Alþýðublaðið - 04.01.1946, Qupperneq 3
Fösftufaigiu’, 4. jaiiúax 1*46.
Nýtt ár.
ÞAÐ MTM VÍST ÓHÆTT að
fullyrða, að allaa* iþjóðir, bvar
í heimi, sem þær kunna að
vera, hafi fagnað koamu árs-
ins 1046. Ekki einvörðunigu ■
þær, sem hrósa siigri eftir
eftir hinin óskaplega hildar-
ieik, sem lauk í fyrrasumar,
heldur og 'hinar þjóðirnar,
sem biðu lægra hlut ag þoldu
miklar raunir.
ÁRSINS, SEM NÚ Eít LIÐIÐ,
mun vafalaust verða minnzt
sem einhvers hins afdrifarík-
asta, sem koanáð (hefur- fyrir í
sögunni, allt frá því er sögur
hófust. Á því ári lauk skæð-
ustu styrjöld, sem ennþá hef-
ur 'verið háð, styrjöld, sem
var ekfci eingöngu háð um
markaði, hráefni og'siglinga-
leiðir, eins og flestar styrj-
aldir, heldur og um manns-
sáiMna. Hitler ihafði sagt, á
sínum tíma, að styrjöMin.
væri háð um framtið heirns-
ins næstu þúsund ár. Það
kann vel að vera, að þau um-
mæli séu ekki fjarri lagi. Að
minnsta kosti orkar það ekki
tvimælis, að löðruvísi væri
umhorfs í heiminum nú ef
stefna Mussolinis og Hitlers,
að maður tali eikki um „Bus-
hido-menningu“ Japana, ætti
að ráða næstu áratugina, svo
að ekki :sé tekið dýpra í ár-
ina.
Á ÁRINU SEM LEIÐ gerðust
meiri og merkari atburðir en
sennileiga nokkru sinmi fyrr á
æviskeiði þeirra, sem nú lifa.
Að vísu hafa verið háðar tvær
beimsstyrjaldir á einum
stuttum mannsaldri; ©n um
það mun flestum bera saman,
að úrslit þeirrar styrjaldar,,
sem lauk í fyrrasumar, munu
haffa haft langtum meiri
iþýðingu f yrir menningu oig
framtíð heimsins alls ien sú,
sem, var til lykta leidd í
nóvemiber 10118.
MARGT HEFUR VERIÐ rætt
og ritað umi villimennsku þá,
sem faisisminn hefði getað
haft í för með sér fyrdr mann-
kynið allt, ef honum hiefði
orðið isigurs auðið, enda sikal
ekki rætt frekar um það hér
að sinni. Réttarhöldin í Núrn-
beng, sem nú standa yfir,
munu væntanlega tákna loka
iþáttinn í hiraum villimannleiga
leik, seim háður hefur verið
í álfunni undanfarna tivo ára-
tuigi.
EN ÁRIÐ iSEM LEIÐ, er ef til
viil' öllu imenkilejgra fná sögu-
legu sjónairmiði séð fyrir upp-
finningu kjarnorkuspnenigj-
unnar en fyrir það, að vopna
váðskipti hættu eftir nær sex
ára blóðugain ófrið. Láusn
kj arnonkuleyndarmálsiins
táknar ekki einumgis dráps-
vopn, svo óskaplegt, að manm
bryllir við þvá, bvað igerzt
:gœti, ef stórveldin beittu því
í nýnri styrjiöld, beldur einn-
.iig stónkostleiga möiguleika til
vaxandi imeniningar og fram-
fara í mainnheimi. Þetta er
stjórnmálamönmum að sjálf-
sögðu algerliega Ijóst, enda
hafa, eins og bunnuigt er, far-
ið fram umræður um það
ALÞYÐUBLAPiP
~ ' ■ .... ■'■■*íiii
Sendiherra Bandaríkjanna í Kína
Mynd þessi er teikin af George C. Marshall hershöfðinigja, sem
áður var yfirmaður herfoninigjaráðs iBandaríkj amanna og gat sér
mikinm orðstir í þeinri stöðu. Nú hefur hann tekið við mýjm emh-
ætti, sem isendiherra Bandaríkjanna í Kiína. Á mynd þessari er
hann á ferð um Pennsylvaniaríki í Bandaríkjunum með Edward
Mantin, ríkisstjóra þar (til hægri). Þeir enu þanna að kveðja ibúa
Phiiladelplhia.
