Alþýðublaðið - 08.02.1946, Side 2

Alþýðublaðið - 08.02.1946, Side 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ _____________ ______F8st«dagnr, 8. tebr&ar 1046. Þetta er stærri sendistöðin, sem fannst í húsi þýzka ræðismanns- ins fyrrverandi, dr. Gerlachs ÞjóflrcBknisfélgglð feýflnr iiinpð í snmar nokkrem merlep fesíar- fslendíngnm. Félagið er um þessar mundiir e® afiss ypplýs- inga um sfarfandi fisiendingaféiög erSendgs. Norræna félagiB fær 12 sænsk únralsskáld rff í úfiánasafn sift. |3* YRIR STRÍÐIÐ fékk Nor- ræna félagið flest árin 10 úrvalsskáldrit frá hverju Norð- urlandanna og lánaði bækur þessar út til félagsmanna sinna. Nú hefur félagið fengið fyrstu bókasendinguna í útlánasafn sitt og eru.það 12 sænsk úrvals- skáldrit, valin af dr. Axel Strindberg. Seinna er von á álíka mörg- um bókum bæði frá Danmörku og Noregi. Sær.sku bækurnar eru eftir Frans G Bengtsson, Eyvihd Johnsson, Olle Hedberg, Jan Fridegárd, Pár Lagerkvist, Yilhelm Moberg o. fl. Bækurn- ar eru lánaðar út í Bæjarbóka- safni Reykjavíkur gegn fram- vísun á félagskorti Norræna félagsins. Dronning Alexandrine fór í gærkvöld Um 90 farfoegar fóru með skipinu. Dronning alexandr- INE fór héðan laust eftir kl. 8 í gærkvöldi áleiðis til Fær- eyja og Kaupmannahafnar. Með skipinu fóru um 90 farþeg- ar héðan. Auk - farþeganna flytur skipið mikið af vörum, m. a. 40 smá- lestir af lýsi, sem fara á til Mið-Evrópulanda. Ennfremur nokkuð af síld til Kaupmanna- hafnar, vefnaðarvöru og fleira. „Dronning Alexandrine" á að leggja af stað aftur frá Kaup- mannahöfn áleiðis til íslands 19. þ. m. * A NÆSTA SUMRI koma hingað nokkrir merkir Vestur-íslendingar í boði Þjóð- ræknisfélags íslands og í sam- ráði við ríkisstjórnina. Hefur verið gengið frá heimboðunum hvað íslendinga í Kanada snert ir og er aðeins heðið eftir svari þeirra til þess að hægt verði að tilkynna hverjir koma og hve- nær. Eins og kunnugt er, hefur Þjóðræknisfélagið gengizt fyr- ir heimboðum til merkra manna vestanhafs á árinu, og var ætl- unin að halda þeim heimboðum áfram árlega, en ekki var hægt að koma slíkum heimboðum við, styrjaldarárin. Þjóðræknisfélagið hefur nú ýmis mál á prjónunum, sem væntanlega verða til þess, að halda við betur en nú er, sam- bandinu milli íslendinga er- lendis og heima. í þessu sam- bandi hefur félagið nýlega, 'með aðstoð utanríkisráðuneytisins, skrifað ræðismönnum íslands erlendis, til að fá vitneskju um öll starfandi íslendingafélög. Stjórn Þjóðræknisfélagsins hefur nýlega skipt með sér verkum. Herra biskupinn yfir íslandi, Sigurgeir Sigurðsson, er forseti félagsins, Ófeigur Ófeigsson læknir, framkvæmda stjóri þess, ívar Guðmundsson ritstjóri, ritari og Henrik Sv. Björnsson, fulltrúi í utanríkis- ráðuneytinu er gjaldkeri. Ingi Bjarnason, sem sæti átti í stjóm félagsiná, hefur beðizt undan því, að sitja í stjórninni, sökum anna og einnig vegna þess, að hann dvelur erlendis nú sem , stendur. í hans stað hefur séra Friðrik Hallgrímsson tekið sæti í stjórninni. Dr. Matthías Jónasson flytur 13. fyrirlestur sinn um appeldi í dag kl. 6 e. h. í I. kennslu stofu háskólans. Viðfangsefnið er að þessu sinini: UppeLdisgildið í