Alþýðublaðið - 03.08.1945, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 03.08.1945, Qupperneq 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fostudagur 3. ágúst 1945 6 Frægt hús. í»etta er iðnskólinn í Rheims á 'Noi'ður-Frakklandi. Þar hafði Eisenhower hersihöfðingi aðalbækistöð sína í stríðslokin á meg- inlandi Evrópu, og þar undirskrifuðu Þjóðverjar hina skilyrðis- lausu uppgjöf sína 7. naaí. At&ræður í dag: Jón Pálsson, fyrrv. bankaféhirðir. Oslo eftir fimm 44 TTRÆÐUR ER í DAG Jón Pálsson, fyrrverandi bankagjaldkeri. Jón Pálsson hefur gegnt anargvíslegum störfum um dagana og lagt á flest gerva hönd, en þjóðkunnur er hann einkuim af starfi sínu í þágu ýmissa mannúðarmála, sem hann hefur lagt lið af ósér- plægni og höfðingslund. Væri oflangt mál að rekja hér hinn margþætta starfsferil Jóns Páissonar, enda brestur mig kunnugleika til að gera því efni skil. Eg vildi einungis við þetta tækifæri minna samborg- ara hans á hið mikla og óeig- ingjarna starf, sem hann hefur á efri árum unnið í barna- verndarnefnd Reykjavíkur. Jón Pálsson hefur verið for- maður barnaverndarnefndar Reykjavíkur frá því lög^ um barnavernd voru sett hér á landi árið 1932. Var það barnaverndarmálum höfuð- staðarins mikið happ, að svo fágætur og hleypidómalaus á- hugamaður valdist þá í for- mannssætið, maður, sem gat helgað þessu starfi mikinn tíma og var öbilaður að heilsu og andlegum kröftum. Þar sem ég hef verið ráðunautur og starfsmaður nefndarinnar síðan árið 1937, veit ég hve ýmis barnaverndarmál eru tímafrek og krefjast skilnings og sann- gimi þeirra, sem um þau fjalla. Sum þessara mála eru svo við- kvæm og torleyst, kapp og kergja deiluaðila svo mikil, að óhugsandi er að ráða fram úr, þeim á þann veg, að öllum þyki vel;. Við þessi vandasömu störf hafa mannkostir Jóns Pálssonar notið sín vel: hin góða greind hans, skírð í langri lífsreynslu, velvild hans í garð barna og umkomuleysingja og síðast en ekki sízt, hin næma réttlætisvitund hans. Mér finnst orðtækið: „Ger rétt, þol ekki órétt,“ lýsa Jóni Páls- sy*i betur en flestum öðrum mönnum, sem ég hef kymmst. Eg hef aldrei vitað hann víkja hársbreidd frá því, sem hann taldi rétt, og jafnan vera reiðubúinn til sóknar gegn ranglæti og hlutdrægni í öllum þeirra myndum, Slíkt víðsýni og sjálfstæði eru ekki ýkjatíð nú á dögum — og hafa lákleg- ast aldrei verið —1 þegar mestra launa og lofs má vænta af því að vera þægur ljár í þúfu ein- hve.rra pólitískra valdamanna. Eg vil á þessum degi þakka Jóni Pálssyni ánægjulegt sam- starf undanfarin ár og óska gengis þeim mörgu góðu mál- eínum, sem hann hefur beitt sér fyrir. Verði ellin honum mild eins og heiðríkt og kyrrt haustkvöld. Símon Jóh. Ágústsson. Tilkyiining: 6295 er símanúmer mitt fram- vegis. Fatapressan P. W. Biering Afgreiðslan: Traðakots- sundí 3 (tvílyfta íbúðarhúsið). Hyndaspjald Hallveigarstaða af hinni fögru höggmynd ,VERNDIN“ eftir Einar Jóns 5on fæst í bókabúðunum. Sömuleiðis í skrifstotfu KVENNFÉLAGASAM- BANDS ÍSLANDS, Lækjarg. 14 B og hjá fjáröflujnaímefnid Hallveigarstaða. Framh. af. 5. síðu andi „Þjóðverjaskækjurnar“ reis upp í Osló og úti um allt land. Eg hefi séð sumar af þess um ógæfusömu stúlkum. Þær eru nú flestar settar á heilsu hæli eða komið fyrir á vinnu- heimilum. Við inngang Holmerikoll-járn brautarinnar stóðu jafnan fjór- tán og fimmtán ára stúlkur, sem seldu sig býzkum hermönn um fyrir nokkrar sígarettur eða súkkulaðimola. Það voru hvorki til sígarettur né súkku laði meðal norskrar alþýðu. Þjóðverjar höfðu nóg til af öllu. Á uppgjafardaginn var 3000 sígarettum úthlutað til hvers einasta þýzks hermanns frá hernaðaryfirvöldunum þýzku. En þegar þýzku her- menni.rnir yfirgáfu Akershus, fengu þeir ekki að taka birgðirn, ar með sér. Þá söfnuðu þeir saman í einn haug öllum sígar ettunum, súkkulaðinu, ávöxtun um og sultutauinu og öðrum