Alþýðublaðið - 23.02.1946, Blaðsíða 6
<
tt
■Wli, --’-w -! tv*. n;-- •»
ALÞYOUBLAPIP
Laugardag 23.
7-&T-&
febrúar
1946.
SíBaverkfræiiBBBr.
Staða símaverkfræðings flugmálastjóra,
er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur til
26. þ. m.
Nánari upplýsingar á skrifstofu flugmálastjórav
Reykjavík, 22. febrúar 1946.
FLUGMÁLASTJÓRINN
Erling Ellingsen.
Sameiginleg innkaup á útgerðarvörum.
flVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN?
Framh. af 4. síðu.
samstarf, hvar sem þeir fá því við
komið, svo sem í bæjarstjórii ísa-
fjarðar og víða annars staðar.“
Þannig farast Degi orð um
þennan nýjasta þátt í samstarfi
Kommúnistaflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins. Hefir vissulega
fleirum blöskrað en honum,
þótt eðlilega sé Framsóknar-
mönnum skemmt ólíkt meira
en nokkrum öðrum með slíku
orðbragði eins stjórnarflokks-
ins í garð annars.
Sprengiframboð
kommúnista
Framh. af 4. síðu.
meira að segja fengið 6 full-
trúa, hefði hann átt við íhaldið
eitt að etja.
Þannig hafa a. m. k. þessir 3
bæjarfulitrúar kommúnista, á
Akranesi, á ísafirði og í Hafn-
arfirði fellt fulltrúa Alþýðu-
flokksins frá kosningu, orðið til
þess að styrkja aðstöðu Sjálf-
stæðismanna óbeint. Er komm-
únistunum ekki ofgott að hæl-
ast þannig um aðstoð við þá vini
sína, enda þarf með einhverju
að launa aðstoð íhaldsins við þá
í verkalýðssamtökunum og í Al-
þýðusambandi íslands. Má mik-
ið vera, ef ekki liggja einhverj-
ir leyniþræðir milli þessarar
gagnkvæmu hjálparstarfsemi
milli íhaldsins og kommúnista.
Hins vegar verður það að segj-
ast, sem satt er, að kommún-
istum og íhaldsmönnum er
ekki ofgott að hafa valið sér
hvor annan að vini, og að um
enga pólitíska afbrýðisemi er
að ræða af hálfu Alþýðuflokks-
ins, þótt vel fari á með þeim.
Alþýða manna mun bráðum
læra það af reynslunni, að bak
við hið pólitíska ástalíf íhalds
og kommúnista liggja engar
góðar hvatir. Hvor þeirra um
sig hyggst aðeins að nota hinn
í baráttu þeirra við hinn sam-
eiginlega höfuðóvin, Alþýðu-
flokkinn. Allt tal kommúnista
um sameiningu og samvinnu við
Alþýðuflokkinn er ekkert annað
en uppgjöf af þeirra hálfu og
játning þess, að undir þeirra
forustu muni verkalýður íslands
aldrei verða sameinaður. Hlut-
verk kommúnista er hvarvetna
og hefur verið að sprengja, þess
vegna trúa svo fáir og stöðugt
fækkandi þeim til þess að sam-
eina.
#3s»W
Niðjarðarhafsdraum
ur Rússa.
Framh. af 5. síðu.
hans hendi. Enn einu sinni var
löndum skipt niður í áhrifa-
svæði: Serbía laut áhrifUm
Austurríkismanna og Búlgaría
áhrifum Rússa.
Disraelli var mjög órólegur
út af þessu samkomulagi og
?erði fyrirspurnir bæði til St.
’étursborgar og Konstantínó-
pel. Keisarinn, sem gjarnan
vildi verðá fyrri til en Bretar,
hóf síðan ófrið á hendur Tyrkj-
um, árið 1877.
Enn einu sinni geystust rúss-
neskir herir yfir Balkanskaga í
áttina til Adríahafs og Kon-
stantínópel. Hvarvetna vegnaði
þeim vel á leið sinni og unnu
hvern sigurinn á fætur öðrum.
