Alþýðublaðið - 13.08.1944, Síða 3

Alþýðublaðið - 13.08.1944, Síða 3
ctTrt"'i.tdagur d"tr5< 1944. ‘"■TS 3 Fjórburarnir kveðja sjúkrahúsið Ölafur við Faxafen: Dýrtíðin í Danmörku og hér. Mynd þessi var tekin, er Zarieffjórburarnir amerísku /voru fluttir heím frá sjúkrahúsinu í New York, þar sem þeir fæddust. Þess er getið, ao þrif og þroski f jórburanna sé með ágætum. jVff u w, I GREIN ÞESSI, sem er eftir Oscar Janson og þýdd úr hinu víðlesna blaði Göteborgs-Posten, fjallar um heimsókn höfundarins til borgarinnar Pontecorvo á Ítalíu nokkru íyrir stríðið, en hennar var getið í herstjórnartilkynningum, þegar ákafast var barizt um Cassino. Það er heldur ekki að ástæðu Iausu, þótt Svíar hafi áhuga fyrir borg þessari, því að Berna- dotte, sem síðar varð Karl Jóhann Svíakonungur, var fursti af Pontecorvo, og mynd af brúnni við Ponteeorvo var tekin upp í skjaldarmerki Svíþjóðar. Þ EGAiR fréttirnar af orrust- { unum við Cassino á Ítalíu 1 bárust, var meðal annars kom- j izt að orði á þessa lund: „Brúin yfir Pontecorvo skammt frá Cassino var einnig hæfð sprengj um.“ Pontecorvo! Það nafn ætti að vera kunnugt flestum Svíum, sem lesið hafa sögu lands síns og þjóðar, því að þar er þess getið í sambandi við hina mörgu titla Bernadottes, er hann bar, þegar hann var skipaður kon- ungur Svía, en hinn síðasti titla hans var „fursti af Poritecorvö.“ En þó munu þeir vera næsta fá- ir hér á norðurvegum, sem vita, að ,,furstadæmi“ þetta er í hér- aðinu Caserta á ítalíu, nær miðrar leiðar millí Napoli og Rómaborgar. Borg þessi var, ásamt hérað- inú umhverfis, furstadæmi í eigu páfa á árunum 1503—1806. Árið 1806 gaf Napoleon Berna- dotte marskálki það, en árið 1810 féll svo Pontecorvo í hlut Murats, konungs yfir Napoli. Pontecorvo hefif með öðrum orðum orðið vettvangur hinnar geisandi styrjaldar. En nafn þetta vekur eigi aðeins endur- minningu um gamlar og ryk- fallnar kennslubækur. Það vek ur mér og endurminningu um skemmtilega heimsókn í þetta forna furstadæmi. Þá var friður í landi, og hundrað þúsundir ferðamanna sóttu Ítalíu heim ár hvert. Þó hafði Pontecorvo lítt af ferðamannastraumi þess- um að segja, en það, að mér var um það kunrmgt, að borgin hafði einu sinni talizt eign sænsks konungs, var mér að sjálfsögðu næg ástæða til þess að gista hana, er ég var á ferð um Ítalíu fyrir nokkrum árum. Járnbrautarstöðin á leiðinni frá Napoli tíl Rómaborgar heit- ir Aquino — Castrocielo — Pontecorvo og ber hún heiti þi'iggja hinna stærstu nærliggj- andi héraða, eins og siðvenja er á Ítalíu. Þaðan er sjö kíló- metra vegarlengd til Pontecor- vo. Blómin prýddu skurðbakk- ana, og lævirkjasöngur barst ut- an af ökrunum. Ég hafði lagt lielming leiðárinnar að baki, þegar vörubifreið bar að. Hún nam staðar, og ég þáði með þökk um boð bifreiðarstjórans um að gerast förunautur hans það, sem eftir var til Pontecorvo. Fólk flykktist að, þegar bif- reiðin nam staðar á strætinu í Pontecorvo. Það var ekki til að tala um, að ég greiddi fyrir far- ið. ,,En mér jrætti gaman að vita,“ mælti bifreiðafstjórinn, „hvers vegna herrann er kom- inn hingað alla leið frá Sví- þjóð.“ Þegar ég hafði gert hon- um grein fyrir þessu, hélt bif- reiðarstjórinn áfram máli sínu: „Jæja, svo að sænskur konung- ur hefir þá verið, fursti yfir þessu ]andshorni!“ Þegar ég skýrði svo frá því, að í sænska skjaldarmerkinu væri meira að segja mynd af brúnni við Pontecorvo, færðist heldur en ekki fjör í samræð- una. Giovanni hafði verið í Bandaríkjunum, og hann var meira en lítið hreykinn af kunn- áttu sinni í ensku. Hann var boðinn og búinn að greiða för mína, og gaf Beppino syni sín- um þegar fyrirmæli í því skyni. Hann átti að sýna mér brúna og annað það í borginni, sem vert var að sjá. „Það kostar ekkert, herra minn.