kræsingum sem þeir höfðu yfir að ráða, hrærðu því öllu sam an á miðju gólfi og köstuðu af sér vatni yfir al'lt saman. Norsk húsmóðir varaði vinnu konuna sína við Þjóðverjunum og sagði: — Þeir hugsa einungis um bað holdlega. Stúlkan: — Það er nú einmitt það sem maður sækist eftir. Annarri stúlku, vinveittri Þjóðverjum, varð að orði: — Áður en Þjóðverjarnir komu, var ekkert ástalif til hér í Noregi. Þegar maður sér 'herbúðirn ar með hinum 200.000 þýzku hermönnum í grænu búningun' .um, sem enn eru í Noregi, undr ast maður ekki. Þeir hafa ver ið útilokaðir frá öllu samneyti við fólkið. Þeir hafa oröið að skemmta sér við það, sem hefur larnað vitsmuni þeirra, en gert þá tryllta. Mæður þeirra stúlkna, sem lent hafa á glapstigum með Þjóð verjum hafa reynt mikið til þess að beina dætrunum á rétta braut, — en árangurslaust. Þeg ar stúlkurnar hafa verið með barni, hafa Þjóðverjar séð þeim fyrir dvöl í beztu sjúkrahúsun um. En aðrar norskar konur hafa undir sömu kringumstæð um orðið að líða neyð og búa við óteljandi örðugleika. Þjóð verjum var sannarlega annt um, afkvæmi sín. í Trandumskógi hefi ég séð hóp af Þjóðverjaskækjum, sem látnar voru ganga framhjá gröf unum undir lögreglueftirliti, imeðan verið var að grafa upp lík þeirra, sem skotnir voru. Þær sýndu engan mótþróa gegn því. Trandumskógurinn er það ó- geðslegasta, sem ég hefi séð í Noregi. Margir af þessum skotnu Norðmönnum, er myrtir voru með hendur bundnar á bak aftur, höfðu verið ákærð- ir fyrir Þjóðverjum af norsk- um Þjóðverjaskækjum. Fyrst eftir uppgjöfina tóku heimavarnarliðsmenn hinar þýzku skækjur höndum og klipptu af þeim hárið. Norsku blöðin mótmæltu þessari að- ferð og kröfðust þess, að tar- ið væri eftir lögunum. Hárklipp ingunni. var hætt. I Norður-Noregi hafa Þjóð- verjaskækjurnar verið öllu ' verri viðureignar. í smábænum Narvík hefur orðið að einangra 100 norskar stúlkur, s.em alíar höfðu kynsjúkdóma. Þær höfðu all'ar smitazt af þýzkum her- mönnum. Um 6000 börn af þýzku faðerni eru nú í Noregi eftir hernámsárin. V. Hvernig er svo . umhíorfs í Osló nú í dag? Það er undra verð sjón. Tvö hús hafa verið sprengd í löft upp. í dinum crjágarðinum höfðu trén verið höggvin upp til þess að gefa betri yfirsýn ef til þess kæmi að þyrfti að skjóta. Þar úði og grúði af 'hverskyns rusli. Húsin eru Ijót >á að sjá og í megn- ustu niðurníðslu. Allir bera norskt fánamerki á fötum sínum. Það má sjá fjöld ann allan af einkennisbúning- um. Norðmenn eru aftur frjáls- ir. Hér sé ég fjölmarga ganga um með poka á baki, sem e. t. v. aleiga þeirra er geymd í. Það vekur eftirtekt manns, hversu norskar stúlkur eru vel klæddar. Stærstu blöðin hafa tekið sér fyrir hendur að um- breyta' tízkunni. Skorturinn á silkisokkunum hefur valdið því að margt kvenfólk gengur í síð um buxum sem karlmenn. Það hefur verið talað um að setja silkisokka norsku stúlkn- anna á söfn. Þetta gefur að sinu leyti hugmynd um áhrif stríðs- áranna á Norðmenn. FóIIkið hef ur farið eftir tízkublöðum frá árinu 1939. En margir hafa líka farið eftir eigin hugmyndaflugi,, hvað tízkuna snertir. í öHum þessum niðurníddu og ljótu húsum hefur um fimm ára skeið búið fólk, sem stöð- ugt hefur yerið hrætt um líf sitt og sinna. Á hverri nóttu hefur hræðsl an gripið um sig meðal þess, er það hefur heyrt bifreið nema staðar skammt frá húsunum. Gestapó hefur oft látið til sín taka klukkan þrjú á morgn- ana. Ég stóð ásamt ungum pilti og stúlku fyrir neðan allaufgaða bjarkarkrónu. ■— Þú sérð björkina hérná? — Já. — Þessa björk höfum við ekki séð í fimm ár. Hún hefur (þó verið kyrr á sínum stað, — en við höfum ekki séð hana. í hugum o'kkar hefur hún verið sem banvænn hlutur allan þann tíma. En við komum aftur auga á hana þann 7. maí. Gjörvallur Noregur hefur verið eins og þetta einmana birkitré. Hann hefur verið sem hið forboðna tré. ' Morgunblaðið