Soldáninn bað um vopnahlé,
við San Stefano í marz árið
1878, og síðast hófust hin mestu
svika- og vélabrögð af hálfu
Rússa. Samningar þeir, sem
undirritaðir voru í Konstant-
ínópel, voru hrein og bein end-
urtekning á samningunum frá
Adríanópel 1829. Með ráð-
stefnusamþykktum í Berlín
voru svo: Rúmenía, Serbía,
Grikkland og Montenegro, sam
þykkt sem fullkomlega sjálf-
stæð ríki. Rússlandi var enn
einu sinni settur fjötur um fót.
❖
En svo komum við, að lok-
um, að síðasta kapítulanum.
Samningurinn, sem gerður
var árið 1896 við hina varfærnu
frönsku stj órnmálamenn, gerði
Nikulási II. kleyft, að hafa
gagn af Balkan-óeirðunum ár-
ið 1912, en ósvífni Austurríkis-
manna og óorðheldni Þjóðverja,
gerði útlitið slæmt fyrir Serba,
sem í júlí 1914 gerðu samkomu-
lag við Rússa, og síðar við
Frakka.
Síðan brauzt fyrri heims-
styrjöldin út. Bolsévika-upp-
reisnin í Rússlandi steiiimdi ó-
neitanlega stigu fyrir því, að
Rússum gæti orðið fengur að
hinum sameiginlega sigri.
Nú er það augljóst mál, að
arftakar Lenins, efldir af styrk-
leika og sigrum Rauða hersins,
hafa sett sér það mark, að láta
Miðjarðarhafs-draum Rússa
rætast, með hjálp byltinga-
kenndra vinnubragða samstarfs
manna sinna á Balkanskaga.
Yfirráðatímar koma og fara, en
kröfur heilla þjóða lifa áfram
með kynslóðunum eins og hin
ákveðna landfræðilega staða
þeirra á hnettinum.
Funtlur vérður
í pilta og stúlknafélagi. Dúm-
kirkj unnar í kvöld kl. 8,30.
‘ Frh. af 2. síðu
rætur sínar að rekja til almenns
útvegsmannafundar, sem stjórn
L. I. Ú boðaði til haustið 1944.
Þann fund kalla ég oft „endur-
reisnarfundinn“ enda held ég
hann verði talinn því merkari í
sögu sambandsins, sem lengra
líður.
Fund þennan sóttu á annað
hundrað útvegsmenn víðsvegar
af landinu og þar voru ýmsar
merkar ályktanir gerðar. Fund
urinn lagði megin áherzlu á
aukna útbreiðslustarfsemi og
ákveðið var að ráða sérstakan
erindréka til þess að hafa slíkt
starf með höndum í samráði við
stjórn og framkvæmdarstjóra
sambandsins.“
— Og þú varzt fyrir valinu?
„Já, atvikin höguðu því nú
þannig. Það er ánægjulegt að
vinna fyrir gott málefni meðal
góðra manna.“
„Hver hefur svo árangur
útbreiðslustarfsins orðið?
„Það er ekki hægt að segja
annað en hann hafi verið góð-
ur. T. d.'má geta þéss að á rétt-
um þrem mánuðum í fyrra, eða
frá 17. marz til aðalfundar 17.
júní, voru stofnuð 20 ný útvégs
manna’félög, nokkur eldri félög
endurreist og samband haft við
9 einstaklinga, sem gengu beint
(í landssambandið. Seinna á ár-
inu bættuzt fleiri félög í hóp-
inn og nú eru 33 útvegsmanna-
félög í sambandinu auk Félags
isl. botnvörpuskipaeigenda, en
í því eru allir togarar landsins.
Einnig eru í sambandinu 14
einstaklingar.11
—- Hafa alllir útgerðarmenn
stórir og smáir, sömu hagsmuna
að gæta?
„Ekki er hægt að segja það
fortakslaust. En það torveldar
ekki samstarfið. Allir leggja sig
fram til að ná sem beztum ár-
angri í hverju einu, -með tilliti
til þýðingar sjávarútvegsins í
þjóðlifinu."
-— Hvaða störf liggja einkum
eftir sambandið?