“ Borgin stendur fyrir botni dalsins og hefir fengið nafn sitt af .bogabrúnni, sem liggur yfir ána, en vel getur verið, að brú- in, sem nú er, sé önnur en sú, sem Bernadotte lét setja mynd af í skjaldarmerki sitt. Þrettán atvinnuleysingjar héldu sig á brúnni, og annar hópur slíkra manna sló hring um mig, þegar ég kom mér fyrir uppi á malarbing skammt frá brúnni og teiknaði smámynd af henni. Gra hús úr leir gat að líta í brekbunni, og uppi á hæð- inni reis kirkja með gnæfandi turni. Fólkið, sem maður sá, var allt fátæklegt og óhreint en kon urnar báru allar sérkennilegan höfuðbúnað, klút, sem var hnýtt ur saman yfir hvirflinum. Frá kirkjunni barst söngur barna- kórs, seirf söng hina fögru sálma. Raddir barnanna voru svo fagr ar, að unun var á að hlýða. Nokkrir prestar gáfu mér þær upplýsingar, sem mér lék mestur hugur á að fá. í borginni voru f jórtán kirkjur og fimmtán þúsundir íbúa. En prestunum var alls ókunnugt um „furstann af Pontecorvo“, sem varð kon- ungur Svía. í krám borgarinn- ar, þar sem enga óáfenga drykki var að fá, ekki einu sinni kaffi, var margt um manninn, og flest ir voru meira eða minna við skál. ■ Það er mál manna, að Berna- dotte hershöfðingi muni aldrei hafa litið furstadæmi sitt aug- um. Íbúarnir í Pontecorvo lifðu aðallega á tóbaksrækt, silkiiðn- aði og vínyrkju. Á flestum býl- um var aðeins ein stór bygging, en hvarvetna gat að líta stóra hálmstakka. Á einu býlinu sá I. RETUM og Bandaríkja- mönnum hefir tekist að ihalda dýrtíðinnj i skefjum. Verðlag hefir ekki hækkað hjá þeim nema lítinn hluta af þvi, sem það hefir hækkað hér á Islandi. % Danir eiga óhægt um vik undir ofríki nazistanna, en iþó hefir þeim tekist að miklu leyti, að hafa hömlur á dýrtíðinni, og ólikt betur en okkur íslend- ingum. Sn hvernig stendur nú á, að þetta hefir ekki tekizt hér hjá okkur? Svarið er ofur ginfalt og er það, að það er ekki hægt að lækka dýrtíðina, og láta alla græða jafn mikið eftir sem áður. Það er ekki hægt að lækka dýrtíðina, þegar verið er að spenna landbúnaðarafurð- ir upp úr öllu viti, ekki hægt að lækka hana, þegar farm- gjöldin eru hækkuð milli ís- lands og Bandaríkjanna, svo mikið, að þau eru jafn mikil, og hjá öðrum þjóðum tvisvar ■ kringum hnöttinn, og ekki hægt að lækka, þegar innflutnings-. tollar hækka i samræmi við þessi 'brjáduðu farmgjöld. En þessum auknu tekjum ríkisins er síðan varið til þess að verð- uppbæta afurðir bænda, þó verðið sem þeir fá áður, fyrir kjöt, smjör og mjólk, sé að minnsta kosti helmingi hærra, en það, sem bændur fá nokk- ursstaðar annárisstaðar í ver- öldinni. Hér hefir hvað eftir annað verið sett hámarksverð á varn- ing, sem síðan hefir horfið af sölustöðum, en síðan verið seld- ur laumusölu manna, milli, og það jafnivel hærra verði en áður Hámarksverð á varning, sem hörgull er á er gagnslaus, nema að skömmtun fylgi. En jþótit slíkt hámarksverð geti ekki lækkað dýrtíðina, getur það lækkað vísi töluna, enda er oft erfitt að verjast þeirri hugsun að ætlun in sé að halda henni niðri, en ekki dýrtíðinni. II. En tilgangur þessarar grein- ar var ekki að ræða dýrtíðina almennt, heldur að bera sam- an verðlag á nokkrum vöruteg undum hér, og í Danmörku. — Dönsk króna mun vera í lægra jverði, en íslenzk, en í saman- burði þeim, sem gerður er hér á eftir, er enginn munur gerður. Dýrtíðin hér er því raunveru- lega meiri (miðað við Dan- mörku), en tölurnar sýna: III. Rúgbrauð: Fyrir eina krónu fengust af þvl í Danmörku fyr- ir stríð flákg., en nú 3Vs kg., Hér fæst tæplega 1 kg. fjrrir krónu. Smjör: