Alþýðublaðið - 22.03.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.03.1947, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. marz 1947. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Prú Sigrúii Sigurjónsdéttir: Tveir uppáhaldsleikairar Reykvíkinga: Ingrid Berg- man og Gary Cooper í kvik- myndinni „Saratoga“. AF BAZAR FELAGSINS 14. þ. m. var hinn bezti árangur, og var hann að öllu leyti féiaginu til sóma. Langflesta munina höfðu konurnar sjálfar unnið af hinni mestu prýði. Þessa dagana stendur yfir innan félagsins inámskeið í hjálp í viðlögum. Kennari er hinn ágæti leiðbeinandi á því sviði, Jón Oddgeir Jónsson, full trúi. •—• Allir ættu að telja sér skylt að leita sér hagnýtrar fræðslu í þessum. málum, það getur komið sér vel fyrr eða síðar. Kvenfélagið vill halda fleiri slík námskeið fyrir með- limi sína. ÞAÐ er stór viðburður í llífi. harns, þegar það byrjar skólagöngu. Og rniklu varð- ar, að því ,lærist istrax að skoða námið sem Ijúft skyldu starf, jiafn sjálfsagt og óhjá- kvæmilegt og störf pabba og mjömmu. Það gegnir sama máli um inámsstarfið og önn ur störf, að nemandinn þarf að rækja það af skyldu- rækni, alúð ov dugnaði, ef vænta á góðs árangurs. En það verður ekki sneitt hjá þeirri staðreynd, að börnum er misljúít að lúta þeim skyldum, sem skólinn leggur þeim á herðar. Lítið stoðar að segja við dreng, þú átt að vera stundvís, samvizkusam- ur og duglegur að læra. Skólagleðin fæst ekki með valdboði, öðru nær. Það þarf óhjákvæmilega að vera sam eiginlegt áhugamál foreldra og kennara, að vekja og við- halda áhuga barnsins fyrir skolastarfinu. Og það krefst mikillar einlægni og velvild ar beggja aðila. Smávægileg óþægindi, sem barnið verður fyrir í skólanum, geta stund um valdið móðurinni mikl- um erfiðleikum við að fá það til að fara i skólann. Og innibyrgð andúð á skólan- um, kennaranum eða einstök um félögum, getur rænt barnið allri starfsgleði og dregið mjög úr árangri náms ins. Samvsnna foreSdra og kennara Það er skylda foreldranna að ræða slik vandkvæði við kennarann, fyrstan manna, GREIN þessi er kafli úr erindi, sem frú Sigrún Sigurjónsdóttir flutti í rík isútvarpið á vegum Kven- félagasambands íslands 31. janúar í vetur. ef þeim tekst ekki sjálfum að ráða bót á óánægju barns ins. Oft hverfa leiðindin eins og dögg fyrir sóilu eftir hreinskilnar viðræður. Mest þörf er á sívakandi nær- gætni i þessum efnum fyrsta skólaárið., því lengi býr að fyrstu gerð. Að visu ber að gjalda varhuga við tiðum umkvörtunum barna, eink- um er þeim vex fiskur um hrygg. Tilefnin eru oft ilítil og slikt getur hæglega orðið leiður ávani til tjóns fyrir börnin' og heimili og skóla til óþæginda. En það þarf sjaldan mikla glöggskyggni til að komast að raun um, hvort kenjar eða skiiljanleg óánægja veldur umkvörtun- um barnsins. Það varðar miklu fyrir námsgengi þess ög alla framtíð þess, að einskis sé látið ófreistað til að glæða áhuga harnsins fyr ir náminu og skólanum. Ég hef oft reynt að gera mér grein fyrir þvi, hver á- hrif áhugi og námsgleði hafa á framkomu barna. Mér virð ist áhugasömu börnin frjáls- legri, prúðari og búa yfir innra jafnvægi og getu til að einbeita sér, sem er