Alþýðublaðið - 20.01.1946, Blaðsíða 6
8
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. janúar 1946
Osvífin misnotkun útvarps-
ins til framdráttar kommún-
istum í Dagsbrún.
IGÆRKVÖLDI var Ríkisútvarpið misnotað á hinn svívirði-
legasta hátt til framdráttar kommúnistum lí Dagsbrún.
Lýðræðissinnaðir verkamenn, sem borið hafa fram B-
lista við Dagsbrúnarkosningamar, tilkynntu í hádegisútvarp-
inu í gær, að listinn hefði verið lagður fram. Af þessu tilefni,
fær hin svokallaða kjörstjórn kommúnista birta langa yfir-
lýsingu í útvarpinu í gærkvöldi, þar sem hún vegur að B-list-
anum, og þeim verkamönnum, sem að honum standa, á hinn
lubbalegasta hátt.
Reynir þessi háttvísa kjörstjórn kommúnista í Dags-
hrún, að gefa í skyn, að aðeins þrír verkamenn hafi borið
B-listann fram og kalla yfirskrift listans „LýðræðissiUnaðir
verkamenn“ móðgandi fyrir fráfarandi stjórn Dagsbrúnar.
Af þessu verður að álykta, að orðið lýðræði fari meir en
lítið ií taugarnar á kommúnistunum, þar sem þeir verða stór-
móðgaðir, er samtök verkamanna velja sér það að kjörorði í
kosningum.
Þórður Gíslason:
Kommúaistar óttast fylgi lýðrcBðiS'
sinoaðra verkamaina i Dagsbrúo.
KOMMÚNISTAR hneykslast
mjög á þvi, að fram hefir
komið listi frá lýðræðissinnuð-
um verkamönnum, við stjórnar-
kosninguna í Dagsbrún. Þeim
finnst, að þeir séu búnir að
hreiðra þar svo vel um sig, að
þar að minnsta kosti sé nú orðið
óhætt fyrir jdú, að láta dálitið
skína i sitt rétta andlit.
Þetta kom brátt í ljós á Dags-
brúnarfundinum siðastliðinn
sunnudag. Eftir að listi frá upp-
stillingarnefnd núverandi stjórn
ar hafði verið lesinn upp, og ég
hafði svarað fyrirspurn um það,
hvort annar íisti væri væntan-
legur, með þvi að tilkynna, að
lýðræðissinnaðir verkamenn
ætluðu að stilla upp, reis upp
fyrirspyrjandinn með þeim um-
mælum, að hann kynni því illa
að „höfð væri húsbændaskipti í
Dagsbrún“, eins og hann komst
að orði; auk þess lét hann i
Ijós vanþóknun sín á því, að
minnst var á lýðræði, og dylgj-
aði um það, að endur fyrir löngu
hefði einhver maður, sem hann
þó ekki nafngreindi, verið rek-
inn úr Dagsbrún.
Ég svaraði þessu nokkrum orð
um og minnti á, að kommúnist-
um færist ekki að tala um brott-
rekstur úr verkalýðsfélögum,
þar sem þeir hefðu rekið póli-
tíska andstæðinga sína úr félög-
unum hópum saman, þegar þeir
hefðu haft meirihlutaaðstöðu til
þess. Auk þess fór ég nokkrum
orðum um lýðræðisást þeirra al-
mennt. Hófust þá ærsl nokkur í
liði kommúnista, eins og venju-
legt er, ef þeir heyra minnst á
lýðræði. Ærsl þessi voru þó ekki
alvarlegra eðlis en það, að Þjóð-
viljaklikan má muna fifil sinn
fegri í þeim efnum!
Annars ber frásögn Þjóðvilj-
ans af uppstillingunni í Dags- j
brún 15. og 16. þ. m. orðbragði
þess blaðs venjulegt vitni. B-
listinn er nefndur ,sprengilisti“,
og veit ég ekki hvort sú nafn-
gift er sprottin af ótta við það,
að okkur á B-listanum muni tak-
ast að sprengja samvinnu komm
únista og sjálfstæðismanna í
Dagsbrún, eða af því, að komm-
unum sé svo ríkt í minni, þegar
þeir voru að stilla upp í Dags-
brún hér á árunum, og fengu
20 til 80 atkvæði, og stilltu þó
upp ár eftir ár eins og eðlilegt
var. En þannig lagaða útreið
fengju þeir enn í dag, ef þeim
hefði ekki á sínum tíma tekizt
að fleka til fylgis við sig nokkra
menn úr Alþýðuflokknum og
beita þeim síðan fyrir sig, eins
og t. d. Sigurði Guðnasyni. En
þar að mun koma, og kannske
fyrr en varir, að kommúnistar
hætta að fljóta á gömlum vin-
sældum þess háttar manna, ekki
sízt þegar þeir eru af forustu-
mönnum flokksins neyddir til
þess að svíkja qerða samninga
eins og kunnugt er frá undan-
gengnum fulltrúakosningum á
tvö síðustu Alþýðusambands-
þing. Og hvað oft sem kommún-
istar neita því, að þetta hafi við
rök að styðjast, þá kemur það
þeim að engu haldi. Bréf Bryn-
jólfs til sambandsfélaganna er
þar ólýgnasta vitnið.
