Alþýðublaðið - 31.12.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.12.1944, Blaðsíða 3
Laugardagiu- 30. des. 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 HAFNARFJORÐUR PpÍANNpi 0000000000000000000000000000000000000000O0<><><><><>0<><>000< 0<><><><><><><><>0<>000000<><>O<>0000<3 | |||SS§| U<j r\ o 8 ' -Kv;-' S?^'‘ ' „Seg, hvað svellur hér í hug“? — Hvers minnumst við um áramótm? — Liðið sumar og minningar ]>ess — Hlekkir í einni festi — Hlutverkin eru mörg og öll mikils virði — Ásetningur um að vinna vel — og bregð- ast ckki. SEG, HVAÐ SVELLUR ÞÉR í HUG?“ — Flestir endur- skoffa hugr sinn, lífsstefnu sína og aðstöðu um áramótin. Nýtt líf skal byrja, reglusemin aukin, fjár málin á öruggan grundvöll, ágr- vekni í starfi og striti, viljinn hertur og vanafestan brotin. Nýr og betri maður skal rísa upp á nýársdag. —Þannig hugsa millj- ónir manna á nýársnótt og ekki Skal gera gys að góðum ásetn- ingi, en enginn mun særast af því þó að sagt sé, að ekki verður allt eftir ásetningi. Hann er í heiðri hafður fyrstu daga hins nýja árs, en svo slappast vilja- þrekið og er líða tekur á árið líð- ur mannskepnan áfram með gamla göngulaginu og gamla eðlinu, breysk og í brotum, þrátt fyrir góðan skilning og ágætan ásetn- ing. EN ÞAÐ ER ALVEG SAMA: „Seg hvað sveilur þér í hug?“ Spurðu sjálfan þig óg svaraðu sjálfum þér. Maður talar allt of sjaldan við sjálfan sig í þessu önnum kafna og öra lífsbasli. Það getur vel verið að maður ■ reyni stundum að fara í kringum sjálf an mann, svari manni út í hött, gefi spurningunni olnbogaskot og skalli í gómi, þegar rnaður vill ekki svára, — en þó: Ef maður knýr á fær maður svar og maður hefur ætíð gott af því að rabba við sjálfan sig um lífshlaup sitt. ÞAÐ VAR HANNES HAFSTEIN, sem sagði eitt sinn í áramótaljóði: „Þitt stríð er orðið langt og þungt, vort land! Nú loks á móðir kost að reisa bú með sonastyrk. Hvað gerir því þá grand? Hví grípa þeir ei tækifærið nú? Hvort hefur langvinn þrælkun þjakað trú á þína krafta? Stríðið lamað dug? Hvort er það þreyta, eða er sökin sú, I að sundrung leið og kritur vinni bug á góðum vilja? Seg hvað svellur þér í hug?“ Á ÞESSU ÁRI, sem við erum að kveðja, höfum við stigið ör- lagarík spor, sem marka sögu okkar um ókomnar aldir. Það er ,,ár aldanna, ár eilífðarinnar", eins og fuglinn söng um síðustu áramót. Já, þrátt fyrir allt er það svo. Eftir tæp 700 liðin ár stönd- um við einir og frjálsir, smáir að vísu, en þó stórir í einangrun okk ar og með hugann .fullan af fyó- irætlunum. Á þessu ári liefur orð ið þjóðarvakning, þó að sumir finni hana ekki, og ég, sem reyni að finna í sjálfum mér hjartaslög þeirra sem ég mæti á fömum vegi, er sannfærður um það, að nú eru sterkari straumar með þjóð inni en ég hef áður orðið var við, meiri bjartsýni og meira þrek, aukið áræði og fastari ásetningm- um að starfa vel og drengilega. Ög þetta er ekki augnabliks ásetn ingur eins og ég drap á í upphafl þessa pistils, heldur alda sem ris ið hefur í þjóðarsálinni og ber nú starf okkar fram um komandi ár. VIÐ ÞÖKKUM fyrh' liðið sum ar um þessi áramót. iÞað varð okk ur minnisstætt. Við gleymum aldrei 17. júní. Við munum jafnvel hvem ig hver dropi féll þarni dag. Við munum lit hraunsins og mosans og skógarins, við munum svip fólksins að Lögbergi, hlátra þess og gamanytrði, gleðina í augum þess og svipskiptinguna á andliti þess er því gramdist við vansæm andi framkomu fárra fyrirmanna við kjör þjóðhöfðingjans. Við gleymum ekki svörtum klettastöll um Almannagjár og heldur ekki gráum höfðum öldunga og björt- um ennurn hinna ungu, sem fluttu okkur boðskap þann dag. Við minnumst barnanna prúðbúnu, er fóru um götur höfuðstaðarins 18. júní. Og það stígur gleðibylgja frá brjóstum okkar, er við minnumist fánanna við Stjórnaráðið, er for- seti íslands ávarpaði þjóðina, en börnin okkar léku sér umhverfis hann í grjóskunni. ÞAI> ER MARGS sem við höf- um að minnast. Við minnumst þess eimnig, að á þessu ári höfum við fengið staðfestingu á því að þjóðin hefur ekki beðið tjón á sálu sinni í þeirri hringiðu erlendra áhrifa, sem hún hefur sveiflast í imdanfarin ár. Og fór þar ekki eftir ótta margra. Mig grunar að þegar tímar líða muni jafnvel verða sagt, að á þessum ármn hafi þjóðræknin og ástin á landinu orðið sterkari og heitari en nokkru sinni áður. Það er einnig gleðiefni og eykur sjálfstmustið, en það er svo máuðsynlegt litlum þjóðum. MARGT ER BREYTT í landinu frá síðustu áramótum. Við sjáum ekki betur en hernámið sé að fjara út og við vomnn að minnsta kosti að á nýja árinu heimtum við aftur að fullu og öllu dali okk ar, sveitir og útnes, að hervirkin hverfi og bannsvæðin þurrkist burt. Þetta hefur þyngt skap okk ar; því er ekki að leyna, þrátt fyrir mýktina í hernáminu og skilninginn og tilhliðrunarsemina sem okkur hefur verið sýnd. „SEG HVAÐ SVELLUR ÞÉR í HUG?“ Já, við erum öll hlekkir í söinu keðjunni. Afstaða hvers og eins okkar er mikils virði fyrir þjóðarheildina. Allir hafa sínu hultverki að gegna og hvert starf er þýðingarmikið. Enginn má skor ast úr leik, enginn draga af sér. Öll erum við að byggja upp ís- land og íslenzkt þjóðlíf. Það svell m- í hug okkar heitur ásetningur um að bregðast ekki! Við sköipum okkur sjálf giftu og gengi á þessu ári. GLEÐILEGT 1945! Hannes á horninu. GIEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptín á liðna árinu. Byggingafélagið Þór h. f. Hafnarfirði <x>00000<>00000<!>000<x>00<>0000000000000<><xx>00<»00<>00<>0000<3 00000000000000000000000000 < >00000000000000000000000000000000000000000000e>00000000

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.