og brezku kosnhtgamar. Framhald af 4 sdðu. um brezka Alþýðuflokkinn. og raun varð á, þegar kosningasig- ur hans varð kunnur? Ætli Morgunblaðið hefði þá ekki líkt brezka Allþýðuflokknum við Framsóknarflokkinn hér, talið hann hafa rofið þjóðareiningu ó hættunnar stund og brugðizt því að sýna ábyrgðartilfinningu °g heyja kosningabaráttuna af frjáislyndi og víðsýni? Morguniblaðið gerir heimsku- lega tilraun til þess að halda því fram, að Alþýðublaðið hafi brugðið tryggð við Winston Churehill, sem það hafi talið mikinn stjórrimlálas'körung og lofað fyrir afrek sín. Alþýðu- blaðið ‘hefir aldrei tengzt tryggðaböndum við Winston Churchilli, þótt það hafi alla- ja'fna unnað honum sannmæl- is fyrir hetjulega forustu sína sem þjóðarleiðtoga Breta í heimsstyrjöldinni, og geri enn. Þeir, sem fylgzt hafa með kosn ingáfoaráttunni á Bretlandi, vita, að brezki Alþýðuflokkurinn og aðrir andstæðingar Churdhills og brezka íhaldsflokksins í þeim átökum, bar aldrei brigð- ur á það, að ChurchiH hefðá. verið Bretum 'giæsilegur þjóð- arleiðtogi í raun styrjaldarinn- ar. En Ibrezku kosningarnar Minningarspjöld Barnaspítalasjóðs Hrings ins fást í verzlun frú Ágústu Svendsen, Aðal stræti 12 snerust um önnur málefni. en stríðssæmd Churéhills. Alþýðu flokkurinn gekk til kosninganna með frjálslynda stefnuskrá, en án öfga, éins og Morguriblaðið komst að orði, og vann sigur sinn á grundvelli hennar. íhalds f'lokkurinn gekk ’hins vegar til kosningábaráttunnar án stefnu skrár og tengdi aHar sigurvonir s’ínar við hinn glæsilega leið- toga Isinn. En stníðssæmd Churchills entist honum ekki til sigurs, því að kjósendur á Bretlandi mátu stefnuskrá Al- þýðuflokksins meira en glæsi- leika leiðtoga íhaldsflokksins. * Það fer óneitanlega vel á því, að Morgubliaðið skrifi forustu- greinar um kosningasigra Al- þýðuflokkanna erlendis. En vissulega færi betur á því, að forustugreinar þess um þau efrii í framtíðinni yrðu skynsam legri en skrif þess um kosn- ingasigur brezka Alþýðufl'okks- ins að þessu sinni. Og margar mega forustugreinar Morgun- blaðsins verða, ef því á að tak- ast að telja lesendum sínum trú um, að málstaður Alþýðu- flokkanna sé mláilstaður þess og Sjiálfstæðisflokksins hér á landi. Morgublaðinu væri sæmst að hætta slikurn tilraunum, en gera sér þess í stað far um að láta Víti brezka íhaldsflokksins, samherjaflokksins, sem það nú afneitar, en lofaði áður, sér og flokki sínum að varnaði verða. Það blæs ekki það byrlega fyrir íhaldsstefnunnj í heiminum um þessar mundir, að það taki því fyrir Morgun'blaðið að vera kampakátt. Öryggisieysi á vegunt og brúm. Prh. af 2. síðu. isleysis á vegunum. Sérstaklega útaf slæmu ástandi á nokkram brúm, sem ýmist eru með brot- in handrið, eða akstur svo erf- iður að þeim, að búast má við slysum af þeim ástæðum. Bif- reiðastjórar og bílaeigendur stöðvuðu stundum starfsmenn Slysavarnafélagsins og báðu þess að félagið beitti áhrifum sínum til þess að fá komið á nauðsynlegum umbótum. • Þær brýr sem einkum eru at hugaverðar eru þessar: Bru við Höfn í Melsveit, við Árdal, brú yfir síkið vestan Hvítárbrúar, brú hjá Borg á Mýrum og síð- ast en ekki sízt ibrúin yfir Haf ursfjarðará, sem verður að telj ast mjög viðsjárverð vegna þess bvað vegurinn er þverbeygður og mjór að henni, en ginandi gljúfrið tekur við ef eitt'hvað ber útaf. Handriðið sem að gLjúfrmu snýr, er brotið, en það er haft éftir bílsLjórum, að til- gangslítið sé að setja upp hand ráðið, nema aðkoman að brúnni verði bætt. Munaði minnstu að stórslys yrði við brú þessa fyr- ir nokkru síðan, er við lá að bilfreið með 30 manns innan- borðs lenti þarna fram áf. Það eru eindregin tilmæli Slysavarnafélags Islands, að vegamálastjórnin láti fara fram athugun á þessum stöðum, en síðan verði hafizt handa um umhætur. ÚfbreiSiS áibfðubialfil.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.