„Það yrði langt mál að telja
allt til, en þó má f. d. nefna
margháttuð áfskipti af ísfisks-
útflutningnum, vinnu til fyrir-
greiðslu 'hagkvæmari lánakjara
útvegsins, síldarkj arasamning-
ana og síðast en ekki sizt hækk
un fiskverðsins íyrir yfirstand-
andi vertíð, sem landssamband
ið átti mjög veigamikinn þátt í
að ná.“
— Hvað er svo helzt á döf-
inni hjá ykkur nú?
„Það er innkaupamálið svo-
nefnda. Ég þori að fullyrða, að
útvegsmenn hafi ekki jafn mik-
inn og almennan áhuga fyrir
neinu eins og sameiginlegum
innkaupm á hverskonar útgerð-
arvörum.
Það mál hefir nú verið í
markvissum undirbúningi á
annað ár. Tveir aðatfundir og
^einn fulltrúafundur L. 1. Ú.
hafa haft það til meðferðar, en
auk þess flestir stjórnarfundir s.
1. ár og framan af þessu. Hér er
bvi ekki verið að rasa um ráð
fram né flana út í neitt að lítt
athuguðu máli. Allar athugan-
ir og umræður hatfa fullkomlega
hnigið i eina átt og Innkaupa-
deild Landssambands íslenzkra
útvegsmanna, eins og fyrirtækið
heitir tfullu nafn:. hefir hlötið
fyrsta flokks félagsiegan undir-
búning og afgreiðslu. Til við-
bótar því, sem ég sagði um und
irbúninginn vil éú geta þess, að
Jakob Hafstein framkvæmdar-
stjóri L. í. Ú„ fór utan á s. 1.
hausfi til þess að kynna sér
verzlunarsambönd og annað,
sem þýðingu getur haft fyrir
innkaupadeildina í væntanleg-
um viðskiptum hennar við
England og Norðurlönd.“
— Er það á vegum innkaupa-
deildarinnar, sem þú að þessu
sinni ert byrjaður að leggja
land undir fót?
„Já, og erindið er að ganga
frá formlegri inntöku útgerðar-
manna í deildina, en hún skeð-
ur með þeim hætti, að þeir,
sem gerast þátttakendur í
þeirri starfsemi L. í. Ú. sérstak-
lega , leggja fram nokfeurt fé í
stofnsjóð deildarinnar; minnst
25 krónur á smálest skipaeign-
ar sinnar, en mest 5000 krónur á
skip. Ég hefi nú ekki ennþá
komizt nema til tveggja ver-
stöðva ií þessum erindum, Vest-
mannaeyja og Keflavíkur, en
undirtektir útvegsmanna þar
hatfa reynzt hinar ákjósanleg-
ustu eins og við mátti búast.
Þátttakan er mjög alinenn, og
flestir leggja fram meira fé ein
tilskilið er, sumir tvöfallt, svo
á þessu geturðu nú sé stemn-
inguna.
Sannleikurinn er sá, að þótt
dregizt hafi svona lengi að
hrinda í framkvæmd hugmynd
inni um sameiginleg innkaup
nauðþurfta útvegsins — skilja
útvegsmenn yfirleitt ofurvel,
hverja þýðingu svona samvinnu
starfsemi hlýtur að hafa fyrir
þá. Það má geta þess, til dæmis,
að minnsta meðalálagning, sem
þekkist á útgerðarvörum, mun
vera kringum 40%, en dæmi
fyrirfinnast um allt að 100%
álagningu á vörur til þeirra,
sem verst hafa orðið úti, éftir
því, sem ég heyrði stundum á
tfundum úti á landi s. 1. vetur og
vor. Hámarfes álagningarheimild
Innkaupadeildar L. í. Ú. er 5%
Svo getur hver reiknað sitt
dæmi og séð útkomuna. Til við-
bótar má svo endanlega geta
þess, að verðj tekjuatfgangur,
bætist hann við séreignarsjóð
viðkomandi útgerðaraðila í réttu
hlutfalli við þau viðskipti, sem
hann hefir átt við deildina.“,
Ekki fer hjá því, að ýmsir
missi spón úr aski sínum við
þessa nýju starfsemi sambands-
ins?
