Alþýðublaðið - 21.08.1946, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. ágúst 1946 _______________ALÞÝÐUBLAÐIÐ________________________________________________________________3
; t £ .j'r-
Skýrsla Landsbankans:
AFKOMA ÚTGERÐAR-
INNAR í heild á síðastliðnu
ári var ekki eins góð og und-
anfarin ár, og var það aðal-
lega vegna þess, að síldveið-
arnar brugðust. Auk þessa
átti. vélbátaútgerðin við örð-
ugleika að etja vegna skorts
á línuveiðarfærum, en betur
tókst að ráða fram úr þeim
málum en á horfðist. í des-
ember 1944 var tekin upp
skömmtun á fiskilínum og
hefur hún verið í gildi síð-
an. Var bannað að selja hvers
konar fiiskilínur, nema gegn
sérstökum innkaupaleyfum,
útgefnum af Fiskifélagi ís-
lands. — Loks kom það til,
að hernaðarbannsvæði var
sett á sum beztu línumiðin í
Faxaflóa. Stóð svo mestan
hluta vetrarvertíðarinnar og
olli þetta útgerðinni við
Faxaflóa talsverðum örðug-
leikum. — Togaraútgerðin
gekk vel á árinu, enda gerði
veiðarfæraskortur ekki vart
við sig hjá henni, og aðeins
tveir togaranna stunduðu síld
veiðar. Að vísu fór verð á
fiski í Bretlandi lækkandi á ,
árinu, en ekki svo, að rekstri
togaranna væri hætta búin
af þeim sökum. — Að meðal-
tali voru 413 (460) skip gerð
út í mánuði hverjum, flest í
maí, 615 (732), þar af 205
(282) opnir vélbátar og ára-
bátar, en fæst í desember,
141 (155). Tala skipverja var
hæst í aprílmánuði, 5 015
(maí, 5 222J, en lægst í des-
ember, 1 511 (1 723).Þátttaka
f fiskveiðunum var minni en
árið áður hjá smærri vélbát-
um, en lítið eitt meiri hjá
'hinum stærri skipum. Hefur
skorturinn á vinnuafli til
bátaflotans bitnað fyrst og
fremst á minnstu skipunum.
Meðalúthaldstímii. togaranna
var 301 (302) dagur. Af tog-
urunum höfðu 20 (18) úthalds
tíma 300 og þar yfir, 4 (10)
höfðu úthaldstíma 250—299
daga, og 7 (3) togarar höfðu
styttri úthaldstíma en 250
daea. '
Tveir af togurunum
keyptu fisk til útflutnings í
ís og voru um sumarið gerðir
út á síldveiðar, en allir hin-
ir togararnir stunduðu nær
eingöngu botnvörpuveiðar í
ís og sigldu með aflann til
Bretlands. Línugufuskipin
voru flest höfð í ísfiskflutn-
ingum á vetrarvertíðinni, og
í júlí og ágúst voru þau gerð
út á síldveiðar. Hvað vélbát-
ana snertir stundaði eins og
venjulega mikill meiri hluti
þeirra línuveiðar, og var þátt
taka þeirra í þeim veiðum
mest í apríl, 441 (maí, 567).
Botnvörpuveiðar voru stund-
aðar af færri bátum en ári.ð
áður. Mest var þátttakan í
fe.r til Faér.eyja og Kaup-
mambahafnar kl. 8 í kvöld.
Tekið á móti flutningi
til ihádegis.
Aðeins farþegar íá að fara
um borð.
SKIPAAFjGrREIÐSLA
• JES ZIMSEN
(Erlendur Pétursson).