RAssar vilja, aðRinar-og Buhr-M
falli i hlnt Frahka eftir stríðið.
------♦------
Frtðarfundurkin verður sennilega haldinn
í París í vor.
I LUNDÚNAFREGNUM var frá 'því greint í gær, að
■ sennilega yrði friðarráðstefnan, þar sem endanlega yrði
fjallað um friðarsamningam við möndulveldin, haldin í
París. í sömu fregn var frá því skýrt, að rússneska stjómin
væri því fylgjandi, að Ruhr-hérað og Rínarlönd yrðu skilin
frá Þýzkalandi og sameinuð Frakklandi, isamkvæmt kröfu
frönsku stjórnarinnar.
Var frá þessu skýrt í Parísar-
útvarpinu í gær, en áður var
allt á huldu um það, hvar end-
anlega yrði gengið frá friðar-
samningunum eftir styrjöldina
og einstökum ákvæðum, sem
þar koma til greina.
Vitað var, að Frakkar hafa
nú um nokkurt skeið birt kröf-
ur um, að þeir fengju Ruhr- og
Rínarhéruð og hefur stjórn de
Gaulles fylgt þeim kröfum fast
fram. Nú hafa Rússar tilkynnt,
að þeir muni, fyrir sitt leyti
styðja þessar kröfur Frakka.
Ekki. er vitað um undirtektir
Breta og Bandaríkjamanna, að
því er síðast fréttist. Fregn
þessi var birt í gær í samein-
bandi við verzlunarsamning, er
Frakkar hafa gert við Rússa og
á hann að gilda til fimm ára.
Samkvæmt honum munu Frakk
ar flytja inn timbur, mangan og
grávöru ýmislega frá Rússlandi,
en hins vegar munu Rússar fá
frá Frökkum margvísleg tæki
og fullgerðar iðnaðarvörur.
Brezk nefnd um Gyð-
ingamálið komin
veslur nm haf.
AÐ var skýrt frá því í Lun
dúnaútvarpinu í gærkveldi
að nefnd manna væri komin til
New York á hafskipinu „Queen
Mary“ til þess að ræða við
bandaríska áhrifamenn um
vandamálin í sambandi við land
vist flóttafólks í Palestínu, Mun
nefnd þessi fara þegar í stað til
Washington og ræða þar við
ameríska nefnd, sem stofnsett
hefur verið í þessu sambandi.
! máil milli þeirra stórvelda,
| sem mestu ráða í heiminum.
I STJÓRNIMÁLAMÖNNUM ver-
aldarinnar ©r það Ijóst, að
spremgjunni, sem varpað var
á' japömsikiu borigina Hiros-
hima í fyrrasumar og batt
raiunverulega endi á ófriðinn
við Japan, var jafnframt eins
konar „Mene tekel“, aðvör-
un um það, sem koma fcamn
af skelfingum, ef sáttfýsi og
samjvimna á ékki að ráða í
stað yfiriganigs og otfbeldis.
Nurnbergréttarhöldin:
Itarlegt ákœruskjal var Mrí í gœr
á hendnr Kalteubrnnner, aðstoð-
armasns Himmiers.
.■» ■ ■
Aðsloðarmaður hans hinn rólegasti, þrátt
fyrir sekt hans um svívirðileg hryðjuverk.
-------•-------
IGÆR var haldið áfram réttarhöldunum í Númberg. Saksókn-
ari Bandariíkjamanna birti við bað tækifæri ítarlegt ákæmskjal
á hendur Kaltenbrunner, sem var hægri hönd Himmlers um
stjórn SS- og Gestapo-sveitanna. Var undirfoiqp^i Kaltenbrunners
um 4 klukkustundir fyrir réttinum og virtist ffla rólegasti, þráít
fyrir það, að á hann voru bomar hinar óskaplegustu sakir.
