Alþýðublaðið - 27.08.1944, Qupperneq 3
Sunnudagnr 27. ágúst 1944.
3
ALÞY31/ELAS5B
■ —— ...................1 ■ ■ ■■■■■—
Þýzku yfirmennirnir Cherbourg.
I
!
I
Á anyndinni sjást tveir æðstu menn Þjóðverja i Gherbourg, er Ibandamenn höfðu tekið þá
höndum. Til vinstri er Henneck flotaforingi, sam stjórnaði strandvirkjum borgarinnar, en til
hægri er Carl Wiihelm von Sohliben her,shöfði:igi, yfirœaður þýzka setuliðsins þar.
Luxemburg undir okinu
GREIN ÞESSI er þýdd úr blaðinu Picture Post og fjall-
ar um smáríkið Luxemburg, er Þjóðverjar hernámu
hinn 10. maí árið 1940, þegar þeir hófu innrás sína í Holl-
land og Belgíu. Mun mörgum þykja athyglisyert að kynna
sér hina merkilegu baráttu þessarar smáþjóðar gegn þýzka
innrásarhernum. I Luxemburg var stofnað fyrsta Ieyniblaðið
í hernámslöndunum, og þar var og efnt til fyrsta allsherjar-
verkfallsins gegn nazistunum.
JÓÐV'ERJAR hernámu stór
hertogadæmið Luxemburg
hinn 10. maí árið 1940, sama
daginn og þeir hófu innrás sína
í Holland og Belgíu. Til þeirr-
ar stundar höfðu Luxemburg-
arbúar unað glaðir við sitt' í
landi sínu, sem hafði mikla
náttúrufegurð að bjóða og var
því fjölsótt ferðamannaland.
Luxemburg var mikið iðnaðar
land og akuryrkjuland. Iðnað-
arhéruðin voru aðallega í suð-
urhluta landsins. Þar voru
unnar ár hvert tvær milljónir
smálesta af stáli. Og í hlíðum
dalanna, sem árnar Our, Mosell
og Alzette falla um, gat að líta
hina fögru víngarða.
Saga þessa hertogadæmis er
um rnargt samslungin sögu Bret
lands. Jóhann blindi, hertogi af
Luxemburg og konungur af
Bæheimi, féll við Crecykast-
ala, þar sem prinsinn af Wales,
er hreifst af hetjuskap hans, tók
þrjár fjaðrir úr hjálmi Jóhanns
og tók upp kjörorð hans hon-
um til heiðurs: „Ich dien!“
Á nítjándu öld kenndu tveir
enskir innflytjendur, Thomas
og Giléhrist að nafni, Luxem-
burgarbúum hvernig þeir ætj;u
að vinna járnmálm lands síns.
Þegar stálframleiðslunni tók að
fleygja fram, varð járnmálmur
inn traustasti hornsteinn Lux-
emburgarríkis. Enda þótt íbúar
landsins teldu aðeins þrjú
hundruð þúsund, nam járn-
vinnsla stórhertogadæmis þessa
eftir 1930 sjö milljónum smá-
lesta ár hvert. Maður sannfærist
bezt um það, hversu þáttur
Luxem'burgar hefir verið mikill
á vettvangi járnvinnslunnar.
með því að hyggja að því, að
þau lönd heimsins, sem fram-
leiddu meira af járni en þetta
dvergríki, voru Bretland, Banr’
ríkin, Þýzkaland, Frakkland,
Rússland og Belgía.
Járnmálmurinn í Luxemburg
var einmitt tilefni árásar Þjóð-
verja, því að þeim þótti hand-
hægt að kasta eign sinni á nám
ur þessar af góðmálmi, er þeir
þörfnuðust mjög og var við
bæjardyr þeirra. Bismarck hafði
þó lýst því opinberlega yfir, að
Luxemburg hefði aldreí verið
þýzkt land né hagsmunasvæði
Þjóðverja. En ViThjálmur ann-
ar Þýzkalandskeisari var á ann
arri skoðun.
Árið 1914 tók þýzki herinn
Luxemburg herskildi, enda þótt
Þýzkaland hefði ábyrgzt sjálf-
stæði landsins. Stórhertoginn
gekk þó aldrei á mála hjá inn-
rásarhernum, og amerísku her
sveitunum var fagnað innilega
af ibúum landsins, sem aldrei
höfðu efnt til neinnar sam-
vinnu við Þjóðverja, þegar þær
leystu Luxemburg úr hernáms
hlekkjunum árið 1918.