þeim veiðum i mai, er 51 (60)
bátur stundaði þær. Þátttak-
an í dragnótaveiðum dróst
enn saman. í júnímánuði
voru flestir bátar við þær
veiðar, 103, á móti. 133 í sama
mánuði árið áður. — Togar-
arnir öfluðu vel á árinu, en
aflabrögð voru mjög misjöfn
hjá vélbátunum. í Vest-
mannaeyjum var afli frekar
tregur á vetrarvertíðinni. I
vei.ðistöðvum á Reykjanesi
var góður afli, en við Faxa-
flóa voru aflabrögð mjög mis
jöfn, m. a. vegna bannsvæð-
isins. Útgerðin á Snæfells-
nesi átti við heldur léleg afla-
brögð að búa, en skip, sem
gerð voru út frá veiðistöðv-
um á Vestfjörðum og við
Húnaflóa vestanverðan, öfl-
uðu heldur vel. Fyrir Norð-
urlandi var yfirleitt lélegur
afli framan af árinu, en um
vori.ð og sumarið var þar víða
allgóður afli, gagnstætt því,
sem verið, hefur undanfarin
ár. Á Austfjörðum kvað éins
og venjulega langmest að út-
gerðinni-frá Hornafirði. Fóru
þangað.fleiri. bátar frá Aust-
fjörðum á vetrarvertíð held-
pr en árið áður, en færri til
Suðurlands. Vertíðin var
gæftastirð, en afli sæmilegur,
þegar gaf á sjó. — Frysting
á síld og kolkrabba ti.1 beitu
nam 5 933 tonnum, á móti
5 414 tonnum árið áður, og
voru engin vandkvæði á því,
að fullnægja beituþörfinni.
— Heildaraflamagn ársins
nam 330 (512) þús. tonnum,
míi.ðað við fisk upp úr sjó. Þar
af var síld 60 (222) þús. tonn,
þorskur 202 (205) þús. tonn,
ufsi 27 (50) þús. tonn og ýsa
7,4 (8,8) þús. tonn. Fiskafl-
inn, að undanskilinni síld,
skiptist þannig á verkunar-
aðferðir: ísfiskur seldur í út-
flutningsskip 32,8 (38,0) %,
afli fiskiskipa útfluttur af
þeim sjálfum 37,0 (35,1)'/»',
hraðfrysting 26,8 (23,1)%,
Isaltfiskur 1,5 (1,5)%, harð-
fiskur 0,8. (0,5) % , fiskur i
niðursuðu 0,1 (0,1)% og fisk-
ur til neyzlu innanlands 1,0
(1,7)% . Skýrslurnar um fisk-
neyzluna innanlands eru eins
og áður ófullkomnar.
Skipatjónið á árinu var
eitt hið mesta, sem orðið hef-
ur. Alls fórust eða eyðilögð-
ust 13 skip, þ. e. eimskipi.ð
Dettifoss, sem kafbátur
sökkti, og 12 fiskiskip, sem
voru samtals 1 036 rúmlestir
brúttó. Enn fremur voru
nokkur ski.p rifin á árinu, eða
úrskurðuð ónýt, en flest
þeirra höfðu ekki verið'gerð
út nokkur undanfarin ár.
Tögararnir voru 31 í árs-
byrjun, en 30 í -árslok, einn
þeirra, b v Þorfinnur, var
seldur til Fáereyja. Á árinu
var lokið smíði 4 báta innan-
lánds, og var rúmiestatala
þeirra 186. Frá útlöndum
voru keypt 17 fiskiskip og
var samanlögð rúmlestatala
þeirra 1 812. Enginn þessara
báta var nýsmíðaður. Af þess
um bátum voru 13 frá Sví-
þjóð, og voru þeir flestir af
stærðinni 50—75 rúmlestir.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ birt-
ir í dag annan kafla úr
skýrslu Landsbankans um
árið 1945. Fjallar þessi
kafli um sjávarútveginn
og sjávarvöruiðnaðinn á
því ári.
Samkvæmt skipaskránum
var rúmlestatala fiskiski.pa-
stólsins 27 206 haustið 1944,
en 27 916 á sama tíma haust-
ið 1945. Margir af innfluttu
bátunum komu það seint á
skipaskrá, að þeir eru ekki
með í síðar nefndu tölunni.