Fyrir stríð 330 gr. nú 227 gr. fyrir 1 kr. í Danmörku. Hér fást ,47 gr. fyrir krónu. Egg: Af þeim mátti í Dan- mörku fá 12 fyrir krónu fyrir stríð, en nú fást þar ekki nema 6. Hér fæst eitt egg fyrir kr. Mjóllc: 3 Vi l'ítri fengust í Danimörku fyrir 1 kr„ en nú ekki nema -2% lítrar. Hér í Rvík fæst % litra fyrir krónu, eða tveim lítrum minna fyrir hverja krónu. Jarðepli: I Danmörku mátti fá 11 kg. fyrir 1 kr. fyrir stríð, en nú 6 kg. Hér fengust víst 114 kg- þegar jarðeplin voru ódýr- ust. Nautakjöt: Af beinlausu nautakjöti fengust 400 gr. fyrir krónu í Danmörku en nú 25Q gr. En hér 50 gr. Molasykur: Fyrir stríð 1 kr. 1 kg. 700 gr„ nú 1 kg. 6Q0 gr. i Danmörku, en hér hjá okkur ekki einu sinni full 600 gr. fyr- ir krónuná. Saltfiskur: Þurkaður salt- fiskur hefir þrefaldast í verði í Danmörku ftá því fyrir strið, en er samt 0,55 aurum ódýrari þar, hvert kg. en hér, og má það kátlegt heita. Þess má geta, að sum vara er dýrari í Danmörku en hér, e^a ekki fáanleg, af því hún er ekki búin til þar í landi og innflutningsleiðir tepptar eða með öllu bannaðar. Ýms vara er líka skömmtuð og .hefði eins mátt gera það hér. Enn er tími til þess að við fikum okkur niður dýrtíðarstig an, ef það er tfýrirætlun þeirra er ráða í þessum málum. En það veitir þá ekki af, að farið sé að byrja á því, og tekið öðru vísi til höndum, en hingað til. Ös í skóverzlunum. Fyrir helgina kom ofurlítið af gúmmískófatnaði í skóverzlanir í Reykjavík. Var afar mikil þröng f toúðunum og fyrir utan þær, enda seldust þessar vörur upp á skammri stund. Að undanfamu hefir verið 'hér mikill hörgull á allskonar skó- fatnaði úr gúmrní, einkum á börn og unglinga. Nýjar kartöflur munu koma í verzlanir hér í toænum nú um helgina. Er byrjað að taka upp kartöflur hér í bænum og nágrenninu o'g virðast uppskeru . horfur vera allgóðar. ég að notazt var við ávaxtatré sem hænsnakofa. Þegar ég var aftur á leiðinni til járnbrautarstöðvarinnar, bar fjaðralausa kerru að. Ekillinn var seytján ára gamall piltur, Ermand að nafni. Ég klifraði upp í kerruna til hans og hugð- ist efna til samræðu við hann, en af því varð þó ekki, því að Errnand söng við raust. Þegar ég spurði hann einhvers, svar- aði hann með því að kinka kolíi eða hrista höíuðið án þess að hætta söngnum. Brátt vorum við komnir að afleggjaranum, sem lá til járn- brautarstöðvarinnar, og ég hugð ist fá Ermand nokkrar lírur, en það var ekki nærri því kom- andi, að hann fengist til þess að veita þeim móttöku. Hann hætti áð syngja, roðnaði upp í hársrætur og færðist undan því að taka við fénu. Hann var ófáan legur til þess að þiggja greiðslu fyrir þennan greiða. Ég lagði leið mína eftir veg- inum til járnbrautarstöðvarinn ar. Ermand var tekinn að syngja á nýjan leik. Ég hlaut að hrífas af þessu fólki, sem byggði Pont corvo, jafnframt því, sem é undraðist háttu þess. Bifreiðai stjórinn var alls ófáanlegur t: þess að leyfa mér að greiða ho um farið, Beþpino þáði eng þqknun fyrir að vera leiðsög maður minn, og það var eng líkara en lírurnar hefðu brenr Ermand. Og það á ítalíu — En þegar ég gerði förina t: Pontecorvo að umræðuefni Norðurlandaklúbbnum í Rór skömmu síðar, fræddi einn kun ingi minn mig á því, að han hefði árið áður lagt leið sín til Pontecorvo og reynzt fólki þar hið kröfuharðasta á alla greiðslur. Já, svona getur iþað gengið ti Jafnvel hinum fögru hugsunui mínilm í garð íbúa hins forn furstadæmis Karls Jóham: hafði verið spillt. Og niWipfi hjldarleikurinn borizt tffþes! arar kyrrlátu borgar og brúii sem varð svo fræg að koma: í skjaldarmerki Svíþjóðar, veri hæfð sprengju.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.