leikjxmi bamains og störfum. ÓU- i áttn er heimill aðgangur. Hafa verið í löskum á lofthæð hússins ss'ðan ár- 19 1940! Þar sasanað, að dr. Herfacli hefur haff leynilegi úfvarp héðan fil Þýzkafiands. P INNUR JÓNSSON DÓMSMÁLARÁÐHERRA upplýsti í viðtali við blaðamenn í gær, að fundizt hefðu tvær sendistöðvar í húsinu að Túngötu 18 hér í bæ, en það var bústaður þýzka ræðismannsins, dr. Gerlachs, fyrir stríð. Fundust sendistöðvamar í herbergi á loffhæð hússins, og voru þær geymdar þar í töskum innan um ýmis konar farangur. Eru sendistöðvar þessar misstórar, önnur tveggja watta en hin tuttugu watta, og er talið, að önnur beirra sé sendistöð sú. sem vart varð árið 1939 og vissa er fyrir að starfrækt hefur verið í bústað dr. Gerlachs. Bretar munu hafa gert ýtarlega leit að sendistöð í þústað þýzka ræðismannsins eftir að þeir hernámu landið, en virðast einskis hafa orðið vísari. Er það því fyrst nú eftir að sendistöðv- arnar tvær hafa fundizt, að upplýst er, að ræðismaður Þjóðverja hér fyrir stríð hefur haft samband við Þýzkaland gegnum leyni- lega sendistöð og sennilega komið á framfæri við þýzku stjórn- ina fréttum njósnuðum annars staðar á Norðurlöndum, auk veður- frétta og annarra upplýsinga frá íslandi. Dómsmálaráðherra lét þess getið, að ráðuneytið hefði lagt áherzlu á að fá upplýsingar um störf Þjóðverja hér á landi á árunum fyrir styrjöldina og að síðast í desember hefði fengizt leyfi til að rannsaka skjöl þau, er fundust hjá dr. Gerlach. fyrr- verandi ræðismanni Þjóðverja í Reykjavík, en þau voru í vörzlu amerísku herstjórnar- innar hér. Ráðherrann fól því næst Sig- urgeiri Jónssyni stjórnarráðs- fulltrúa og Sigurði Sigurðssyni kennara frá ísafirði að fram- kvæma atþugun á skjölum þess um. Hafa þeir farið yfir öll þessi plögg og safnað ur þeim því, er þeir hafa talið máli skipta. Mun skýrsla bráðlega samin á grundvelli þessa starfs og væntanlega birt opinber- lega. Þá eru fram komnar nýjar upplýsingar varðandi sendi- stöð þá, sem talið var að starf- rækt hefði verið í húsi þýzka ræðismannsins í Reykjavík og á hefur verið minnzt í sam- bandi við umræður um njósnar starfsemi Þjóðverja hér á landi fyrir stríð. En forsaga þess máls er sú, að um miðjan október 1939 varð loftskeytastöðin í R.eykjavík vör við Morse- truflanir, er talið var að stöf- uðu frá nálægri radiostöð. Lét símamálast j órnin hefja rann- sóknir á truflunum þessum og kom í ljós, að sendingar þess- ar áttu sér aðallega stað að ný- fluttum veðurfréttum í ríkis- útvarpinu. Lét loftskeytastöðin taka niður Morseskeyti þessi eftir 17. október. Voru gerðar ýmsar ráðstafanir til að hafa upp á sendistöð þessari og með- al annars athugað, hvort hún fengi orku frá rafveitu bæjar- ins og reyndist svo vera, því að stöðin þagnaði, ef rafstraumur- inn var tekinn af bænum. Leið þessu næst fram að 6. desember 1939 en þá hættu send ingar þessar skyndilega. En 24. janúar 1940 barst þáverandi forsætisráðherra bréf frá sendi- herra íslands í Kaupmanna- höfn, þar sem getið var upplýs- inga forstjóra dönsku öryggis- löggreglunnar um að stjórnin í Berlín fengi fréttir um ferð- ir norrænna skipa gegnum leynistöð í Danmörku og væru þær sendar þýzka ræðismánn- inum í Reykjavík en hann kæmi þeim því næst áleiðis til stjórnarinnar í Berlín. Lagði sendiherrann áherzlu á í bréfi sínu til þáverandi forsætisráð- herra, að nauðsyn bæri til að rannsakað væri, hvort leynileg sendistöð væri starfrækt á ís- landi. 