í krafti þannig fengins meiri-
hluta á Alþýðusambandsþingi
stjórna þeir nú Alþýðusamband
inu á þann -hátt, að þetta gamla
virðulega baráttutæki alþýðunn
ar nota þeir nú aðallega til þess
að þrengja kosti þeirra verka-
lýðsfélaga, sem pólitískir and-
stæðingar þeirra. hafa meiri-
hluta í, nú síðast með þvi að
reka V. K. F. Framsókn úr sam-
bandinu. Og hafi einhverjir
fram til þessa trúað því, að
kommúnistar væru lýðræðis-
flokkur, þá ættu þessar síðustu
aðfarir þeirra við verkakonurn-
ar að nægia til að taka af aillan
vafa um það.
Þjóðviljinn heldur því fram,
að 5. maður á B-listanum, Jón
Pálsson, sé Framsóknarmaður
og hafi verið verkstjóri hjá setu-
liðinu. Að Jón sé Framsóknar-
maðu-r er ósa-tt; ég vei-t -e-kki
betur en hann sé í Alþýðuflokks
félaginu; en þó að hann kunni
að hafa stjórna.ð vinnuflokki
hjá setuliðinu, er hann varla
óhæfari til þess að vera í stjórn
Dagsbrúnar fyrir það heldur en
Sveinbjörn Hannesson, sem mun
vera ein-n alf að-aiv erkstjkSrum
ihjá bœnumi, og væru kommún-
istar á'reiðanlega búnir að reka
Iban-n úr jfiólaiginu, ef hann væri
j'afn milkilil andstæðingur þeirra
eins og sjáMstæðismenn vilja
vera láta, svo að ég tali nú ekki
-um þaði, éf hann væri í Alþýðu-
flokknum.
Jón S. Jónsson:
Stldriareriil konmúBista í Dags-
brún befir verið svik á svik ofai.
MODLVIÐRI og svívirðingar
þær, sem stjórn Dagsbrún
ar þyrlar nú upp í máigagni
kommúnista, Þjóðviljanum, er
glöggt dæmi þess, hve mikla á-
herzlu hún leggur á það að
halda Dagsbrún í fjötrum síns
pólitíska einræðis, enda nota
kommúnistar til þess öll þau
svívirðílegustu vinnubrögð, sem
ein saurug mannssál getur upp
hugsað.
Athugum staðreyndirnar í
þessu máli: Öll stjórn Dagsbrún
ar saman stendur af múlbundn
um þjónum Moskvavaldsins,
sem hafa það hlutverk að fjötra
hið vinnandi fólk og beygja það
undir hæl einræðisins og skoð-
anakúgunar erlendra valdhafa.
Athugum, verkamenn góðir,
hvað hinn ,glæsti stjórnarferiir
Sigurðar Guðnasonar og sam-
verkamanna hans hefur fært
okkur til hagsb.óta, bæði frá
fjárhagslegu og félagslegu sjón
armiði séð.
Sigurður Guðnason hefur set
ið á alþingi í fjögur ár og á
þessu tímabili hefur honum
aldrei dottið í hug eitt einasta
nýtilegt mál til hagsbóta okkur
verkamönnum; þó er þetta full-
trúi Dagsbrúnar á þingi, sagði
Þjóðviljinn fyrir fjórum árum
síðan.
Segjum, að þessum „viðsýna
foringja“ okkar hefði dottið í
hug, að flytja frumvarp um af-
nám skatts á orlofsfé okkar
verkamanna. Nei, Sigurður
Guðnason rétti upp hendina til
samþykkis því, að lagður væri á
bað skattur! Eða segjum, að
Sigurði Guðnasyni hefði dottið
i hug að flytja frumvarp um
það, að einungis yrði lagt til
grundvallar við skattaálagningu
það kaup, sem verkamaður fær
fyrir átta stunda vinnudag; en
það, sem þar væri fram yfir,
væri verkamönnum frjálst að
leggja í varasjóð til seinni ára.
Nei, Sigurður samþykkti fullan
skatt á hvern eyri, sem verka-
menn vinna sér inn!
