Alþýðublaðið - 09.02.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.02.1947, Blaðsíða 7
Silhnutíagur 9. febr. 1947. ____________ ALÞVÐUBLAÐIÐ t--------------------—• j Bærinn í dag. ♦-------———-------------< Næturlæknir er i Lækna- varðstofunni, sími 5030. NæturvörðUr er í Lyfjabúð- inni Iðunni. Helgidagslækriir er Kjartan Guðmuridssori, Sóleyjargötu 23, sími 5351. Næturakstur annast Rreyfill, sími 6633. Á MORGUN: Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. 13 bátar sfunda veið- ar frá Hornafirði og er afli þeirra góður SA'MKVÆMT UPPLÝS- INGUM, sem Fiskifélagið hefur fengið, hefur afli á Hornafirði verið igóður það, sem af er þessum mánuði, og hafa sumir bátanna aflað al’lf upp í 16 skiþpund í róðri, en meðalafli hefur verið 10—12 skippund. Er það tallinn góð- ur afli á Hornafirði, enda eru bátarnir flestir um og innan við 20 smálestir, sem stunda þaðan veiðar. Vertiðin hófst á Hornafirði rétt fyrir mánaðaimótin og stunda þaðan 13 bátar róðra, en verða síðar 14. Allt er það stórfiskur, sem bátarnir hafa aflað, og er hann saltaður, þar eð Hornfirðingar hafa engin tök á að hagnýta afl- ann á annan hátt. Þar er ekk ert frystihús, en undanfarin ár hefur fiskur frá Horna- firði verið fluttur út isvar- inn, en nú er ekki um neinn útflutning á ísuðum bátafiski að ræða. Sííld er ennþá á Berufirði, en hún er ekkert veidd, þar eð aðstæður til síldveiða þar eru mjög erfiðar um þetta leyti'árs. Enn eitt boð um þátt- töku í alþjóðlegu skíðamóti. SKÍÐASAMBAND SVÍ- ÞJÓÐAR undirbýr nú al- þjóðlegt skíðamót, sem kall- að verður „Svenska Skidspel en“. Er ætlazt til þess að skíðamót þetta, sem á að fara fram árlega, komi til að hafa samskonar þýðingu í Svíþjóð og Holmenkollenmót ið í Noregi. Verður keppt í skíðagöngu og stökki. Skíða- mót þetta fer fram í fyrsta sinn 13. — 16. marz á þess- um vetri í Sundsvall og hef- ur Skíðasambandi íslands verið boðin þátttaka í því. Þá hefur Skíðasamband Póllands boðið til alþjóðlegs skíðamóts í Zakopane þ. 22. —27. febrúar, á þeim stað, þar sem heimsmeistara- keppnin á skíðum fór fram árið 1939. Ákvörðun um þátttöku ís- lendiriga í þessum skíðamót- um hefur enn ekki veríð tek- in. Ljóð án lífs og anda Frh. af 3. síðu Jóhannessonar. Annar vill kannski eignast þessa ljóðabók Yngva, en hefur hinn mesta ímu gust á skáldsögum hinna. Og þetta fyrirkomulag er sé í lagi slæmt vegna þess, að sumir höf- undarnir eru ekki „nýir penn- ar“, eins og Óskar Aðalsteinn, Sigurður Gröndal og Jón frá Ljárskógum. En nú verða eig- endur fyrri bóka þessara höf- unda að gera svo vel og kaupa flokkinn i heild, ef þeir kynnu að vilja eiga allar bækur þeirra. Væri það að vonum, að þeir bæðu útgefandann að taka þann kaleik frá sér — og hliðr- uðu sér hjá því að taka sé nið- urlag þessarar ágætu setningar í munn. Helgi Sæmundsson. HANNES Á HORNINU: Frh. af 4. síðu. (tæki hér á landi. En er ekki hægt að segja þetta um fleiri? Gætum við Kristinn Andrés- son ekki horfið frá iðju okkar án þess að þjóðfélagið biði skaða? Gætum við svo sem ekki farið á vélbát, ef nokkur fengist til að ráða okkur? Ég held það. OG SVO ER ANNAÐ! Komm únistar reyna að „píska upp hatur“ gegn heildsölunum. En það er þeim ekki nóg. Ef þeir vilja einhvern andstæðing feig- an, öskra þeir upp: ,,Heildsali!“ Þeir ofsækja nú Stefán Jóhann forsætsráðherra og öskra rámri, hatursþrunginni röddu: „Heild- sali!