„Sennilega ekki. En við þá
hafa útvegsmenn yfirleitt ekki
mikið meira að segja heldur en
tfelst í hinu tfornkveðna: Drott-
inn gaf og drottinn tók. Og hin-
ir ættu að geta svarað í frómri
ósk með viðlaginu gamla: Og
vel sé þeim, sem veitti mér,“
segir Baldvin.
Ásgeir Ásgeirsson í
fuliirúaráði alþjóða-
gjaideyrissjóðs.
VIÐSKIPTAMÁLARÁÐU-
NEYTIÐ hefur skipað Ás-
geir Ásgeirsson bankastjóra, af
af íslands hálfu, í fulltrúaráð
alþjóða-gjaldeyrissjóðs.
Munið merkjasöludag
Kvennadeildar Slysa
varnafélagsins!
„Við erum þjóð, sem hlaut
ísland í arf
og útsæ í vöggugjöf.“
ÞVÍ FYLGJA MIKIL rétt-
indi, en einnig skyldur, að
hafa hlotið „útsæ í vöggugjöf‘%
eins og skáldið Davíð Stefáns-
son kallar það í kvæðum sínum.
íslenzku konurnar hafa bezt
allra skilið þetta, og hafizt
handa um að rækja miklsverð-
ar skyldur: Auknar slysavarnir
á sjónum og við strendur lands-
ins.
Til þess að þoka þeim málum
lengra áleiðis, hafa konurnar í
Reykjavík einn aðalfjársöfnun-
ardag, en hann er á konudag-
inn. En hvenær er þá þessi
konudagur? Og hver er hann?
Jú konudagurinn ér fyrsti
Góudagur, en hann er á morg-
un og er merkjasöludagur
Kvennadeildar Slysavarnafé-
lagsins í Reykjavík.
Þá heita konurnar hver á
aðra, að duga nú vel í því að
selja merki deildarinnar. Og á
karlmennina, að kaupa merkin
og yfirleitt alla unga sem gamla
að styðja þær og styrkja í því,
að auka og efla slysavarnirnar
hér við land.
Allir Reykvíkingar með
merki kvennadeildarnnar á
sunnudaginn er takmarkið.
Konur, komið sjálfar og tak-
ið merki til að selja og sendið
jmglingana til að leggja hönd
að verki.
Reykvíkingar, kaupið merki
kvennadeildarinnar.
Styðjið auknar slýsavarnir.
Ekki mun af veita.
Ein af mörgum.
Fjárscfnunin iil Hall-
veigarsfaða
SÍÐAST LIÐINN LAUGAR-
DAG, 16. febrúar, gekkst
fjáröflunarnefnd Hallveigar-
staða fyrii’ almennri, fjársöfnun
hér 4 bæ, fyrir kvennaheimilið
Hallveigarstaði.
Ungar stúlkur úr ýmsum
skólum bæjarins tóku að sér að
ganga um bæinn með fjársöfn-
unarlista.
Innkomu eftir daginn krón-
ur 27.000.00.
Fjáröflunárnefndin biður Al-
þýðublaðið að flytja ungu stúlk
unum, sem veittu ómetarilega
hjálp og lögðu á si£? mikla fyrir-
höfn í þessu skyni, virðingu
sína og beztu þakkir.
Á sama hátt þakkar nefndin
bæjarbúum þan góða skilning
og þá velvild, sem þeir hafa
sýnt þessu málefni, með fjár-
framlögum sínum. Einnig þakk
ar nefndin Verkakvennafélag-
inu Framsókn og forstjóra Elli
iheimilisins Grund fyrir að
lána nefndinni skrifstofur til
afnota fjáröflunardaginn.
Að lokum þakkar nefndin
skólastjórum skólanna, dagblöð
um bæjarins og þeim öðrum, er
á einhvern hátt hjálpuðu til við ,
þessa fjársöfnun.
ðludagur í 2
Munlð að endurnýla. Happdrættið.
í