I réttarhöldunum sagði und-
irforingi Kaltenbrunners meðal
annars, að hann hefði verið send
ur á vegum SS og Gestapo til
Rússlands á sínum tíma og hefði
hann þar verið viðstaddur af-
tökur fjölda manns. Meðal ann-
ars var upplýst við réttarhöld-
in, að um 00 þúsund manns
hefðu verið tekin af lífi á Krím
og í Kákasus. Lýsti hann því
ítarlega, hvernig sumar af af-
tökum þessum hefði farið fram
og lét sér hvergi bregða.
Sagði hann, að fólk hefði ver
ið drepið í gasklefum og hefði
hann stjórnað aftökunum, en
samkvæmt boði Hitlers og
Himmlers. Hefði fólk fyrst ver-
ið látið afklæðast, áður en það
var látið inn í gasklefana.
Segja áhorfendur, að foringi
þessi hafi verið hinn rólegasti
meðan hann skýrði frá aftökun
um og ekki látið sér bregða.
Mlkiar viðsjár enn
í Paleslínu.
I ^ NN eru miklar viðsjár í
! Palestínu, að því er Lun-
J dúnafregnir hermdu seint í gær
kveldi. Var meðal annars sagt
frá því í fréttum, að brezk lög-
regla hefði gert húsrannsókn
hjá mörgum kaupmönnum og
handtekið margt fólk, sem grun
að var um þátttöku í óeirðum
þeim, sem átt hafa sér stað í
Jerúsalem og í fleiri borgum
undanfarna daga. Hafa mest
brögð verið að ofbeldisverkum
í Jerúsalem og hafnarborginni
Tel Aviv og allmargir menn
beðið bana af þeim orsökum.
Réttarhöldin á Amboina:
Japanar drápu stríðs-
fanga hópum saman.
T HINUM miklu réttarhöld-
um á Amboina í Austur-Indí
um, þar sem 03 Japanar eru
ákærðir fyrir stríðsglæpi, hefur
hinn opinberi saksóknari skýrt
frá því, að Japanar hafi, er þeir
sáu fram á algeran ósigur,
byrjað að drepa stríðsfanga hóp
um saman. Munu Japanar hafa
gripið til þessa ráðs af hræðslu
við það, að fólk þetta gæti
ljóstrað ýmsum þeim hlutum
upp, sem ekki þóttu heppilegir.
(hurchill á förum
veslur um haf.
Eden veröur staö-
gengill hans.
AÐ var tilkynnt í London
í gær, að Winston Churc-
hill myndi, ásamt konu sinni,
fara vestur um haf um miðja
næstu viku á hafskipinu „Queen
Mary“. Mun Churchill, eins og
fyrr getur, fara til Bandaríkj-
anna og Kanada og siðan til
Ástralíu og Nýja Sjálands, sér
til hressingar og heilsubótar.
Jafnframt var það tilkynnt í
hrezka útvarpinu í gærkveldi,
að Anthony Eden, fyrrverandi
utanríkismálaráðhexra Breta,
myndi verða forustumaður
brezka íhaldsflokksins í neðri
málstofunni í fjarveru Churc-
hills.
Tvíhöfðað barn fæðist
á Bretlandi.
UNDÚNAÚTVARPIÐ
greindi fró því í gær, að I
fyrradag hefði sá atburður
gerzt, að tvíhöfðað stúlkubam
hefði fæðzt í borðinni Birming-
ham á Bretlandi.
Var móðirin við góða heilsu,
er síðast fréttist, svo og barnið,
en læknar bjuggust ekki við,
að því yrði lífs auðið. Móðirin
er brezk, en faðirinn amerískur
hermaður.
Annað höfuð barns þessa er
sagt stærra en hitt, og barnið
hefur tvenn lungu. Fæðingin
gekk annars vel. Læknar þeir,
er voru viðstaddir fæðinguna
hafa látið svo um mælt, að fæð
ing þessi sé einsdæmi við sjúkra
hús’ það, er þetta kom fyrir á
og þótt víðar væri leitað.
Endurreisn eftir slríöið
I Russlandl.
SAMKVÆMT Moskvafregn-
um nú um nýárið hafa
verið gerðar víðtækar áætlanir
í Rússlandi um alhliða viðreisn
atvinnuveganna eftir styrjöld-
ina. Samkvæmt áætlunum þess-
um stendur til að auka mjög
allan iðnað í landinu og bæta
mjög framleiðslutækin.