“ Stefán Jóhann á ekkert í neinni heildsölu! Kommúnistar byrjuðu með því að segja að hann ætti hlut í heildsölufyrir- tæki. í blaði þeirra í fyrradag' segja þeir að hann sé aSalhlut- hafi. Kommúnistarnir ljúga og hluthafi eða venjulegur hlut- haf. Kommúnstarnir ljúga og ljúga vísvitandi. Og hvers vegna? Vegna þess að þeir ætla sér að „píska upp hatur“ gegn þessum duglega og mikilhæfa forustumanni Alþýðuflokksins. Hann er ekki heildsali, en gegn honum öskra kommúnistar: „Heildsali!“ í ÞÝZKALANDI bauð Hitler út skríl sínum til að berja nið- ur og drepa Gyðinga. Hér eru kommúnistar að reyna að undir búa jarðveginn. Þeir stefna að vissu marki. Við, sem erum andstæðingar þeirra, munum sjá um, að þeir nái aldrei settu marki. Við gerum þá heima- skítsmát, þó að við séum ekki útlærðir í hatri eða nazistisk- um terror. ÉG VERÐ að biðja afsök- unar á mörgum erlendum orð- um í þessum pistli, en ef ég hefði þau ekki, myndu Komm- únistar ekki skiljá mál mitt. Lesið Alþýðublaðið - Skemmtanir dagsins - Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Klukkur heil- agrar Maríu“ — sýnd kl. 9. „Alvarlegur misskilningur“ Leon Erroll og Walter Cat- lett — kl. 3, 5 og 7. NÝJA BÍÓ: „Nóttin okkar“ — Susanna Foster, Franehot Tone og Louise All-Britton. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Buffalo Bill kl. 3. TJARNARBÍÓ: „Regnbogaeyj- an“ — Dorothy Lamour og Eddie Bracken —■ sýnd kl. 3. „Síðasta hulan“ kl. 5 og 9. „Reykjavík vorra daga“ kl. 7. BÆJARBÍÓ: „Þess bera menn sár“. —- Sýnd kl. 9. „Máfurinn“ kl. 3, 5 og 7. HAFNARFJARÐARBÍÓ „Lif- um fyrir framtíðina". ■— Claudette Colbert, Orson Welles og George Brent. — Sýnd kl. 7 og 9. „Nob Hill“. Sýnd kl. 3 og 5. Leikhúsin: LEIKFÉL. RVÍKUR: „Ég man þá tíð“. Sýning kl. 8 í kvöld. MENNTÁSKÓL’ALElKURÍNN: „Laukur ættarinnar“ Frum- sýning annað kvöld kl. 8. &í:d 'is . Y1 Söfn og sýningar: MÁLVERKASÝNING Kjarvals í Listamannaskálanum. Opn- uð kl. 2 í dag. SAFN EINARS JÓNSSONAR. Opið kl. 13.30—15.30. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ: Opið kl. 13—15. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ: Kl. 13.30—15. Hljómleikar: GUÐMUNDUR JÓNSSON syng' ur í Gamla Bíó kl. 1.30 í dag. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐIN G ABÚÐ: Dans- að frá kl. 9—11.30. Hljóm- sveit Björns R. Einarssonar. HÓTEL BORG: Dansað frá kl. 9—11.30. Hljómsveit Þóris Jónssonar. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 árd. Hljómsveit frá kl. 10 síðd. MJÓLKURSTÖÐIN: Dansleik- ur. RÖÐULL: Gömlu dpnsarnir kl. 10 síðd. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: Tónlist- i ’; arliófið 'kl.' 9. ?.ví ‘A '33 ' Zjfa TJARNARCAFÉ: — Skemmti- kvöld Samvinnuskólans. ÞÓRSCAFÉ: Gömlu dansarnir kl. 10. G.T.-HÚSIÐ, HAFNARFIRÐI: Dansað frá kl. 9—12. HÓTEL ÞRÖSTUR: Dansað frá kl. 9—12. ÚivarpiS: 13.15 Erindi: Um framkvæmd almannatryggingarlag- anna (Haraldur Guð- mundsson forstjóri). 14.00. Messa í Dómkirkjunni (Prédikun: séra Pétur Magnússon í Vallanesi. — Fyrir altari: séra Jón Auðúns). 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen o. fl.). 1925. Tónleikar. 20.00 Fréttir. 20.20 Einleikur á fiðlu (Þórir Jónsson). 20.35 Erindi: „Um Árnasafn“ (Jakob Benediktss. mag- ister). 