ómet- anlegt i skólastarfi. Áhuginm veitir hin óviðjafnanlegu innri laun gtarfsins, vinnu- gleðina. EKKI UNDIRTYLLUR KARLMANNA ENSKI IÐNAÐURINN fer hamförum um þessar mund- ir. í fyrrverandi vopnaverk smiðjum innan skotheldra veggja er nú unnið að alls konar framleiðslu, svo sem á vélahlutum, útvarpstækj- um, úrum, vefnaðarvörum, ryksugum, plastvörum og mörgu fleiru. í öllum þessum verksmiðj um er umnið af ilátlausu kappi, og það er eftirtektar- vert, að á milli 70—80' af starfsliði verksmiðjanna eru stúlkur. I kolanámuhéruðunum er þó fjöldi kanlmanna atvinnu- laus, af því að þeir þojajekki námuvinnuma pg þessir somu menn sækjast eftir þvi að komast í léttari vinriu.,,ofan jarðar“, eins óg verksmiðju- vinnu, en þeir er þar neifað um vinnu, því að þeir þýkja ekki samkeppnisfærir við stúlkur við óbrotin verk- smiðjustörf. VARIIUGAVERT HRÓS ,,Við viljum heldur hafa istúlkur í vinmu en karl- menn“, sagði forstjóri fyrir stórri útvarpsverksmiðju við Evu Bendix, höfund þessar- ar greinar, ,,og það sama -segja hun-druð annarra verk smiðjustjóra á Englandi, én i rauninni er það varhuga- vert hrós fyrir stúlkurnar sjálfar, að við sækjumst svo eftir vinnu þeirra. En sann- ileikurinn er sá, að reynslan uefur fært okkur helm sann inn um, að konur í verk- smiðjum vinna eins og þær væru sjálfar -vélar, gera ná- kvæmlega það sem þeim er sagt. Þær geta setið þolin- móðar dág eftir dag og mán- uð eftir mánuð við sömu handtökin í óþreytandi na- kvæmrii, án þess að þeim detti í • hug að brevta. út aí í peinu eða leitaí að nýjúm starfsáðferðum.- ' Káririienn aftur á móti láta'-'sér leiðast við að tiaka alltaf sörnu hand tökin. Þeir fara .að brjóta heilann um riýjar starfsac- ferðir til að vinna verkið, óg virðast hugsa 'sjálfstæðar og eru lika óstöðugri við vinn- una. Framhald á 7. síðu. Heinriavinnan En það hvila fleiri skyld- ur á barninu en að sækja skólann, skyldur, sem ekki má heldur vanrækja. Það er heimavinnan. Óhjákvæmi- ilegt er, einkum þegar börn- in eldast, að jallmikið af skólastarfinu fari fram heima. Það er því mjög þýð- ingarmikið, að þegar í upp- hafi myndist fastar venjur um það, að börnin ljúki verk efnum næsta d§gs i tæka. tið, helz.t alltaf.á sama tíma. Flestir foreldrar munu kannast við feginsandvörpm og brosin, þegar bókin eða verkefnin eru lögð á vísan stað og lestri lokið'. Gileðin Ijómar af andlitinu yfir u nn um sigri. Og fögnuður leiks- ins verður fyllri, þegar barn ið hefur lokið skylduverki sínu. Én þvi miður er það ekki alls staðar ófrávíkjan- leg venjá, að ðáta börnin Jjúka - heimaverkefnum á vissúm tima. Það ér of al- gengt að kennarar fái játn- ingar sem þessar: „Kenriari, ég gleymdi að lesa, ég fann ekki bókina mína, ég var i afmáelisbbði, ég fór í bió í gær, eða það voru gestir heima og ég gat ekki lesið.