Þessi sami formaður okkar
var þá með í að samþykkja, að
milljónamæringar með stórat-
vinnurekstur mættu leggja til
[ hliðar ekki nokkrar krónur,
j heldur nokkrar milljónir króna
' til mögru áranna, og voru það
þó ekki krónur, sem þeir höfðu
' aurað saman með löngu striti,
heldur hafði verkalýðurinn til
, sjós og lands fært þeim þennan
auð með þvi að vinna nótt með
degi. Sigurður Guðnason setti
þannig rétt a'tvinnurekandans
og auðmannsins skör hærra en
rétt verkamanna i þessu til-
felli; en máske Falkurútgerðin
Annars munu hrópyrði komm
únieta um B-lista-nn ekki siízt
vera sprottinn af eðlilegurn ótta
við eigið fylgishrun.
Vegna þess, að B-listinn var
borinn fram, verða kommúnist-
ar að láta fara fram allsherjar-
atkvæðagreiðslu um .uppsögn
samninganna. En það höfðu þeir
ekki ætlað sér að gera; þeim er
enginn fengur í bví, að verka-
mennirnir fái að segja álit sitt
á gömlu samningunurn.
Allsherjaratkvæðagreiðslan
mun hinsvegar leiða i ljós ein-
huga áfellisdóm yfir Dagsbrún-
arstjórninni fyrir frammistöðu
hennar i verkalýðsmálum. Hug-
mynd kommúnista var, að láta
stjórn og trúnaðarráð fjalla ein-
göngu um samningsuppsögnina,
og síðan, i skjóli þess, að vilji
félagsmanna lægi ekki fyrir, að
fræga hafi þá verið farin að
kitla foringja „Sósíalistaflokks-
ins“ svo að þeir hafi hugsað,
að það gæti verið handhægt að
eiga nokkrar krónur skattfrjáls-
ar í sjóði, ef ske kynni, að hægt
væri að gera við fleytuna svo
að unnt yrði að draga íslenzkan
fána að hún og íslenzk skips-
höfn mætti stiga um borð.
Dýrtíðarstefna verkalýðsfé-
laganna i Reykjavík og Hafnar-
firði, segir Sigurður Guðnason,
er í meginatriðum þessi:
1. Ríkið taki að sér allan inn-
flutning á nauðsynjavörum
landsmanna ogð selji þær með
innkaupsverði að ’ viðbættum
kostnaði. Finnst verkamönnum,
að staðið hafi verið »við þessi
loforð? Nei, þetta var svikið.
2. Tollar af nauðsynjavörum
séu afnumdir. Hafa verkamenn
orðið varir við, að svo hafi ver-
ið gjört? Nei, þetta var lika
svikið.
3. Strangt eftirlit sé haft með
útsöluverði á vörum.
4. Komið verði á föstu grunn
verði á landbúnaðarvörum, ef
komið gæti til mála, að verð-
bæta innlendar afurðir úr rík-
issjóði. Sjálfsagt á Sigurður
Guðnason hér við verðbætt
kjöt á erlendum markaði, svo
enginn verkamaður gæti keypt
kjöt, enda hafa verkamenn ekki
ennþá fengið neinar uppbætur. á
það magn af kjöti, sem þeir
hafa orðið að kaupa fyrir heim-
ili sín.
5. Kaupgjald verði samræmt
um land allt.
6. Grundvöllur vísitölunnar
verði leiðréttur.
7. Stríðsgróðinn verði tekinn
í ríkissjóð.
8. Strangar skorður verði
settar gegn hvers konar okri á
húsaleigu og í sambandi við sölu
húsa.
9. Samstarf verði milli ríkis-
valdsins og verkalýðsfélaganna
um hagnýtingu vinnuaflsins við
húsabætur og landvarnavinnu,
sem áður var á mái Þjóðviljans
kölluð landráðavinna, þ. e. áður
en Rússar fóru i strið við Hitl-
er.
10. Gengi íslenzku krónunnar
verði hækkað.
Þetta er stefnuskrá stjórna
verkalýðsfélaganna i stjórnartið
Sigurðar Guðnasonar. Finnst
verkamönnum að við þetta
hafi verið staðið og efndir hafi
verið eins miklar og loforðin?
Nei, allt hefur þetta verið svik-
ið og eftir stendur vonsvikinn
verkalýður.
Þá er annar þáttur i pró-
grammi Dagsbrúnarstjórnar-
innar og það eru hinir 16 liðir
i seinustu samningum, sem hún
igeia nýja smánarsamini.nga um ;
lítilfiörlegar kjarabætur til j
handa nokkrum hluta félags- (
upnrianna. ,
Að lokum þetta: Kommúnist- '
um þætti það sennilega ófagur
vitnisburður, sem Þjóðviljinn
gefur þeim 15. þ. m., ef Alþýðu-
bl-’ðið nq^fi þaim slíkan; en þar
á ég við bau ummæli Þjóðvilj-
s* é,g eðá aðrir sýni sér-
staka fórnfýsi með þvi að mæta
á fundi sem kommúnistar hafa
meirihluta á, og halda þrátt fyr-
ir það fram minni skoðun, hvort
sem þeim líkar betur eða ver.