21.00 „Erfðaskrá Beethovens“: Ávarp (Jón Leifs tón- sltáld). — Upplestur (Gestur Pálsson leikari). — Tónverk eftir Beet- :>R hoveri (plötur). , ■ Móðir mín, Gu<Srún Guðmundsdóttir, andaðist að heimili sínu, ‘Hverfisgotu 71, Reykjavík, þann 7. fébrúar. Jarðarförin ákveðin síðar. Sigríður Einarsdóítir. Faðir okkar, tengdafaðir og afi; [ GuÓBaugur Þorbergsson veggfóðrarameistari, j andaðist í Landakotsspítala 7. þ. m!. að kvöldi. Fyrir 'hönd systkina minna og annarra aðstand- enda. j Þorbergur Guðlaugsson. í fyrrinótt andaðist að heimili okkar, Ljósvalla-«: götu 8, eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, Danelía Jónsdóttir frá Fíflholtum á Mýrum. Guðjón Jónsson. Guðrún Guðjónsdóttir. Gréta Guðjónsdóttir. Ólafur H. Einarsson. Bygging Laugarnes- kirkju stöðvuð vegna íjárskorfs LAUGARNESSÓKN hefur sent umsókn til bæjarstjórnar umsókn til bæjarstjórnar Reykjavíkur um 100 þúsund 'króna styrk til byggingar Laugarneskirkju og ennfrem- ur um ábyrgð bæjarins fyrir 100 þúsund króna láni til byggingarinnar, og telur sóknarnefndin, að fé þetta muni nægja til að fullgera bygginguna, en hún stendur nú í um 600 þúsund krónum, I sem að mestu ileyti hafa kom- ið inn með frjálsum framlög- um. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur fengið, eru fram'kvæmdir við kirkju- bygginguna nú aigejjega stöðvaðar vegna féleysis, og hefur sóknarnefnd því sent þetta erindi til bæjarsitjórn- arinnar til að unnt verði að lljúka við bygginguna, en hún hefur, nú staðið yfir í nokkur umdanfarin ár. Að utan er kirkjan full- gerð og að innan er loftið og veggir aðalsalarins fullbúnir undir málningu, en eftir er að ganga frá gólfinu og alM annarri innréttingu kirkj- unnar. Undanfarin ár hafa guðs- þjónustur lcirkjunnar farið fram í samkomusainum í kjallara undir kirkjunni, og er hann fullgerður. Má því segja, að ekki vanti nema herzlumuninn á, að fullljúka kirkjubyggingunni. íþróttablaðiS er komið út, er það 11—12 tbl. saman og lýkur þar með X. árg. þess. í því eru margar fróðlegar greinar um málefni íþróttanna, eins og' að líkum lætur, m. a. ítarleg frásögn af Englandsför reykvískra knatt- spyrnamanna í sumar, eftir far- arstjórann Björgvin Schram. Þá er og ítarleg grein um Svía- mótið eftir Jóhann Bernhard, og frásögn af heimsókn dönsku sundmannanna eftir Jón D. Jónsson, Þáttur af Gunnari hinum sterka Halldórssyni, fjörleg og skemmtileg frásögn eftir handriti Páls stud. Páls- sonar. Enn fremur fréttir af hinum ýmsu íþróttafélögum og margt fleira. Með þessu blaði lætur Þorsteinn Jósepsson blaðamaður af ritstjórn íþrótta blaðsins, en hana hefur hann haft á hendi síðan blaðið hóf göngu sína í núverandi formi, en afgreiðslu hefur annazt Þór- arinn Magnússon skósmíða- meistari, sem er mjög kunnur áhugamaður um íþróttamál, hann lætur og af afgreiðslu- störfum við blaðið. LeiSréfflng. MEINLEGAR VILLUR hafa slæðzt inn í kvæði Liíju Björns- dóttur, sem hún flutti Kven- félagi Alþýðuflokksins á árs- hátíð þess 30. janúar og birt var á kvennasíðunni í gær. Er kvæðið því birt hér aftur í, heild og höfundur beðin af- sökunar á þessum mistökum: ÞaS líða dagar, líða ár, og lífsins elfur streymir. Þótt máttur vor sé máske sinár,, hann möguleika geymir, því fögnum öllu, leggjum lið og líknum þjáðum mönnum, þá styrkar saman stöndum við í stríði lífs og önnum. Já, breýtum vel og berum Iiátt vort bróðurkærleiks merki. Að viljum efla sæmd og sátt það sýnum helzt í verki. Að reyna að skapa skárri heimr . það skyldu teljum vora. Og fylkjum oss í fiokk með þeini, sem fórna, vilja og' þora. Ó, lyftum hugum hæða til á Iiverjum áramótum og eignumst traust og trúaryl, sem tignum hæfir snótum. Því Kristur virti konu trú, sem kraftinn allra bezta, tii himins upp, sem byggði brú og blessun veitti mesta. LILJA BJÖRNSÍDÓTTIRVVI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.