— Sænsku bátarnir 45, sem
ríkisstjórnin samdi um smíði
á 1944, urðu ekki tilbúnir á
árinu;en von er um. að flest-
ir þeirra kcmi b ímanlega
hingað til jar.isj' að þeir
verð' teknir i no.kun á síldar-
vertíðinni 1946. Drátturinn,
sem orðið hefur á smíði
sænsku bátanna, hefur komið
sér mjög illa fyrir eigend.ur
þeirra og bakað landinu stór-
tjón. Til viðbótar bessum 45
bátum samdi rík’sstjórnin
síðar um smíði á 5 bátum í
Svíþjóð, og eiga þeir að
verða tilbúnir seint á árinu
1946. Innanlands var að til-
hlutun ríkisstjórnarinnar haf
inn undirbúningur að smíði
30 fiskibáta, sem eiga að
verða tilbúnir á árunum 1946
og 1947. Stærsta skrefið, sem
stigið var á árinu til aukn-
ingar á fi.skiskipastólnum,
voru þó samningar ríkis-
stjóroarinnar við brezkar
skipasmíðastöðvar um smíði
30 togara, þ. e. 28 gufutogára
með olíukyndingu og 2 diesel
togara. Voru í ágúst gefin út
bráðabirgðalög, þar sem rík-
isstjórninni var heimilað að
láta smíða erlendis 30 togara,
með það fyrir augum, að þeir
yrðu seldir einstaklingum,
félögum eða bæjar- og sveit-
arfélögum. Heimiluð var lán-
taka, allt að 60 millj. kr., til
þessara framkvæmda. Verð
gufutogaranna 'Var 98 þús.
pund hvers og dieseltogar-
anna 94 þús. pund, en kaup-
verðið skyldi hækka í sam-
ræmi vi.ð þá kostnaðaraukn-
ingu, er verða kynni unz
sntíði, skipanna yrði lokið.
Um áramótin 1945—46
námu nýbyggingarsjóðir út-
gerðarfyrirtækja í vörzlu
bankanna samtals 24 211 þús.
kr. -Þar af vbru 22 321 í eign
togaraútgerðarfvrirtækja. Af
fé nýbyggingarsjóðanna voru
11 554 þús. kr. á hlaupareikn
i.ngi í bönkum, 6 142 þús. kr.,
voru í sterlingspundum,
3 436 þús. kr. í verðbréfum
og 3 070 þús. kr. voru sparí-
sjóðsfé. ...
Unnið var að hafnargerð-
um og lendingarbótum, undir
umsjón vitamálaskrifstofunn
ar, á 36 (24) stöðum utan
Reykjavíkur, og er kostnað-
urinn v.ið framkvæmdirnar
talinn hafa numið 12,6 (5,9)
mlllj. kr. Á eftirtöldum stöð-
um var kostnaðurinn við
hafnarframkvæmdir meiri en
Vz millj. kr.: Akranesi, Skaga
strönd, Hafnarfirði, Húsavík,
Ólafsfirði, Keflavík, Grinda-
vík, Vestmannaeyjum og
Neskaustað. —- Kostnaður
við vitaframkvæmdir á ár-
inu var 0,8 (0,6) millj. kr.
Samningur sá, sem gerður
var í febrúar 1944 við brezka
matvælaráðuneytið og inn-
kaupastofnun Bandaríkja-
stjórnar um sölu ísfisks,
rann út í lok þessa árs, og
tilkynnti brezka stjórnin, að
hún myndi ekki gera neinn
nýjan saminng um kaup á ís-
vörðum fiski hér við land.
Hins vegar stóð brezki mark-
aðurinn íslendingum opinn
eins og áður og þurfti nú að
gera ráðstafanir til að sjá
fyrir flutningi á því fisk-
magni, sem áður hafði verið
flutt með skipum brezka
matvælaráðuneytisins. Verð-
ur skýrt nánar frá því hér á
éftir. — Samninganefndin
gerði heildarsamninga við
brezka matvælaráðuneytið
um sölu á væntanlegri. fram-
leiðslu ársins á þessum af-
urðum: Freðfiski, síldarlýsi,
síldarmjöli og fiskimjöli.
Verði.ð var hið sama og árið
áður. í sambandi • við þessa
samninga var samið um, að
Englandsbanki léti Lands-
bankann hafa tiltekna upp-
hæð í dollurum á árinu 1945.
Áður v-oru dollaragrei.ðslur
fyrir afurðir tíl Bretlands
miðaðar við verðmæti út-
flutningsins þangað.