En þó að þessi ummæli Þjóðvilj-
ans ei«?i sennilega að skoðast
sem hótun, þá mun það ekki
aftra mér frá þvi að vinna eftir
beztu getu fyrir sigri
B-I3stans.
Þórður Gislason.
gerði. Af þeim voru sviknir 15
liðir, aðeins einn fæddist, en
var vanskapaður svo herfilega,
begar' hún gerir grein fyrir upp
sögn hans, að það sé ekki hægt
fyrir verkamenn að brauðfæða
sig og sína á því kaupi, sem þeir
hafi nú, miðað við átta stunda
vinnu. En til þess að hylja þessi
svik sin hafa þeir leigt verka-
menn á helgum dögum sem rúm
helgum, þegar vinnuveitendur
þurfa þess með.
Enn má þó minna á eitt af-
rek þessarar stjórnar. Siðastlið
ið sumar hugðust þeir koma
nokkrum verkamönnum á fast
mánaðarkaup hjá nokkrum fyr-
irtækjum í bænum. En það var
með þeim endemum, að það var
raunveruleg lækkun á þeim
launum, sem verkamennirnir
höfðu áður haft í tímavinnu, og
auk þess var þetta hugsað þann
ig, að vinnuveitendur mættu
lána hver öðrum þessa menn,
þegar þeir þyrftu ekki á þeim
i öllum að halda sjálfir, svipað
og þegar bóndinn lánar eina
bikkju undir heyband á næsta
bæ, þegar nábúanum liggur á.
En þetta fóstur þeirra fékk
aldrei að sjá dagsins ljós, því
það dó í 'fæðingunni.
■; Um skemmdarstarf mitt við
verkamenn, samkvæmt skrif-
um Þjóðviljans, skal hér farið
nokkrum orðum. Árið 1940 til
1941 var ég í kaupsamningum
Dagsbrúnar. Við \>k samninga
fengu Dagsbrúnarmenn í fyrsta
sinni slysabætur, en þær höfðu
þeir aldrei áður haft, 6 daga
með fullu kaupi, auk læknis-
hjálpar við gjörð á meiðslum.
í tíð Sigurðar Guðnasonar hafa
þeir fengið einn dag í viðbót.
Á máli Þjóðviljans eru 6 dag-
j ar með fullu kaupi víst glæpa-
starfsemi við verkamenn, en
ein dagur hjá Sigurði Guðna-
syni stór og glæsilegur sigur
verkamanna! Svona túlka þess-
ir iherrar málin, þegar andstæð-
ingar þeirra eiga í hlut!
Sigurður Guðnason segir:
Jón vildi fá 15 prósent áhættu-
þóknun fyrir verkamenn vegna
aukinnar slysahættu af hernað-
arlegum ástæðum. Þetta er
skemmdarstarfsemi, segir Dags
brúnarstjórnin. En við skulum
nú, verkamenn góðir, athuga
þetta dæmi og sjá, hvað þetta
er mikill glæpur fjárhagslega
séð fyrir ykkur, hefði Sigurður
Guðnason viljað vinna að þessu
máli. Engum nema þeim, sem
vilja blekkja menn með lýgi,
dettur í hug, að áhættuþóknun.
sé tímakaup og ekki sé hægt að
hækka venjulegan kauptaxta af
þeim sökum; það er aðeins gert
til að sverta andstæðing og
hylja eigin svik við gott mál-
efni.
Árið 1943 til 1944 munu árs-
tekjur verkamanna hafa verið
13 til 14 þúsund krónur. 15%
áhættubóknun á það verður
1950 krónur af 13 þús. krónum,
en 2100 krónur af 14 þús. kr,
Um þetta fé hefur þá Dagsbrún-
arstjórnin svikið verkamenn af
því einu, að andstæðingur henn
ar bar fram tillöguna! Þetta er
að sjá vel fyrir heill og velferð
verkamanna, eða hitt þó heldur!
Góðir Dagsbrúnarmenn! Gjör
íð það eitt við kjörborðið, sem
bið teljið réttast fyrir ykkar
hag og velferð á þessu ári. At-
hugið vel með sjálfum ykkur,
hvað þessi núverandi stjórn hef
ur fært ykkur á undanförnum
árum í kjarabætur og auknum
réttindum til þess að þið gætuð
lifað þvi menningarlífi. sem
hugur ykkar stendur til.
Og þegar þið hafið athugað
það, þá verðið þið ekki í vafa,
hvorn listann þið eigið að kjósa
við stjórnarkosninguna í félagi
ykkar. Þá kjósið þið B-listann.
Jón S. Jónsson.
ÚlbreiSið
Alþýðublaðið