En hernámið í heimsstyrj-
öldinni fyrri var þó barnaleik-
ur í samanburði við hernám
Luxemiburgar nú. Luxemiburg
laut stjórn þýzka innrásarhers
ins frá því að landið var her-
numið vorið 1940 og þar til í
ágúst sama ár. Þá var Gústav
Simon, fyrrverandi kennari í
Koblenz gerður að landstjóra
nazista í Luxemburg. Hann
gerði sér í fyrstu far um að
skjalla Luxemburgarbúa með
því að láta orð um það falla
iðulega, að þeir hefðu raunveru
lega um margra ára skeið ver-
ið beztu þegnar hins þýzka rík-
is. Þá lagði hann og mikla á-
herzlu á það að afmá öll áhrif
franskrar menningar í Luxern-
burg. En Luxeraburgarbúar'
höfnuðu einditegið þeim vegs-
auka að verða taldir „blóðbræð
ur“ Þjóðverja. Þeir létu sér
fátt finhást um sigra þýzku
'hersveitan >a, og því fór alls
fjarri að foríngi Þýzkalands Ad
olf Hitler æíti lýðhylli að fagna
þeirra meðal. Þeim kom aldrei
til húgar að bregða trúnaði við
þjóðhöfðingja sinn og ríkis-
stjórn.
Þegar sýnilegt var árið 1939,
að Þjóðverjar hiyndu efna tii
nýrrar heimsstyrjaldar, töldu
Luxemburgarbúar fyllstu á-
stæðu til þess að ætla, að þeir
mættu búast við nýju hernámi
og gerðu því sérstakar ráðstaf-
anir, ef þjóðhöfðingi þeirra cg
ríkisstjórn yrðu að flýja land,
með því að samþykkja sérstaka
þingsályktun um aukin völd
hertogaynjunnar, ef til þess
kæmi. Karlotta stórhertogaynja
af Luxemburg sá fram á það,
að hún átti þess aðeins einn
kost að halda eið þann, sem
hún hafði unnið að stjórnar-
skrá lands síns. Sá kostur var
að ‘heyja styrjöld gegn innrás-
arhernum af erlendri grund.
Viðnám Luxemburgarbúa var
hið hetjulegasta. ,,Das Reich“,
.málgang Göbbels, kemst að
orði á þessa lund: ,,Þegar her-
sveitir vorar héldu inn í Lux-
emburg árið 1940, urðu þær að
brjóta á bak aftur viðnám
hinna svonefndu „frjálslyndu
lýðræðissinna“ til þess að gera
Luxemburg að virki hinnar
þýzku stefnu á vesturvígstöðv-
unum.“
Þjóðverjar myrtu, fluttu úr
landi eða fangelsuðu þúsundir
manna til þess að geta komið
sér upp þessu virki sinu á vest
urvígstöðvunum. Margir Lux-
emburgarbúar voru sendir til
nauðungarvinnustöðvarinnar að
Wittlich. Föngum, sem fund'ð
var ’það að sök að þeir væru
andstæðingar Þjóðverja og
hinnar nýju stefnu í stjórnmál
um, var búinn staður að Dachau.
Viðnámshreyfingin í Luxem-
'burg lét eftirminnilegast til
sín taka í ágústmánuði é
1942, þegar fréttir bárust um
það, að Hitler hefði ákveðið að
innlima Luxemburg í hið
þýzka ríki. Luxemburgarbúar
svöruðu með því að efna til
allsherjarverkfalls. Nazistarnir
svöruðu með þvi að grípa til
hinna ógnlegustu hermdar-
verka. Hundruð manna voru
handtekin og meðal þeirra fjöl
margir, er töldust til viðnáms-
fylkingarinnar, sem nefnist
„Rauða ljónið í Luxemburg“.
Þeir voru fluttir til fangabúð-
arinnar að Hintzert, en vistin
þar er talin mun lakari en í
iangabúðinni að Dachau, og
mun þá mikið sagt.
Þjóðverjar skrásettu æsku-
menn Luxemburgar til her-
þjónustu eins og æskumenn
• Elsars og Lothringen og fleiri
j héraða og landa, er þeir hafa
< fellt ok hernáms síns á. En
þrátt fyrir grimmd og miskunn
arleysi nazistanna hefir þessi
litla eh hrausta og hugprúða
þjóð haldið ótrauð áfrám við-
námi sinu gegn innrásar'hern-
um. 1 Luxemburg var hafin út
gáfa leyniblaðs fyrr en í nokkru
öðru landi, sem Þjóðverjar hafa
hernumið; og Luxemburgarbúar
urðu fyrstir allra hernámsþjóða
til þess að efna til allsherjar-
verkfalls í baráttunni gegn
■ nazistunum. Þannig hefur
í þessi litla en merka þjóð orðið
\ öðrum stærri ríkjum til fyrir-
myndar. Og nú kann þess að
verða skammt að biða, að hinn
langþráði draumur Luxemburg
arbúa rætist og fjötrar hins
þýzka hernáms falli af þeim.