Eins og undanfarin ár
voru ísfiskveiðar sú grein
sjávarútvegsins, sem mest
kvað að, þó að hraðfrysting
fisSjar færi enn í vöxt á
kostnað ísfisksins. Voru 70 %
af heildaraflanum flutt út
ísuð, á móti 73%.- árið áður,
en hlutur hraðfrysta fisksins
óx úr 23%; í nærri 27%. Tog-
ararnir fóru 392 (387) ferðir
á árinu. Tvær þeirra voru'til
Belgíu um haustið, en allar
hinar ferðirnar voru til Bret-
lands, 159 til Fleetwood, 133
til Hull, 97 til Grimsby og 1
til Aberdeen. Flestar ferðirn-
ar voru í marz, 43 (maí, 47),
en fæstar í desember, 23
(febrúar, 16). Meðalsala í ferð
yfir árið var £ 9 905, á móti
£10 681 árið 1944. Var það
einkum síðasta ársfjórðung-
inn, sem sölurnar voru lægri
en árið áður. Hæst meðalsala
í. mánuði var í marz,
£ 12 121 (janúar, 12 502), eit
íægst í nóvember, £ 7 747
(júlí, 8 836). Meðalsala í des-r
ember var £ 8 476, á móti
£ 11.354 í sama mánuði árið
áður. — Söluandvirði þess
fiskjar, sem togararnir fluttut
út á árinu var 3883 þúsundf.
sterlp., en 4133 þús. sterlp.
árið áður. Frá byrjun ársins
hætti brezka matvælaráðu-
neytið fiskkaupum sínum
hér við land og þurfti. því að
afla stóraukins skipakosts,
til þess að unnt yrði að flytja
allan ísfiskinn til Bretlands.
Varð það úr, að ríkisstjórnin
leigði 60 færeysk skip til ís-
fiskflutninga og var Fiski-
málanefnd falið að sjá um
útgerð þeirra. Skipin v-oru
öll leigð til maílóka, en eftir
það til miðs október aðeins
30 af þeim. Enn fremur
tókst að fá leigð nokkur stór
erlénd skip yfir vertíðina, og:
Eimskipafélagsskipin Lagar-t
foss og Selfoss fóru tvær ferð
ír hvort með ísfi.sk. Alls voru:
52 (32) íslenzk skip og 64 (10)-
erlend skip á leigu Íslend-
inga höfð í ísfiskflutningum
allt árið eða hluta úr því, og
fóru þau samtals 503 (190)
ferðir með ísfisk. Söluand-
virði þess fiskjar, sem þau.
fluttu út nam 3 052 (1 422)
þús. sterlingspundum. Hin
aukna þátttaka íslenzku skip
anna orsakaðist aðallegá af
því, að fiskkaup voru nú
leyfileg hvar sem var á land-
inu. Allar ferðir fiskkaupa-
skipanna voru til Bretlands,
að undanteknum 6 ferðum,
sem farnar voru til Belgíu
um haustið. Fékkst þar all-
mikið hærra verð fyrir fisk-
inn heldur en á brezka mark-
aðinum, og hefðu þessar
ferðir sjálfsagt haldið áfram,
þrátt fyrir lengri sjóferð og
slæm löndunarskilyrði, ef
leyfi belgiskra stjórnarvalda
hefði fengizt til þess. Af ferð-
um fiskkaupaskipanna voru
261 1 mánuðunum marz til
maí, er vetrarvertíðin stóð
hæst. Margar ferðir voru líka.
farnar tvo fyrstu mánuði árs-
ins og yfir sumarið, en þeim
fækkaði mjög tvo síðustu
mánuðina. — Færeyingar
kevptu mjög lítinn fisk hér:
við land á árinu sem leið. —-j
Samkvæmt skýrslu Fiskifé-I
lagsins var "ffiagn þess fiskj-i:
ar, sem flutt var út ísað á ár-;.
jnu, 156 (175) þús. tonn,- og:
skipti.st þannig: Skiþ með
eigin afla 83 (84) þús. tonn,
íslenzk fiskkaupaskip og
leiguskip 72 (30) þús. tonn og
færeysk fiskkaupaskip. 1,8
(30) þús. tonn. Skip brezka
matvælaráðuney ti sins
keyptu eins og áður segir,
engan fisk hér við land á ár-
inu, en 1944 tóku þau 31 þús.:
tonn af fiski. Hér er miðað
við slægðan fislc með haus
Framhald á 7. síðu.
Höfðatúni 8,
biður heiðr-aða viðskiptavini síria að veita |
því athygli, 'að símanúmer hennar verður |)
framvegis sjötíu og einn átta fjórir.
Vinsamlegast klippið auglýsinguna úr og festið
hana í símabókina yður til minnis.