðir á slipam.
NÝLEGA .hefir verið stofnað
hér í bænuim nýtt hluta-
félag með einnar milljóna króna
höfuðstól. Heitir það Skipanaust
h.f. log á tilgangur þess að vera
að reisa skipasmíðastöð, sem
annast viðgerðir á allt að 2 þús.
smálesta skipum og fleira.
Stjórn ífiélagsins skipa þeir:
Ársæíll Jónasson, formaður,
Guðlfinnur Þor'björnsson, fram-
kvæmdastjóri, Magnús Guð-
mundsson, skipasmiður, Páll
'Einarsson, vélfræðingur og
Kristján Guðlaugsson, hæSta-
réttarmálaflutningsmaður.
Minkur ræðsl inn i
hænsnakofa og drep
ur hænsnin, sem þar
voru.
i
MINKUR veldur búendum í
nágrenni Reykjavíkur sí-
felt þyngri búsyfjuro. Drepa
þeir hænsni í stórum stíl og
eyðileggja margs konar verð-
mæti.
Nýlega réðust minkar inn í
hænsnakofa að Hólmi hérna
fyrir innan bæinn og drápu
þar öll hænsni, sem voru í kof-
anum, sjö að tölu. Hafði mink-
urinn þó ekki etið þau heldur
aðeins bitið þau til dauða.
Eggert bóndi að Hólmi, sem
Alþýðublaðið hefur átt tal við
segist hafa séð mikið af mink
við Hólmsá og eigi hann víða
bæli í hrauninu meðfram ánni.
Er allt fuglalíf, sem áður var
ríkt þarna útdautt fyrir at-
gerðir minksins. Sumarbústaða
eigendur þarna í nágrenninu
hafa oft komist í tæri við
mink; hafa þeir stundum drep-
ið þá, en stundum náð þeim
lifandi.
Sala happdræftlsmiða
frjáislynda safnað-
arhts í fullum gangi
SALA happdrættismiði
Frjálslynda safnaðarins er
nú í ifulíum gangi og eykst með
Ihverjuim degi. Nú eru aðeins
rúmir tiveir dagar eftir þangað
til dregið verður, en (það verður
gert Iþann llö. Iþ. m. Er því hver
síðastur að freista gæfunnar.
Eins og menn vita, er vinning
urinn í iþessu happdrætti nýr
sumanbústaður við Elliðavatn
og bifreið.
Bœrinn í da**.,
Næturlæfcnir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður í Laugavegsapó-
teki.
Helgidagslæknir er Björgvi*
Finsson Laugavegí 11, sími 2415.
Næturakstur annast HreyfiM
sími 1633.
ÚTVARPIÐ:
Sunnudagur 13. ágúst
11.00 Messa í Dómkírkjunni
(séra Friðrik Hallgrímsson)
14.00 Miðdegistónleikar (plötur):
a. Scheherazde eftir Rimsky
Korsakoff. b. Burlesque eft
ir Rich. Strauss.
c. 15.00 Söngvar eftir Forst
er. d. 15.30 Þættir frá Káka
sus eftir Ippolitow Ivanoff.
e. Strauss-valsar.
15.25 Hljómplötur: a. Tintangei
20.20 Einleikur á fiðlu (Oskar
Cortes): Sonata í F-dúr eft
ir Hándel.
2035 Ferðasaga um Vestfirði og
Barðaströnd, fyrri þáttur
(Ilersteinn Pálsson ritstj.).'
21.00 Hljómplötur: Norðurlanda-
söngvarar
21.15 Upplestur: Úr kvæðuns
Guðmundar Frímanns og
Kristjáns ' Einarsson frá
Djúpalæk (Jakob Kristins-
son fræðslumálastjóri).
21.35 Hljómplötur: Comes-dans-
sýningarlög eftir Purcell.
Á morgun:
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Laugavegsapó
teki.
Næturakstur annast Bifröst,.
sími 1508.
ÚTVARPIÐ:
Mánudagur 14. ágúst.
19.25 Hljómpliötur: Þjóðdansar.
20.30 Þýtt og endursagt: (BárðiH-
Jakobsson lögfræðingur).
20.50 Hljómplötur: Lög leikin é
kornett.
21.00 Um daginn og veginn (Vil-
hjálmur S. Vilhjálmssow
blaðamaður).
21.20 Útvarpshljómsveitin: íslenzk
alþýðulög'. — Einsöngur
(frú Sigríður Sigurðardóttir
frá Akranesi): a. Dalvisur
eftir Árna Thorsteinsson. b.
„Ljúfur ómur“ eftir Bortni-
ansky. c. Þú er móðir vor
kær“ eftir Lange-Möller. d~
Lofsöngur eftir Beethovem.
Mynd þessi er áf Stanislaw
Mikolaiezyk/ sem varð forsæt-
isráðiherra Pólands eftir að
Wladyslow Sikorski 'hersihöfð-
ingja leið. Mikolajczyk fór til
Rússlands fyrir skömimu til við-
ræðn-a við Stalin og fleiri ráða-
menn í Moskva-