Þá munu Luxemburgarbúar
hverfa aftur að sínum fyrri
störfum. Styrjöldin hefir að
sönnu búið þeim markvíslegt
grand. En hún hefir jafn-
framt sýnt og sannað dug og
dáð þjóðarinnar, sem byggir
þetta sérstæða smáríki.
Malfundur Preslafé-
lags Suðurlands
hefst í dag
IDAG HEFST aðalfundur
*• Prestafélags íslenda og
verður hann haldinn að Þjórs
ártúni og mun fflúka á morg-
un. í sambandi við fundinn
verðúr messað í dag á eftir-
Sfræfisvagnana!
17 F EKKI komast á samn-
■E“"í ingar milli Dagsbrúnar
og olífélaganna mun rekst-
ur strætisvagnanna í bænum
stöðvarst að miklu leyti um
miðja þessa viku.
Framkvæmdastjóri strætis-
vagnanna hefir farið þess á leit
við stjórn Dagsbrúnar, að fá
leyfi til að láta sækja hráolíu,
sem er í tunnum í olíustöð Shell
h. f., en þar sem stjórn Dags-
brúnar taldi sig ekki geta leyft
það, munu allir strætisvagnarn
ir, sem brenna hráolíu stöðvast
um miðja þessa viku, ef samn
ingar komast ekki á við olíufé-
lögin fyrir þann tíma. Hins veg
ar geta vagnar þeir sem benzíni
ibrenna haldið keyrslunni úfram
þar sem þeir geta fengið benzín
keypt hjá Nafta, því eins og
kunnugt er, nær verkfallið ekki
til Nafta, iþar sem það hefir
þegar samið. Eru það því 9 vagn
ar ,sem geta hadið áfram'akstri
en þar af eru 4 minnstu vagn-
arnir, en 11 vagnar immu stöðv
ast af framangridri ástæðu, því
þeir brenna allir hráolíu, og
eru þeir allir í förum á útbæjar
leiðunum, til Klepps, Sogamýri
og Skerjafjörð. Tveir þessara
vegna eru þó sjaldan notaðir,
nema þegar mikið liggur við,
og aðrir tveir í þessari tölu, eru
notaðir sem varavagnar á leið-
unum.
Kálfholtskirkju: séra Jón Þor
varðsson og séra Valgeir Helga
son. Marteinstungu kirkju: séra
Guðmundur Einarsson og séra
Friðrik Hallgrímsson. Haga-
kirkju: séra Sveinbjörn Svein-
björnsson og séra Árelíus Niels
son. Skarðskirkju: séra Árni
Sigurðsson og séra Helgi Sveins
son. Árbæjarkirkju: séra Ólaf
ub Magnússson og séra Eiríkur
Brynjólfsson. Hábæjarkirkju:
séra Brynjólfur Magnússon og
séra Sigurbjörn Á. Gíslason.
Dagskrá fundarins verður á
þessa leið:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Umræður um Altarissakrament
ið, frummælendur séra Sveinn
Ögmundsson og séra Jón Guð-
jónsson.
töldum stöðum:
Det bekendtgöres herved, at
Kaptajn Hasis Kr. Pedersen,
Order of British Empire,
Kok Walter Hniiídseíi og
Fyrböder Kaj Layritzen,
som den 22. August 1944 fan Döden ved Island, begraves fra
Domkirken i Reykjavik Onsdag den 30,. August 1944 Kl. 1400.
Paa de fraværende Slægtninges Vegne
Kgl. Ðansk Gesandtskab.
Faðir okkar og tengdafaðir,
Jðn SigurSsson frá i^eishúsum,
verður jarðsunginn á Eyrarbakka þriðjudaginn 29. ág. kl. 1,30 e. h.
Börn og tengdabörn.
Jarðarför konunnar minnar,
Hffiaríu Gisiadóttur,
fer fram þriðjudaginn 29. ágúst frá heimili hennar Andrésfjósum
á Skeiöurn. klukkan 10 ifyrir hádegi.
Fyrir mína hönd og annara vandamanna.
Ingimundur Guðmundsson.