“ Slik tilsvör eru ekki siður dómur á heimilið en barnið. Hlýtt og fallegt vesti með heilu baki, prjómað á fáum kvöld- stundum. Prjónið er slétt, en á jöðrunum ef mjór bekkur (4 iykkjur) af períuprjóni (ein lykkja röng, ein lykkja rétt; í mæstu umferð er rétta lykkjan tekin röng, sú ranga rétt o. s. frv.), Snoturt er að sauma eða prjóna fangamark sitt i vinstra boðunginn. Börn þurfa' að vísu að hafa nægan tima til frjállsra leikja úti eða inni eftir ástæðum og veðráttu. En þeim er brýn nauðsyn að sökkva sér af al- hug riiður i nám eða nytsamt starf nokkurn hluta dagsins. Foreldrar þurfa þó að vaka yfir því með seinfær börn, að heimavinnan þreyti þau ekki. Þeim er oft heppiilegra að ljúka verkefnunum í á- föngum. Áhuginn getur dofn iað, ef þau eru látin sitja of lengi i einu yfir verkefnum, sem reynast þeim erfið. Það eru meiri líkur tiil að ein- staklingurinn ræki störf sín sem fulltiða maður af sam- vizkusemi og dugnaði, ef hann ilærir á unga aldri ,að Ijúka verikefnum 'sinum á réttum tima. Börn og foreldrar eiga kröfu á þvi, að kennarinn sé stundvís, skyldurækinn og áhugasamur. En kennarinn á þá gagnkröfu á hendur for- eldrum, að þau fyilgist með þvi, að börnin vinni heima* Skyinsamlegt aðhald í þeim efnum verður að hefjast við hlið fyrstu verkefnanna, Það eru ekki alltaf gáfuðustu börnin, sem ná mestum á- rangri og eru mesti styrkur og gleði kennarans i starf- inu. Gáfuð börn geta sett ljós sitt undir mæliker og gera það stundum. Starfs- glöðu og skilningsfúsú börn- in eru oft ötulustu nemend- urnir og ylgjafinn i starfi kennarans. - Nerrí'eodur- eigq a'ð vinoa sjáifir Vissuilega getur það vakið aðdáun, með hvíilíkri alúð .sumir foreldrar fyigjast méð mámsstörfum; barna s'inna.''í þvi felst aðeins sú hugsan- legá. hætta, að of mikið !sé unnið fyrir börnin. Þau þurfa þroskia sins vegna að gíima við að leysa þx’autirn- ar sjálf, ef þess er nokkur kostur. Geta nemandams vex ekki við það að laðrir vinni fyrir hann. Handleiðsla er (að vísu) nauðsynleg. En eigi nemandinn að vaxa með við íangsefnunum, verður hann að vinna sem mest að þeim sjálfur. Flestar mæður munu kannast við það, að oft getur verið erfiðleikum bumdið að fá barnið til að setjiast við lesturinn. Leikirnir, gatan og glaumurinn laða og toga burt frá skyldunum. Það er fjörugt og æsandi úti í leikn um og erfitt að silífca sig laus an. Hér er við ramman reip að draga fyrir móðurina, en mestu varðar,'iað hún missi ekki tökin i upphafi, á með- an veniurnar eru að mynd- ast. Móðirin, eða foreldrarn ir þurfa i þeim efnum oft ,að beita kænsku, hyggindum, sem i hag koma og fullri einbeitni. Það eir ekki velgerningur við barmið að láta því líðast að vanrækja námið. Það þarf miklu fremur skynsamlegt aðhald, uppörfun,, næði og hófsamlegt lof, þegar við á. | Vlnnii barnið af skerpu, get- ur það haft nægan tíma til leikja, en það má ekki leggja skylduverkin á hilluna vegna leikjanpa. Skemmíanalíf barna Námið í efri bekkjum barnaskólanna krefst mikils tíma, ef það er stundað af kostgæfni. •— Það ei’ sorgleg staðreynd, að f jöldi barna lýkur námi í barnaskólum með mjög lé- legum árangri, án þess áð gáfnaskorti sé um að kerin'a. En enginn kemur mér til að trúa því, að‘ slíkt sé nema að nokkru léyti sök skólanna. Htð alltof almenna baknag í garð ýmissa skóla þarf að breytast í drengilega við- leitni til samsíarfs við kenn- arana. Því aðeins hafa for- eidrar rétt til að deila á skól- ano', að þau láti ekki sinn hlut eftir liggja um að bæta úr því, sem aílaga fer. Bætt- Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.