10. apríl 1940 varð loftskeyta stöðin í Reykjavík svo aftur vör við fyrrgreindar Morsetrufl anir og þótti sýnt, að hér væri um að ræða sömu sendistöð og vart hafði orðið árið áður. Voru þá rannsóknir hafnar á ný af Frh. á 7. síðu. Þetta mikla tónverk er flutt af 50 manna kór og 30 manna hljómsveit undir stjórn dr. Ur- bantschitsch. — Áuk kórsins syngja fjórir einsöngvarar, og eru þeir að þessu sinni: Guð- munda Elíasdóttir, Guðrún Þor- steinsdóttir, Roy Hickman og Daníel Þorkelsson, — Dr. Páll ísólfsson fer með orgelhlutverk- ið, og mun hann leika aukalög í hléinu; einleikshlutverkið á fiðlu annast Björn Ólafsson. Eins og kunnugt er, var Messías fluttur hér fyrir fimm árum og þótti það mikill við- Aldraður maður verð- ur fyrir bifreið og siasasf mikið á höW AÐ SLYS vildi til á þriðj* daginn, að aldraður mað- ur, Indriði Goí'°''"insson a® nafni, varð fyrir V-^ið og slas aðist allmikið á höfði. Slys þetta vildi til á Njarðar götunni innarlega. Var Indriði é leið suður í Skerjafjörð, en bif- reiðin kom á eftir honum og mun bifreiðarstjórinn hafa ætl- að að aka hægra megin viS hann, en maðurinn gengið inn á veginn um Ieið og bifreiðin ætl- aði framhjá honum. Fékk Indriði mikinn skur# á höfði og heilahristing. Var hann strax fluttur á LandspítaE an. Vðrakaup UNRRA frá r T T NRRA, hjálpar- og við- reisnarstofnun hinna saa»- einuðu þjóða, sem ísland er meðlimur í eins og kunnugt er5 hefur fest kaup á um 400 smá- lestum af ull hér á landi. Þá hefur UNRRA gert fyrir- spurn um það, hvort stofnuniis. muni geta fengið keyptar hér á- landi allt að 300.000 tunnur af saltsíld á þessu ári, og mun þa6- nú vera til athugunar. Verðlæbkun á benzínf ANN 31. janúar síðastlið- inn ákvað viðskiptaráð, að frá og með 1. febrúar skyldi. verð á benzíni, hvar sem er á- landinu, lækka um 2 aura líter- inn. Að öðru leyti er tilkynning ráðsins frá 29. september 194$> um verð á benzíni í gildi. burður í tónlistarlífi höfuðstað- arins. Hinir tveir einsöngvarar, sém aðstoða nú við flutning verks- ins, þau Guðmunda Elíasdóttir og Roy Hickman, hafa bæði farið með einsöngshlutverk úr Messíasi erlendis, og munu þau á þessum hljómleikum fara með sömu hlutverkin og þau hafa áður haft í verkinu. Guðrún Þorsteinsdóttir’ og Ðaníel Þor- kelsson fóru bæði með einsöngs- hlutverk d verkinu þegar þa® var flutt hér síðast. Messías, óratorinm efíir iisflei verðor fliít I Fríkirkjunni n. t ilflvinisi §i fðstoflae. --------------—«------- VerkiS er flutt af manna kér manna iiiiéms¥©lt? a&efc einsöngvara ©g elnS@ikara» T^T ÆSTKOMANDI miðvikudagskvöld verður Messías, óratórí- ■*• * um eftir Handei flutt hér í Fríkirkjunni á vegum Tónlistar- félags Reykjavíkur. Verða þeir hljómleikar eingöngu fyrir styrkt- armeðlimi Tónlistarfélagsins, en á föstudagskvöldið verður verk- ið flutt aftur og þá fyrir almenning.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.